Dagur - 14.04.1989, Page 14
íþróttir
14 - D^ÖÍlft -Fostudagur 14. apríí 1989
aTilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar
er 15. apríl nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Veðurathugunarmenn
á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstak-
linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana
á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða
ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst seint
í júlímánuði 1989. Umsækjendur þurfa að vera
heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt
er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á
meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst
góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samvisku-
semi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef
fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni
fyrir 1. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9,150 Reykjavík,
sími 600600.
Rekstraraðila- og
starfsfólk vantar
í sumar til að sjá um og reka Hótel Kiðagil, í
Barnaskólanum í Bárðardai.
Uppl. veita Egill Gústafsson í síma 43277 og Sigrún
Hringsdóttir í síma 43274.
Framtíðarstarf
Aðstoð á tannlæknastofu
Óska eftir að ráða starfskraft á tannlæknastofu frá 1.
maí eða 1. júní.
Listhafendur sendi umsóknir á afgreiðslu Dags fyrir
20. maí, merkt „TENNUR
Laugardagur kl. 13:45
15. UEIKVIKA' 15. APRIL1989 1 X m
Leikur 1 Everton - Norwich
m ifl
Leikur 3 Arsenal - Newcastle
Leikur 4 Luton - Coventry
Leíkur 5 Man. Utd. - Derby
Leikur 6 Q.P.R. - Middlesbro
Leikur 7 Wimbledon - Tottenham
Leikur 8 Blackburn - Man. City
Leikur 9 Bournemouth- Stoke
Leikur 10 Bradford - Ipswich
Leikur 11 Leicester - Chelsea
Leikur 12 Swindon - Watford
Símsvari hjá getraunum á laugardögum ef kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. TVOFALDUR SPRENGIPOTTU tir IR
í
l
Handknattleikur/1. deild:
KA tapaði síðasta leik
- gegn fallliðinu UBK 27:30
Síðasti leikur KA á keppnis-
tímabilinu í handknattleik fór
fram í Digranesi í Kópavogi í
fyrrakvöld þar sem iiðið mætti
Breiðabliki. Fyrir ieikinn
bjuggust flestir við að róðurinn
yrði erfiður fyrir Breiðablik
enda var þeirra besti maður í
vetur, Hans Guðmundsson, í
banni. Þrátt fyrir þetta voru
Breiðabliksmenn mun ákveðn-
ari og frískari og uppskáru
sigur, 30:27.
KA-menn geta að stórum hluta
til skrifað þennan ósigur á varn-
arleikinn. Vörn þeirra var oft á
tíðum steinsofandi og því var
leikur einn fyrir Blikana að labba
í gegnum hana. Framan af fyrri
hálfleiknum var sóknarleikur KA
heldur ekki nógu góður, sending-
ar ónákvæmar og spilið
fálmkennt. Þegar líða tók á hálf-
leikinn tók Erlingur af skarið og
skoraði hvert markið öðru glæsi-
legra en þessi kippur hans nægði
liðinu ekki til að jafna. Að sama
skapi voru þeir Jón Þ. Jónsson og
Pétur Ingason iðnir við að koma
boltanum í KA markið. Þegar
um 4 mínútur voru eftir af hálf-
leiknum var munurinn eitt mark,
11:10 en þá kom afar slæmur
kafli hjá KA og fyrir leikslok
hafði staðan breyst í 17:12.
Þegar um 10 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik höfðu
KA-menn náð að saxa á forskot
Breiðabliks. Næstu 10 mínúturn-
ar var jafnt á öllum tölum en á
síðustu mínútunum sigu Breiða-
bliksmenn framúr á ný og unnu
sanngjarnan sigur, 30:27. Þeir
ljúka því mótinu í vetur á tveim-
ur sigrum en sá endasprettur
nægir þeim ekki til að bjarga sér
frá fallinu. Þeirra hlutskipti verð-
ur því að leika í 2. deild að ári.
KA er hins vegar í fjórða neðsta
sæti deildarinnar með jafn mörg
stig og Víkingur en hagstæðara
rharkahlutfall. JÓH
Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 9/1,
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 6/2, Pétur
Bjarnason 4, Friðjón Jónsson 3, Jóhann-
es Bjarnason 3 og Guðmundur .Guð-
mundsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson
9 og Björn Björpsson I.
Mörk UBK: Pétur Ingi Arason 9, Jón
Þórir Jónsson 6/1, Þórður Davíðsson 4,
Kristján Halldórsson 4, Andrés Magnús-
son 3, Elvar Erlingsson 2, Magnús Magn-
ússon 2. Varin skot: Þórir Sigurgeirsson
‘7/1.
Skíði:
Góður árangur
á Húsavík
- í stórsvigi 12 ára og yngri
Húsavíkurmót í stórsvigi fyrir
12 ára og yngri var haldið
sunnudaginn 2. apríl. Úrslit
mótsins urðu á þessa ieið:
6 ára stúikur:
Heba Maren Sigurpálsdóttir 1.50.00
Anna Karin Jónsdóttir 1.58.51
Anna Sigríður Stefánsdóttir 2.06.92
6 ára drengir:
Gunnar Jósteinsson 1.17.43
Guðbjartur Fannar Benedikts 1.20.01
Sigmundur Jósteinsson 1.50.17
7-8 ára stúlkur:
Heiður Vigfúsdóttir 1.16.66
Lilja Friðriksdóttir 1.17.62
Guðrún Helgadóttir 1.21.15
7-8 ára drengir:
Kristbjörn þór Jónsson 1.17.99
Pétur Veigar Pétursson 1.18.57
Andri Valur ívarsson 1.21.70
9-10 ára drengir:
Arngrímur Arnarsson 1.08.52
Jóhann Gunnar Sigurðsson 1.12.35
Björgvin Gylfason 1.17.41
9-10 ára stúlkur:
Elín Pálmadóttir 1.16.95
Tinna Ösp Arnarsdóttír 1.17.39
Elsá Þóra Árnadóttir 1.18.55
11-12 ára stúlkur:
Anna María Héðinsdóttir 1.09.88
Anna María Frímannsdóttir 1.12.12
Erla Kristín Hreinsdóttir 1.13.92
11-12 ára drengir:
Sveinn Bjarnason 1.09.15
Guðmundur Helgason 1.13.00
Stefán Helgi Garðarsson 1.13.82
Knattspyrna:
Leikir á
Sanavelli
- um helgina
Sana-völlurinn er nú smám
saman að komast í keppnis-
hæft ástand. Nokkrir æfinga-
leikir verða þar um helgina í
knattspyrnunni og eru þetta
þeir leikir sem Degi er kunn-
ugt um.
UMSEb leikur gegn SM í dag
kl. 16.30. Þór spilar við Magnakl.
18.30 og við Reyni á morgun
laugardag kl. 11.30. Nýja Akur-
eyrafélagið TBA leikur gegn
Reyni kl. 14.00 á sunnudag.
Það er erfitt hlutverk að skrifa
minningargrein um kæran vin og
bróður í trúnni. Þó er ýmislegt,
sem gerir þetta hlutskipti bæri-
legra. Ljós trúarinnar ljómar og
lýsir jafnvel þótt farið sé um
dimma dalinn. Og í þessu Ijósi
lifði Reynir Hörgdal og dó. Það
e'r huggun harmi gegn. Ungur að
árum heyrði hann boðskapinn
um endurlausn í trúnni á lifandi
frelsara, Jesú Krist. Sá boðskap-
ur hitti Reyni í hjartastað og
gagntók hug hans og líf upp frá
því. Og trúin varð honum allt. í
ijósi hennar lifði hann og
hrærðist.
Það er stór fullyrðing, þegar
sagt er að einhver sé lærisveinn
Jesú Krists. En að segja slíkt um
Reyni Hörgdal er svo eðlilegt og
sjálfsagt. Hann var heill og sann-
ur í trú sinni og þjónustu, -
óþreytandi að benda á hinn
stærsta sannleika, hið hreina og
ómengaða fagnaðarerindi eins og
það er að finna í heilagri Ritn-
ingu. „Hálfvelgja og kyrrstaða
eru orð sem trúuðum manni á að
standa stuggur af“, sagði Reynir.
Hann boðaði orðið af karl-
mennsku og þrótti. Og þrátt fyrir
andleg og líkamleg áföll, átti
hann mikinn styrk, sem hann
þáði frá honum, sem veitir
„gnógan kraft hinum þróttlitla".
Reynir Hörgdal gerðist
snemma félagi f KFUM á Akur-
eyri. Hið sama má segja um
Gídeon-félagið á Akureyri. í
báðum þessum félögum starfaði
hann heilshugar og gegndi þar
ýmsum embættum af stakri um-
hyggju og samviskusemi. Fyrir
það eru honum færðar innilegar
þakkir hér og nú.
Samfélag trúsystkina rækti
Reynir af einstæðri trúfesti. Þar
fann hann rætast það sem segir í
trúarjátningunni: Eg trúi á sam-
félag heilagra. Og hann tók heils-
hugar undir lofgjörðina um
dásemd þess að dvelja ^,í Drott-
ins bræðra sveit. Því yndi verður
aldrei lýst, það aðeins reyndur
veit“.
Slíkra manna, sem Reynis, er
gott og hollt að minnast. Upp í
hugann koma mörg orð úr Guðs
heilaga Orði, sem eiga vel við í
þessu sambandi: Hann varglaður
í trúnni og ljúflyndi hans var
kunnugt öllum þeim sem hann
þekktu. Að leiðarlokum séu hon-
um færðar þakkir fyrir fórnfúst
starf í ríki Drottins.
Guðrúnu, Jónínu og Þorsteini
svo og öðrum ástvinum, sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Að lokum skal vitnað í fjórða
kafla síðara Tímóteusarbréfs: Þú
hefir barist góðu baráttunni, hef-
ir fullnað skeiðið, hefir varðveitt
trúna. Og nú er þér geymdur
sveigur réttlætisins, sem Drottinn
mun gefa þér á þeim degi, hann
hinn réttláti dómari, en ekki ein-
ungis þér heldur og öllum, sem
elskað hafa opinberun hans.
Minning:
Ý Reynir Þ. Hörgdal
Fæddur 6. september 1912 - Dáinn 6. apríl 1989
Kveðja frá KFUM og Gídeon-félaginu á Akureyri