Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 05.04.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. apríl 1989 - DAGUR - 5 En hvers vegna kennaraverk- fall? Með lögum er kennurum, eins og flestum öðrum launþegum, tryggður verkfallsréttur sem vopn í nauðvörn. Ég trúi ekki öðru en þeir, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, sjái að kenn- arar eru nú í nauðvörn. Enginn beitir verkfallsvopninu með glöð- um huga, allra síst kennarar, sem vita það manna best hve illa það kemur við nemendur. Hvað tímasetningu verkfallsins varðar, er vart hægt að segja að kennarar hafi ráðið ferðinni. í 15 mánuði hefur HÍK verið með lausa samn- inga, en hendur bundnar af þrælalögunum frá síðasta vori. Prátt fyrir brýna nauðsyn var því tómt mál að tala um aðgerðir á síðasta hausti og nú er svo komið að kennarar hafa hreint ekki efni á að bíða næsta hausts, þegar ljóst er að aðrir hópar í þjóð- félaginu munu fljótlega fá nýjar sneiðar af þjóðarkökunni. Fjármálaráðherra á nú leikinn, en hann og skósveinar hans í samninganefnd ríkisins kjósa að skýla sér bak við nemendur í þeirri von að samúð kennara með saklausum fórnarlömbunum verði sjálfsbjargarviðleitninni yfirsterkari. Þeirri aðferð hafa þeir beitt með árangri áður, það er ein af ástæðum þess hvernig kjaramálum kennara er komið, en nú er mál að linni. Fjármálaráðherra á nú leikinn, en hann og skósveinar hans í samninganefnd ríkisins kjósa að skýla sér á bak við nemendur, segir greinarhöfundur m.a. kjara og sífellt verður erfiðara að manna lausar stöður hæfum starfskröftum. Nú er stöðugt klif- að á því að framtíð íslensks atvinnulífs verði að byggjast á hugviti, þekkingu og flókinni verktækni, þar eð frumfram- leiðslan muni ekki taka við auknu vinnuafli í framtíðinni. Pað er því hörmulegt til þess að vita að á sama tíma er með skammsýni unnið að niðurrifi skólakerfisins, bæði með óbil- girni í kjarasamningum og algjör- lega ófullnægjandi framlögum til skóla. Jón Jónsson, Fremstafelli. hvert sköpunarverk, sem talað var um áður, heldur samverkandi óhappakeðju í leit að úrræðum í nokkuð miklum vanda. Verið er að elta nokkurn hóp bjargálna bænda fyrir að selja magn kjöts í húsasundum af því þeir kunna varla að handfjatla graftól til þess háttar greftrunar fæðu og muna sumir enda til skortsins áður þótt viti um lög í landi svo löghlýðnir menn af erfðum og uppeldi. Eitt dæmið enn um hrikalegan vanda land- búnaðarins. Tæknitryggð velferð Um síðustu áramót vék hinn ást- sæli forseti vor, Vigdís Finnboga- dóttir, að því sem hún nefndi þjóðernislega kreppu og mætti verða tekið eftir frá þeim hástóli valds og virðingar. Forsetinn segir: „Pegar kreppa er nefnd verður mér það oftar í huga að við erum reyndar stödd í eins konar þjóðernislegri kreppu. Hún kemur fram í því að mat á því hvað telst eftirsóknarvert fær- ist undir alþjóðlegan staðal. Hún sést í því að öll tækni er meira eða minna af alþjóðlegum toga, að ekki sé minnst á afdrifaríkt áhrifavald þeirrar fjölmiðlunar sem háþróuð tækni breiðir yfir heiminn á enskri tungu. Og ekki verður betur séð en þessi eftir- sókn eftir tæknitryggðri velferð leiði til þess að tilfinningin fyrir þeinr gildum serh tengjast þjóð- erni og þjóðmenningu séu á undanhaldi." Og enn segir forset- inn: „Það er eitt lykilorð í menn- ingu okkar að halda uppi byggð í landinu öllu.“ Það er vissulega gott að eiga slíkt sameiningar- tákn sem forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, hefur reynst þeirri þjóð sem á allt undir frelsi sínu og fullveldi. Meira heimtað en öryggið þolir Enginn skal svo gleyma að kjör- dæmið með gamla Hvanneyrar- prestakall í vestri er meira en í hugmyndum sneitt sundur, þótt Ólafsfjarðarvegur í gegnum Múl- ann mikla tengi sartian allar byggðir sem fingur á einni hendi. Mjólkursamlag Eyfirðinga er með að baki sér eina fengsælustu bændabyggð landsins og 15-20 þúsund manneskjur sem neyt- endur, en Mjólkursamlag Þing- eyinga að sínu baki hinar gjöfulu og afurðaríku sveitir, með Mývatnssveitina - þar sem nærri allt er til sem lífríkið rúmar - en aðeins þó 4500-5000 neytendur. Þessar tölur leggur mér til Hlífar Karlsson. En Húsavík er svo hin þingeyska Staðfesta þar sem sjávarseltan og gróðurrríkið taka höndum saman í blómlegri kjarnabyggð. Kannski vantar einhvers staðar eitthvað sem heitir magn en mestu varða þó oftast gæðin. Góður rekstur er þá lykilorðið á sama lyklahringnum og forsetinn nefndi til um viðhald byggðar á landinu öllu. Slæmur rekstur, sama hvort er hjá kaupfélagi ellegar mjólkurbúi, endar illa nerna þess sé gætt að spennan verði ekki of há. Þegar útsláttar- rofinn slær út er heimtað meira en öryggið þolir. Þá hljóðna hamarshöggin á Fossi á Húsavík ellegar fjölhæfum verkstæðum á Akureyri eða hverjum þeim stað þar sem fyrirhyggju hefur skort við uppbyggingu ellegar aðgæslu í rekstri. Níræður heiðursmaður Á páskadaginn, þann 26. mars sl. var Ragnar Davíðsson, vinur okkar og frændi, fyrrverandi hreppstjóri á Grund í Hrafnagils- hreppi, níutíu ára. Hann var son- ur Sigurlínu Jónasdóttur frá Stórahamri í Eyjafirði og Davíðs Jónssonar, hreppstjóra á Kroppi. Ekki viðraði til veisluhalda í sveitum á afmælinu svo fresta varð því til laugardagsins 1. apríl. Margir ættingjar og vinir heim- sóttu afmælisbarnið og þáðu gómsætar veitingar á Grund, hjá þeim hjónum Aðalsteinu Magn- úsdóttur, stjúpdóttur Ragnars, og Gísla Björnssyni, hreppstjóra. Ragnar Davíðsson er sæmilega hress eftir aldri og undi sér vel með gestum sínum við veislu- hlaðin borð. Sungin voru nokkur ættjarðarlög og afmælisbarnið lét sér vel líka, enda sjálfur söng- maður allt sitt líf og lék á harm- oniku fyrir dansi í Eyjafirði á sín- uin yngri árum. Ragnar Davíðsson er einstakur heiðursmaður, sem alls staðar kom fram til góðs, átti sér enga óvildarmenn og hefur verið grandvar í öllu sínu lífi. Eigin- kona Ragnars var Margrét Sig- urðardóttir, húsfreyja á Grund, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Allir vinir og sveitungar Ragn- ars senda honum hugheilar ham- ingjuóskir í tilefni af þessum merkisdegi. Sigríður og Helgi Schiöth. Frá menntamálaráðuneytinu. Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann í Kópavogi er lausar eftirtaldar kennarastöður: 1 s^aða í viðskiptagreinum, Wz staða í stærðfræði og Vz staða í jarðfræði. Þá vantar stundakennara í sögu og þýsku, verslunarrétti, markaðsfræði og stjórnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 26. apríl. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara sem veitir allar nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið. Tölvuiræðslan auglýsir: PC — grunnnámskelð Eíiii námskeiðs: Iielstit hugtök töhutækuinnar Vélbúnaður PC-tölva Stýrikeriið MS-DOS Ritvinnshikcríið Word Perfect Töflureiknirinn Multiplan Lengd: 12 klst. ★ ★ Ritvinuslukeríið WORD Efixi níimskeiðs: Almennt. íjallað um ritvinnslukeríj í tölvnm Vinnuumhverfí WORD Helstu skipanir og valmyndir WORD Æfíngai- í notltun lterflsins Uppsetning texta og útlitssíður Tölvufræðslan Akureyrl hf. Glerárgötu 34 • sími 27899. V_________________________________/ Útsala - Útsala 'fiiluLvetilu.n ^telminn<it Athl Útsalan er í Hafnarstræti 97, áður Punkturinn. VtSA Opið laugardag kl. 10-16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.