Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. mars 1989 Aðalfundur Búvörudeildar Sambandsins og Félags sláturleyfishafa: Staða sláturleyfishafa hefur ekki verið verri um langt árabil - tapið í fyrra talið nema 200-250 milljónum króna Aðalfundur Félags sláturleyfis- hafa var haldinn í Samvinnu- tryggingahúsinu við Ármúla í Reykjavík 16. mars 1989. Fund- inn sóttu um 50 fulltrúar frá aðil- um að Félagi sláturleyfishafa, ásamt starfsmönnum Búvöru- deildar, auk gesta frá landbúnað- arráðuneyti, Stéttarsambandi bænda, Framleiðsluráði landbún- aðarins o.fl. Félag sláturleyfis- hafa eru samtök þeirra sláturhúsa sem samstarf hafa við Búvöru- deildina. Margar hugmyndir um hagræðingu í rekstri og vinnuaðferðum Erfið staða sláturleyfishafa og breytt viðhorf í framleiðslu, sölu og dreifingu búvara settu mestan svip á fundinn. Fram komu marg- ar hugmyndir um hagræðingu í rekstri og vinnuaðferðum. For- stjóri Álafoss hf. flutti erindi um ull og ullariðnað. Formaður Félags sláturleyfis- hafa, Hreiðar Karlsson, kaupfé- lagsstjóri á Húsavík, flutti skýrslu stjórnar. Hann gerði m.a. grein fyrir erfiðri stöðu slátur- leyfishafa og hugmyndum um verðmiðlunarsjóð fyrir kjöí og kjötvörur, líkt og lengi hefur tíðkast varðandi mjólk og mjólk- urafurðir. Árni S. Jóhannsson, nýr for- stjóri Búvörudeildar Sambands- ins, gerði grein fyrir rekstrinum á síðasta starfsári, en á miðju ári 1988 tók Árni við stjórn Búvöru- deildar af Magnúsi G. Friðgeirs- syni, sem nú stjórnar Iceland Seafood Corporation í Banda- ríkjunum. Tap sláturhúsa 1988 talið um 200-250 millj. kr. Staða sláturleyfishafa hefur ekki verið verri um langt árabil. Talið er að tap sláturhúsa árið 1988 nemi um 200-250 milljónum króna. Gjaldþrot verslana eiga m.a. hlut í þessu tapi. 1988 var einnig fyrsta árið í sögu Búvöru- deildarinnar sem einkenndist af rekstrarstöðvun margra slátur- leyfishafa. Sláturhúsum fækkaði árið 1988 og var unnt að koma til móts við rekstraraðila með til- komu úreldingarsjóðs. Miklar kjötbirgðir rýra rekstrarfjárstöðu sláturleyfishafa. Loks valda sein skil opinberra aðila miklum vandkvæðum í rekstri. Grundvöllur áhættuminni reksturs er m.a. að sláturleyfis- hafar sýni samstöðu um að hætta óraunhæfum afsláttum og því að gefa langa greiðslufresti í sam- keppni hver við annan. Búvörudeild Sambandsins annaðist sölu á um 37% kinda- kjöts í landinu og tæplega 23% af nautakjötinu. Heildarmagn slát- urafurða sem Búvörudeildin seldi jókst um 14,7% frá fyrra ári. Deildin sér um megnið af útflutn- ingi á búvörum. 5,7 millj. kr. hagnaður varð af rekstri Búvöru- deildarinnar árið 1988. Velta nam um 2,4 milljörðum króna. Hreiðar Karlsson var cndurkjörinn formaður. Neysla kindakjöts 1989 um 50% af heildar- kjötneyslu landsmanna Þrátt fyrir að heildarkjötneysla landsmanna sé afar svipuð ár frá ári, um 65 kg á íbúa á ári, hefur innbyrðis skipting kjöttegunda tekið miklum stakkaskiptum. Miklar neyslubreytingar ein- kenna þróun undanfarinna ára og stefnir í að 1989 verði fyrsta árið í sögunni sem neysla á kindakjöti og öðrum kjöttegundum skiptist nokkurn veginn til helminga. Staða kjötiðnaðar versnaði árið 1988. Söluskattur á matvæli leiddi til samdráttar í sölu kjöt- vara og aukin samkeppni fram- leiðenda til minni arðsemi f rekstri. Brýnt er að finna leiðir til að gera kjötframleiðsluna hag- kvæmari og lækka kjötverð. Kjöt er samt sem áður aðeins um 5% af vísitölugrunninum svo verð- breytingar á því geta tæplega ráð- ið úrslitum um hag neytenda. En vegna minnkaðs framleiðslu- magns á hvern sláturleyfishafa og fólksfækkunar í sveitum er nú allra ráða leitað til að hagræða í rekstri. Á árinu 1989 verður komið í notkun á vegum Búvörudeildar nýju tölvuvæddu framleiðslukerfi til að ná betri stjórn á framleiðslu og hagræðingu. 610 milljónir áætlaðar í útflutningsbætur á fjárlögum ársins Jóhann Steinsson, forstöðu- inaður útflutningssviðs Búvöru- deildar Sambandsins gerði grein fyrir útflutningsmörkuðum. 610 milljónir eru áætlaðar í útflutn- ingsbætur á fjárlögum 1989. Skilaverð er best til Finnlands, Frá Kjörmaikaði KEA Hrísalundi Opið til kl. 10.00 í kvöld miðvikudagskvöld og til kl. 4.00 laugardaginn fyrir páska Velkomin í Hrísalund 32,6%, en Japansmarkaður gefur ekki nema um 9%. Ekki er fyrir- hugað að flytja út til annarra landa en Finnlands, Færeyja, Svíþjóðar og Noregs. Bandaríski markaðurinn tekur aðeins við fitu- snyrtum hryggjum, sem eru dýr- ir í vinnslu. Jóhann skýrði einnig hvaða áhrif það mundi hafa á verð kindakjöts, ef farið væri að ráð- um formanns Alþýðusambands íslands og útflutningsbætur not- aðar innanlands til að greiða nið- ur verð á kjöti. í Ijós kemur að hægt væri með því móti að lækka verð á hverju kg kindakjöts um kr. 32,36, sem varla mundi auka neyslu um þau 2000 tonn sem þörf væri á, til að gera útflutning óþarfan. Búvörudeild Sambandsins hef- ur nú hætt útflutningi á reiðhross- um, en flutti út 263 hross til slátr- unar í Belgíu. Verð á hrossum fer lækkandi. Hreiöar Karlsson endurkjörinn formaður í stjórn Félags sláturleyfishafa voru kosnir: Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri KÞ, Húsavík, formaður. Þorkell Guðbrands- son, fulltrúi K.S. Sauðárkróki. Ágúst Guðröðarson, bóndi, Sauðanesi. Sigurður Þórólfsson, bóndi, Innri-Fagradal. Friðrik Mar Guðmundsson, Kaupfélagi Stöðfirðinga. Framkvæmdastjóri Búvöru- deildar Sambandsins er Árni S. Jóhannsson. Metár í sölu æöardúns - Verðlag er hækkandi Tvö síðastliðin ár eru metár í sölu æðardúns hjá Búvörudeild Sambandsins. Árið 1988 voru flutt út 2.077 kg dúns fyrir 46,5 milljónir króna. Verðlag er hækkandi í erlendum gjaldeyri og eftirspurn vaxandi í Bretlandi, V-Þýskalandi og Japan. Guðmundur Gíslason starfs- maður Framleiðsluráðs landbún- aðarins skýrði nýjar hugmyndir um stykkjun kjöts og fyrirkomu- lag niðurgreiðslna, sem lauslega hafa verið ræddar en mundu ger- breyta aðstæðum á kjötmarkaði. f stórum dráttum felast tillögur þessar í því að strax í sláturtíð væri allt kjöt brytjað og stykkjað til að spara geymslurými og auð- velda aðgang og notkun á því. Niðurgreiðslur yrði lagðar niður í því formi sem tíðkast hefur. Rík- ið staðgreiddi strax helming af andvirði hvers skrokks og fengi fyrir það þau 20% skrokkanna sem fara í afskurð. Þá hluta mætti nota í loðdýrafóður. Hina hluta skrokksins mundu slátur- leyfishafar síðan markaðssetja á eigin ábyrgð og á þann hátt sem hagkvæmastur væri. Margir fundarmenn úr röðum bænda og sláturhússtjóra tóku til máls og ræddu einkum verð- lagsmál, verðmiðlun, gæðamál og aukna hagræðingu í rekstri. Umskipti til hins betra hjá Álafossi hf. en skuldastaðan erfið Jón Sigurðarson, forstjóri Ála- foss hf., flutti yfirlit um rekstur fyrirtækisins og fjárhagsáætlanir. Skýrði hann fundarmönnum frá þeirri róttæku stefnubreytingu í ullarvinnslu fyrirtækisins sem hann nefndi „afturhvarf til nátt- úrunnar". Lopapeysan og ein- kenni íslensku ullarinnar verða núna kjölfestan í prjónavörum og voðum fyrirtækisins. Illa geng- ur að lagfæra efnahag Álafoss hf., en umskipti hafa orðið til hins betra á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir mikla erfiðleika mun velta fyrirtækisins trúlega vaxa úr 900 milljónum 1988 í 1,3-1,4 millj- arða á þessu ári. Skuldastaðan nemur um 1,2 milljörðum. Jón lagði sérstaka áherslu á bætta ullarhirðu og nauðsyn á mikilvægi ullarmatsins og skil- greiningu og endurskipulagningu þess, en sífellt lélegri ull hefur borist til ullarþvottastöðvarinnar. Breytt ullarmat og verðlagning hefði þegar skilað mörgum fram- leiðendum miklu í aðra hönd. Bað hann bændur að sýna nokkra biðlund gagnvart fyrirtækinu meðan það gengi í gegnum tíma- bundið erfiðleikaskeið. Talsverðar umræður urðu um ullarmál í kjölfarið á ræðu Jóns Sigurðarsonar. í gær var opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður í Hótel Stefaníu á Akur- eyri. Þarna er boðið upp á góðan mat og drykk af öllum gerðum, á mjög við- ráðanlegu verði. Á myndinni er Stefán Sigurðsson eigandi Hótels Stefaníu í matsal nýja staðarins. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.