Dagur - 07.03.1989, Síða 5
Þriðjudagur 7. mars 1989 - DAGUR - 5
f/ kvikmyndarýni
F
Umsjón: Jón Hjaltason
Spennumynd
í hágæðaflokki
Borgarbíó sýnir: Dáið með kvölum
(Die Hard).
Leikstjóri: John McTiernan.
Helstu leikendur: Bruce Willis,
Bonnie Bedelina og Paul Gleason.
Twentieth Century Fox 1988.
Ég skal ekkert vera að draga
þetta neitt; Dáið með kvölum er
vafalaust ein af þremur mest
spennandi bíómyndum sem ég
hef séð um ævina og líklega þar
fremst í flokki. Pað er einna helst
að Omega maðurinn, með
Charlton Heston geti veitt henni
einhverja samkeppni. Ég þykist
vita að fæst ykkar muni Omega
manninn en til þess að gera
samanburðinn marktækari get ég
nefnt Dauðaskot (Shoot to kill)
með Sidney Poiter og Tom
Berenger í aðalhlutverkum, en
hún fékk á sínum tíma mikið
umtal og mikla auglýsingu, enda
var þar vissulega ágætisreyfari á
ferðinni. Að mínu áliti er Dáið
með kvölum þó enn betri
spennumynd en Dauðaskot.
Grunntónninn í Dáið með
kvölum er svipaður og í fjölda
annarra reyfara. Tilveru aðal-
söguhetjunnar er ógnað, það er
abbast upp á hana og hún á hend-
ur sínar að verja og eiginkonu að
auki. Lögreglumaðurinn John
McClane kemur til Los Angeles
að tala konuna sína til (Bonnie
Bedelia). Áhorfandinn fær fljót-
lega á tiífinninguna að eitthvað sé
að í hjónabandinu. Konan hefur
tekið upp skírnarnafn sitt Holly
Gennaro sem er ekki gott
afspurnar fyrir karlmann í
Bandaríkjunum Norður-
Ameríku. Og grunurinn verður
að vissu. Holly er á meðal topp-
anna í stórfyrirtækinu Nakatomi,
hefur háar tekjur, hærri en John.
Par með þarf ekkert frekar að
útskýra hvers vegna grundvöllur-
inn er byrjaður að skriðna undan
hjónabandi þeirra þrátt fyrir að
ástareldurinn logi enn glatt.
Það er aðfangadagur jóla, en
þá drekka Kanar sig fulla. John
heldur beint af flugvellinum á
vinnustað eiginkonunnar, háhýs-
is Nakatomifyrirtækisins, en þar
stendur yfir mikill gleðskapur
starfsfólksins. Og í þessari bygg-
ingu gerist nær öll bíómyndin.
John er varla fyrr búinn að kasta
kveðju á eiginkonu sína þegar
hópur velvopnaðra fanta gerir
innrás í bygginguna. Foringi
þeirra er Robinson nokkur (Paul
Gleason) sem á að baki sér blóði-
drifinn feril sern borgarhryðju-
verkamaður. Lögreglan og FBI
lætur glepjast til að trúa því að
hér séu enn einu sinni mættir
postular mannréttinda að knýja
fram eitthvert réttindamálið. En
í raun og veru eru Robinson og
félagar hans aðeins á eftir fjár-
munurn.
Fyrir tilviljun kemst John
hjá því að vera gómaður af
ræningjunum og myndina á enda
leikur hann lausum hala í bygg-
ingunni og gerir Robinson lífið
leitt. Þetta er svipað einvígi og
við þekkjum úr Rambó-myndun-
um þar sem hetjan er látin berj-
ast við ofurefli. John McClane
hefur það þó umfram Rambó að
vera af holdi og blóði.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er skrifstofuhúsnæöi í Miöbænum.
Húsnæöiö er laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 25609 hjá'
Endurskoöunarmiðstöðinni hf.
Aðalfundur
Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra
veröur haldinn í Barnaskóla Akureyrar, fimmtu-
daginn 9. mars n.k. kl. 20.30.
Dagskrá.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
T1I sölu jörð
í Hrafnagilshreppi, 52 hektara ræktað land.
152 hektara girt land.
Bústofn: 45 kýr, 50 geldneyti, 22 ær, 2 hrútar.
Góöur kvóti.
Vélar að verðmæti 2,8 milljónir.
Fasteignasala - Sími 26441
Hafnarstræti 108.
Sölumaður: Páll Halldórsson,
heimasími: 22697.
I Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson.
Nýtt á söluskrá
Brekkugata: 2-3ja herb. 60 fm íbúð á jaröhæö. sér
inngangur. Ástand mjög gott.
Skaröshlíö: 3ja herb. rúmgóð íbúð á fyrstu hæð í
blokk. Afh. samkomulag.
Langahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð á einni hæð, stærð
ca. 90 fm. íbúðinni fylgir sér geymsla í kjallara.
Akurgerði: 4ra herb. raðhúsíbúð á einni hæð, ásamt
bílskúr. íbúðin er mikið endurnýjuð og á sérlega
góðum stað.
Heiðarlundur: 5 herb. raðhúsíbúð ásamt bílskúr.
íbúðin er í algjörum sérflokki hvað frágang snertir.
Dalsgerði: 5 herb. 127 fm raðhúsíbúð á tveimur
hæðum. Skipti hugsanleg á 3-4ra herb. íbúð.
Verslun í Miðbænum, innréttingar í leiguhúsnæði,
nafn og viðskiptasambönd.
Nú er tækifæri fyrir samheldna fjölskyldu.
Verð 1.500.000.00
Símsvari tekur við skilaboðum allan sól-
arhringinn.
Opið frá kl. 17-19.
Fasteignasalan hf.
Gránufélagsgötu 4,
efri hæð, sími 21878.
Hermann R. Jónsson, sölumaður
heimasími utan skrifstofutíma er 25025.
Hreinn Pálsson, lögfræðingur.
Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
Fp