Dagur


Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 7

Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 7
FáÉfödiPÍ'3Í!: DííGÍÍR - 7 Benedikt Sigurðarson: Sá yðar sem syndlaus er...! Vegna sérkennilegrar umræðu nokkurra dómharðra lögmanna og annarra manna um fjárlaga- hlýðni og „óhlýðni“ er ráðlegt að huga að dulitlum samanburði. Spyrja má hver ætti að setja rétt yfir öðrum og hvort ekki sé tími til kominn að ráðuneytin fari að sæta eðlilegri ábyrgð varðandi undirbúning fjárlaga. Hvað skyldi t.d. ríkislögmanninum þykja hæfileg eyðsla umfram fjárlög (eða heimildir); ætli hann telji 10%, 20%, 30% eða kannski 50% vera tilefni til „embættis- rnissis" eða duga etv. ekki 109% fyrir suma. Kannski er líka rétt að beina því til Alþingis að það sé etv. vænlegur kostur að gera raunhæf- ar áætlanir um kostnað og forðast allar tilhneigingar til að lækka niðurstöðutölur í fjárlögum í því skyni einu að „sýna sparnað“ í opinberum rekstri. Fjárlög breyta nefnilega ekki öðrum lög- um skv. því sem Ólafur Jóhannes- son segir. (Bls. 34 Lög og réttur.) Birt til upplýsingar „venjuleg- um íslendingi“, ríkislögmannin- um til dýrðar og til ánægju fyrir Sverri Hermannsson og vopna- bræður hans í baráttu þeirra gegn sérkennslu fyrir fatlaða í almenn- um grunnskólum á landsbyggð- inni. Nokkrar ábendingar 1. Hvað með áætlanir hins háa Alþingis? 2. Skyldi hæstiréttur ekki lenda í siðferðilegum vanda? 3. Sumir fá bara aukafjárveit- ingar. 4. Pessi liður hefur væntanlega verið undir styrkri stjórn innan ráðuneytisins. 5. Talsverður munur er á hækkun heimilda milli grunn- skólaumdæmanna og ekki virðist vera neitt skynsamlegt samræmi milli nýtingar fjármuna og fjár- íaga. Bendir þetta etv. til nokk- urrar „ónákvæmni“ í áætlunum og hugsanlegra mistaka við fjár- málastjórnina innan ráðuneytis- ins? Benedikt Sigurðarson. 6. Eftirtektarvert að ráðstafað var einungis þremur sjöundu hlutum af fjárveitingu þessa liðar. Það er trúlega alfarið á valdi fjármálaskrifstofu mennta- málaráðuneytisins að ráðstafa þessum fjármunum, eða hvað? Getur það verið að starfsmenn ráðuneyta geti „haft vilja Alþing- is að engu“ og látið hjá líða að ráðstafa fjárveitingum til merktra verkefna? Getur það verið að einhverjum detti í hug að gjald- færa tiltekinn kostnað af heimil- uðum verkefnum t.d. á lið grunn- skóla á Norðurlandi eystra? Mistök geta auðvitað alltaf átt sér stað, en væntanlega ætti nú að hafa gefist ráðrúm til að „leið- rétta“ slíkt varðandi uppgjör árs- ins 1986 - ef vilj i væri fyrir hendi. 7. Skyldi Náttúruverndarráð hafa verið í „ónáð“? Það vekur athygli hversu langt hefur verið gengið við að skerða fjármuni ráðsins með því að veita því heimildir sem eru langt undir fjárlögum. (Ætli það hafi verið meiningin að reka einhvern?) 8. Hverjir skyldu nú hafa farið með stjórn kvikmyndasjóðs - varla dreifbýlismenn. Gítar og klavíkord á Norðurlandi Á næstunni munu Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunner halda tónleika á Húsavík og Akureyri. Hljóðfæraskipanin er heldur óvenjuleg, en þeir leika saman á klavíkord og gítar. Þessi hljóðfæri eru meðal elstu hljóð- færa sem enn eru notuð til tón- listarflutnings. Gítarinn er öllum kunnur, en klavíkordi hafa fáir kynnst hér á landi, og er því ef- laust forvitnilegt fyrir flesta að heyra leikið á það. Klavíkord var mjög vinsælt á Barroktímanum og var t.d. uppáhaldshljóðfæri J. S. Bach og einnig mikið eftirlæti Mozart. Á Húsavík leika Símon og Orthulf sunnudagskvöldið 2. apríl í sal grunnskólans kl. 21.00. Daginn eftir munu þeir leika fyrir nemendur grunnskólans og einn- ig halda þeir námskeið fyrir gít- arnemendur á vegum Tónlistar- skóla Húsavíkur. Á Akureyri leika þeir þriðju- daginn 4. apríl í Gamla Lundi kl. 20.30. Daginn eftir er áætlað að þeir spili á sal Menntaskólans á Akureyri. Á efnisskránni sem spannar fjögur tímabil eru m.a. verk eftir J. S. Bach, Beethoven, Boccherini og M. de Falla. Símon H. ívarsson hóf gítar- nám 19 ára gamall hjá Gunnari H. Jónssyni við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og lauk þaðan prófi 1975. Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarhá- skólann í Vín og lauk einleikara- prófi þaðan 1980. Hann starfaði í eitt ár sem gítarkennari við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss og hefur frá 1981 starfað sem kennari við Tónskóla Sigur- sveins. Símon hefur haldið fjölda tónleika hér heima og víða í Austurríki og Svíþjóð. Dr. Orthulf Prunner hóf orgel- nám við Kirchenmusikschule der Erdiözese í Vín. Hann hlaut 2. verðlaun í keppni fyrir unga org- anista, sem haldin var í Haslach í Austurríki árið 1974, og 1975 hóf hann nám við Tónlistarháskólann í Vín. Hann stundaði einnig nám í stærðfræði og varði doktorsrit- gerð í talnafræði 1978. Hann fluttist til íslands 1976 og hefur auk kennslu bæði í tónlist og stærðfræði starfað sem kantor og organisti við Háteigskirkju frá 1979. Dr. Orthulf Prunner hefur auk orgeltónleika á íslandi haldið tónleika á Norðurlöndunum, í Hollandi, Sviss og Þýskalandi. Úr ríkisreikningi 1986: Fjárreiður nokkurra stofnana og verkefna Embætti/ verkefni Fjárlaga- númer 1 Fjárlög 86 þús kr. 2 Fjárheim. þús. kr. 3 Mismunur 1 og 2 % 4 Ríkisreikn. þús kr. 5 Mismunur 1 og 4 % 6 Mismunur 2 og 4 % Ath. Embætti forseta íslands 00-101 19.393 22.059 13,75 22.703 17,07 2,92 Alþingi 00-201 206.530 237.643 15,06 246.146 19,18 3,58 1 Hæstiréttur a) 00-401 12.032 12.445 3,43 12.581 4,56 1,09 Hæstiréttur b) 06-201 7.920 10.156 28,23 11.099 40,14 9,29 2 Forsætisráöuneytiö aðalskrifstofa 01-101 38.415 46.354 20,67 48.213 25,51 4,01 Menntamálaráöuneytið aðalskrifst. 02-101 56.497 74.124 31,20 74.426 31,73 0,40 3 Menntaskólinn á Akureyri 02-302 44.534 47.678 7,06 49.357 10,83 3,52 Verkmenntaskólinn á Akureyri 02-359 53.455 59.198 10,74 65.617 22,75 10,84 Fjölbrautarskólar í Reykjavik 02-351 109.263 117.583 7,61 138.492 26,75 17,78 Námsgagnastofnun 02-422 89.024 86.485 -2,85 106.668 19,81 23,34 Námsstjórn og þróunarverkefni 02-423 11.736 11.587 -1,27 17.048 45,25 47,12 4 Grunnskólar aö frádregnum stofnkostnaöi skv. lið 02-730 kr. 129.932 þús. Reykjavík 02-700 439.790 511.203 16,23 547.189 24,42 7,04 Reykjanes 02-701 346.969 395.101 13,87 394.597 13,73 -0,13 5 Vesturland 02-703 148.910 166.621 11,89 164.892 10,73 -1,04 Ath! Vestfirðir 02-704 100.132 112.899 12,75 105.858 5,71 -6,24 Norðurland vestra 02-705 115.334 126.865 9,13 129.668 12,43 2,21 Norðurland eystra 02-706 217.460 244.798 12,57 253.831 16,73 3,69 Austurland 02-707 124.906 140.638 12,59 135.424 8,42 -3,71 Suðurland 02-708 192.329 211.218 9,82 207.621 7,95 -1,70 Úskipt" 02-720 70.798 30.898 -56,36 32.605 ‘Engin gjaldfærsla umfram. 6 Byggingar 02-730 120.345 128.226 6,55 Gjöld á grunnskóla kr. 129.932 þús. Þjóðminjasafnið 02-902 17.796 17.409 -2,17 18.164 2,07 4,34 Listasafn Islands 02-907 33.962 40.929 20,51 39.712 16,93 -2,97 Náttúruverndarráð 02-931 12.508 9.685 -22,57 13.150 5,13 35,78 7 Sinfóníuhljómsveit íslands 02-974 26.367 27.055 2,61 43.405 64,61 60,43 Kvikmyndasjóður 02-981 16.000 16.000 0,00 23.946 49,66 49,66 8 Ýmis verkefni á vegum menntamálar. 02-999 12.536 15.164 20,96 28.352 126,16 86,97 Borgardómur 06-203 22.572 23.128 2,46 25.534 13,12 10,40 9 Embætti ríkislögmanns 09-105 2.848 4.912 72,47 5.963 109,38 21,39 10 Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri 08-387 411.202 435.159 5,82 434.202 5,59 -0,22 Ríkisábyrgð á launum v/gjaldþrota 07-982 5.000 34.599 591,98 35.036 600,72 1,26 1) Sagt er á bls. 53 að um sé að ræða gjaldfærslu á viðkomandi stofnanir, en skv. bls. 83 kemur i Ijós að það á ekki við um lið 02-720 - ólíkt því sem er um stofnkostnað skv. lið 02-730. Þar sýna bæði heimildir og sundurliðun að fénu var ráðstafað. Til upplýsingar „venjuiegum íslendingi", ríkislugnianni til dýrðar og til ánægju fyrir Sverri Hermannsson og vopnabræður hans í baráttunni gegn sérkennslu á landsbyggðinni (og Sturlu Kristjánssyni). B.S. 9. Hvað með siðferðisvanda Borgardóms við að dæma um fjárlagahlýðni? 10. Já ríkislögmaðurinn „yfir íslandi" veit líklega allra manna best hverjar hljóta að vera „dóm- kröfur" ríkissjóðs fyrir rétti? Niðurstaða Siðferði í fjármálastjórn ríkisins er augljóslega hæpið. Það er etv. ekki síst vegna þeirrar áráttu óábyrgra pólitíkusa að búa ekki til raunhæf fjárlög heldur reyna að sýna „sparnað“ með því að lækka niðurstöðutölur á fjárlög- um. Við verðum einnig að muna að fjárlög breyta ekki öðrum lög- um (sbr. Ól. Jóh.) og tilteknir embættismenn hafa því ekkert „sparnaðarvald“ (jafnvel ekki ráðherrar) þess vegna verður að meta starfsforsendur einstakra starfsmanna áður en kveðnir eru upp órökstuddir sleggjudómar. En dómstólar taka „upplýsingar“ og staðhæfingar ráðherra og hátt- settra starfsmanna stjórnsýslunn- ar, góðar og gildar og horfa jafn- vel framhjá öðrum upplýsingum sem fyrir liggja - samkvæmt íslenskum „réttarvenjum“. Við þær aðstæður geta ráðherrar komist upp með eitt og annað og torvelt að treysta á það að ein- staklingurinn njóti „raunveru- legrar réttarverndar“. Er ekki tímabært að taka undir með Jóni Hreggviðssyni: „Vont er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti.“ Benedikt Sigurðarson á Akureyri. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.