Dagur - 14.04.1989, Síða 2

Dagur - 14.04.1989, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. apríl 1989 Loðskinn hf. Sauðárkróki: Engin yfirvinna frá síðustu mánaðamótum - sökum mikillar birgðaaukningar vegna sölutregðu Frá 1. apríl sl. hefur engin yfir- vinna verið unnin hjá sútunar- verksmiðjunni Loðskinn hf. á Sauðárkróki, því þá var allri yfirvinnu starfsmanna sagt upp. Ástæðan fyrir því er sú að illa hefur gengið að selja skinn- in erlendis og er birgðir orðnar miklar. Einna helst hefur tek- ist að selja til Ítalíu, en aðrir markaðir hafa verið svo gott sem lokaðir. Sölutregðan erlendis er m.a. rakin til mikilla hlýinda í Evrópu, en síðustu þrír vetur þar hafa verið óvenju hlýir. Kaupendur, sem búið var að gera samninga við, hafa haldið að sér höndum. Það kæmi því ekki á óvart að efst á óskalistanum hjá Loðskinns- mönnum, sé að kuldinn sæki á Evrópubúa af rneiri krafti en undanfarna vetur. Þar sem framleiðsla verksmiðj- unnar hefur aukist nærfellt um helming, frá því Loðskinn keypti sútunarverksmiðju SS á síðasta sumri, hefur birgðahald aldrei verið meira, lagerinn er gjörsam- lega að springa. Þá valda háir vextir af birgðahaldinu miklum rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári greiddi Loðskinn 50 milljónir- króna í vexti, eða um fjórðung af veltu fyrirtækisins. -bjb Mcnntaskólinn og Vcrknicnntaskólinn á Akureyri eru lokaðir þessa dagana vegna verkfalla, eins og kunnugt er. Þessi mynd var tekin í „kennaraathvarfi“ í STAK-salnum á Akureyri í gær. Mynd: tlv Hott, hott á hesti í V-Þýskalandi: „Nonni og Manni“ kynna íslenska hestinn á Equitana hestasýningunni - Garðar Þór og Einar Örn uppáklæddir eins og í sjónvarpsþáttunum vinsælu Þeir félagar Garðar Þór Cortes og Einar Örn Einarsson, betur þekktir sem bræðurnir Nonni og Manni úr samnefndum sjónvarpsþáttum Ágústar Guðmundssonar, eru nú staddir í Equitana hestasýning- unni í V-Þýskalandi í nafni Félags hrossabænda til að Hitaveita í Aðaldal og Kinn: Fyrirhugað að hefja framkvæmdir í vor - Kostnaður um 1 milljón á hvert býli í síðustu viku var haldinn stofnfundur félags um lagningu og rekstur hitaveitu í Aðaldal og Kinn. Ekki er endanlega frágengið hvað margir bæir munu gerast aðilar að lagningu veitunnar, nú er um 44 aðila að ræða en menn eru að bætast í hópinn og að sögn Stefáns Skaftasonar, ráöunauts í Straumnesi og stjórnarfor- manns hitaveitufélagsins, á þeim eftir að tjölga. Einnig á eftir að gera lokahönnun og semja um ákveðna þætti áður en framkvæmdir geta hafist. vatninu. Aðspurður um kostnað sagði Stefán að reiknað væri með um 1 milljón króna á býli, ljóst væri að kostnaður yrði mikjll en kostnaður við reksturinn færi eft- ir hvaða samningar næðust um vatnskaupin. Það hefur lengi verið rætt um að leggja hitaveitu í Aðaldal og Kinn. Stefán sagðist vona að framkvæmdirnar yrðu til hags- bóta fyrir svæðið, til þess væri leikurinn gerður að tryggja bú- setu þegar til lengri tíma væri litið. IM' kynna íslenska hestinn. Sýn- ingin hófst sl. sunnudag og stendur í 10 daga. Félag hrossabænda fór þess á leit við þessa ungu og vinsælu sjónvarpsstjörnur að þeir yrðu í kynningarbás þess á Equitana sýningunni, sent er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminunt. Halldór Gunnarsson, einn stjórn- armanna í Félagi hrossabænda segir að þeir „Nonni og Manni“ hafi vakið mikla og verðskuldaða athygli á sýningunni ytra. Þeir sitja íslenska fáka uppáklæddir í sömu fötum og þeir komu fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu og segir Halldór greinilegt að fjöldi fólks þekki þá og vilji fræðast um land og þjóð, og þá ekki síst hest- ana sem þeir sátu svo vel í þátt- unum. Halldór segist þess fullviss að þessi nýstárlega aðferð við kynningu á íslenska hestinum sé mjög árangursrík. „Þeir „Nonni og Manni“ hafa vakið mikla athygli. Það er vert að hafa í huga að sýningarbásar eru í 11 sambyggðum sýningarsölum og þarna koma daglega 200-250 þús- und manns. Það fer því ekkert á milli mála að þátttaka í sýning- unni er mjög ntikilvægur liður í kynningu á íslenska hestinum," segir Halldór. „Það er enginn vafi að slík sýning er stór lykill að því að komast í samband við kaupendur íslenska hestsins, ekki bara frá V-Þýskalandi held- ur einnig fjölmörgum öðrum löndum í Evrópu,“ bætti hann við. Utflutningur á hrossum á þessu ári hefur gengið mjög vel, að sögn Halldórs. Það sem af er árinu er búið að senda um 300 hross úr landi, en á sl. ári voru seld um 1000 hross til aðila er- lendis. óþh Vopnaijörður: Þokkalegt alvinnuástand Atvinnuástand á Vopnafirði hefur verið með þokkalegasta móti í vetur, sérstaklega hefur verið stöðug vinna í frystihús- inu upp á síðkastið. Heldur daufara virðist þó vera yfir atvinnuhorfum skólafólks í sumar en verið hefur. Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri segir að hjá hreppnum verði t.d. lítið annað að fá en hefðbundna unglingavinnu fyrir yngra fólkið. „Eldri unglingarnir hafa yfirleitt fengið vinnu í fisk- vinnslu, en útlitið nteð slíkt er ekki mjög gott sem stendur, hvernig svo sem úr því rætist,“ sagði Sveinn. VG Boðið upp á dagvistun á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík: Dagvistun heppflegur valkostur - segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Hitaveitufélagið mun taka við rekstri hitaveitu Hafralækjar- skóla, sem nokkrir bæir í Aðaldal fá vatn frá, svo í raun verður félagið nteð rekstur tveggja hita- veitna á sínum vegum. Meiningin er að kaupa vatnið í riýju hita- veituna af Húsavíkurbæ og leiða það frá Hveravöllum, austur yfir Hvammsheiði við Ystahvamm. Bæir í miðdal Aðaldals; við Hvamma og Staði munu geta fengið vatn frá hitaveitunni. Við Mýlaugsstaði verður vatninu veitt yfir hálsinn í Skriðuhverfi og síðan yfir í Kinn, en þar munu bæir frá Þóroddsstað að Hrafns- stöðum geta fengið vatn frá veit- unni. Stefán sagði að fyrirhugað væri að hefjast handa í vor og Ijúka framkvæmdunum á tveimur ár- um, þær væru þó háðar því að samningar næðust um kaup á Fyrir skömmu hófst á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík dag- vistun fyrir aldraða. Öldruðum á Dalvík og í þeim nágranna- sveitarfélögum sem standa að rekstri Dalbæjar stendur til boða að dvelja þar í góðu yfir- læti alla virka daga frá kl. 9 árdegis til 16.30 síðdegis og nýta sér sömu þjónustu og heimilisfólk. Þar má nefna leikfimi, fót- og hársnyrtingu, föndurvinnu, sögulestur, o.fl. Þá er fólki boðið upp á máltíð- ir þann tíma sem það dvelur á Dalbæ. Dagvistunin er endur- gjaldslaus og hefur ekki áhrif á réttindi fólks til ellilífeyris eða annarra tekna frá Trygginga- stofnun ríkisins. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar, forstöðumanns Dalbæjar, virðist gamla fólkið hafa tölu- verðan áhuga á dagvistuninni. Hann segir þó ekki hægt að meta það af fyrstu dögunum hversu margir koma til með að nýta sér hana daglega. Halldór segir að unnt sé að taka á móti 10-14 manns á degi hverjum í dagvistun á Dalbæ. Árið 1984 var veitt heimild til reksturs dagvistunar við Dalbæ. Þá tókst ekki að koma henni á en nú er sem sagt gerð önnur til- raun. „Þessa fyrstu daga bjóðum við öllum ellilífeyrisþegum að koma og kynnast þessu með opn- um huga. Hafi þeir hug á að nýta sér þessa þjónustu þarf að sækja um það forntlega," segir Halldór. Dagvistun á heimilum aldraðra hefur færst í vöxt á undanförnum árum um land allt. „Það má segja að dagvistun sé mun heppilegri valkostur fyrir einstaklinginn til þess að hann geti haldið áfram sínu eðlilega lífi á sínu eigin heimili. Dagvistun er manneskju- leg leið til þess að aðstoða fólk við að halda heimili eins lengi og það vill og getur,“ segir Halldór. óþh Húsavík: ■ Bæjaráð hefur samþykkt að bæjarsjóður greíði sjúkra- þjálfun aldraðra að fullu, þeg- ar komiö cr umfram greiðslu- skyldu Sjúkrasamlags og gildir sú samþykkt fyrir árið 1989. Bæjarsjóður greiðir í dag hluta sjúklings í meðferð, þar sem tiltckin greiðsluskylda Sjúkrasamlags er fyrir hendi. ■ Ársreikningar Heilbrigðis- eftirlits Norðurlands cystra fyrir árið 1988, vöru lagöir fram til kynningar á fundi bæjarráðs nýlega. Þar kemur m.a; fram að skuldir sveitar- félaga á svæðinu voru kr. 667.842,- þann 31. des. 1988. ■ Bæjarstjóri kynnti nýlega á fundi bæjarráðs, ráðninga- samning við slökkviliðsstjór- ana á Húsavík. Slökkviliðs- stjórar vcröa þrír, þeir Gísli Salómonsson, Ólafur Jónsson og Hreinn Einarsson. Bæjar- ráð samþykkir samninginn sem gildir frá 1. mars 1989. ■ Bæjarráð samþykkti nýlega að leggja til við bæjarstjórn, aö hundaskattur og kvöldsölu- leyfi árið 1989 verði eftirfar- andi: Árgjald fyrir hvern hund kr. 4500,- og árgjald fyrir hvert kvöldsöluleyfi kr. 40.000.-. ■ Á fundi bæjarráðs í byrjun apríl var lögð fram tillaga frá Æskulýðs- og íþróttafulltrúa varðandi Vinnuskóla og Skólagarða. í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að laun unglinga í Vinnuskólanum verði óbrcytt frá 1988. Þ.e. laun 15 ára kr. 140,- pr. klst., laun 14 ára kr. 125 pr. klst. og laun 13 ára kr. 108 kr. pr. klst. Laun flokkstjóra verði óbreytt og einnig forstöðumanns. ■ í tillögunni er einnig lagt til að skólagjöld í skólagörðum verði hækkuö úr 900.- kr. í 2000,- kr. eða um 122%. Þessi tala er miðuð viö að ca. 70 börn verði í skólagörðunt í sumar eins og 1988 en nú standi skólagjöld undir efnis- kaupum eins og raunar var bú- ið að samþykkja i bæjarráði. ■ Einnig er gert ráð fyrir því að þjónusta Vinnuskólans verði á sama verði og 1988, þ.e. lóðir verði flokkaðar í 2 stærðarflokka af forstoðu- manni. Gjald fyrir stærri lóðir verði kr. 3000.- en kr. 1500. - fyrir minni lóðir. Fyrir clli- og örorkuþega verði gjaldið kr. 1000.- fyrir stærri lóðir en kr. 500,- fyrir minni lóðir. Fyrir- tæki greiði samkvæmt reikn- ingi. ■ Bæjarráð samþykkir tillögu Æskulýðs- og íþróttafulltrúa með þeirri breytingu þó að laun unglinga í Vinnuskólan- um hækki í samræmi við almennar launahækkanir milli ára.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.