Dagur - 07.03.1989, Síða 9
Þriðjudagur 7. mars 1989 - DAGUR - 9
fslandsmótið í vélsleðaakstri:
Jón Ingi íslandsmeistarí
í Mývatnssveit um helgina
Vélsleðamenn héldu íslands-
mót sitt í MÝvatnssveit um síð-
ustu helgi. A föstudag byrjaði
ballið með spyrnukeppni
(kvartmfla) á Mývatni og síðan
var keppt í fjallaralli. Sú braut
var um 55 km löng. Veður á
föstudaginn var hið ákjósan-
legasta en á laugardag, þegar
keppt var í alhliða braut, voru
veðurguðir í miður góðu skapi
og gekk á með hríðaréljum og
snörpum byljum. Vélsleða-
menn létu þetta ekkert á sig fá
og luku keppni af miklu harð-
fylgi. Jón Ingi Sveinsson frá
Ytra-Kálfsskinni á Arskógs-
Þórsstelpurnar í 1. deildinni í
handknattleik riðu ekki feitum
hesti frá viðureignum sínum
fyrir sunnan um helgina. Þær
töpuðu fyrir Fram á föstudags-
kvöldið 20:11 og fyrir Val á
laugardaginn 30:10.
Þór spilaði fyrst við Framstelp-
urnar á föstudagskvöldið. Fyrri
hálfleikurinn var frekar slakur og
virtust norðanstúlkurnar ekki
vera búnar að jafna sig á flug-
ferðinni. Framliðið sem nú virð-
ist vera komið á skrið aftur, eftir
freka slaka leiki að undanförnu,
keyrði upp hraðann í byrjun og
skildi hreinlega Þórsliðið eftir.
Staðan í leikhléi var því 12:4 fyrir
Fram.
Síðari hálfleikurinn var mun
betri hjá þeim rauðklæddu og
veittu þær íslandsmeisturunum
ágætis keppni. En getumunurinn
á liðunum var of mikill og urðu
Þórsstelpurnar að sætta sig við
níu marka tap, 20:11.
Mörk Þórs: Inga Huld Pálsdóttir 4,
María Ingimundardóttir 3, Valdís Hall-
grímsdóttir 3 og Harpa Örvarsdóttir 1.
Mjög slakt á móti Val
Leikurinn gegn Val daginn eftir
var mjög slakur og vilja Þórs-
stelpurnar sjálfsagt gleyma hon-
um sem fyrst. Uthaldið virðist
ekki vera nógu gott hjá liðinu og
þegar það bættist ofan á að þrjár
af lykilmönnunum, Inga Huld,
Valdís og Inga Vala, voru með
snert af flensu var ekki von á
góðu.
Það varð líka raunin að Vals-
liðið hreinlega valtaði yfir gest-
ina. Staðan í leihléi var 15:3 og
lokatölur urðu 30:10. Og ekki
orð um það meir.
strönd náði bestum saman-
lögðum tíma í alhliða braut og
hlaut að launum nafnbótina
Islandsmeistari í vélsleðaakstri
árið 1989.
Keppt var í fimrn flokkum í
kvartmílunni, en flokkunin tók
mið af vélarafli. í opnum flokki,
þar sem leyfilegt var að aka
breyttum sleðum, sigraði Bene-
dikt Valtýsson. Hann flaug yfir
snjóbreiðurnar á Pólaris Indy
650. í öðru sæti á samskonar
sleða var Eyþór Tómasson. í
flokki AA (vélarstærstu sleðarn-
ir) var efstur á blaði Eyþór Tóm-
asson á Pólaris Indy 650. í öðru
sæti varð Bergsveinn Jónsson á
Mörk Pórs: Inga Huld Pálsdóttir 5,
Valdís Hallgrímsdóttir 2/1, María Ingim-
undardóttir 2 og Harpa Örvarsdóttir 1.
Mörk Vals: Katrín Fredriksen 9, Erna
Lúðvíksdóttir 7/2, Ásta Stefánsdóttir 3,
Ásta Sveinsdóttir 2, Kristín Arnþórsdótt-
ir 2, Kristín Þorbjörndóttir 2, Kristín
Pétursdóttir 1, Steinunn Einarsdóttir 1.
Arctic Cat Wildcat og í þriðja
sæti Finnur Aðalbjörnsson sömu-
leiðis á Arctic Cat Wildcat.
Flokk A (næstkraftmestu sleð-
arnir) sigraði Sigurður Kristjáns-
son á Pólaris Indy 600, annar
varð Sigurður Valgarðsson á Pól-
aris Indy 600 og Þröstur Eyjólfs-
son í þriðja sæti á Arctic Cat E1
Tiger 6000.
I efsta sæti í flokki B varð
Guðlaugur Haraldsson á Pólaris
Indy 500, annar varð Heiðar
Jónsson á Yamaha Exciter og
þriðji Gunnar Gunnarson á Pól-
aris Indy 500.
í flokki kraftminnstu sleðanna
(C) varð hlutskarpastur Marinó
Sveinsson á Pólaris Indy Trail,
annar \arð Gunnar Hákonarson
á sleða af sömu gerð og þriðji
Arnar Valsteinsson á Pólaris
Indy 400.
í fjallarallinu geystust vélsleða-
mennirnir 50-55 km leið á
Reykjahlíðarheiði og Gæsafjöll-
um. Fjallarallið var bæði ein-
staklingskeppni og keppni milli
sveita eða umboða. í hverri sveit
voru þrír menn og gilti saman-
lagður tími tveggja.
Ingvar Grétarsson reyndist
bestur fjallarallara, annan besta
tímann hlaut Egill Steingrímsson
og Sigurjón Gylfason vermdi
þriðja sætið. Sveit Pólaris náði
bestum tíma, önnur varð sveit
Arctic Cat, Skidoo í þriðja og
Yamaha í fjórða sæti.
Á laugardaginn fór fram hin
eiginlega keppni vélsleðamanna
um íslandsmeistaratitilinn.
Keppt var í alhliða braut og í
flokki 5 var Arnar Valsteinsson
hlutskarpastur, annar Gunnar
Hákonarson og þriðji Ófeigur
Fanndal.
í alhliða braut flokki 6 (næst-
stærstu sleðarnir) sigraði Jón Ingi
Sveinsson, annar varð Tryggvi
Aðalbjörnsson og Axel Stefáns-
son varð þriðji. Loks skal getið
úrslita í flokki 7 (stærstu sleðarn-
ir). Ingvar Grétarsson varð þar
efstur, annar Jóhannes Reykjalín
og Vilhelm Vilhelmsson þriðji.
óþh
Inga Huld og stöllur hcnnar í Þórsliðinu fengu óblíðar viðtökur fyrir sunnan.
Mynd: TLV
íslandsmótið í vélsleðaakstri var haldið í Mývatnssveit um helgina.
Handbolti/1. deild kvenna:
Tvö Þórstöp
- gegn Fram og Val
Bankastarf
Við leitum að starfsmanni til starfa hjá
sparisjóði við alhliða bankastörf.
Verslunarmenntun og eða reynsla við sambærileg
störf æskileg.
Vinnutíminn er frá kl. 11 til 17 (81%).
Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni.
FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455.
m Frá Bændaskólanum
á Hvanneyri
Námskeið á næstunni
Byrjendanámskeið í kanínurækt 9.-11. mars.
Námskeiðið skipulagt af Bændaskólanum á Hvann-
eyri og Búnaðarfélagi íslands.
Námskeið um verkun votheys í rúlluböggum
13.-15. mars.
Námskeiðið er ætlað bændum sem nýlega hafa tek-
ið þessa heyverkunaraðferð upp eða hyggjast gera
það á næstunni.
Námskeiðið er skipulagt af Bútæknideild RALA og
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Námskeið í Sauðfjárrækt 16.-18. mars.
Námskeiðið verður haldið í Skálholti og er skipulagt
af Búnaðarsambandi Suðurlands, Bændaskólanum
á Hvanneyri og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun veita þátttak-
endum, starfsþjálfunarstyrk vegna þátttöku á nám-
skeiðinu.-
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin fer
fram á skrifstofu bændaskólans í síma 93-70000.
Skólastjóri.
Tölvupappir
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Dagsprent hf.
Strandgötu31-S24222 Akureyri