Dagur - 14.04.1989, Síða 8

Dagur - 14.04.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 14. apríl 1989 spurning vikunnar Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera í sumarfríinu? (Spurt var í byggingavörudeild KEA á Lónsbakka) Þorsteinn Baldvin Þorsteins- son: Ég fer líklega í ferö til Reykja- víkur snemma í júnímánuði. Á sumrin er ég vanur að fara í bíltúra um landið, aðallega til Skagafjarðar og í Svartárdal. Síðan á ég frí í ágúst, þá er ferðinni heitið til Reykjavíkur og síðan í Árnes- og Rangárvalla- sýslur. Ragnar Tryggvason: Ætli maður dundi sér ekki bara í sumarbústaðnum í sumar og geri ekki mikið meira. Bústaður- inn er í Hörgárdal, á Þelamörk- inni. Ég fer ekki langt frá Akur- eyri, fer yfirleitt ekki mikið á sumrin en tek þó fimm vikna frí. Þorkell Pálsson: Ég fer til Noregs 1. júní með karlakórnum Geysi. Þetta er hálfsmánaðar ferð. Ég ætla einnig í ökuferðir um landið í sumar. Þórður Rist: Ég ferðast um landið og verð örugglega í sumarhúsi í Vagla- skógi. Maöurerfarinn að hugsa af alvöru til sumarsins eftir erf- iðan vetur. Það er mál til komiö að huga að fríinu. Við förum ekki til útlanda í sumar, það er ákveðið. Hjörleifur Markús Hjartarson: Ég fer til Finnlands í júní, og verð þar í nokkur ár, allavega, því ég er að flytjast þangað, nánar tiltekið til Pori (Björne- borg). Ég byrja á að leita mér að vinnu þegar þangað kemur. í síðustu viku kynntu 8 íslensk fyrirtæki, sem verið hafa í Vöruþróunarátaki Iðntækni- stofnunar, framleiðslu sína. Hér er um að ræða 8 fyrirtæki af 24 sem taka þátt en Vöru- þróunarátakið er sérverkefni Iðntæknistofnunar íslands sem byrjaði í september 1987 og lýkur í árslok 1989. Á kynning- unni í síðustu viku var sýndur fatnaður frá þremur fyrirtækj- um, þ.e. ullarpeysur undir nafninu Moss Natura frá Drífu hf. á Hvammstanga, tískufatn- aður frá Tex-Stíl hf. í Reykja- vík og peysulína undir merkinu Coral frá Árbliki hf. í Reykja- vík. Þá kynntu Islensk matvæli hf. nýja vöru sem unnin er úr laxi, svokallaða laxasmyrju, Bakarí Friðriks Haraldssonar kynnti svokallaðar Ommukök- ur og Ópal hf. kynnti sykur- lausan Opal. Þá kynnti Marska hf. á Skagaströnd nýja tegund af tilbúnum sjávarréttum, en um er að ræða saltfiskrúllur sem eru fyrsti rétturinn í þess- um nýja vöruflokki sjávar- rétta. Að lokum sýndi fyrir- tækið Trefjar hf. í Hafnarfirði nýja línu af akrýlvörum, m.a. nuddpotta, baðkör, vaska og sturtubotna. Reynsla er komin af þessum vörum erlendis en Trefjar hf. er fyrsta fyrirtækið til að forma slíka vöru hér á landi. Eins og áður segir er Vöru- þróunarátakið sérverkefni Iðn- tæknistofnunar. Markmið þessa átaks er að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að þróa vörur sem eru samkeppnisfærar á heimamarkaði og hæfar til út- flutnings. Vöruþróunarátakið fer fram með þeim hætti að sérstakur verkefnisstjóri átaksins starfar í þeim 24 fyrirtækjum sem taka þátt í vöruþróuninni, við eftirlit og stjórnun á vöruþróunarverk- efnum. í hverju fyrirtæki er verk- efnahópur og tengiliður sem sér um daglega stjórn verkefnanna en ráðgjafar eru fengnir til að annast sérhæfða verkþætti sem fyrirtækin sjálf eru ekki fær um að leysa af hendi. í mörgum til- fellum koma þar til ráðgjafar Iðntæknistofnunar á hinum ýmsu sviðum. Mikil viðbrögd frá atvinnulífínu Mikil viðbrögð komu frá atvinnu- lífinu haustið 1987 þegar vöru- þróunarátakið var auglýst. Til Iðntæknistofnunar bárust 65 umsóknir fyrir verkefni og vegna þessa þurfti að takmarka fjölda þeirra verkefna sem ákveðið var að styrkja. Ákveðið var að styrkja 17 verkefni og þremur fyrirtækjum voru sett þau skilyrði að eigið fé þeirra yrði aukið. Einnig var ákveðið að vinna að frekari fjármögnun til að styrkja 7 verkefni til viðbótar og bjóða fimm fyrirtækjum þátttöku í átak- inu án styrkja. Eitt þeirra þáði boðið. Þetta átak til vöruþróunar í íslenskum fyrirtækjum er fjár- Þrjú fyrirtæki sýndu fatnað á kynningu Iðntæknistofnunar. Hér sést glæsi- legur tískufatnaður frá fyrirtækinu Tex-Stíl í Reykjavík. Myndir: jóh Utanríl tækin i branði Saltfiskrúllur frá Marska á Skagaströnd: „Bindum mestar vonir við Spánarmarkaðmn“ - segir Adólf H. Berndsen, framkvæmdastjóri Marska hf. á Skagaströnd kynnti athyglisveröan rétt á kynningu Iöntæknistofnunar. Hér er um að ræða eins konar pönnukökurúllu sem er með saltfiskfyllingu en þetta er fyrsti rétturinn í seríu sjávar- rétta sem væntanleg er frá Marska. Þessar sjávarréttarúll- ur verða markaðssettar á mörkuðum jafnt hér heima sem erlendis en ætlunin er að boðið verði upp á fleiri tegund- ir í framtíðinni. „Við höfum unnið að undan- förnu við þróun á þessum rúllum bæði hvað varðar vélbúnað jafnt sem þróun á vörunni sjálfri. Þessi rúlla sem við kynnum hér er hugsuð fyrir Spánarmarkað en við höfum fyrst og fremst verið í samstarfi við Samband íslenskra ferskfiskframleiðenda með þenn- an rétt. Við erum búnir að senda sýnishorn út og teljum okkur nú vera að nálgast það mark að geta fengið úr því skorið hvort okkur tekst að komast inn á markað- inn eða ekki. Spánarmarkaður- inn er sá markaður sem við bind- um mestar vonir við hvað varðar þessa tegund af rúllum en einnig höfum við sent prufur af rækju- rúllum á markað í Svíþjóð," sagöi Adólf H. Berndsen, fram- kvæmdastjóri Marska í samtali við blaðið. „SÍF hefur verið með saltfisk í neytendapakkningum á Spánar- markaði en hér er um að ræða nýjung og við vitum ekki til þess að rúllur á borð við þessar hafi áður verið á þessum markaði. Við erum þá fyrstir til að koma með slíka vöru inn á þennan markað," segir Adólf, aðspurður um hvort íslendingar hafi boðið Spánverjum upp á hliðstæða vöru fyrr. Eins og áður segir eru saltfisk- rúllurnar og rækjurúllurnar fyrstu réttirnir í væntanlegri ser- íu. Adólf segir að fyrst um sinn verði megináherslan lögð á þess- ar tvær tegundir en lítillega hafi verið hugað að framleiðslu á ýsurúllum. „Við höfum að undanförnu verið í ágætri sókn með sjófryst ýsuflök á innanlandsmarkaði, höfum selt mikið á Norðurlandi og víða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fiskur er seldur í neytenda- pakkningum og hefur gengið vel en ætlunin er að rúllurnar komi inn á næstunni og vonandi þá líka á innanlandsmarkað." Adólf telur að sú aðstoð sem fyrirtækin fá í Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar skipti þau verulegu máli. „Við fáum fyrir- greiðslu sem skiptir verulegu máli til að geta verið með í þess- ari vöruþróun þ.e. styrki og áhættulán. Það sem ég hef kynnst í þessu samstarfi við Iðntækni- stofnun er gott. Þeir hafa reynst okkur til styrktar, á því er enginn vafi,“ segir Adólf. JÓH Adólf fyrirtæ lofuðai

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.