Dagur - 31.03.1989, Síða 4

Dagur - 31.03.1989, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 31. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bankavald og ríkisvald Um það verður ekki deilt að raunvextir þurfa að lækka. Atvinnulífið stendur ekki undir þeim vöxtum sem nú eru í boði og það gera heimilin ekki heldur. Gífurlegur fjármagnskostnaður hefur valdið stórfelld- um eignabreytingum í þjóðfélaginu og á tvímælalaust mikla sök á afleitri stöðu undir stöðuat vinnuveganna. Ríkis st j órnin hefur marglýst því yfir að eitt af hennar mikilvægustu verkefnum sé að lækka vexti og fjármagnskostnað. Henni hefur ekki tekist þetta ætlunarverk sitt nema að tak- mörkuðu leyti. Nafnvextir lækkuðu í lok síðasta árs en hafa hækkað að nýju síðustu vikur og útlit er fyrir frekari hækkun á næstunni. Raunvextir hafa lækkað lítillega en hvergi nærri nóg. Krafan um vaxtalækkun er forgangs- krafa. Stjórnendur fyrirtækja eru búnir að bíða mánuðum saman eftir vaxtalækkun. Það sama má segja um almenning í land- inu. Vaxandi óþolinmæði er tekið að gæta. Bankarnir virðast vera ríki í ríkinu og þeir setja ríkisstjórn landsins stólinn fyrir dyrn- ar ef þeim býður svo við að horfa. Ekki bara þessari ríkisstjórn, því þetta er gömul saga og ný. Það er kominn tími til að taka af öll tvímæli um það hverjir sitja við stjórnvöl- inn. Á ríkisvaldið að ráða ferðinni við stjórn efnahagsmála ellegar bankavaldið? Svo mikið er víst að vaxtahækkanir bankanna að undanförnu eru í andstöðu við efna- hagsstefnu og markmið ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er nú með áætlun í gangi um lækkun vaxta í gegnum samninga við lífeyrissjóði, banka og aðra. Ef ekki tekst að ná fram vaxta- lækkun með þeim hætti er aðeins ein leið fær. Hún er sú að þrýsta niður vöxtum með því að beita ákvæðum nýju Seðlabankalag- anna. Staðreyndin er sú að það hefur þegar tekið allt of langan tíma að ná fram lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar. Það getur hæglega skipt sköpum um líf og dauða ríkisstjórnarinnar hvort henni tekst að halda bankavaldinu í skefjum og fá það til að láta að stjórn. Öllu lengur verður ekki beðið. BB. Hver smíðaði þetta undur? í dag langar mig að við lyftum okkur örlítið til flugs, burt frá þrefi um hvalamál, veðráttuna og stjórnmálaástandið. í kvæði sínu „Hótel Jörð“ segir Tómas, að ekki sé um fleiri gististaði að ræða en þessa plánetu okkar. Þó að margir víáíndamenn hafi grúskað, reiknað og talið að jafn- vel yrði hægt að byggja heilu borgirnar úti í geimnum, þá virð- ist niðurstaða Tómasar vera rétt. 2. mars 1972 skutu Bandaríkja- menn Pioneer 10 upp frá Cana- veralhöfða, í þeim tilgangi að rannsaka, fyrst sólkerfið okkar með sínum 9 plánetum og fylgi- hnöttum þeirra og í áætluninni var reiknað með að Pioneer færi í apríl 1989 um ystu mörk Plútós, sem er minnst og köldust allra plánetnanna enda fjærst sólu. Kuldinn á henni er —220° C, en það nálgast það sem kallað er „alkul“. Þaðan mundi svo geim- farið stefna út úr segulhvolfi sólar á 49,000 km hraða á klst. út í hið óendanlega. Mjög ríkur og virtur vísinda- maður hugsaði mikið um hvernig þessi stórkostlegi alheimur hefði orðið til. „Hvernig geta allar þessar vetrarbrautir með sólkerf- um sínum og ævintýralegum fyrirbrigðum gengið sínar hár- réttu brautir án þess að nokkur stjórni slíku undri? Jafnvel hala- stjörnurnar fara eftir sínum ákveðnu brautum og halinn á t.d. Holmes-halastjörnunni reyndist vera 2,5 millj. km í þvermál.“ Pessi vísindamaður sætti sig ekki við kenningu „kollega" sinna um að þetta hefði allt orðið til í sprengingunni miklu eða „Stóra hvelli“ eins og hún er oft kölluð. Vísindamennirnir sögðust vita allt um atburðarás sköpunarinnar nema hvað skeð hefði sekúndu- brotið fyrst eftir þessa ógnar- niiklu sprengingu. Þetta fékk hann til að skilja að þeir voru í rauninni engu nær, því atburður- inn skeði jú einmitt á þessu umrædda sekúndubroti. Hann hugsaði líka: Hvað sprakk? Hvaðan kom það sem sprakk? Hvernig var umhorfs áður? Því hann skynjaði að f rauninni er hugtakið „ekkert“ ekki til. Hann fékk hugmynd. Hann ætlaði að gera risalíkan af okkar „litla sólkerfi“ og reyna að hafa hlutföll stærðar og hraða sem næst hinu raunverulega sólkerfi okkar. Ef hann yrði engu nær um uppruna núverandi heimsmyndar yrði þetta allavega skemmtilegt íeikfang og hægt að nota það til að sýna hvernig þessar níu plá- netur snerust kringum sólina og fengu þaðan alla sína birtu. Einn- ig gat hann sýnt að líf, eins og við þekkjum það var útilokað í þessu afmarkaða sólkerfi, nema á móð- ur Jörð. Þetta yrði svo kannski til þess að menn færu að hugsa sig um áður en þeir eyðilegðu mikið Auðunn Blöndal skrifar meira á þessari vin í sólkerfinu sem Jörðin er. Honum var hugs- að til milljónerans Howard Huges, sem meðal annars smíð- aði sér sitt leikfang. Stærstu flug- vél sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Þessu risaleikfangi flaug kappinn aðeins einu sinni. Það var 2. nóv. 1974, og ekki náði vélin nema 20 metra hæð, þó að hún væri knúin 8 kraftmiklum hreyflum. Hann hugsaði að þetta hnattaævintýri sitt gæti varla orð- ið dýrara eða mislukkaðra, en ævintýri Huges, Hercules-flug- báturinn „Spruce Goose“. Ekki var hann með þessar vangaveltur um Huges vegna þess að hann virti hann ekki, heldur þvert á móti, þessi ævintýramaður gerði mikla hluti í kvikmyndaiðnaðin- um og gerði meðal annars mörg glæsikvendin að stjörnum. Árið 1985 hafði enginn einstaklingur slegið skattamet Huges, en af persónulegum auði hans voru heimtir 336 millj. dollara, eða 70% eftirlátinna eigna Howard Huges. En nóg um Huges, hann væri sannarlega nægilegt efni í sérstaka grein. Áðurnefndur vísindamaður lék ekki sitja við hugsunina eina saman, heldur byrjaði að hanna og teikna „sólkerfið sitt“. Hann fékk færustu líkanasmiði sem völ var á og verkfræðing til að stjórna verkinu. Þeir byrjuðu á að koma hinni lýsandi sól fyrir á sínum stað. Síðan kom Merkúr og Venus, hvorug með fylgi- hnött. Þar sem Merkúr snýr alltaf sömu hlið að sólu, er hitinn á fletinum sem snýr að sólinni svo mikill að blý mundi bráðna. Aft- ur á móti á hliðinni sem snýr frá sólinni er firna kuldi, en milli þessara svæði gæti hitinn verið skaplegur. Merkúr er líka hrað- skreiðasta reikistjarnan. Venus er heitasta plánetan, yfirborðshiti hennar 462° C, hún er líka næst Jörðinni og sést vel með berum augum. Þriðja reikistjarnan frá sólinni er svo Jörðin, hana þekkj- um við að sjálfsögðu best. Hún er eðlisþyngst og hefur eðlismass- ann 5,515 miðað við vatn, þar sem Satúrnus, sem er næst stærsta plánetan í sólkerfinu og sú sjötta frá sólu, hefur aðeins eðlismassann 0,687 eða 8 sinnum minni eðlismassa en Jörðin. Aft- ur á móti hefur hún flest fylgi- tungl eða um 21 talsins. Jörðin og „Plútó litli“ hafa aðeins eitt tungl hvort. Það hefur alltaf hvílt ein- hver ævintýraleg hula yfir Satúrn- usi og eru það hinir einkennilegu hringir sem umkringja hann sem hafa átt mestan þátt í því. Með hinni stórkostlegu ferð Voyager 1. hafa menn þó kynnst þessum hringjum betur, einnig fylgi- hnöttum þessarar plánetu, en stærstur þeirra er Titan. Þessi vísindamaður vann að þessu heillandi verkefni öllum stundum. Hann lét smíða raf- orkustöð til að snúa öllum reiki- stjörnunum á réttum hraða og helstu fylgihnettirnir snerust líka samkvæmt útreikningum vísinda- mannsins. Hann lét koma Mars fyrir á sínum stað ásamt sínum tveim fylgihnöttum. Mars er næst Jörðinni fjær sólu og hitastigið þar er frá 30° C til -123° C. Síðan var Júpíter komið fyrir, risanum í sólkerfinu okkar, hann hefur a.m.k. 16 fylgitungl en hann lét duga að koma fjórum þeirra fyrir þar á meðal Evrópu sem er eitt þeirra, en Ganymedes er stærst og Leda minnst. Síðan kom að Úranusi með sínum fjór- um tungluin, næst Neptúnusi með tveim fylgihnöttum og að lokum Plútó. Þessi litla pláneta, sem menn fundu fyrst 1930, er minni en 6000 km í þvermál. í sólkerfinu eru tugir eða hundruð þúsunda smástirna, t.d. milli Júpí- ters og Mars eru u.þ.b. 45000 smáreikistjörnur (aðeins rúml. 3000 kortlagðar og tölusettar í mars 1984). Ef við skyggnumst aðeins út fyrir sólkerfið, er Síríus A skærasta stjarnan og er sjáan- leg yfir vetrarmánuðina frá Jörð- inni. Síríus A er 26 sinnum bjart- ari en sólin. Ef við förum svo mikið lengra út í alheiminn er R 136a, (þyngsta fasta stjarnan). í sömu fjarlægð og sólin okkar væri þetta stjörnuundur 320,000 sinnum bjartara en sólin í sól- kerfinu okkar. En vísindamaðurinn okkar hafði nú lokið smíðinni á sínu fullkomnasta sólkerfislíkani. Það var mikill gleðidagur fyrir hann, þegar hann ræsti vélina og plán- eturnar hófu göngu sína, ásamt fylgitunglum, kringum sólina, sem lýsti upp allan þennan litla heim. Hann tók nú að efast um að alheimurinn, svo flókinn og magnþrunginn sem hann var, hefði orðið til af einhverri sprengingu sem enginn hefði stjórnað. Nei, það hlaut einhver ógurlegur hugsuður að hafa kom- ið henni í kring. Stuttu seinna kom einn vina hans í heimsókn og skoðaði fyrirbærið. Eftir að hafa skoðað það í krók og kring, spurði hann hugfanginn: „Hver smíðaði þetta undur?!“ Vísinda- maðurinn svaraði að bragði: „Enginn!!“ Og bætti síðan við: „Það segir þú að minnsta kosti sjálfur um þá fyrirmynd sem ég hafði.“ A.B.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.