Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1989 fþróftir Handknattleikur/1. deild: KA lagði Fram á lokasprettinum - einstaklingsframtak Jakobs og Erlings gerði útslagið KA sigraði Fram 29:25 í 1. deild- inni í handknattleik í Laugardals- höll á sunnudagskvöldið. Með þessum sigri lyfti KA sér frá mesta hættusvæðinu á botninum. Það var einkum stórleikur Jakobs Jónssonar og Erlings Kristjánssonar sem tryggði KA tvö stig öðru fremur í þessari viðureign. Þeir gerðu 20 af þessum 29 mörkum og var Jakob sér- staklega atkvæðamikill í síðari hálf- leik. Annars var leikurinn í járnum mest allan tímann. Liðin skiptust á að skora og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Þegar stutt var til leikhlés hafði Fram tvö mörk yfir 14:12, en KA gerði þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum og hafði því yfir 15:14 er gengið var til búnings- herbergja. Staðan 1. deild Valur 12 12-0- 0 330:244 24 KR íi 9-0- 2 278:247 18 Stjarnan 12 8-1- 3 278:255 17 FH 12 7-1- 4 327:301 15 Víkingur 12 5-1- 6 311:326 11 KA 12 5-0- 7 286:292 10 Grótta 11 3-2- 6 208:223 8 ÍBV 12 1-3- 8 247:291 5 Fram 12 1-3- 8 253:297 5 UBK 12 1-1-10 236:280 3 Erlingur skoraði níu mörk í leikr<nr Sama sagan var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Framarar skoruðu tvö fyrstu mörkin en KA náði að jafna og skiptust liðin áfram á að skora til skiptis. Þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka hafði Fram yfir 24:23, en þá hljóp allt í baklás hjá liðinu og KA-menn skoruðu sex mörk gegn einu marki Framara. Leiknum lauk því með sigri KA 29:25 og vænkaðist hagur KA-liðsins mjög við þennan sigur en á sama tíma er staða þeirra bláklæddu orðin slæm á botninum. Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar hjá KA. Það sem gerði gæfumuninn var einstaklingsframtakið hjá þeim Erlingi og Jakobi. Sá síðarnefndi átti stórleik í síðari hálfleik og skoraði þá átta gullfalleg mörk úr einungis tíu skottilraunum. Erlingur var einnig drjúgur í vörn og sókn og réðu Fram- arar ekkert við þessar skyttur KA. Axel Stefánsson átti einnig þokka- legan leik í síðari hálfleik og varði vel á mikilvægum augnablikum undir lok leiksins. Hjá Fram var Júlíus Gunnarsson sterkur í fyrri hálfleik en KA-liðið klippti vel á hann í síðari hluta leiks- ins. Einnig var Birgir drjúgur að vanda í vörn og á línunni. Jens Ein- arsson varði einnig vel í markinu og stöðvaði m.a. þrjú vítaköst KA- manna. Úrslit í öðrum leikjum helgarinnar urðu þannig að FH-ingar sigruðu Víkinga 36:27 eftir að Víkingar höfðu verið sterkari framan af. Stjarnan lenti í óvæntum erfiðleikum með Breiðablik en sigraði samt 24:21. Valsmenn unnu ÍBV örugglega 36:24. Mörk KA: Jakob Jónsson 11/2, Erlingur Kristjánsson 9/2, Sigurpáll Árni Aðalsteinson 3/1, Pétur Bjarnason 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Friðjón Jónsson 1 og Bragi Sig- urðsson 1. Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 9/2, Birgir Sigurðsson 6, Dagur Jónasson 3, Tryggvi Tryggvason 3, Egill Jóhannesson 2 og Ragnar Hilmarsson 2. Frjálsar íþróttir: lagði UMSE UFA Fyrir sKommu var haldið í íþrótta- höllinni á Ak. stigamót í frjálsum íþróttum milli Ungmennafélags Akureyrar (UFA) og Ungmenna- sambands Eyjafjarðar (UMSE). Urslit urðu þau að UFA sigraði með 116 stigum gegn 72 stigum UMSE. Mótið var ætlað krökkum á aldrm- um 11-14 ára og átti að vera undir- búningur fyrir MÍ 14 ára og yngri. Úrslit urðu sem hér segir: Stelpur 11-12 ára: 40 m hlaup sek. 1. Sigríður Hannesdóttir UFA 6,5 2. Hólmfríður Jónsdóttir UFA 6,6 3. Anna B. Blöndal UFA 6,6 4. Eva Bragadóttir UMSE 6,8 600 m hlaup mín. 1. Alice H. Björgvinsdóttir UFA 2.09,6 2. Eva Bragadóttir UMSE 2.12,5 3. Ásdís Ármannsdóttir UMSE 2.23,5 4. Elín Torfadóttir UFA 2.27,8 Langstökk m 1. Eva Bragadóttir UMSE 1,96 2. Sigríður Hannesdóttir UFA 1,93 3. Sigríður Gylfadóttir UMSE 1,89 4. Valdís Konráðsdóttir UFA 1,85 Hástökk m 1. Sigríður Hannesdóttir UFA 1,15 2. Valdís Konráðsdóttir UFA 1,00 Strákar 11-12 ára: 40 m hlaup sek. 1. Þorleifur Arason UMSE 6,3 2. Smári Stefánsson UFA 6,3 3. Heiðar Sigurjónsson UMSE 6,4 4. Arnar Vilhjálmsson UFA 6,4 600 m hlaup mín. 1. Smári Stefánsson UFA 2.05,0 2. Jóhann Finnbogason UFA 2.06,0 3. Anton Ingvarsson UMSE 2.07,0 4. Birgir Ö. Reynisson UFA 2.13,3 Langstökk m 1. Þorleifur Árnason UMSE 2,12 2. Arnar Vilhjálmsson UFA 2,05 - í keppni 11-14 ára 3. Haukur Gunnarsson UMSE 2,01 4. Smári Stefánsson UFA 2,00 Hástökk m 1. Arnar Vilhjálmsson UFA 1,25 2. Jón F. Halldórsson UMSE 1,20 3. Heiðar Sigurjónsson UMSE 1,15 4. Jón M. Jónsson UMSE 1,15 Telpur 13-14 ára: 40 m hlaup sek. 1. Jóhanna Erla Jóhannesd. UFA 5,9 2. Rósa Björnsdóttir UFA 6,0 3. Maríanna Hansen UMSE 6,1 4. Sigurlaug Hauksdóttir UMSE 6,3 800 m hlaup mfn. 1. Rósa Björnsdóttir UFA 2.59,6 2. Elísabet Jónsdóttir UFA 3.05,5 3. Hulda Hrönn UFA 3.05,9 4. Heiðrún Jóhannesd. UMSE 3.09,2 Langstökk m 1. Jóhanna E. Jóhannesd. UFA 2,34 2. Elísabet Jónsdóttir UFA 2,28 3. Lilja Rögnvaldsdóttir UMSE 2,24 4. Björk Guðgeirsdóttir UFA 2,23 Hástökk m 1. Máríanna Hansen UMSE 1,50 2. Elísabet Jónsdóttir UFA 1,40 3. Rósa Björnsdóttir UFA 1,35 4. Sigurrós Jakobsdóttir UMSE 1,30 Kúluvarp m 1. Jóhanna E. Jóhannesd. UFA 7,04 2. Stella Árnadóttir UMSE 6,83 3. Valdís Jónsdóttir UMSE 6,80 4. Hafdís Jóhannesdóttir UMSE 6,59 Piltar 13-14 ára: 40 m hlaup sek. 1. Sigurpáll Sveinsson UFA 6,0 2. Sigurbjörn Hreiðarsson UMSE 6,0 3. Stefán Gunnlaugsson UMSE 6,1 4. Henry Indriðason UMSE 6,1 800 m hlaup mín. 1. Sigurpáll Sveinsson UFA 2.55,0 Langstökk m 1. Stefán Gunnlaugsson UMSE 2,54 2. Hörður Másson UMSE 2,45 3. Sigurpáll Sveinsson UFA 2.39 4. Alfreð Markússon UFA 2,32 Hástökk m 1. Sigurpáll Sveinsson UFA 1,50 2. Bjarmi Skarphéðinss. UMSE 1,35 3. Eiríkur Magnússon UFA 1,30 4. Alfreð Markússon UFA 1,30 Kúluvarp m 1. Sigurpáll Sveinsson UFA 8,06 2. Finnbogi Reynisson UMSE 8,05 3. Eiríkur Magnússon UFA 7,57 Æfingamót UFA Laugardaginn 18. febrúar hélt UFA æfingamót í frjálsum íþróttum í íþróttahöllinni á Akureyri: Kepp- endur voru allir 10 ára og yngri. Úrslit urðu sem hér segir: Tátur 10 ára og yngri: 40 m hlaup sek. 1. Svala Björnsdóttir UFA 6,8 2. Assa van de Ven UFA 7,3 3. Kristín Ingimarsdóttir UFA 8,0 600 m hlaup mín. 1. Svala Björnsdóttir UFA 2.17,3 2. Kristín Ingimarsdóttir UFA 2.32,7 3. Assa van de Ven UFA 2.43,8 Langstökk m 1. Svala Björnsdóttir UFA 1,92 2. Assa van de Ven UFA 1,69 3. Kristín Ingimarsdóttir UFA 1,60 Hnokkar 10 ára og yngri: 40 m hlaup sek. 1.-2. Hilmar Kristjánsson UFA 7,0 1.-2. Anton Þórarinsson UFA 7,0 3. Vagn Kristjánsson UFA 7,1 600 m hlaup mín. 1. Bjöm Finnbogason UFA 2.17,1 2. Anton Þórarinsson UFA 2.17,1 3. Hilmar Stefánsson UFA 2.20,1 Langstökk m 1. Andri Magnússon UFA 1,94 2. Anton Þórarinsson UFA 1,88 3. Hilmar Kristjánsson UFA 1,66 Kristján Rafnsson og félagar í Þórsliðinu urðu að sætta sig við tap í síðasta heima leiknum. Flugleiðadeildin í körfu: Þór tapaði fyrir UMFN - í síðasta heimaleik vetrarins Þórsarar urðu að sætta sig við tap gegn Njarðvík 108:81 í sínum síð- asta heimaleik í Flugleiðadeiidinni í körfuknattleik í vetur. Þór byrj- aði leikinn mjög illa og tókst norðanmönnum aldrei að ógna suðurnesjapiltunum að neinu ráði. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu körfurnar í leiknum og það voru liðnar fimm mínútur af leiknum þegar Þórsarar komust loksins á blað. Segja má að úrslit leiksins hafi ráð- ist í fyrri hluta hálfleiksins. Tölurnar 27:5 og 39:9 sáust á skjánum og eftir það var það nánast formsatriði að ljúka leiknum. Staðan í leikhléi var 48:29 og í byrjun síðari hálfleiks kom góður leikkafli hjá þeim rauðklæddu. Þeim tókst að minnka muninn niður í 10 stig 68:58 en þá sögðu Njarðvíkingar stopp og juku muninn aftur í rúm 20 stig og leiknum lauk því með örugg- um sigri þeirra 108:81, eins og áður sagði. Njarðvíkingar eru með mjög sterkt lið, þrátt fyrir að þessi leikur hafi ekki verið neitt sérstakur hjá þeim. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig og dreifðist því skorunin mikið hjá þeim. í þessum leik bar mest á Teiti Örlygssyni, sem er prím- usmótorinn í öllu spili hjá liðinu. Einnig var Friðrik Ragnarsson drjúg- ur og hitti hann mjög vel í leiknum. Ekki er ólíklegt að spennufall hafi orðið hjá Þórsliðinu eftir hinn mikil- væga sigur á ÍS á fimmtudaginn. Leikmenn liðsins voru lengi að kom- ast í gang og eftir mjög slaka byrjun áttu heimamenn aldrei möguleika að vinna upp muninn. í þessum leik bar mest á Guðmundi Björnssyni og Eiríki Sigurðssyni, en í heild átti lið- ið frekar slakan leik. Stig Þórs: Eiríkur Sigurösson 19, Guð- mundur Björnsson 19, Kristján Rafnsson 17, Bjöm Sveinsson 10, Jóhann Sigurðsson 10, Einar Karlsson 2, Aðalsteinn Þorsteinsson 2 og Þórður Kárason 2. Stig UMFN: Friðrik Ragnarsson 24, Teitur Örlygsson 15, Jóhann Sigurðsson 13, Kristinn Einarsson 12, Helgi Rafnsson 11, Hreiðar Hreiðarsson 9, Friðrik Rúnarsson 9, Alexander Ragnarsson 6, Georg Birgisson 5 og fsak Tómasson 4.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.