Dagur - 07.03.1989, Side 16

Dagur - 07.03.1989, Side 16
r \ Stórbætt þjónusta Getum smíðað alla vega púströr Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla 12 3 4 ísetning á staðnum Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Norðurland vestra: Enn og aftur minnti vetur konungur á sig Vélsleðinn umdeildi er nú kominn í hús á Akureyri og Eyþór Tómasson lauk í gær við að setja hann saman á ný eftir „rannsóknina“ í Mývatnssveit um helgina. Mynd: tlv Efasemdir um Polaris snjósleða Eyþórs Tómassonar eftir vélsleðakeppni í Mývatnssveit: „Það er voðalega vond lykt af þessu“ - segir Gunnar Brynjólfsson, hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum Vetur konungur minnti enn og af'tur rækilega á sig um helgina og í gær. A Norðurlandi vestra „Ég held ég gangi heim“: Ökumenn sleppa bjórdrykkju „Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim,“ syngja menn nú óspart á Akureyri sem ann- ars staðar og þeir sem hafa neytt áfengis virðast fara eftir boðskapnum í laginu. I gær hafði lögreglan á Akureyri aðeins stöðvað einn ökumann grunaðan um meinta ölvun við akstur frá 1. mars, eða frá því byrjað var að selja áfengan bjór hér á landi. Þetta verða að teljast mjög ánægjuleg tíðindi, ekki síst með tilliti til þess að lögreglan á Akur- eyri hefur haft strangt eftirlit með ökumönnum frá því á B-daginn og hefði af þeim sökum verið hægt að búast við því að ölvun við akstur yrði jafnvel meira áberandi en áöur. „Við höfum stoppað geysileg- an fjölda ökumanna og þeir hafa verið edrú. Svo virðist sem menn hafi látið bílinn í friði eftir að hafa drukkið bjór, sem bctur fer,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþ jónn. Hann sagði að lögreglan á Akureyri myndi þó ekki slaka á klónni þrátt fyrir þessa góðu niðurstöðu hcldur yrði áfram fylgst grannt með ökumönnum og bílar stöðvaðir í ríkum mæli, jafnt virka daga sem um helgar. Ferð Boeing 727 þotu Flug- leiða til Akureyrar í fyrrakvöld varð öllu lengri en áætlað var í upphafi. Þotunni var skotið inn í áætlun enda fjöldamargir sem komast þurftu frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Vélin átti að fara til Reykjavíkur kl. 19.30 á sunnudagskvöld en komst ekki í loftið fyrr en síð- degis í gær vegna mikillar snjókomu á Akureyri í fyrra- kvöld. Langan tíma tók í gær að hreinsa snjó af vélinni og þurfti að kalla á körfubfl frá Rafveitu Akureyrar til að leggja flugvallarstarfsmönnum lið. Að sögn Gunnars Odds Sig- urðssonar, umdæmisstjóra Flug- leiða á Akureyrarflugvelli, er afar sjaldgæft að stórar þotur lok- ist inni á Akureyrarflugvelli v£gna snjókomu. Vegna þess hve lítið frost var í fyrrakvöld settist mikill snjór á þotuna og því var mikið verk að afísa hana áður en húri gat farið í loftið. Þessu til viðbótar varð bilun í startbúnaði kyngdi víða niður miklum snjó og í gær varð að leggja niður kennslu í skólum víða í kjör- dæminu, eins og í Fljótum, Hofsósi, Laugarbakka og Hvammstanga. Veðrið var sér- lega slæmt aðfaranótt mánu- dags og því fylgdi mikil snjó- koma. I austanverðum Skagafirði, í Fljótum og Hofsósi, var einnig slæmt veður á laugardag og frétti blaðið af einum bíl sem var 12 tíma á leiðinni á milli Siglufjarð- ar og Hofsóss. Þessi leið er jafn- an farin á þrem korterum til klukkutíma. í Fljótum muna menn vart meiri snjó, þar er eng- um fært um sveitina nema á skíð- um eða vélsleðum. Að vísu var leiðin á milli Ketiláss og Sauðár- króks rudd í gær, en fljótt tók að skafa í förin. „Þetta er það mesta sem ég hef séð af snjó hér, og hef þó búið hér í rúm 30 ár,“ sagði Sigurður Sigurðsson lögregluþjónn á Hvammstanga í samtali við Dag í gær. Á Hvammstanga er allt á kafi í snjó, nánast engar götur færar og það var ekki fyrr en seinni partinn í gær sem veðrið lagaðist eitthvað. Svipaða sögu er að segja frá Skagaströnd, þar er mikill snjór og flestar götur ill- færar, ef ekki ófærar með öllu. Nýbúiö var a*ð ryðja helstu götur í bænum eftir síðasta áhlaup, er allt fylltist aftur um helgina. Það er hins vegar annað mál með Sauðárkrók og Blönduós. Þar var veðráttan tiltölulega skapleg, þótt ekki sé hægt að hrósa henni sérstaklega. Góð færð er um götur bæjanna og skólahald fór fram í gær með eðlilegum hætti. -bjb vélarinnar í fyrrakvöld en flug- virkjar komu frá Reykjavík í gærmorgun til viðgerðar. Afísun og viðgerð var lokið kl. 14 í gær og þá gat vélin loks farið suður á ný með þá farþega sem ekki höfðu komist með Fokkervélum fyrr um daginn. Engin röskun varð á millilandaflugi vegna þessa, Boeingþotan átti að fara til Kaupmannahafnar í gærmorgun en önnur vél var tiltæk í Keflavík sem fór utan. „Við höfum raunar aldrei feng- ið upp svona mál. Þotur hafa orð- ið að bíða hér yfir nótt vegna veðurs í Reykjavík og Keflavík en ekki vegna veðurs hér. Og veðrið var eins óhagstætt og það gat verið. Auðvitað hefði í þessu tilfelli verið gott að hafa hér góð- an afísunarbúnað fyrir flugvélar, búnað sem kostar um 3 milljónir. En aftur á móti gerist það ekki nema 1-2 á vetri að slíkan búnað þurfi að nota,“ segir Gunnar Oddur. Raunar var þotan ekki eina vélin sem tepptist á Akureyri vegna veðurs því flugbrautin Nokkuö sérstök uppákoma varð að aflokinni keppni í AA- flokki á íslandsmeistaramótinu í vélsleðaakstri í Mývatnssveit sl. föstudag. Bestum tíma í kvartmflunni í þessum flokki (óbreyttir kraftmestu sleðarn- ir) náði Eyþór Tómasson frá Akureyri og ók hann sleða af Það fór betur en á horfðist í Auðbjargarstaðabrekku á Tjörnesi um miðjan dag í gær þegar snjóflóð lenti á veghefli og síðar á flokki vélsleða- manna. Engin slys urðu á mönnum og engar skemmdir á heflinum og sleðunum. Fyrra snjóflóðið lenti á aftari hluta veghefils sem var að ryðja snjó af veginum fyrir Tjörnes. Hefillinn kastaðist lítillega til en stjórnandi hans náði að halda gerðinni Polaris Indy 650. FuIItrúum umboðs Arctic Cat sleðanna, Bifreiða og landbún- aðarvéla, fannst kraftur í sleða Eyþórs furðumikill og töldu að honum hefði verið breytt í því skyni að auka kraftinn. Eftir að hafa rætt málin fram og aftur hurfu þeir Arctic Cat- honum á veginum. Seinna flóðið lenti á 10 vélsleðamönnum sem voru að koma frá íslandsmeist- aramóti vélsleðamanna í Mý- vatnssveit um helgina. Einn af mönnunum, Agnar Jónsson, sagði Degi í gær að þeir hefðu ekki verið í hættu en hins vegar hafi þrír sleðanna farið í kaf. Eftir nokkra stund tókst að ná sleðunum upp úr flóðinu og héldu þeir áfram för á heimaslóð- ir, til Þórshafnar og Þistilfjarðar, eins og ekkert hafi í skorist. óþh menn frá því að kæra keppnina en sleðinn var engu að síður tek- inn í sundur og sáu mótshaldarar um það. Að sögn Eyþórs Tómas- sonar, eiganda sleðans, kom ekk- ert í ljós við þessa athugun. Eyþór segir að Árctic Cat-menn hafi farið fram á að vera við- staddir þegar sleðinn var rifinn í sundur strax eftir keppnina en þeir hafi síðan hafnað því og ekki kært sig um að fylgjast með. „Þetta er virkilega leiðinlegt allt saman og slíkt hefur aldrei komið fyrir áður,“ sagði Eyþór. Gunnar Brynjólfsson, hjá Bif- reiðum og landbúnaðarvélum, segir það rangt að umrætt atvik hafi verið kært. „Ef við hefðum kært hefðum við að sjálfsögðu verið viðstaddir þegar sleðinn var tekinn í sundur,“ segir Gunnar. „Það er voðalega vond lykt af þessu öllu saman,“ bætti hann við. Gunnar segir að þeir Arctic Cat-menn hafi orðað það við mótshaldara að eitthvað væri gruggugt við sleða Eyþórs og hafi þeir tekið undir þá skoðun. Hann segir að eftir smá viðræður hafi verið tekin sú ákvörðun að kæra ekki málið en mótshaldarar hafi áskilið sér rétt til að taka sleðann í sundur, sem og var gert. Aðspurður um ástæður efa- semda Arctic Cat-mann um sleða Eyþórs sagði Gunnar að hann hafi greinilega gert ýmsa hluti sem ekki eiga að vera mögulegir „standardsleða". „Einn af okkar mönnum fékk að prófa sleðann eftir keppnina og í ljós kom að hann gat ýmsa hluti sem hann á ekki að geta. Til dæmis vann hann á öðrum hraðasviðum en eðlilegt er,“ sagði Gunnar Bryn- jólfsson. Sjá nánar um vélsleðakeppn- ina á íþróttasíðu. óþh Skyndileg snjókoma á Akureyri í fyrrakvöld setti flugið hressilega úr skorðum: Boeingþota tafðist hátt í sólarhring - afísun vélarinnar tók íjóra klukkutíma í gær varð ófær áður en síðasta áætlun- I vél fór til Reykjavíkur í gær- arvél Flugleiða komst í loftið. Sú | morgun. JÓH Snjóílóð á Tjörnesi í gær: Féll á veghefíl og tíu snjósleðamenn - engin slys urðu á mönnum og engar skemmdir á heílinum og sleðunum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.