Dagur - 31.03.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 31.03.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 31. mars 1989 Leikhústilboð Gratineruð humarsúpa, innbakaðar iambalundir með wiskysósu. Kaffi og konfekt. Verö 1.390,- Þrotabú Sæbliks hf. á Kópaskeri: Bjartsýnn á sölu rækju- verksmiðju og verbúðar - segir Örlygur Örlygur Hnefíll Jónsson, bústjóri í þrotabúi Sæbliks hf., segist bjartsýnn á að samning- ar takist um sölu á eignum þess, rækjuverksmiðju og verbúð, á Kópaskeri. Hann segir að komið hafí fram tvö tilboð í eignirnar á Kópaskeri en síðan hafí tilboðin verið sameinuð í eitt. Þeir sem standa að því tilboði í eignir Sæbliks hf., sem Örlygur segist vonast til að samningar náist um, eru frá Kópaskeri og nágrannasveitarfélögum. „Rætt hefur verið við þessa aðila en ekki hefur enn verið gengið frá Hnefill Jónsson lausum endum. Ég bind þó vonir við að samningar náist,“ segir Örlygur Hnefill. Sk,ipið Árni á Bakka ÞH-380 er í eigu þrotabús Sæbliks hf. og segir Örlygur Hnefill að einnig séu í gangi samningar um sölu hans. Hann vill ekki upplýsa hvaða aðilar hafi sýnt áhuga á kaupum á skipinu en segir þó að ekki sé um að ræða heimamenn. „Það má segja að við höfum rætt við einn aðila öðrum fremur í sambandi við kaup á Árna á Bakka. Það er þó rétt að taka fram að enn er opið fyrir menn að kaupa skipið," segir Örlygur Hnefill Jónsson. óþh Fannfergið í Fljótum: Ekki sést annar eins snjór í 23 ár - bændur þurft að hella niður mjólk vegna ófærðar Steingrímur Björnsson hjá Járn- og glervörudeild KEA brást glaður við þeg- ar hann fékk nýia sendingu af skóflum upp í hendurnar, enda eftirspurnin mikil. Mynd: TLV 1 |l w * ^ ííifv« 111 f| II;'®: Hótel Blönduós: Búið að ráða nýjan hótelstjóra - tekur til starfa innan skamms Sl. miðvikudag gekk stjórn Hótels Blönduóss frá ráðningu nýs hótelstjóra. Hann heitir Guðmundur Egill Ragnarsson, 26 ára matreiðslumeistari úr Reykjavík. Hann hefur starfað hjá veitingahúsinu Veitinga- manninum í Reykjavík, en kemur til starfa hjá Hótel Blönduós fyrri part aprílmán- aðar. Auk þess að taka við hótelstjórn mun Guðmundur einnig hafa yfirstjórn með eldhúsi hótelsins. Kristófer Kristjánsson stjórnar- formaður Hótels Blönduóss sagði í samtali við Dag að miklar vonir væru bundnar við Guðmund og hann rnuni koma með ferskar hugmyndir inn í reksturinn. Það kom fram hjá Kristófer að bókanir fyrir næsta sumar væru meiri en undanfarin ár og sagði Kristófer að það væri jákvæð vís- bending. -bjb Vinsælar vörur í snjóa- og hlákutíð: Skóflur og stígvél renna út eins og heitar hmunur „Nei, nei, við færum okkur bara ofar, eftir því sem snjór- inn hækkar,“ sagði Símon Gestsson, útibússtjóri KS í Fljótum, í samtali við Dag, þegar hann var spurður hvort Fljótamenn væru á kafí í snjó. Já, þeir bera sig vel í Fljótum þrátt fyrir gífurlegt fannfergi. Kunnugir menn segja að önnur eins snjóþyngsli hafí ekki verið í Fljótum síðan snjóaveturinn 1966 og tók Símon undir það. Ekki hefur tekist að moka til nokkurra bæja síðustu daga og Bjórkaupendur og aðrir áfeng- iskaupendur í verslun ÁTVR á Akureyri hafa vafalaust margir rekist á kött sem hreiðrað hef- ur um sig innan um veigarnar í versluninni. Reyndar hefur kötturinn verið „fastagestur“ í ríkinu á Akureyri um nokkurt skeið og virðist kunna hið besta við sig. Nú kunna ein- hverjir að velta því fyrir sér, hvað sé svona aðlaðandi fyrir hefur það m.a. haft í för með sér að sumir bændur hafa þurft að hella niður mjólk, þar sem mjólkurbíllinn hefur ekki komist vegna ófærðar. Á einum bænum hefur t.d. þurft að hella niður um 1800 lítrum af mjólk, en þangað hefur bíllinn ekki komist í 14 daga. Um miðjan daginn í gær var snjórinn farinn að síga all mikið, enda hitastigið í kringum 10 gráður. Unnið var á fullu við mokstur til þeirra bæja sem lengi hafa verið samgöngulausir. -bjb kisu, en hún er ekki að sækjast eftir áfenginu, svo mikið er víst. „Það er svo ósköp gott að koma hingað,“ sagði kisa í sam- tali við Dag, „þeir eru svo ágætir strákarnir sem vinna hérna og það er hlýtt hjá þeim.“ Bjórkom- an olli því að nokkuð gestkvæm- ara varð hjá kisu og aðspurð um hvaða skoðun hún hefði á bjórnum, sagðist hún vera frekar „Jú, því er ekki að neita að stígvélrn renna út eins og heit- ar lummur. Mér hefur heyrst á fólki að það sé að undirbúa sig fyrir hlákuna. Það vill vera viðbúið þegar hlákan skellur á fyrir alvöru,“ sagði afgreiðslu- andvtg honum. „Ég kann hins vegar ágætlega við mig í þessum bjórkassa sem mér var gefinn til að liggja í og svo reyni ég að gefa viðskiptavinum leiðbeinandi augnaráð þegar þeir teygja sig yfir mig til þess að ná sér í bjór. Fjölmargir árekstrar urðu á Akureyri í gær, en snjór á göt- um var víða sundurgrafínn vegna hlákunnar. Síðdegis í gær hafði lögreglan á Akureyri haft spurnir af átta árekstrum í bænum og þykir það með mesta móti. Um kl. 8 í gærmorgun skullu þrír bílar saman á Hlíðarbraut og skemmdust þeir mikið, svo og stúlka í skódeild Vöruhúss KEA á Akureyri í gær, þegar Dagur spurðist fyrir um sölu á þeirri algengu „hlákuvöru“, stígvélum. Það hefur einnig verið líflegt í stígvélasölunni í Eyfjörð-heild- Það er nefnilega nokkuð víst að bjórinn getur verið hættulegur, t.d. á ég frænku í Danmörku sem lét freistast af þessum drykk og ég segi það satt, hún hefði frekar átt að halda sig við rjómabland- ið.“ VG ljósastaur sem einn bíllinn lenti á. Einn maður hlaut minniháttar meiðsl í þessum harða árekstri. Þá urðu sjö aðrir árekstrar á Akureyri í gær en þeir voru yfir- leitt smávægilegir og má telja að hin erfiða færð hafi átt sök á þeim í flestum tilvikum. Götur sem ekki voru heflaðar niður í malbik voru varhugaverðar og víða mátti sjá bíla dansandi og spólandi í djúpum hjólförum. SS verslun að undanförnu. Af- greiðslumaður þar sagði í gær að það væri reyndar árviss viðburð- ur að stígvélasalan tæki kipp í byrjun vorhláku. Hjá Skóverelun M H Lyngdal á Akureyri fengust hins vegar þær upplýsingar að sala á stígvélum hafi ekki verið meiri á síðustu dögum en jafnan áður. „Það er alltaf jöfn sala á stígvélum og á henni hefur ekki osið áberandi aukning síðustu daga,“ sagði afgreiðslumaður í M H Lyngdal. En það eru ekki bara stígvél sem renna út í snjóa- og hláku- tíð. Skóflur eru ofarlega á vöru- vinsældarlistanum þessa dagana. Hjá Karli Tómassyni, hjá Járn- og glervörudeild KEA, fengust þær upplýsingar að skóflur af öll- um stærðum og gerðum hafi ver- ið rifnar út að undanförnu og reyndar allt frá því að vetur kon- ungur byrjaði fyrir alvöru að hrella Norðlendinga í febrúar sl. Ný skóflusending kom í gær til KEA og bjóst Karl við að hún myndi seljast strax upp. Sami atgangurinn hefur verið í skóflusölunni hjá Skapta hf. á Akureyri. Þangað hafa skóflu- hungraðir viðskiptavinir streymt og fest kaup á þessu mikla þarfa- þingi, enda hefur ekki af veitt í fannfergi undanfarinna vikna. Að sögn starfsmanns Skapta hf. eru þess dæmi að sendingar hafi selst upp á örskömmum tíma. Þá segir hann að fjöldi pantana um skóflur hafi borist frá einstakling- um í nágrannabyggðum. óþh Hún hefur það ágætt í „ríkinu“ á Akureyri þessi kisa sem nú er orðin fasta- gestur í versluninni. Mynd: tlv Frænka hefði átt að halda sig við qómablandið Akureyri: Átta árekstrar - 3 bflar skullu saman á Hlíðarbraut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.