Dagur


Dagur - 02.03.1989, Qupperneq 4

Dagur - 02.03.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 2. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavfk), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðstöðvun lokið Um tæplega hálfs árs skeið hafa verðhækkanir í þjóðfélaginu verið bannaðar með lögum. Þrátt fyrir þessi lög var alltaf ljóst að verð vöru og þjónustu myndi hækka eitthvað á verðstöðvun- artímabilinu, enda kom það á daginn. Sumar hækkanir mátti rekja til gengisbreytinga og ann- arra þátta sem ekki verður ráðið við. Aðrar voru beinlínis framkvæmdar í skjóli lítils verðlagseftir- lits og lélegs verðskyns almennings. Frá því sú tilskipun var gefin út að verðlag skyldi gefið frjálst á flestum sviðum verslunar og þjónustu hefur markvisst verið dregið úr opin- beru verðlagseftirliti og því haldið fram að slíkt eftirlit væri þarflaust í frjálsri samkeppni: Lög- mál slíkrar samkeppni — samspil framboðs og eftirspurnar — réði verði vöru og þjónustu og við- skiptavinurinn skipti við þá sem best byðu. Þessi kenning er í sjálfu sér ágæt en einhverra hluta vegna hefur hún ekki virkað sem skyldi hér á landi. Aftur og aftur hafa verðkannanir leitt í ljós að hið „frjálsa verð“ er ótrúlega áþekkt milli verslana. Þetta hefur jafnvel verið enn meira áberandi þegar þjónustufyrirtæki eru annars vegar, enda margoft komið í ljós að aðilar í skyld- um rekstri hafa haft ólögleg samráð um verð. Sem fyrr segir hefur stórlega verið dregið úr starfsemi Verðlagsstofnunar á undanförnum árum, m.a. hefur starsfólki hennar verið fækkað umtalsvert. Verðlagsyfirvöld eru af þessum sök- um illa í stakk búin að fylgjast með verðhækkun- um frá degi til dags, þótt þau hafi staðið sig framar öllum vonum miðað við aðstæður. Verð- kannanir stofnunarinnar hafa átt stóran þátt í því að skerpa verðskyn almennings og gera hon- um ljósa nauðsyn þess að hver og einn sé á verði gagnvart óeðlilegum verðhækkunum. En í gær lauk sem sagt verðstöðvunartímabil- inu en við tekur „umþóttunartímabil í verðlags- málum," eins og stjórnvöld orða það. Fyrsta verðhækkunarskriðan hefur þegar fallið, enda mörg fyrirtæki búin að bíða lengi með gjaldskrár- hækkanir og hækkanir á einstaka vöruflokkum. Sem kunnugt er hafa verðhækkanir oft keðju- verkandi áhrif. Bensín og olía hækka og þar með hækka taxtar samgöngufyrirtækja. Sú hækkun leiðir m.a. til aukins flutningskostnaðar, sem aft- ur veldur hærra vöruverði og svo koll af kolli. Mjög nauðsynlegt er að hækkununum nú verði haldið í algeru lágmarki. Leysa þarf uppsafnað- an vanda þeirra sem sannanlega þurfa að hækka gjaldskrá sína, því frekari frestun gerir einungis illt verra. En að öðru leyti verður að halda í horf- inu í verðlagsmálum. Ef það mistekst æðir verð- bólgan af stað á ný og ávinningurinn af nýliðnu verstöðvunartímabili hverfur á augnabliki. BB. Átaksverkefnið á Húsavík: Ráðsteftia um gróðurvemd og landnýtingu á laugardag Ráðstefna um gróðurvernd og landnytingu verður haldin að Hótel Húsavík nk. laugardag 4. mars. í síðustu viku kynnti hópur áhugamanna frétta- mönnum efni ráðstefnunnar, forsendur fyrir henni og fyrir- hugaða stofnun samtaka um gróðurvernd, landgræðslu og landnýtingu í framhaldi af ráð- stefnunni. Fundur hefur verið haldinn með forsvarsmönnum félaga og félagasamtaka í bænum, sem síðan hafa kynnt fyrirhugað átak í umhverfis- málum á fundum í félögum sín- um og yfirleitt fengið mjög góðar undirtektir um þátttöku í átakinu. Sigurjón Benediktsson, tann- læknir, á í fórum sínum myndir sem hann hefur tekið úr flugvél yfir bænum og næsta nágrenni hans. Sigurjón hefur sýnt þessar myndir á nokkrum fundum og hafa þær virkilega rótað við fólki og fengið það til að hugsa um ástand gróðurmála í bæjarland- inu. Við erum nefnilega býsna mörg á Húsavík sem höfum litið í kring um okkur, séð grænt og gróið land umhverfis bæinn og ræktarlega garða í bænum og ver- ið ákaflega stolt af fallega skrúð- garðinum við Búðarána, skóg- ræktinni ofan við Skálabrekku og lúpínubreiðunni þar ofan við. Skartgripur um hálsinn , Við teljum því landgræðslumálin í nokkuð góðu lagi og þurrkum ryk- og moldarhaugana úr gluggakistunum á sumrin og skiljum ekkert hvaðan allt þetta moldryk kemur. Pað skýrist þeg- ar myndirnar hans Sigurjóns eru skoðaðar, þar blasir nakin fóst- urjörðin við í gegn um stór göt á gróðurklæðunum og skógræktin í brekkunni gæti verið lítill skart- gripur um háls hennar. Það eru til þó nokkrar ljósmyndir af Húsavík, sem margir bæjarbúar hafa keypt og hengt upp í stofur sínar eða gefið gestum og gang- andi til minningar um heimsókn- ina. Grænn gróður er í forgrunni á flestum þessara mynda og þær hafa styrkt ímynd okkar íbúanna um vel gróið bæjarland. Mynd- irnar hans Sigurjóns eru teknar frá svolítið öðru sjónarhorni og því miður mundi fæstum finnast þær nokkurt stofustáss, því á þeim blasa við berir melar og moldarbörð, rétt við húsdyrnar okkar. Pað vill víst enginn hafa ástand gróðurmála á þennan veg, og því eru undirtektir við átaks- verkefnið svo góðar sem raun ber vitni. Bæjarlandið girt af Húsavíkurbær hefur ákveðið að girða af bæjarlandið og hefur verið keypt efni í margstrengja rafmagnsgirðingu til þess verk- efnis, en Landgræðslan kemur til með að sjá um framkvæmdina. Forsvarsmenn átaksverkefnisins segja friðun landsins forsendu fyrir uppgræðslu og fyrirhugaðri skógrækt en sönnun sé fyrir að gróður dafni vel í bæjarlandinu, jafnvel við hin erfiðustu skilyrði, ef hann fái frið. Sem dæmi um þetta var nefnd skógræktin við Botnsvatn og bent á gróskumik- inn gróður í skrúðgarðinum og görðum í bænum. Á meðfylgj- andi myndum má sjá muninn á landinu umhverfis Búðarána, fyr- ir og eftir að trjágróður náði sér þar á strik. Sigurjón sagði að skógræktarmenn væru t.d. oft spurðir að því, af hverju girðing- in í fjallinu væri ekki opnuð svo lúpínan kæmist út, og sýndi það að fólk áttaði sig ekki á gildi friðunar landsins. Fjölmargir fyrirlesarar Ráðstefnan, sem hefst kl. 9.00 á laugardaginn og stendur til kl. 17.00, ætti að geta gefið þátttak- endum svör við flestum þeirra spurningum um gróðurmálin því mikið mannval mun flytja fyrir- lestra og umræður fara fram á eftir hverjum þeirra. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert ráð- stefnugjald þarf að greiða. Þeir sem fyrirlestra flytja eru: Sveinn Runólfsson og Stefán H. Sigfús- son frá Landgræðslu ríkisins, en þeir fjalla um landgræðslu og gróðurvernd. Þorsteinn Tómas- son, Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, fjallar um landgræðslu, belgjurtir, lúpínu, áburð og beit- arþol. Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt fjallar um skipulag ræktunar. Þorleifur Ein- arsson, jarðfræðingur hjá Land- vernd fjallar um gróðurfar og jarðfræði. Stefán Skaftason Bún- aðarsambandi S-Þingeyjarsýslu fjallar um landnýtingu og búfjár- hald. Björn Benediktsson, bóndi í Sandfellshaga fjallar um ræktun mela og nýtingu þeirra til beitar. Snorri Sigurðsson frá Skógrækt ríkisins fjallar um skógrækt og Jón Gunnar Ottósson, Skógrækt ríkisins Mógilsá um plöntulíf- fræði. Að fyrirlestrunum og um- ræðum loknum fara fram panel- umræður og í ráðstefnulok verða gróðurverndar- og landnýtingar- samtökin stofnuð. IM Umhverfi Búðarárinnar í dag. Myndir: im Ólafur Hergill Oddsson: Bjórinn og ábyrgð okkar Gott fólk í Norðurlandi eystra: Nú er 1. mars runninn upp og sterkt öl er orðið löglegt á ís- landi. Vegna þessa vil ég segja nokkur orð um sambandið á milli heildarneyslu áfengis og heilsu- fars og koma með tillögur um hvernig við getum brugðist við þessari breytingu. Bjór er áfengi Það hefur bæst við ný gerð áfeng- is á íslandi. Aukið framboð kall- ar á meiri neyslu. Þessi staðreynd virðist hafa verið alþingismönn- um ljós, því að í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir að bjórdrykkjan eftir 1. mars komi að mestu til viðbótar við þá neyslu sterkra vína og léttra, sem fyrir var. Reyndar er talað um að sala á áfengu öli muni skila Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins tæpum milljarði í tekjur. Þesi aukning heildar- neyslu áfengis gæti orðið allt að 25%. Ekki er gert ráð fyrir meiri útgjöldum vegna þessa. Þetta er fróðlegt þegar haft er í huga að rannsóknir í nágrannalöndum okkar benda til þess, að kostnað- ur hins opinbera vegna áfengis- neyslu sé meiri en tekjurnar. Almennt er talað um, að fyrir hverja grædda krónu tapist a.m.k. tvær vegna minni fram- leiðni og aukins kostnaðar við löggæslu, félags- og heilbrigðis- þjónustu. ísland og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin í apríl 1987 var lögð fram á Alþingi landsáætlun í heilbrigðis- málum með hliðsjón af stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar, sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“. Þessi áætlun heitir „íslensk heilbrigðisáætl- un“. í henni segir að óæskileg heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu séu mikil á íslandi og að almenna neyslu áfengis þurfi að minnka. Þetta markmið er í góðu sam- ræmi við þá hvatningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar til þjóða heims, að þær minnki áfengisneyslu sína um fjórðung fyrir aldamót. Þetta er eitt veiga- mesta takmark þeirrar stofnunar í áætlun um heilbrigði fyrir alla árið 2000. íslensk heilbrigðisáætl- un fellur vel að stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, en þegar lesnar eru forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1989 sést ekki betur en að stefnt sé í þveröfuga átt. Hvað er til ráða? Hvernig getum við, sem búum í Norðurlandi eystra brugðist við þessum mótsögnum? Ég álít, að við eigum fyrst og fremst að hafa heilbrigði að leiðarljósi. Það ger- um við með því að þverskallast

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.