Dagur - 31.03.1989, Síða 9

Dagur - 31.03.1989, Síða 9
Föstudagur 31. mars 1989 - DAGUR - 9 linn á Húsavík: únsmessunótt Ríkarður Þórhallsson: Skrýtið að breyta sér í miðaldatöffara“ Ríkarður Þórhallsson, nem- andi í níunda bekk, er formað- ur nýlega stofnaðs Leiklistar- klúbbs Framhaldsskólans, sem heitir Píramus og Þispa. Rík- arður fer með hlutverk Lisand- ers í sýningunni, af miklum ágætum. Hann teiknaði merki leikklúbbsins, sem prýðir m.a. forsíðu leikskrár, og einnig mynd á auglýsingaveggspjald. rum, leikstjóra og starfsfólki við sýninguna var ð með blómum og lófataki í sýningarlok. „Ég er alveg á kafi í myndlist, vonast til að komast í skóla á næsta ári og læt þá myndlistina ganga fyrir leiklistinnisagði Rikki aðspurður um áhugamálin. - Hefur þú leikið áður? „Bara í skólaleikritum, en þetta var fyrsta alvöruleikritið og ótrúlega gaman að takast á við það. Þetta var erfitt, en þessi leikrit eru svo vel skrifuð og svo fallegt mál sem notað er. Það var svolítið erfitt að flytja textann en hann er svo ljóðrænn að það er ótrúlega auðvelt að læra hann. Leikendur verða að vanda sig við textann, því ef við færum að flytja hann hratt mætti búast við að áhorfendur fengju höfuð- verk.“ - Höfðar Shakespeare til krakkanna? „Shakespeare höfðar til allra. Textinn í verkinu er kannski pínulítið háfleygur, en hann er mjög fallegur, það þarf svolítið að pæla í honum til að skilja hann og þetta fær fólk til að hugsa kannski aðeins. Þetta hefur verið skemmtilegur tími þó við höfum fórnað öllum okkar tómstund- um.“ - Er það ekki þroskandi fyrir fólk á þessum aldri að fá að taka þátt í að setja upp svona sýn- ingu? „Jú, í sjálfu sér, það er mikil lífsreynsla að fá að leika Shake- speare. Þegar ég var yngri forð- aðist ég Shakespeare en síðan las ég ástarharmleikinn Rómeó og Júlíu á ensku og eftir að ég fór að leika í þessu fór ég að lesa Shake- speare alveg á fullu, á ensku sem ég les næstum því eins og móður- rnálið." - Nú eruð þið búin að æfa verkið í tvo mánuði, undir stjórn og með virkri þátttöku kennara, hvernig finnst ykkur að vinna svona með kennurunum í tóm- stundum? „Það er afskaplega gaman að vinna svona með kennurum utan skólatíma, þá hættum við í raun- inni að líta á þá sem kennara heldur bara eins og annað fólk sem er ekki fyrir framan mann með fangið fullt af skóla- bókum og gefandi einkunnir. Ein- ar er búinn að vera alveg stór- kostlegur og hann hefur fórnað miklu.“ - Hvernig finnast ykkur mót- tökurnar við verkinu? „Þær eru góðar, ég var mjög ánægður með frumsýninguna. Ég vil hvetja fólk til að sjá sýning- una, þetta er ótrúlega skemmti- legt verk. Það var mjög gaman að leika þetta fyrir áhorfendur, fáir höfðu séð æfingar hjá okkur og allt í einu þegar við komum á Lisander og Hermína, Ríkarður Þórhallsson og Þorbjörg Björnsdóttir i hlut- vcrkuni sínuni. sviðið voru milljón augu fyrir framan okkur, fyrst fraus ég cn síðan var þetta allt í lagi. Það er miklu skemmtilegra að leika fyrir fullu húsi áhorfenda. Æfingatíminn hefur verið mjög erfiður. Það er skrýtið að breyta sér í miðaldatöffara svona allt í einu en það sem var erfiðast var að eiga að vera svona ástfang- inn. Við slepptum handritinu fljótlega, því það var ekki mikið mál að læra textann, en við vor- um feimin fyrst og þegar leik- stjórinn var að stilla okkur upp til að faðma stelpurnar hugsaöi ég: „Úff, að þurfa að faðma þetta fyrir framan milljón manns." Síð- an var þetta ekkert mál og nú gerum við þetta eins og viö höf- um ekki annað gert um ævina.“ IM Ásta Eir Eymundsdóttir: „Þroskandi og lærdómsríkt“ Ásta Eir Eymundsdóttir fer með hlutverk Helenu í verkinu og hún er í stjórn leikiistar- klúbbsins. Hún hefur einnig hjálpað til hjá Leikfélagi Húsavíkur, m.a. verið „skrá- veifa“ en það mun þýða að hún hefur selt leikskrár. Ásta er í níunda bekk, því eru sam- ræmdu prófin framundan og hún var spurð hvort ekki hefði verið mikið að gera síðan æfingar hófust á Draumi á Jónsmessunótt. „Jú, en skólabækurnar hafa að vísu setið svolítið á hakanum, allavega hjá mér. Ég held samt að það sé lítil hætta á öðru en að við náum prófunum. Það er búið að vera alveg meiriháttar gaman þennan tíma. Félagsskapurinn er skemmtilegur og gaman að setja upp verkið og fylgjast með alveg frá byrjun. Áður en byrjað var að æfa vorum við í stjórn leik- klúbbsins að sjá um að velja verk, Einar og Þorgeir aðstoðuðu og okkur fundust þrjú verk koma til greina." - Fannst ykkur ekki brekka að ráðast í þetta? „Mér fannst svolítið ótrúlegt fyrst að við gætum komið þessu upp en síðustu vikurnar var kom- in svo mikil mynd á þetta að ég fór að trúa að þetta gengi. Þetta er búið að vera gaman þó ntikill tími hafi farið í æfingar og ég hef kynnst hinum krökkunum vel.“ - Hvernig gekk að læra text- ann og var hann ekki strembinn? „Mér gekk vel að læra hann, það kom svona á æfingunum. Það var erfiðara að leika, ég hafði ekki leikið áður nema í skólaleikriti í sjötta bekk, og á 1. des. hátíðinni var stjórn leik- klúbbsins með leikþátt.“ - Einu sinni þegar ég leit inn á æfingu hjá ykkur, að kvöldlagi, hafðir þú verið að keppa á blak- móti og ekki komið heim til þín síðan þú fórst í skólann klukkan átta um morguninn. „Ég var búin að spila fjóra heila leiki í blaki og þeir voru flestir þrjár hrinur. Það var æfing um kvöldið og skóli um morgun- inn og ég hringdi í mömmu og lét hana færa mér mat á æfinguna því ég hafði ekkert borðað síðan átta um morguninn. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið þreytt eftir þennan dag og þegar ég kom heim um kvöldið hljóp ég inn í hcrbergi, lagðist upp í rúm og sofnaði. En það var alveg tví- mælalaust þess virði að vera með í þessu." - Heldurðu að það breyti þér á einhvern hátt að hafa tek:st á við þetta verkefni? „Ég hef lært alveg heilmikið á þessu, þetta er bæði þroskandi og lærdómsríkt. Við lærum líka að koma fram og erum ekki eins feimin. Viðhorf mín til Shake- speare hafa breyst, ef eitthvað eftir hann kom í sjónvarpi dreif ég mig sem lengst í burtu og þorði ekkert að koma nálægt tækinu, þetta hefur algjörlega breyst og ég hef fengið mikið meiri áhuga á bókmenntum og leiklist. En núna veit ég eiginlega ekki hvað við eigum að fara að gera að sýningum loknum.“ - Værir þú til í að takast á við slíkt verkefni aftur? „Ég stefni á framhaldsnám og býst við að verða hérna í skólan- um og þá er ég til í að starfa áfram með leikklúbbnum." IM tríus, Óberon og Helena; Rúnar Sigmundsson, Heimir Týr Svavarsson og Ásta Eir ndsdóttir í hlutverkum sínum. dgja Steingrímsdóttir og Ríkarður Þórhallsson í Myndir: IM Bokki, álfur og Óberon álfakóngur; Þorgeir Tryggvason og Heimir Týr Svavarsson í hlutverkum sínum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.