Dagur - 07.03.1989, Side 6
- DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1989
Atvinnulíf á Norðurlandi:
SlMI
(96) 21400
Iðnaður á íslandi hefur aldrei
verið í hópi hinna útvöldu
- sagði Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss hf.
Stjórnunarfélag Norðurlands,
norðurlandsdeiid Félags við-
skipta- og hagfræðinga og Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar héldu
fund um atvinnulíf á Norðurlandi
á Hótel KEA á föstudaginn.
Fundurinn var vel sóttur og verða
erindi frummælenda eða kaflar úr
þeim birt í Degi á næstunni. Hér
birtist erindi Jóns Sigurðarsonár,
forstjóra Álafoss hf., um iðnað,
að mestu óstytt.
Jón hóf mál sitt á umræðu um
stöðu íslensks iðnaðar á undanförn-
um misserum. Fyrsti hluti erindis
hans fjallaði um iðnað á Akureyri og
Norðurlandi og að hvaða leyti hann
byggi við annars konar aðstæður en
iðnaður á höfuðborðgarsvæðinu.
Jón sagði að hann hefði staðnæmst
við fjögur atriði sem skiptu megin-
máli í þessu sambandi. í fyrsta lagi
væri um að ræða kröfur lítilla sam-
félaga um stöðugleika iðnfyrirtækja
sem leiddu oft á tíðum til skorts á
sveigjanleika fyrirtækjanna. í öðru
lagi gæti stöðugur vinnumarkaður
hjálpað iðnfyrirtækjum en vinnu-
markaður úti á landsbyggðinni væri
að öllu jöfnu stöðugri en hann er á
Reykjavíkursvæðinu. í þriðja lagi
byggi iðnaðurinn á Akureyri í mikilli
fjarlægð frá stjórnkerfinu í höfuð-
borginni. Fjórða atriðið er að lengra
er á markað frá Norðurlandi og ætti
iðnaður á því svæði því meira undir
samgöngum en sambærilegur iðnað-
ur í Reykjavík.
Allir þes*sir punktar tengdust
meira og minna innbyrðis. Þeir væru
einnig að miklu leyti huglægs eðlis og
því engin tilraun gerð til að meta
tölulega áhrif þeirra á rekstur iðnfyr-
irtækja á Akureyri.
Sveigjanleiki iðnaðar í
litlum samfélögum
Kröfur lítilla samfélaga um stöðug-
leika iðnaðarins geta oft leitt af sér
að sveigjanleiki fyrirtækjanna verður
minni en nauðsynlegt er. Það mætti
öllum vera Ijóst að breytingar á
rekstrarskilyrðum og ytri aðstæðum
fyrirtækja gerðust oft á tíðum með
skjótum hætti. Slíkar breytingar sem
áður tóku áratugi taka á okkar tím-
um oftast aðeins nokkur misseri. Sér-
staklega ætti þetta við um iðnfyrir-
tæki sem byggðu afkomu sína á neyt-
endamarkaði. Þessi breyttu markaðs-
skilyrði kölluðu að sjálfsögðu á við-
brögð fyrirtækjanna. Rétt viðbrögð
væru fyrirtækjunum lífsnauðsynleg
og væri hægt að fullyrða að fyrirtæki
sem ekki aðlaga sig að breyttum
skilyrðum sigla beint inn í opinn
dauðann.
Minni samfélög verða oft fyrir
verulegum áhrifum af völdum þeirra
breytinga, samdráttar o.s.frv. sem
verða í kjöifar hagræðingar í rekstri
og viðbrögðum við breyttum markaðs-
skilyrðum. Þegar viðkomandi fyrir-
tæki eru verulegur hluti af vinnu-
markaði í sínu sveitarfélagi væru
áhrifin auðvitað langmest. Af þessari
ástæðu væri oft mikil andstaða við
það þegar óarðbærar einingar eru
lagðar niður og mannskap fækkað.
„Við þekkjum öll þann darraðardans
sem byrjar þegar slíkt er í upp.sigl-
ingu, þ.e. sá darraðardans sem fjöl-
miðlar og stjórnmálamenn byrja að
dansa. Af þessum þrýstingi leiðir sú
hætta að fyrirtæki í hinum dreifðu
byggðum haldi lengur áfram óarð-
bærum rekstri, jafnvel að hluta til
eða alveg á opinberu framfæri. Tími
stjórnendanna fer þá í að viðhalda
þessum óbreytta rekstri í stað þess að
byggja upp sín fyrirtæki með fram-
tíðina í huga. Það má einnig benda á
erfiðleika slíkra iðnfyrirtækja til að
taka við sér þegar markaðurinn
breytist, t.d. vegna skorts á sérhæfðu
vinnuafli," sagði Jón.
Skortur á þjónustu gæti einnig haft
þær afleiðingar að sveigjanleiki og
samkeppnishæfni fyrirtækja minnk-
aði verulega. Stærri fyrirtækin hefðu
mörg hver þurft að reka innan sinna
vébanda þjónustu sem æskilegt væri
að kaupa utan að.
„Það er langt frá því að þessi mál
séu óleysanleg fyrir afkomuna.
Stjórnendur verða að gera nauðsyn-
legar breytingar og mega ekki láta
utanaðkomandi þrýsting koma í veg
fyrir slíkt. Oft á tíðum er mögulegt
að sinna stærri mörkuðum og auka
umsetningu með því að fá vöruna
framleidda annars staðar, annað
hvort hérlendis eða erlendis, og leysa
þannig það vandamál að vinnumark-
aðurinn er takmarkaður. Það væri
einnig mjög til góðs ef fjölmiðlar
hefðu skilning á því að fyrirtækin
eiga og verða að aðlaga sig breyttum
aðstæðum. Það hefur lengi verið
plága sem ég held reyndar að sé að
linna að það eitt hefur þótt frétt ef
starfsemi í óarðbærum einingum er
lögð niður eða „atvinna flutt úr
landi,“ en ekki horft á þá hlið að
fyrirtækið sem eftir stendur er lík-
legra til að lifa af,“ sagði Jón.
Yinnumarkaður er
stöðugri á landsbyggðinni
Þá kom Jón Sigurðarson að öðru
atriðinu, vinnumarkaðnum sem iðn-
aðurinn býr við á landsbyggðinni og
Akureyri væri ágætt dæmi um.
Stöðugleiki vinnumarkaðarins á
Akureyri væri venjulega meiri en á
höfuðborgarsvæðinu. Ef dæmi væri
tekið af starfsemi Álafoss hf. þá væri
gegnumstreymi fólks miklu meira
vandamál í bækistöðvum fyrirtækis-
ins í Mosfellssveit en á Ákureyri.
Áhrif mikils gegnumstreymis hefðu
verulega neikvæð áhrif á reksturinn
því erfitt væri að halda uppi vönduð-
um vinnubrögðum í vöruframleiðslu
ef stöðugt væri verið að skipta um
starfsfólk, hvort heldur væri í fram-
leiðslunni sjálfri eða í beinni
stjórnun. Þegar fyrirtækin hefðu
aðgang að föstu starfsfólki ættu þau
að nota tækifærið til að mennta
starfsfólkið til að nýta krafta þess í
framleiðslunni betur. Ef fyrirtækin
gerðu sitt til að láta fólkinu líða vel í
starfi og bæta úr einhæfni verkefn-
anna borgaði slíkt sig alltaf.
„Kollegar mínir í Reykjavík hafa
oft sagst öfunda okkur hér fyrir norð-
an af þessum stöðugleika í starfs-
mannahaldi," sagði hann.
Þriðja atriðið, fjarlægð iðnaðarins
á Akureyri frá opinberri stjórnsýslu
og þjónustu í Reykjavík, vekti
athygli á þeirri staðreynd að þjónusta
og vald væri að mestu samankomið á
einum stað, í höfuðborginni. Stærri
og minpi fyrirtæki hefðu margvísleg
erindi til Reykjavíkur, ekki aðeins til
opinberra aðila heldur einnig til
sinna eigin hagsmunasamtaka. Oft á
tíðum væri mjög nauðsynlegt að
fyrirtækin tækju þátt í umræðum um
hagsmunamál sín á ráðstefnum og
fundum í Reykjavík með því að
senda fulltrúa sína þangað. Því mið-
ur gerði fjarlægðin það að verkum að
stjórnendurnir ættu þess stundum
tæplega eða ekki kost að fara suður.
Þetta væri alvarlegt vegna þess að
fyrirtæki dreifbýlisins hefðu þá ekki
áhrif á stefnumótun í sínum eigin
hagsmunamálum og bæru jafnvel
skarðan hlut frá borði þegar opinber-
ar stjórnvaldsaðgerðir færu fram. Þá
mætti ekki gleyma því að oft væri
lengra frá Reykjavík til Akureyrar
en öfugt.
Tvennt mætti gera til að leysa
þennan vanda. í fyrsta lagi að dreifa
valdinu út til hinna dreifðu byggða, í
öðru lagi með því að samtök atvinnu-
lífsins og aðrir beittu sér fyrir dreif-
ingu ráðstefna og funda um landið.
í samþykkt Félags íslenskra iðn-
rekenda segir svo: „Meirihluti stjórn-
armanna skal vera búsettur í Reykja-
vík eða svo skammt utan Reykjavík-
ur að mönnum sé auðveld fundar-
sókn þangað. Stjórnarfundi skal að
jafnaði halda í Reykjavík en utan
Reykjavíkur þá ástæða þykir til.“
Þetta væri athyglisvert í samþykktum
landssamtaka iðnaðarins.
Samgöngur eru ekki í takt
við tímann
Hvað fjórða atriðið snerti, fjarlægð
frá mörkuðum og samgöngur, mætti
margt segja. Stærsti hluti neytenda-
markaðar innanlands væri í Reykja-
vík, reyndar þyrfti einnig nokkur
hluti innflutnings og útflutnings að
hafa þar viðkomu á leið sinni til
endanlegs kaupanda. Það væri afger-
andi nauðsyn á að samgöngum væri
sinnt eins vel og hægt væri með
nútímalegum tækjum og aðferðum
en mikið vantaði á að svo væri. Sem
dæmi mætti taka farþega- og vöru-
flug til Akureyrar sem fullnægði ekki
nútímakröfum og þörfum á því sviði.
Álfoss hf. væri eitt fárra fyrirtækja
sem stundaði beina útflutningssölu
utan af landsbyggðinni. Það yrði að
viðurkennast að samgöngur hefðu
valdið miklum erfiðleikum, ekki síst
við þær aðstæður sem ríkt hefðu
undanfarið. Stóran hluta þess vanda
sem af þessu stafaði mætti leysa með
einföldum hætti, t.d. beinu flugi milli
Akureyrar- og Keflavíkurflugvalla
en þá þyrftu menn ekki að leggja leið
sína til höfuðborgarinnar í hvert
skipti sem þeir þyrftu að fara til
útlanda.
Jón Sigurðarson sagði að reynsla
sín eftir 12 ára starf við stjórnun iðn-
fyrirtækja á Akureyri segði að ekki
væru nein vandamál sem ekki væri
unnt að leysa með góðum mannskap
og skynsamlegum vinnubrögðum.
Tækniframfarir myndu stytta vega-
lengdir, auka samkeppni og auð-
velda störf í hinum dreifðu byggðum.
„Af þessu mætti kannski draga þá
ályktun að auðvelt væri að reka iðn-
að á íslandi. Langt er frá því að svo
sé. Stundum er rætt um að ísland sé
á mörkum hins byggilega heims í
veðurfarslegu og landfræðilegu tilliti.
Ég held að þessi setning eigi miklu
frekar við: Ísland er á mörkum hins
byggilega heims í efnahagslegu tilliti.
Ég vitna þarna til stjórnunar efna-
hagsmála því fsland er örugglega á
mörkum hins byggilega heims með
tilliti til iðnaðarins. Kunnara er en
frá þurfi að segja að á undanförnum
árum, frá 1986 fram á árið 1988, ríkti
mikið og einstakt góðæri í sjávar-
útvegi og skammtímauppsveifla varð
í þjóðartekjum. Þetta leiddi af sér
mjög verulega raungengishækkun,
ég vil raunar kalla hana villimann-
lega, því þess eru fá dæmi að raun-
gengi gjaldmiðils þjóðar hafi breyst
með þeim hraða sem gerðist hjá
okkur. Þetta var þolandi fyrir fisk-
veiðarnar og vinnsluna um hríð
végna vaxandi afla og hækkandi
fiskverðs. En það var engu slíku til
að dreifa hjá útflutingsiðnaðinum
eða samkeppnisiðnaðinum enda er
það ekki eðli hans að sveiflur séu
jafn snarpar og í sjávarútvegi. Sveifl-
ur iðnaðarins lúta allt öðrum lögmál-
um.
Áðurnefnd ár urðu iðnfyrirtækj-
unum ákaflega erfið. Eigið fé þeirra
brann hratt upp og brennur ennþá
töluvert glatt, skuldirnar jukust og
vaxtakostnaður varð gríðarlega hár,
burtséð frá lántökukostnaðinum. Jón
tók sem dæmi að nýlega hefði fyrir-
tæki eitt tekið 10 milljóna króna lán.
Lántökugjald af þeirri upphæð var
100 þús. kr., þinglýsingarkostnaður
151 þús., lántökuskattur 600 þús.,
matsgjald 20 þús. krónur. Þegar 10
milljónirnar voru komnar inn í fyrir-
tækið var búið að draga af þeim kr.
871 þúsund eða 8,71 prósent upp-
hæðarinnar. Menn gætu velt fyrir sér
hvernig fyrirtækin ættu að standa
undir slíkum álögum.
Raungengisfölsun
krónunnar, hallarekstur
iðnfyrirtækja og
minnkandi eiginfjárstaða
Hvað raungengishækkunina snerti
skipti ein hlið þess máls afar miklu,
þ.e. að iðnfyrirtækin hefðu ekki
fengið að njóta fallandi fiskverðs eða
þess þegar menn sáu nauðsyn þess að
breyta raungengi krónunnar. „Þau
firna alvarlegu tíðindi hafa verið að
gerast á undanförnum mánuðum að
ákveðið hefur verið að falsa gengi
krónunnar með millifærslu við sjáv-
arútveg úr tómum verðjöfnunarsjóði
um 5%. Síðan er bætt gráu ofan á
svart við nýjustu fiskverðsákvörðun
fyrir nokkrum dögum og 2-3% milli-
færsla ákveðin til viðbótar. Þetta
þýðir að raungengi krónunnar sé
haldið hærra en staðist fær til lengdar
og aðeins þeim útvöldu er bætt
skekkjan. Þetta er vöntun upp á ein 7
prósent og reyndar meira því fisk-
iðnaðurinn getur ekki búið við það til
lengdar að tekjur hans aukist aðeins
um 7%. Iðnaðurinn er ekki og hefur
aldrei verið í hópi hinna útvöldu.
Þessi staða ásamt því að eigin-
fjárstaða iðnfyrirtækja er yfirleitt
orðin mjög bágborin í kjölfar þessa
mikla rekstrarhalla á síðasta ári gerir
það að verkum að ég er mjög svart-
sýnn um vanda þessara fyrirtækja.
Ég tel reyndar einsýnt að miðað við
óbreytt ástand verði um samdrátt að
ræða í mannahaldi í iðnaði og jafnvel
í verðmætamyndun. Öruggt er það
að sáralítil sem engin nýuppbygging
verður í iðnaði á næstunni.
Ég vil enda orð mín á því að segja
að ég tel að líf og dauði rnargra iðn-
fyrirtækja ákvarðist á næstu mánuð-
um. Þetta ákvarðast af því hvernig
tekst til um stjórn efnahagsmála og
því hver verður niðurstaða kjara-
samninga framundan, einnig því
hvort við förum í eina verðbólguhol-
skefluna enn eða ekki. Spurningin er
því þessi: Tekst okkur að koma ís-
landi inn á þann hluta landakortsins
sem flokkast undir hinn byggilega
heim fyrir iðnfyrirtækin?“ EHB