Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 4
? - fiUDAÖ -- SöC! inqtí .3 uigEbuiiiyðtM 4 - DAGUR - Miðvikudagur 5. apríl 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvinsæl ríkisstjóm Niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar hafa verið á fylgi stjórnmálaflokkanna frá því ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum í haust, eru í veigamestu atriðum samhljóma. Þær sýna að ríkisstjórnin tapar trausti og tiltrú almennings jafnt og þétt en stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, eflist að sama skapi. Þetta ætti að vera ríkisstjórnarflokk- unum mikið áhyggjuefni og reyndar öllum þeim sem fylgja félagshyggjuflokkunum að máli. í síð- ustu skoðanakönnun DV mælist ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með minna fylgi en nokkur ríkisstjórn önnur frá því slíkar mælingar hófust. Sama ríkisstjórn lagði upp með 65,1% fylgi samkvæmt skoðanakönnun DV í haust en er nú komin niður í 37,1% á sama vettvangi. Niðurstöðum skoðanakannana á fylgi stjórn- málaflokka ber auðvitað að taka með fyrirvara, m.a. vegna þess hve stór hluti aðspurðra er óákveðinn eða neitar að svara. Engu að síður hljóta þær að gefa nokkuð góða mynd af afstöðu almennings til ríkisstjórnar hverju sinni. Það verður að segjast eins og er að minnkandi fylgi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar kemur ekki á óvart. Henni hefur ekki tekist nógu vel að ná höfuðmarkmiði sínu, þ.e. að rétta stöðu undir- stöðuatvinnuveganna og „gera rekstrarumhverfi þeirra vinsamlegra" svo notað sé orðalag efna- hagssérfræðinganna. Það er svo sem langt í frá við ríkisstjórnina eina að sakast hvað þetta varðar. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra lét svo ummælt í DV, er könnunin var birt, að hann væri út af fyrir sig ekkert undrandi á þessari niðurstöðu. Orðrétt sagði forsætisráð- herra: „Við erum núna að kljást við tvo magnaða drauga í þessu þjóðfélagi; annars vegar verðlag- ið eftir þær gengisfellingar sem varð að fram- kvæma og hins vegar annan ennþá verri, pen- ingavaldið, fjármagnskostnaðinn og háa vexti, sem haldast hönd í hönd. Ég hef hvað eftir annað sagt að tiltrú á þessa ríkisstjórn verði ekki vakin nema það takist að kveða þá niður. “ Þetta mat forsætisráðherraá stöðunni er hár- rétt. Hins vegar er spurningin sú hversu langan tíma ríkisstjórnin ætlar að taka sér í að kveða þessa drauga niður. Atvinnulífið getur ekki beðið öllu lengur. Skoðanakönnunin sýnir að biðlund almennings er einnig á þrotum. Óeining og upphlaup innan ríkisstjórnarinnar vegna smærri mála, s.s. skólastjóramálsins í Ölduselsskóla, draga enn frekar úr tiltrú almenn- ings á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem þó hefur alla burði til að standa sig vel og láta gott af sér leiða. En til þess þarf stjórnin að hrista af sér slenið og skilja hismið frá kjarnan- um. BB. Ásbjörn Karlsson: Hvers vegna kennaraverkfall? Flest bendir nú til að verkfall- ið, sem ijölmörg félög háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hafa boðað til, skelli á nk. fimmtudag, 6. apríl. Meðal félaganna er Hið íslenska kennarafélag, og komi til verk- falls mun starfsemi allra fram- haldsskóla í Iandinu lamast og grunnskólastarf raskast. Það er því síst að undra þó gæti kvíða og jafnvel reiði meðal nemenda og foreldra. En hvers vegna kennaraverkfall? Öllum er í fersku minni þegar síðasta ríkisstjórn afnam samn- ingsfrelsi og verkfallsrétt þ. 20. maí á síðasta ári. Þegar það gerð- ist höfðu kennarafélögin bæði, HÍK og KÍ, verið með lausa samninga frá áramótum og staðið í árangurslausum samningaum- leitunum við ríkisvaldið. Daginn áður en lögin tóku gildi undirrit- aði KÍ nauðungarsamning, sem á þeirri stundu stóð HÍK ekki einu sinni til boða. Það lítilræði sem þessi samningur gaf í aðra hönd hefur engu að síður leitt til mis- mununar á kjörum kennara, ekki eftir menntun, ekki eftir starfs- reynslu, heldur eftir félagsaðild- inni einni saman. Að meðaltali eru laun kennara í HÍK nú 4% lægri en félaga þeirra í KÍ og munurinn allt að 14% milli ein- staklinga sem eru sambærilegir að öllu öðru en félagsaðildinni. Löng hefð er fyrir samræmingu samninga milli kennarafélag- anna, t.d. naut KÍ góðs af samn- ingunum sem HÍK náði eftir harða baráttu 1987. Þrátt fyrir eindregin tilmæli HÍK, með full- um stuðningi KÍ, hefur samn- inganefnd ríkisins ekki ljáð máls á leiðréttingu nú. Fyrst var því borið við að lögin um afnám samningsréttar heimiluðu ekki slíkt, en eftir að þau féllu úr gildi var sagt að leiðréttingin yrði að vera hluti af nýjum heildarkjara- samningi. Víkjum nú að öðrum atriðum varðandi kjaramál kennara. Samkvæmt útreikningi Hag- stofu íslands í sept. 1986 var mis- munur á föstum launum kennara og stétta með sambærilega menntun á almennum markaði 92% . Nýrri tölur hef ég ekki við hendina en er fullviss að bilið hefur frekar breikkað á tímum almenns launaskriðs og launa- frystingar opinberra starfs- manna. En kennarar þurfa ekki að leita út fyrir raðir ríkisstarfs- manna til að benda á dæmi um hróplegt misrétti. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara með 4ra ára háskólanám að baki, (þar með uppeldis- og kennslufræði), eru nú kr. 56.519. Byrjunarlaum sumra annarra hópa ríkisstarfs- manna með sambærilega mennt- un eru um 76 þúsund krónur. Er nokkur furða þó óánægju gæti í röðum kennara? Það er ekkert launungarmál að skólar landsins hafa á undanförn- um árum misst margan góðan kennarann vegna lélegra launa- Jón Jónsson, Fremstafelli: Flæðilínnr og þjóðerniskreppa Deila mjólkursamlagsstj óra Hvort man nú enginn Harald Gíslason? Víst var hann hinn stórvirki starfsmaður. Hinn 20. nóvember 1987, þegar minnst var fjörutíu ára starfs Mjólkursam- lags Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, komu saman og kynnt- ust margir bændur og húsfreyjur úr Þingeyjarsýslum og mátti líta þar hóp barna að leik í húsakynn- um samlagsins; hina væntanlegu viðskiptavini og starfsfólk í fram- tíðinni. Síst hefði mann órað fyr- ir þvf að eftir tvö ár aðeins væru á ferð heitar umræður í blöðum norðanlands, Víkurblaðinu og Degi, um hvort leggja ætti þetta fyrirtæki niður. Því óvæntara var þetta að ekki hafði heyrst ávæn- ingur um að þessi rekstur innan kaupfélagsins stæði á veikum fót- um miðað við ýmislegt annað sem þar ætti í erfiðleikum. Miklu fremur taldi maður hann eina sterkustu stoð þorra bænda sem búskap reka í héraðinu. Þetta mál er mikið stærra en svo að því megi á nokkurn hátt flumbra með fljótráðnum umræðum þótt góðir menn og velþenkjandi standi að. Héruð í órofa samtengingu Haraldur Gíslason, Árnesingur, sem réðist sem mjólkurbússtjóri á Húsavík 1947, kom eins og kallaður og hóf að reisa fyrirtæk- ið sem visst sameiningartákn bænda í héraðinu á óvissutímum fjárskipta í mæðiveikifaraldrin- um. Og þannig vann þessi merki- legi maður, orðinn gjörhugull Þingeyingur umfram þorra hér- aðsbúa að ætla má, nærri nýað- fluttur að manni fannst. Hann lést með nærri skjótum hætti rétt orðinn fárveikur, hinn 27. des- ember 1984. Kistan hans var lögð í nývígðan hluta kirkjugarðsins á Húsavík 4. janúar næsta árs að viðstöddum fjölda héraðsbúa, slíkur maður var hann. Við hlið hans vestan við Eyjafjörð var annar maður fágætur að verki, Jónas Kristjánsson frá Víðigerði, einn af frumherjum mjólkuriðn- aðarins í landinu og stjórnandi Mjólkursamlags Eyfirðinga um áratugaskeið. Gengu margar sög- ur um samstarf þessarra manna, þótt ekki féllu alltaf saman skoðanir og hagsmunir, en mér fannst þeir búa yfir vissum töfrum, sem ég óttast um í héruð- um okkar í dag. Það er þess vegna ekkert nýtt að mjólkursamlagsstjórar við Eyjafjörð ellegar Skjálfanda ræð- ist við um leiðir. Héruð þeirra eru í órofa samtengingu bæði um fegurð og búsæld en fyrst og fremst um grundvallaratvinnu- rekstur og menningu og lífs- afkomu. Leiðirnar eru því óhemju rúmgóðar en þó má ekki aka út af. Betra er að ræða málin en að fljúgast á, jafnvel þó að fjölmiðl- um henti alveg sérstakt viðhalds- fóður eins og refnum. Þetta stóra, sameiginlega vandamál hefir verið látið í opna umræðu og stjórn Kaupfélags Þingeyinga hefir á óvenjulegan hátt verið kölluð til umræðunnar, þar sem þetta varðar hana miklu, en hún segist lítið hafa um málið rætt. Eftir sem áður eru Húsvíkingar og Þingeyingar eitt og sama hér- aðsfólkið, með svo samtvinnuð réttindi og skyldur, að hver á sitt líf undir annars lífi, og þó er kannski betra orðfærið eins líf er annars brauð. Síðari Muti Við förum ekki í uppnám úr því Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hefir átt þátt í stjórnarmyndun ásamt Steingrímum tveimur, Stefáni Valgeirssyni og hópi úrvalsmanna, sem sumir höfðu fyrr verið undir hinu græna tákn- merki Framsóknarflokksins. En hér eru þeir og gott er að vita af Ágústu á Refstað, sem segir að vaxtarbroddurinn og leynivopnið í baráttunni gegn byggðaröskun sé í höndum sveitakvenna. Ein- hvers staðar hlaut það að vera, því ekki finnst það inni á Alþingi við misnotkun móðurmálsins og misnotkun málfrelsisins og þó síst í fjölmiðlaþvargi eða kastljósum ellegar þá þingsjám; viðsjónu sem allt eins mætti fá samheitið blindsjá í þeirri merkingu að eng- inn vilji gefa öðrum sýn og þessi annar hvorki vilji sjá né þá held- ur skilja. Fer þá ekki lengur að teljast til hlunninda ellimóðum ellegar börnum að hafa skilning- arvit. Gálaust verðmætamat Einu gildir um orðheldni, þegar greiðslukortatrúboð nýríkrar þjóðar, sem var eina hrunadans- nótt helst til gálaus við mat sitt á verðmætum, sem einhverjir kalla í trú sinni á landi og þjóð. í öllum þessum gálausa akstursmáta hverfur flest náttúrlega fyrir ennþá alvarlegri málum eins og siðferðisglæpum, þar sem hlaðast að íslendingum hin alvarlegustu mál. Dýpsta niðurlægingin er mismþyrming á konum og börnum, sem sannarlega hefir ekki orðið til af engu eins og eitt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.