Dagur - 04.04.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 04.04.1989, Blaðsíða 6
6 - ÖAGÚR - Þriðjiidagur 4. apríi 1989 Jón Jónsson, Fremstafelli: Flædilmur og þjóðemiskreppa Að breyta fjalli. Svo nefndi Stefán Jónsson, sá kunni frétta- maður, þingmaður og skáld, bók sína sem út kom fyrir tveimur árum; eina þeirra líklega tólf bóka merkilegra, sem hann hefir skrifað. Fannst einhverjum hún fullt svo verðlaunaverð sem bók frænda hans, Thors Vilhjálms- sonar, „Grámosinn glóir“, sem heggur það nærri látnum og lif- andi með notkun heimilda og vitnar títt til staðreynda þeirra miklu hryggðarmála sem um er fjallað og elstu lifandi menn mundu enn og þeir yngri voru á ýmsan hátt það tengdir hörmung- inni að nægja mátti þeim án þessa bókmenntaverks, sem er að svo miklum hluta staðreynda- og heimildafrásögn. Magn en ekki gæði Annað mál er hitt að breyta má fjalli á margan hátt, líka í líking- um eins og Stefán gerir. En mest finnst okkur þó til um, sem höf- um verið að klífa fjöll um margra manna mislanga ævi, að sjá þau holuð innan með vegi í gegn, lífs- háskanum bægt frá þar sem Múl- inn skákaði gegnt Hvanndala- björgum, sem hvor tveggja krafðist illdeilna eða þá mann- fórna frá öldum áður til vorra daga. Draumur Bjarna Einars- sonar og ráð, og margra okkar annarra hans samferðarmanna, rættist ekki nema hálfur í fram- kvæmd þar sem einföld akrein, aðeins með skvompum til að mætast í, liggur í gegnum fjallið og verður víst ekki breytt úr þessu. Verður að taka djúpt and- ann áður og líka eftir að dvalist verður í stybbunni í fjallinu en engu að síður blasir veglínan við þegar Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra kemur út austanmegin og allt kjördæmið sem hálfskrifað blað, talar til hans í unnum afrekum en miklu framar þó þeim hugsjónum sem tengja hljóta Eyfirðinga og Þing- eyinga. Til enn meiri áréttingar má nota hér orð Skagfirðinga, þó um loðfeldadýr séu að tala: „Þar sem magnið skiptir ekki mestu tnáli, heldur gæðin.“ Þá er ég ekki síst, þótt svona sé orðað, að meina samstarfsvilja og heilindi og síst ljótt að nefna jafnréttis- og félagshyggju Stefáns Valgeirs- sonar ásamt boðskap Tímans um „sjö tugi ára frjálslyndi og fram- farir." Með nokkrum hætti línudans Nýliðið er það ár sem ég horfði á eftir fjórða kaupfélagsstjóranum í blóma lífsins frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Allir hafa þeir flutt suður, þangað sem forsjón alheims átti að hafa valið stað með öndvegissúlum húsbóndans, til að verða í fyllingu tímans mið- stöð og höfuðborg vitsmuna, ráð- deildar, menningar og snilli- bragða í lífsglímu, sem fyrrum var fábrotið undir samheitinu vopn og verjur. Hversu margt rúmaðist í rúmu hugtaki, sem var þó naumast fundið upp sem slíkt. Fimmti kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, fór ekki suður og þraukar enn fyrir norð- an með þrá sinnar kynslóðar og þráa hennar við að eldast en varla lengur með sama sigurbros á vör. Ég sá Jakob fyrsta sinn er hann kom með heitmey sinni á dökkum hestum frá því að horfa Jón Jónsson, Fremstafelli. á Aldeyjarfoss og þiggja síðan gestakaffið góða heima á Mýri. Engu mun þurfa að kvíða sá vel rekni félagsskapur, Kaupfélag Eyfirðinga, með sinn nýráðna, unga forstöðumann, Magnús Gauta Gautason, sem gjarnan styrkir hin góðu tengslin austur yfir heiðar. Óvissa og erfiðleikar Annað mál er hitt og verra með kaupfélögin mín tvö þau þing- eysku að uppruna, með rekstrar- háttum aðalfunda sinna og kaup- félagsstjórna, sem Valur Arn- þórsson sagði mér svo minnis- stætt, að bæru höfuðábyrgð á rekstri hvers kaupfélags. En nú hefur Kaupfélag Svalbarðseyrar loks fengið erfitt andlát en er þó í eins konar stríði framliðið, svip- að og oft hefur gerst í þjóðsögum og sagnir greina þar með ýmsum dulmögnuðum aðsóknum. Kaupfélag Þingeyinga, forystu- kaupfélag allra slíkra á landinu, á í nokkrum erfiðleikum og óvissu eins og sú stærri stofnun sem ýmsir kalla ennþá þjóðríki, en hvort tveggja á undir fólki sínu komið um viðreisn og reyndar sóma sinn þar með. Hún er ann- ars furðuleg sú árátta fjölda fólks - máski í gáleysi öðrum þræði - að gagnrýna látlaust og óbilgjarnt kaupfélögin í landinu. Þessi árátta verður varla rakin til ann- ars en hreinnar fáfræði og mennt- unarhroka þar sífellt blandað í. En það er líka viss misskilningur, þótt kalla megi kaupfélög „þver- pólitísk samtök“, þá hefur Fram- sóknarflokkurinn með blaðakosti sínum staðið vörð um hag þeirra og viðgang alla tíð og lengst af ævi kaupfélaganna og verið vopn þeirra og verjur. Hitt kann að vera að pólitískir andstæðingar framsóknarmanna með sínum mikla blaðakosti hafi sótt harðar að þessari hreyfingu af því að í gegnum þann vegg var að sækja og má vera að það sé afmarkað rannsóknarefni fyrir fræðimenn og lögmálið sem því veldur. Til styrktar landgræðslu og skógrækt Eftir þrálátt bænarkvak Fram- leiðnisjóðs og starfsmanna í tengslum við hann, seldum við Friðrika mín fullvirðisrétt okkar og þann moldarrétt sem stóð enn eftir (og heitir víst kvóti f dag) eða agnarsmátt sauðkindabú. Þetta munu einnig hafa gert 50- 70 pör hjóna vítt um land út af því síðasta tilboði sem þessir Fyrri Muti úrræðasjóðir og menn gerðu okkur, til ennþá meiri fækkunar sauðfjár (þótt bráðum og von- andi skorti þá kjöt til útflutnings ef að líkum lætur). Þetta var þó miklu meira gert frá okkar hendi til styrktar landgræðslu og þá allra helst skógrækt. Nú fer því fjarri að mín kynslóð játist með þessu undir þá sök sem sveita- fólki allra tíma er ríkulega bor- ið af nútíma ráðsettu fólki - með þó fegurðarskyn sumt að það heldur: Að við séum völd að öllum ófarnaði þeirra lögmáls- hrina sem yfir ættland vort hafa gengið og jjað löngu fyrr en það varð ættland vort; ekki einu sinni papar, máski nærtækastir ætt- menn mínir, þá norrænir frændur og fræðimenn sættist á. ísaldirnar eru okkur að kenna, eldgosin sem skapa landið ellegar eyða því á víxl, kaldrani og sólarleysi, sjálfsagt bólusóttir og svartidauði og fatalepparnir sem Hvaleinar sendi yfir íslendinga. Ennþá voru engir karakulhrútar til að senda en náttúrlega var séra Páll í Sel- árdal til og galdrabrennur ofsa- trúarmanna. Nafngiftir eins og Bálabrekka segja frá skógareld- um og næst í tímanum eru jú lífs- bjargarúrrræðin, skógarhöggið til matselda og langelda ellegar. neyðarbeit búfjár ef ske kynni að hjarði af þorrann, góuna, ein- mánuð og hörpu, þegar eins dauði var annars líf í svo margri merkingu. En nú er alltaf sagt að eins dauði sé annars brauð, þegar menn þó óvirða mest í tali sínu og háttum matbjörg og skjólfatn- að. ,,Það var víst bréfkall. . .“ Öllum þessum ófarnaði hefir valdið lifandi fólk í byggðum landsins eða dautt nú, og amlóð- ar við sveitastörf. Mál að linni loks og fari að innheimtast sekt- argjöld. Þótt frá saklausum séu „En mest finnst okkur þó til um, sem höfum verið að klífa fjöll um margra manna mislanga ævi, að sjá þau holuð innan með vegi í gegn.“ eins og okkur, hópi gamals bændafólks sem gerir samning varðandi afkomu sína og rétt, þótt jafnvel þeir samningar sumir hafi snúist í mistæka andhverfu sína líkt og skeður í blindskák þar sem annar sér taflborðið og hefur valdið á hvítu mönnunum. Það er kerfiskallinn sem deilir út formum og fyrirvörum, hinn er með svörtu mennina sem á oft erfitt um vik einn, þótt hálfur undir þjóðtrúarhimni sé. Hún var gulltryggð setningin sem litla stúlkan sagði við afa sinn: „Ég fékk fimmtíukall . . ., nei afi, það var víst bréfkall.“ Sá er ekki gulltryggður í dag, ekki er hann fisktryggður, ekki kjöt- eða mjólkurtryggður og ómögulega atvinnuleysistryggður. Máski er „það viss jafnvægislist að semja um hlutina svo lífskjarajöfnuður náist“, segir Snær Karlsson svo vel í Degi. Aftur á móti orti faðir hans á Húsavík: Minni ríku moldarþrá mundi bálið ana en þeim sem vísan eldinn á ætti að vera sama. Hin stóru og litlu gerðin Líklegast er að manneskjan sé hálfgildings rassbaga í skáldverki almættisins, svo margt bendir til þess í amböguhætti og óstjórn, þótt hún sé svona voðalega gáfuð sem um er rætt svo títt. En skynsöm er hún þó stöku sinnum. Það var þó ekki skynsamlegt, kannski líka í ógáti, þegar út voru sendir ekki minna en í tíu tilbrigðum af góðviljuðum mönnum, jóla-, nýárs- og þakk- arkveðjur frá Húsavík, til Húsvíkinga og Þingeyinga eins og orðað var þar og lestina rak: „. . . óskar viðskiptavinum sín- um á Húsavík og í Þingeyjarsýslu gleðilegra jóla. Dagur í Stóra- gerði.“ Öðruvísi mér áður brá með þau landamerkin, þó hafi haft veður af þessu alllengi og þá í ýmsum myndum þar sem klúbba- og klíkubragð hefir verið af réttunum. T.d. einu sinni á menningarvöku sem kennd var til Fjórðungssambandsins, þar sem dekrað var við fyrirmenn í skáld- mennt en sniðgengnir þeir sem börðust við að rísa upp af jafn- sléttunni. Hafði sumum tekist það eins og t.d. Valdemar Hólm Hallstað, sem hafði ort einn kunnasta söngtextann og oftast sunginn: „Þig sem í fjarlægð fjöll- in bak við dvelur“. Þannig getur jafnvel félagshyggja flutt menn til skiptis í fjarlægð ellegar nálægð. Víst þekkjum við gerla hin stóru og litlu gerðin: Akureyri, Húsavík, Kópasker eða þá í sögu og reynslu hann fullsterk, hálf- sterk og amlóða og hvar annars staðar sem kennir aflsmuna. Síst vildi ég mínu blaði, Degi, það, þótt einhvern tímann hafi rnáski kennt aflsmunar eins og amlóði miðað við magn en ekki gæði og þá sé horft til hinna stóru keralda frjálshyggjunnar með Þorstein og Morgunblaðið. 42 þingmenn skrifa undir áskorun til ríkisstjórnarinnar: Til stuðnings héraðs- og kjördæmablöðum Forsætisráðherra tók fyrir skömmu á móti áskorun til ríkis- stjórnarinnar frá þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum til stuðnings héraðs- og kjördæma- blöðum. í áskorun þessari, sem Ragnar Arnalds afhenti fyrir hönd 42 alþingismanna er á það bent að héraðs- og kjörbæmablöð víðs- vegar um land séu nauðsynlegur þáttur í þjóðlífi okkar og eigi merku hlutverki að gegna, en útgáfa þeirra eigi þó undir högg að sækja í vaxandi mæli, m.a. með harðnandi samkeppni út- varps og sjónvarps. Jafnframt virðist þessi blöð vera í eins kon- ar auglýsingabanni af hálfu ráðu- neyta og flestra ríkisstofnana. „Eðlilegra virðist“, segir í áskorun þingmanna, „að auglýs- ingar sem varða íbúa ákveðinna héraða séu ávallt birtar í viðkom- andi héraðsblöðum, og eins má fullyrða, að tilkynningar um rétt- indi og skyldur almennings kæm- ust oft betur til skila í héraðs- blöðum en í auglýsingaflóði dag- blaðanna. Við undirritaðir alþingismenn skorum á ríkisstjórnina að endur- skoða reglur um auglýsingar ríkisstofnana með það fyrir aug- um, að héraðs- og kjördæmablöð fái eðlilega hlutdeild í auglýsing- um frá ráðuneytum og opinber- um stofnunum“. Góð heimsókn frá Noreg Séra Hákon Andersen, biskup frá Tönsberg í Noregi kemur til Akureyrar á morgun, miðviku- daginn 5. apríl. Hákon er þekktur predikari í heimalandi sínu. Hann er fyrrum aðalframkvæmdastjóri Heima- trúboðsins norska. Hann hefur tekið mikinn þátt í alþjóðlegu kirkjulegu starfi. Hann er í stjórn Lausenne hreyfingarinnar sem er þverkirkjuleg hreyfing. Hákon hefur áður komið ti íslands og kom þá til Akureyrar Samkoma verður í félagsheimil KFLfM og KFUK í Sunnuhlíð miðvikudagskvöldið 5. apríl oj hefst kl. 8.30 og gefst þá Akur eyringum tækifæri til að hlusta i biskupinn. Séra Jónas Gíslason prófessor túlkar mál hans í íslensku. Allir eru hjartanlej velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.