Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. apríl 1989 Miðvikudagur 5. apríl 1989 - DAGUR - 7 ;• a \> o, ■> <;< ; l >'l< bíív'SVJÍiiSOSííJiiV Michael J. Clarke. Margrét Bóasdóttir. Þuríður Baldursdóttir. Föstudaginn 17. mars var hald- in námstefna á vegum Geð- deildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri í kennslustofu sjúkrahússins. Námstefnan bar yflrskriftina Unglingar í vanda - Hver eru úrræðin? Frum- mælendur komu frá ýmsum rtofnunum á landinu og kynntu þau úrræði sem standa unglingum til boða er eiga við alvarleg geðræn vandamál að glíma svo og áfengis- og fíkni- efnavanda. Jóhann Thoroddsen, sál- fræðingur á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, ræddi um úrræði fyrir unglinga í skólum á Norðurlandi. Sólveig Ásgríms- dóttir, sálfræðingur hjá Unglinga- geðdeild Landspítalans, fjallaði um fundi með foreldrum sem fyrirbyggjítndi úrræði. Að loknum umræðum tók Ein- ar Gylfi Jónsson, forstöðumaður ! Jnglingaheimilis ríkisins til máls >g ræddi um vímuefnavanda unglinga. - myndlist, leiklist og flölbreytt tónlist Frá tónleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar í íþróttaskemmunni. Námstefna Geðdeildar FSA: listarskólans á Akureyri auk 6 gestahljóðfæraleikara frá Reykjavík. Flytjendur auk hljómsveitar- innar verða Björn Steinar Sól- bergsson, sem leikur orgelkon- sert eftir Poulenc, en sá konsert er stærsta og viðamesta verk tón- leikanna. Michael J. Clarke syng- ur 2 lög úr lagaflokknum Mið- sumarnætur eftir Berlioz og Helgi Svavarsson leikur einleik á horn. Konsertmeistari verður Lilja Hjaltadóttir. Á dagskrá tónleikanna verða tónverk sem flest eru unnendum hljómsveitartónlistar vel kunn, s.s. Les Toreadors, Nautabana- marsinn, úr óperunni Carmen eftir Bizet, Judex úr óratoríunni Dauði og líf eftir Gounod, Pavane eftir Ravel, prelúdían Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy og vals úr ballettinum Kópelíu eftir De Libes. Lokaverk tónleikanna verður hinn stórbrotni orgelkonsert eftir Poulenc, sem saminn var árið 1938 eftir pöntun prinsessunnar frá Potignac. Poulenc (1899- 1963) er í tölu mikilvirkustu og áhrifamestu tónskálda Frakka fyrr og síðar. í orgelkonsertinum tekst honum meistaralega að tengja saman veraldlega og kirkjulega þætti og þykir þetta vera meðal bestu verka sem skrif- uð hafa verið fyrir þessa hljóð- færaskipan á síðari tímum og jafnframt eitt stærsta framlag Poulenc til kirkjutónlistar. Kirkjukórinn og Sinnhoffer kvartettinn Næsti viðburður kirkjulistavik- unnar verður þriðjudagskvöldið 18. apríl kl. 20.30. Pá heldur kirkjukór Akureyrarkirkju tón- leika í kirkjunni ásamt einsöngv- urum og undirleikurum. Þetta eru þau Margrét Bóasdóttir sópr- ansöngkona, Þuríður Baldurs- dóttir altsöngkona, Dorota sýning Kristínar Guðrúnar Gunnlaugsdóttur opnuð. Kristín er fædd á Akureyri 15. apríl 1963 og lauk hún stúdentsprófi úr Menntaskólanum á Ákureyri 1983. Hún stundaði nám í Mynd- listaskólanum á Akureyri 1983- 84 og í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1984-87. Paðan lauk hún prófi úr málunardeild. Kristín fór til Rómar veturinn 1987-88 og lagði stund á íkona- málun. Hún stundar nú nám við ríkisakademíuna í Flórens hjá prófessor Giulietti. Hún hefur tekið þátt í samsýningum, m.a. Ungir norðlenskir listamenn vor- ið 1985 og nú síðast í Glerár- kirkju sumarið 1987. Málun íkona er ein hefðbundn- asta myndgerð listasögunnar og hefur hún haldist nær óbreytt í 1500 ár. íkonar eru grísk- kaþólskar helginiyndir af Jesú, Maríu mey og dýrlingum og eru þessar myndir notaðar til bæna- halds. Málað er á tréplötu og er vinnslan nákvæm og seinleg. Fyrst eru dökku litirnir settir á og síðan þeir ljósu ofan á. Hvert atr- iði hefur sína merkingu, línur, litir, líkamsbygging og andlits- fall. Ákjósanlegt þykir að íhuga og biðja meðan á málun stendur og að lokum er íkoninn blessaður fyrir notkun. Á sunnudaginn verða einnig tónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar og hefjast þeir kl. 17 í Akureyrarkirkju. Tónteikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar Björn Steinar sagði að tónleikar Kammerhljómsveitarinnar yrðu mjög viðamiklir og raunar væru þeir helmingurinn af fjárhags- dæmi kirkjulistavikunnar. Á tónleikunum verður flutt frönsk tónlist undir stjórn Roars Kvam. Hljómsveitin verður skip- uð um 40 hljóðfæraleikurum úr hópi kennara og nemenda Tón- hefur einnig komið oft fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins í Reykjavík. Leiklist og Litla orgelmessan Föstudagskvöldið 21. apríl kl. 20.30 verður dagskrá í Akureyr- arkirkju á vegum Leikfélags Akureyrar. Þar er um að ræða leiklesna dagskrá úr verkum Kaj Munk undir stjórn Ragnheiðar Tryggvadóttur. Kirkjuvikunni lýkur sunnudag- inn 23. apríl með hátíðarguðs- þjónustu í Akureyrarkirkju kl. 14. Þar verður flutt Missa brevis St. Joannis de Deo, eða Litla orgelmessan, eftir Joseph Haydn. Flytjendur verða auk kirkjukórsins þau Margrét Bóas- dóttir sópran, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Richard Korn bassafiðla og Dorota Manzcyk orgel. Stjórn- andi er Björn Steinar Sólbergs- son. Litla orgelmessan er sniðin eft- ir því formi sem tíðkaðist í Aust- urríki og Suður-Þýskalandi um miðbik 18. aldar. Hinn hefð- bundni messutexti er þá mjög styttur á þann hátt að ýmsir hlut- ar textans voru sungnir samtímis. Þetta var algengast með kaflana Gloria (Dýrðarsöngur) og Credo (Trúarjátning) og svo er einnjg hér. Hins vegar kemur nýbreytni tónskáldsins fram í kaflanum Benedictus (Blessaður) þar sem er einsöngur og einnig einleikur á orgel. Þess má að lokum geta að áskriftarkort verða seld í tengsl- um við kirkjuvikuna og þeir sem þau kaupa fá einn viðburð ókeypis. Kortin verða seld í for- sölu í Bókabúð Jónasar og hjá Leikfélagi Akureyrar. SS Dagana 16.-23. apríl verður haldin kirkjulistavika í Akur- eyrarkirkju. Þetta er fyrsta kirkjulistavikan sem haldin er á Akureyri en vonir standa til að slík vika verði haldin annað hvert ár í framtíðinni, eða það ár sem ekki er kirkjuvika í Akureyrarkirkju. Að kirkju- listavikunni standa sóknar- nefnd Akureyrarkirkju, kirkjukórinn, Kammerhljóm- sveit Akureyrar, Tónlistarfé- lag Akureyrar og Leikfélag Akureyrar. Björn Steinar Sólbergsson org- elleikari hefur yfirumsjón með kirkjulistavikunni. Markmiðið með henni er að vekja athygli á list sem á ýmsan hátt tengist kirkju og kristnihaldi og einnig að virkja með þessu móti sem flesta á Akureyri sem láta sér annt um listir. „Þetta er í fyrsta sinn sem slík kirkjulistavika er haldin. Það hefur verið kirkjuvika í hefð- bundnu formi annað hvert ár en þessi viká er dálítið annars eðlis. Kirkjulistahátíðir tíðkast talsvert erlendis en þær hafa lítið verið haldnar hér á landi. Þær hafa aðallega tekið mið af tónlist en með þessari kirkjulistaviku vilj- um við tengja saman allar teg- undir lista og er hér um viða- mikla listaviku að ræða,“ sagði Björn Steinar. Guðsþjónusta og myndlistarsýning Dagskrá kirkjulistavikunnar er efnismikil og fjölbreytt og væri ekki úr vegi að líta nánar á hana. Sunnudaginn 16. apríl kl. 14 verður guðsþjónusta í Akureyr- arkirkju. Þar leikur Hornaflokk- ur norðursins og í guðsþjónust- unni verður kirkjulistavikan formlega sett með ávarpi Ragn- heiðar Árnadóttur, formanns sóknarnefndar. Klukkan 15 verður myndlistar- Kirkjukór Akureyrarkirkju. Manzcyk orgelleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Björn Steinar verður jafnframt stjórnandi á tónleikunum. Á efnisskránni eru verk eftir Mendelsohn, Elgar, Brahms, Fauré og þrjú sálmalög eftir Áskel Jónsson, Jakob Tryggva- son og Jón Hlöðver Áskelsson. Fimmtudagskvöldið 20. apríl kl. 20.30 leikur Sinnhoffer strengjakvartettinn í Akureyrar- kirkju. Þessir tónleikar eru á veg- um Tónlistarféiags Akureyrar en þeir falla inn í kirkjulistavikuna vegna dagssetningarinnar. Sinnhoffer strengjakvartettinn er frá Munchen í Þýskalandi og hefur hann verið nefndur einn af bestu kvartettum Þýskalands (sbr. Munchen Merkur ’75). Kvartettinn hefur ferðast um ger- valla Evrópu, Austurlönd nær, Bandaríkin, Kanada, Japan og Kóreu og haldið tónleika. Hann Björn Steinar Sólbergsson. Dorota Manzcyk. Kristín G. Gunnlaugsdóttir. Listviðburður 16.-23. apríl: Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Unglingar í vanda Eftir hádegi var rætt um úrræði á stofnunum. Vigfús Magnússon, deildarlæknir á Unglingageðdeild Landspítalans, kynnti hlutverk unglingageðdeildar í Reykjavík. Einar Gylfi Jónsson forstöðu- maður kynnti Unglingaheimili ríkisins og Drífa Kristjánsdóttir forstöðumaður kynnti Meðferð- arheimilið að Torfastöðum í Biskupstungum. Þá voru tekin fyrir úrræði í bæjum. Jón Björnsson, félags- málastjóri á Akureyri, ræddi úrlausn unglingavandamála á Akureyri. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur tók fyrir samstarf stofnana í bæjarfélagi og kynnti „Kópavogsmódelið". Maggý Magnúsdóttir, félagsráðgjafi á Unglingaheimili ríkisins, og Ein- ar Gylfi Jónsson fórstöðumaður fjölluðu síðan um hópastarf með unglingum í vanda. Einnig voru umræður og fyrir- spurnir og fyrir utan áðurnefnda fyrirlesara tóku yfirlæknarnir Páll Ásgeirsson og Þórarinn Tyrfings- son þátt í umræðunum. „Það vantar skipulag“ Ég ræddi stuttlega við Sigmund Sigfússon, yfirlækni á Geðdeild FSA, um þessa námstefnu. „Það var ýmislegt athyglisvert sem kom að sunnan sem hægt væri að nýta hér. Bæði samstarf milli stofnana í Kópavogi sem hefur verið reynt og talið er hafa borið árangur og einnig hópstarf með unglingum í vanda sem ráð- gjafadeild Unglingaheimilis ríkis- ins hefur staðið fyrir. Þetta voru afskaplega áheyri- leg erindi frá fólki sem er á kafi í þessu starfi og þátttakendur á námstefnunni fengu það á tilfinn- inguna að það væri margt hægt að gera fyrir þau ungmenni sem illa eru stödd. En það vantar skipu- lag. Það sem er sérstakt við Ungl- ingaheimili ríkisins er að sveitar- félög þurfa að kosta vistun á þessum heimilum, en þetta eru fleiri en eitt heimili og á ýmsum stigum. Forstöðumaðurinn sagði að það væri í rauninni aðeins Reykjavík sem hefði efni á því. Litlir hreppar stæðu ekki undir slíkum kostnaði og vildu frekar bæta þann skaða sem hegðunar- vandamál unglinga hefðu í för með sér. Unglingageðdeild Landspítalans er hins vegar eins og hver annar spítali en þar eru ekki nema 10 pláss fyrir landið allt og þau þjóna kannski ekki nema nánasta umhverfi. Við þyrftum að vera sjálfum okkur næg hérna fyrir norðan og sam- stilla kraftana,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að markmiðið með námstefnunni hefði einnig verið það að koma á persónulegum tengslum við fólk sem starfar með unglingum í vanda, minna ríkisstofnanir fyrir sunnan á að það er fólk víðar en á Suðvestur- landi og jafnframt fræða fólk úr heilbrigðis- og félagsmálageiran- um á Norðurlandi um mál sem það vissi lítið um áður. Unglingaheimili ríkisins norður - Hvað telur þú brýnast að gera í þessum málum á Akureyri? „Við myndum strax hrósa happi ef við fengjum barna- og unglingageðlækni hingað í fullt starf þótt ekki væri um að ræða sérstaka unglingageðdeild. Hann gæti nýst á fjöldamörgum stöðum, hér á sjúkrahúsinu, á Heilsugæslustöðinni og hjá Svæðisstjórn um málefni fatl- aðra, sem á að stunda greiningu á börnum hvort sem um andleg eða líkamleg vanheilindi er að ræða. Hins vegar vildum við gjarnan að Unglingaheimili ríkisins hefði eitt eða tvö heimili norðanlands og austan. Það finnst manni sanngirnismál því það eru alltaf hér eins og syðra börn og ungl- ingar sem búa við þannig aðstæð- ur og líður þannig að þau þurfa tryggar aðstæður og endurupp- eldi yfir lengri tíma en fáeinar vikur.“ Sigmundur sagði að námstefn- an hefði fengið góðan hljóm- grunn hjá þátttakendum og hún hefði opnað umræðu um vanda- mál unglinga og úrræði, umræðu sem vonandi yrði fylgt eftir. SS Tilboð óskast Tilboð óskast í að rífa og fjarlægja húsið að Hafnarstræti 97, Akureyri. (Bókabúðin Huld). Upplýsingar gefnar í síma 25778 og 21525. Byggingafélagið Lind h.f. 9. bekkiir G.A. 1985-1986 (árg. ’70) ætla að koma saman föstudaginn 7. aprfl 1989 í Húsi aldraðra. Hófið hefst kl. 20.30. Mætið með eigin veitingar. Miöaverð kr. 100.- Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. X" Útboð vegagerðin Landgræðsla 1989-1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Áburðar- Heistu magntölur Nýsáning dreifing Suðurlandskjördæmi 90 ha 90 ha Reykjaneskjördæmi 95 ha 100 ha Vesturlandskjördæmi .... 170 ha 170 ha Vestfjarðakjördæmi 125 ha 125 ha Norðurlandskjörd. vestra 90 ha 90 ha Norðurlandskjörd. eystra 215 ha 215 ha Austurlandskjördæmi .... 150 ha 110 ha Útboðsgögn verða afhent frá og með 4. apríl hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og fyrir viðkomandi kjördæmi á eftirtöldum umdæmisskrifstofum: Selfossi, Borgamesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. apríl 1989. Vegamálastjóri. Vantar blaðbera frá 12. apríl í ytri hluta Byggðavegar, Klettaborg, Kringlumýri og ytri hluta Löngumýrar. Gæðaeftirlit Óskum eftir að ráða starfsmann til að annast gæðaeftirlit í Fatadeild fyrirtækisins. Við leitum að samviskusömum starfsmanni sem er reiðubúinn til að takast á við krefjandi verkefni og getur unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 15. apríl nk. og gefur hann nánari upplýsingar. Sími 21900 (220). * Alafoss hf., Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.