Dagur - 22.03.1989, Síða 9

Dagur - 22.03.1989, Síða 9
Miðvikudagur 22. mars 1989 - DAGUR - 9 Akureyrarprestakall: Skírdagur: Fermingarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 10.30. f.h. Sáimar: 504, 258, Leið oss Ijúfi faðir og blessun yfir barnahjðrð. B.S. og Þ.H. Fermingarguðsþjónusta í Akureyr- arkirkju kl. 01.30. e.h. Sálmar: 504, 258, Leið oss ljúfi faðir og blessun yfir barnahjörð. B.S. og Þ.H. Almenn altarisganga á skírdags- kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. B.S. Föstudagurinn langi: Hátíðarguðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. Tristin Tergesen frá Kanada syngur í athöfninni. Sálmar: 143, 145 og 56. B.S. Hátíðarmessa á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 4 e.h. Altarisganga. Þ.H. Altarisganga í Akureyrarkirkju kl. 07.30. e.h. vegna ferminga á skírdag. B.S. og Þ.H. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 8 árdegis. Sálmar: 147, 149, 154 og 156. B.S. Hátíðarguðsþjónusta á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 10 f.h. Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta í Akureyrar- I kirkju kl. 2 e.h. Sálmar: 155, 154, 156, 147. Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunar- deild aldraðra, Seli I kl. 2 e.h. B.S. Annar páskadagur: Fermingarguðsþjónusta í Akureyr- arkirkju kl. 10.30. f.h. Sálmar: 504, 258, Leið oss ljúfi faðir og blessun yfir barnahjörð. B.S. og Þ.H. Fermingarguðsþjónusta í Akureyr- arkirkju kl. 01.30. e.h. Sálmar: 504, 258, Leið oss Ijúfi faðir og blessun yfir barnahjörð. B.S. og Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta í Minjasafns- kirkjunni kl. 5 e.h. Sálmar: 147,154,155 og 26. Þ.H. Þriðjudagur 28. mars verður altaris- ganga í Akureyrarkirkju vegna ferminga á annan páskadag. B.S. og Þ.H. Hríseyjarprestakall. Miðvikudagur 22. mars, Hríseyjar- sókn. Ilátíðarmessa verður í Hríseyjar- kirkju kl.11.00 á páskadagsmorgun. Árskógssókn. Hátíðarguðsþjónusta verður f Stærri-Arskógskirkju kl. 14.00 á páskadag. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sóknarprestur. Glerárprestakall. Skírdagur. Fermingarguðsþjónusta kl. 10.00 Fermingarguðsþjónusta kl. 12.00. Fermingarguðsþjónusta kl. 14.00. Föstudagurinn langi. Kyrrðarstund kl. 20.30. Söngur hljóðfæraleikur og lestur úr Píslar- og Passíusálntum. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.00 árdeg- is. Boðið upp á súkkulaði eftir messu. Kirkjugestir hafi með sér brauð eða kökubita fyrir sig. Guðsþjónusta við Skíðastaði Hlíð- arfjalli kl. 12.30. Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00. Pálmi Matthíasson. Möðru vallaklaust ursprestakall. Föstudagurinn langi. Glæsibæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Skjaldarvík: Guðsþjónusta kl. 16.00. Páskadagur. Möðruvallaklausturskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Annar páskadagur. Bægisárkirkja: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 13.30. Ath. messutímann. Bakkakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.00. Ath. messutímann. Pálmi Matthíasson. Fundir I.O.O.F. Rb. nr. 2 = 1383228 = M.A. I.O.O.F. 2 = 1703244 = M.A. □ Rún 59893227 - 1. Atkv. Frl. Náttúrugripasafnið á Akureyri. Hafnarstræti 81, sími 22983. Um páskana verður sýningar- salurinn opinn á skírdag og annan í páskum frá kl. 1-3 e.h. Sjónarhæð. Almenn samkoma verður föstudag- inn langa kl. 17.00 og páskadag kl. 17.00. Notið tímann um hátíðirnar til þess einnig að hlýða á guðsorð. Allir velkomnir. tKFUM og KFUK, c Sunnuhlíð. Samkomur urn bænadaga og páska. Föstudagurinn langi. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Guðmundur Ómar Guðmundsson. Páskadagur. Hátíðarsamkoma kl. 20.30. Ræðu- maður: Ragnheiður Harpa Arnar- dóttir. Allir velkomnir. Lifandi ord Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef hveitikornið fellurekki í jörðina og deyr, verður það áfram eitt. En ef það deyr, ber það mikinn ávöxt. “ Jóh. 12.24. Hér talar Jesús í myndríku máli um krossdauða sinn og upprisu. Með þessari líkingu um hveitikornið lýsir hann hvernig hann með fórnar- dauða sínum getur gefið hin- um mörgu líf. Hann var lagður í gröf, en reis upp með sigri yfir dauðans veldi. Hann þurfti að ganga í dauðann fyrir okk- ur synduga menn. Hann þurfti að gerast staðgengill okkar og taka hinn réttláta dóm Guðs á sig okkar vegna. Pað fólk sem Jesús ávarp- aði, þekkti vel til akuryrkju og hafði þess vegna möguleika á að nema líkinguna um hveiti- kornið. Eins og frækornið gef- ur hann frá sér margfalt líf, þannig eignast allir þeir eilíft líf, sem taka á móti Kristi í trú. Þeir eignast lífið í Guði. Það sem gerist þegar frækornið fellur í jörðina, er það að nýtt líf og nýr ávöxtur sprettur fram, en útsæðið sjálft deyr í jarðveginum. í moldinni gerist margt sem hefur áhrif á fræ- kornið sem hefur líf í sér fólgið. Þegar hitastigið og rakastigið er orðið ákjósan- legt, uppleysist hýðið og hið nýja líf fær næringu. Það tekur að spíra og skjóta rótum og fyrr en varir kemur hinn nýi ávöxtur í dagsljósið. Rétt skil- yröi þurfa að vera fyrir hendi svo hið nýja líf fái næringu úr moldinni og frá sólargeislan- um að ofan. Þannig getur það vaxið og náö fullum þroska. Ávöxturinn af dauða Jesú eru þeir sem taka við honum í trú. Páll postuli útlistar hvernig syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann, en náðin og sýkn- unin fyrir hinn eina, frelsarann Jesúm Krist. „Ef misgjörð hins eina manns hafði í för með sér, að dauðinn tók völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem þiggja gnóttir náðinnar og gjafar rétt- lætisins, lifa og ríkja vegna hins eina Jesú Krists. Eins og af misgjörð leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýkn- un og líf fyrir alla menn. eins og hinir mörgu urðu að synd- urum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina rnörgu." Róm. 5.17-19. TK viðskiptavina Brunabótafélagsins Skrifstofa okkar að Glerárgötu 24 verður lokuð þriðjudaginn 28. mars nk. BRUlWBðrHf&BClSUHlDS Akureyri. Ljósmyndari Ljósmyndari óskast til starfa á ritstjórn Dags. Um er að ræða fullt starf. Reynsla af fréttaljósmyndun æskileg. Umsóknarfrestur er til 4. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 96-24222. — ritstjórn. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Þorlákshöfn til styttri tíma, frá 15.05. til 30.11. 1989. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. mars 1989. Tilkynning frá Rafveitu Akureyrar Lokað verður eftir hádegi í dag vegna jarðar- farar. Rafveita Akureyrar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, stjúpmóð- ur, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR EIRÍKSDÓTTUR, Grænugötu 10, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jón B. Rögnvaldsson, Ragnhildur Skjaldar, Kristín Jónsdóttir, Guðbjörn Garðarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristjan Frederiksen og barnabörn. se«®« »0 Síðasta blað fyrir páska kemur út á skírdag 23. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 29. mars. Auglýsingar í skírdagsblaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 22. mars, 3ja dálka auglýsingar eða stærri þurfa að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars. auglýsingadeild sími 24222

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.