Dagur - 31.03.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 31.03.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. mars 1989 — DAGUR - 15 íþróttir Tryggja KA-menn sér íslandsmeistaratitilinn í blaki í leiknum gegn ÍS á sunnudaginn? Mynd: tlv Handknattleikur/1. deild: Valsmenn koma íþróttir helgarinnar: Verður KA meistari? - leika við ÍS í blakinu á sunnudag Það verður mikið um að vera fyrir handboltaáhugamenn um helgina því bæði Þórsarar og KA-menn leika um helgina. Það er íslandsmeistarar Vals sem mæta KA í Höllinni á sunnudaginn. En augu íþrótta- áhugamanna hljóta að beinast að leik KA og ÍS í úrslita- keppninni í blaki á sunnudag- inn því ef KA vinnur þann leik eru þeir búnir að tryggja sér í slandsmeistarat itilinn. Blakleikur KA og ÍS er í íþróttahöllinni á sunnudaginn kl. 14.00 og er vert að hvetja alla íþróttaáhugamenn til þess að mæta og sjá til þess að íslands- meistarabikarinn komi nú norður um heiðar. En það er líka mikið um að vera hjá handknattleiksáhuga- fólki. Nýkrýndir íslandsmeistarar Vals koma norður og keppa við KA í íþróttahöllinni á sunnu- dagskvöldið kl. 20. Það er orðið töluvert langt síðan spilaður var 1. deildarleikur á Akureyri og má því búast við fjölmenni í Höllina á sunnudaginn. Þórsarar leika við ÍR í 2. deild- inni í handknattleik á laugardag- inn í Höllinni kl. 14.00. ÍR-ingar hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári, ásamt HK, en Þórsliðið er enn í nokkurri fall- hættu. Stelpurnar í Þórsliðinu í handknattleik leika tvo leiki um helgina við FH. Sá fyrri er á föstudagskvöldið kl. 20.00 og sá síðari á laugardaginn, strax eftir leik Þórs og ÍR. Akureyrarmótið í svigi 12 ára og yngri verður haldið í Hlíðar- fjalli laugardaginn 1. apríl og hefst það kl. 11.00 Unglingameistaramótið á skíð- um verður haldið í Reykjavík um helgina. Fríður hópur skíða- manna frá Akureyri, Ólafsfirði, Dalvík, Siglufirði og Húsavík keppir á mótinu og má líklegt telja að þeir krakkar standi sig með sóma. íslandsmótið í kraftlyftingum fer frarn í Reykjavík um helgina. Fimm Akureyringar taka þátt í mótinu og má búast við að þeir komi hlaðnir gullpeningum til baka. - nýbakaðir íslandsmeistarar mæta KA KA-Iiðið í handbolta hefur í ýmsu að snúast næstu dagana. Islandsmeistarar Vals koma norður á sunnudaginn og leika við KA í íþróttahöllinni á sunnudagskvöldið kl. 20.00. KA fer síðan suður á mánu- dagskvöldið og leikur við KR í LaugardalshöIIinni og er sá leikur liður í Bikarkeppni HSÍ. Það er orðið töluvert langt síð- an leikið var í 1. deildinni í hand- knattleik á Akureyri. Það er því ekki verra að það lið sem sækir okkur heim eru nýbakaðir íslandsmeistarar Vals. Óþarfi er að telja upp þann mannskap sem skipar það lið endar er þar lands- liðsmaður í næstum hverri ein- ustu stöðu. Það má því búast við að norðanmenn fjölmenni í Höll- ina og sjái handbolta eins og hann gerist bestur á íslandi í dag. Bikarleikur KR og KA hefur verið settur á mánudagskvöldið. Bikarkeppnin hefur nú verið hálfgert leynimót og lítil reisn yfir þeirri keppni. En leikurinn fer nú samt fram og er það síðasti möguleiki KA-manna að vinna titil í vetur. Næsti heimaleikur KA er gegn Gróttu á miðvikudaginn. Gróttu- liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og má því búast við góðum leik. íslandsmótinu lýkur síðan hjá KA á föstudaginn en þá fljúga þeir suður og keppa við Breiðablik í Kópavoginum. Fallbaráttan í 1. deildinni er nú mjög hörð. KA-liðið er ekki alveg sloppið og verður það að ná í a.m.k. eitt stig úr þessum þrem- ur leikjum. Framarar standa verst þessara liða; þeir eru með níu stig og eiga tvo leiki eftir, við FH og Stjörnuna. ÍBV á fjóra leiki eftir; Stjörnuna og FH á úti- velli og Breiðablik og KR úti í Eyjum. Það bendir því allt til þess að Framarar fylgi Breiðabliki niður í 2. deild, en of snemmt er spá um það því handboltinn er óútreiknanlegur. Sigurður Sveinsson og félagar hans ■ íslandsmeistaraliði Vals mæta KA á sunnudagskvöldið. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Þórsarinn hafði belur Þórsarinn Kristján Torfason haföi betur í viöureign sinni við KA- manninn Sigurpál Vilhjálmsson í getraunaleiknum fyrir páska. Kristján hefur nú skorað á annan KA-mann, Harald Sigurösson í Útvegsbankanum og þaö verður spennandi að sjá hvor hefur betur að þessu sinni. Það er 1. apríl á morgun en vonandi verður ekkert plat í leikjunum á Englandi þrátt fyrir það. Augu manna beinast að leik Norwich og Liverpool í Norwich því bæði lið eru í harðri bar- áttu við Arsenal um meistaratitilinn og mega ekki við því að tapa stigum. Haraldur: Kristjan: Aston Villa-Luton 1 Charlton-Middlesbro 2 Derby-Coventry 1 Everton-Q.P.R. 1 Norwich-Liverpool x Sheff. W.-Millwall 1 Southampton-Newcastle 2 Tottenham-West Ham 1 Wimbledon-Nott. Forest 2 Brighton-Man.City 2 Leeds-Bournemouth 1 Swindon-Blackburn 1 Aston Villa-Luton 1 Charlton-Middlesbro 1 Derby-Coventry x Everton-Q.P.R. 1 Norwich-Liverpool x Sheff. W.-Millwall x Southampton-Newcastle 1 Tottenham-West Ham 1 Wimbledon-Nott. Forest x Brighton-Man. City 2 Leeds-Bournemouth x Swindon-Blackburn x 1X21X21X21X21X2 1X21X21X21X2 Karfa: Erlendir leikmenn á ný - forráðamenn félaganna telja það líklegt Bæöi norðanliðin í körfunni, Þór og Tindastóll, halda nú að sér höndum í þjálfaramálum fram yfir Ársþing KKI sem haldið verður í Reykjavík helgina 15.-16. apríl. Aðalmál- ið á þeim fundi verður hvort leyfa beri erlenda leikmenn að nýju og einnig má búast við að fjörugar umræður verði um Staðan 1. deild karla Valur 15 14-0- 1431:325 30 KR 16 12-1- 3 404:370 25 Stjarnan 15 8-3- 4 343:326 19 FH 15 8-1- 6 403:381 17 Grótta 16 7-3- 6 353:348 17 Víkingur 16 6-1- 9 359:379 13 KA 15 5-2- 8 352:366 12 ÍBV 14 3-3- 8 299:332 9 Fram 16 3-3-10 354:391 9 UBK 15 1-1-13 318:383 3 leikjafyrirkomulagið í Flug- leiðadcildinni. „Við tökum engar ákvarðanir í þjálfaramálum fyrr en eftir Árs- þingið,“ segir Kristín Jónsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Þórs. Hún segir að Þórsarar séu óánægðir með núverandi leikja- fyrirkomulag og vilji fá því breytt. „Það er ekki hægt að Fá Haraldur Leifsson og félagar i Tindastólsliðinu bandarískan þjálf- ara? leggja á menn í fullri vinnu að þurfa að spila e.t.v. þrjá leiki á viku,“ segir formaðurinn. Tindastólsmenn, eins og Þórs- arar, ætla ekki að gera neitt í þjálfarmálum fyrr en eftir Árs- þingið. Pétur Ólafsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls er hins vegar ekki á sama máli í sambandi við leikjafyrirkomulag- ið. „Ég held að við höfum ekki efni á því að vera hringla með fyrirkomulagið enn eina ferðina. Það er ekki fullkomið en hefur fleiri kosti en galla,“ segir Pétur. í sambandi við erlenda leik- menn vildu formennirnir ekki tjá sig endanlega. Pétur segir að þeir Tindastólsmenn hafi verið á móti því í fyrra en segir að nú sé lík- legast meirihluti fyrir að leyfa þá að nýju. Báðir formennirnir voru sammála að ef félögunum yrði leyft að fá erlenda leikmenn yrði að setja strangar reglur þannig að félögin væru ekki að yfirbjóða leikmennina hjá hvort öðru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.