Dagur - 14.04.1989, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 14. apríl 1989
Bifreiðaskoðun
íslands hf. á Akureyri:
Bifreiða-
skoðun í
fullum gangi
- nú er skoðunargjald
greitt á skoðunarstað
Aöalskoöun bifreiða er nú í
fullum gangi á Akureyri og
hefur reyndar staðið yfir frá
áramótum. Mikið hefur verið
rætt og ritað um málefni Bif-
reiðaskoðunar íslands hf., eftir
að fyrirtækið tók yfir rekstur
Bifreiðaeftirlits ríkisins og Ijóst
er að margir bíleigendur eru
ekki alveg með það á hreinu
hvernig kerfíð virkar eftir þær
breytingar.
Sjálfar breytingarnar eru í
sjálfu sér ekki miklar né flóknar.
Aðalskoðun núna ræðst af aftasta
tölustaf á skráningarnúmeri því
sem er á ökutækinu, hvort heldur
er gamla gerðin eða nýja fasta-
númerið. Okutæki með tölustaf-
inn 1 í enda númers átti að mæta
til skoðunar í janúar, ökutæki
með tölustafinn 2 í enda númers í
febrúar o.s.fv. A-50 á t.d. að
mæta til skoðunar í október en
LA-256 í júní.
Þegar mætt er til skoðunar,
þarf að framvísa kvittunum fyrir
því að bifreiðagjöld séu greidd,
ábyrgðartrygging sé í gildi en
athygli er vakin á því að skoðun-
argjald er greitt á skoðunarstað,
um leið og ökutækið er skoðað.
Skoðunargjald fyrir ökutæki und-
ir 5 tonnum í heildarþyngd er kr.
1900.-, en kr. 3800,- fyrir öku-
tæki þar fyrir ofan.
Bifreiðaskoðun íslands hf. á
Akureyri er til húsa í suðurenda
lögreglustöðvarinnar við Pórunn-
arstræti, eða þar sem Bifreiðaeft-
irlitið var áður til húsa. Bifreiða-
skoðunarmenn vilja hvetja öku-
menn til þess að koma með tæki
sín til skoðunar og segja að betra
sé að koma of snemma en of
seint. -KK
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Skáld á Mývatni með pennann í annarri hendi og dorgina í hinni, Eyvindur Erlendsson og Þorgrímur Starri Björg-
vinsson semja atriði í sjónlcikinn Fundur í hjónabasnefnd um leið og þeir sitja yfir dorgunum. Sjónlcikurinn verður
frumsýndur í Skjólbrekku annað kvöld. Mynd: ef
Akureyri:
Lélegt heilsu-
far í mars
Heilsufar var með lélegasta
móti á svæði Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri í mars
ef marka má skýrlu um smit-
sjúkdóma fyrir mánuðinn. In-
flúensan Iét loks rækilega til
sín taka og eru 222 slík tilfelli
skráð í mars á móti einu í
febrúar. Þá voru einnig mjög
margir, eða 284 með kvef og
sem afleiðing af þessu hvoru
tveggja, einkum flensunni,
hafa óvenju margir fengið
lungnabólgu eða 27 manns.
Af öðrum skyldum sjúkdóm-
um má nefna að 11 fengu streptó-
kokkahálsbólgu og 3 ejtlafár.
Hlaupabóla er alltaf að stinga sér
niður og sýktust 20 manns af
henni á meðan 2 fengu hettusótt.
Magakveisa virðist vera land-
lægur kvilli á öllum árstímum, 35
manns þjáðust hennar vegna í
mánuðinum, 3 fengu kláðamaur,
4 flatlús, 1 lekanda og 4 þvagrás-
arbólgu. VG
Norðurland vestra:
Búíjártalning hófst í Skagafirði í dag
- talning gengur vel í Húnaþingi
nu
hafín í
og Skaga-
Búfjártalning er
Húnavatnssýslum
fjarðarsýslu. Hún hófst
Húnaþingi sl. mánudag en
hefst í Skagafíröi í dag.
Hreppstjórar og forðagæslu-
menn viðkomandi hreppa sjá
um talninguna, og einnig telur
lögreglan í þéttbýli og í þeim
hreppum sem þess er óskað. Að
sögn lögreglunnar á Blönduósi
liefur talning gengið mjög vel
og stefnt að því að klára hana í
næstu viku.
Auk þess að telja í þéttbýli fer
lögreglan á Sauðárkróki í tvo
hreppa, ásamt forðagæslumönn-
um viðkomandi hreppa, eða í
Hofshrepp og Lýtingsstaða-
hrepp. Samkvæmt skipun Búnað-
arfélags íslands verður byrjað á
að tclja hesta, kindur og kýr, en
ekki hefur verið ákveðið hvernig
talning á öðru búfé fer fram, s.s.
á loðdýrum og hænsnunr.
Uppi eru efasemdir hjá bænd-
um og forðagæslumönnum um
gagnsemi þessarar talningar. Þeir
telja að það séu að verða allra síð-
ustu forvöð að telja, þar sem búfé
sé farið að leita til fjalla og eigi
ekki í erfiðleikum með það, þar
sem girðingar séu enn á kafi í
fönn. Þá telja menn að talningin
Heildarvelta ÚKED rétt rúmur milljarður á árinu 1988:
Reksturiiin itndir núfiinu
- en hagnaður af rekstri frystihússins og bílaverkstæðis
Það sem einkenndi rekstur
Dalvíkurdeildar Kaupfélags
Eyfírðinga á liðnu ári var sam-
dráttur. Afkoman var, þegar á
heildina er litið, undir núllinu.
Þrátt fyrir það var ekki allur
rekstur deildarinnar rekinn
með tapi. Bæði frystihús og
bflaverkstæði komu út með
hagnaði en rekstur Svarfdæla-
búðar gekk að sama skapi ekki
vel. Þar jókst launakostnaður
langt umfram aukningu í veltu.
Heildarvelta ÚKED var rétt
rúmur einn milljarður króna og
beinar launagreiðslur námu 200
milljónum króna. Þar af var
launahlutur sjávarútvegssviðs
125 milljónir króna. Aukning í
veltu frá fyrra ári var 26,2%.
Mest var aukningin á sjávarút-
vegssviði 35,3%, ekki síst vegna
tilkomu togskipsins Baldurs EA-
108, sem Kaupfélagið keypti
á árinu fyrir 87 milljónir króna.
Veltuaukningin í verslun milli
ára var mun minni eða 17.7%,
sem er nokkru undir verðbólgu-
stigi ársins. Þar hækkuðu laun
hins vegar um 32,4% frá fyrra
ári. Bílaverkstæði skilaði 33%
aukningu miðað við árið 1987.
Mikill afli kom inn í fiskverk-
unina á sl. ári, eða um 300 tonn-
um meira en árið 1987. Þarræður
mestu um tilkoma Baldurs.
Heildaraflinn var 7000 tonn og
fór hann í frystingu, söltun og
herðingu. Að sögn Rögnvaldar
Skíða Friðbjörnssonar, útibús-
stjóra ÚKED, var liðið ár með
þeim hagstæðari hvað varðar
dreifingu afla til vinnslunnar yfir
allt árið.
Athyglisvert er að birgðir sjáv-
arafurða jukust verulega hjá
ÚKED á síðasta ári, sem helg-
ast af sölutregðu á erlendum
mörkuðum. Af þessu leiðir að
afurðalán voru 25 milljónum
hærri á árinu 1988 en 1987. Best
gekk með sölu á saltfiski en hins
vegar gekk erfiðlega að selja
smáskreið (svokallaða Ítalíu-
skreið). Enn er umtalsvert magn
í birgðum af þessari stærðarteg-
und skreiðar hjá ÚKED.
Skuldir viðskiptamanna hækk-
uðu um 21% á árinu og innlán
minnkuðu um 20%. Því seig
nokkuð á ógæfuhliðina með
greiðslustöðu.
Ekki hefur verið gengið frá
uppgjöri Söltunarfélags Dalvík-
ur, en þar á Kaupfélag Eyfirð-
inga 63% hlut á móti Dalvíkur-
bæ. Samkvæmt uppgjöri fyrstu 6
mánaða síðasta árs var tapið 3-4
milljónir og er reiknað með að sú
mínustala eigi eftir að hækka
nokkuð. óþh
gagnist lítið ef markmið hennar
sé að komast að því hversu mikið
af kjöti sé selt framhjá kerfinu,
t.d. vegna heimaslátrunar, því
talningin segði ekkert til um
fjölda sláturgripa næsta haust
vegna misjafnrar frjósemi á
búunuin o.fl. -bjb
Atvinnuleysi í mars:
Aldrei jafii mikið
síðan skráning hófst
Atvinnuleysisdagar á Islandi
síðasta mánuði hafa ekki verið
jafn margir síðan skráning
atvinnuleysisdaga hófst árið
1975. Svarar fjöldi atvinnu-
leysisdaga til þess að 2% af
áætluðum mannafla á vinnu-
markaði hafí verið atvinnu-
laus. Til samanburðar má
nefna meðaltal fyrsta ársfjórð-
ungs síðustu 3ja ára sem sýnir
um 1% atvinnuleysi og er það
því helmingi meira nú.
Þetta gerist á sama tíma og
sjávarafli er víðast hvar á landinu
meiri en t.d. á sama tíma í fyrra.
Gefur það til kynna að atvinnu-
leysið nú sé af öðrum toga spunn-
ið en venjulega á þessum árstíma
og sýnir fjölgun atvinnuleysis-
daga á höfuðborgarsvæðinu sam-
drátt í þjónustugreinum en sömu
þróunar gætir víða á landsbyggð-
inni.
Ef litið er á einstök lands-
svæði kemur í ljós, að atvinnu-
leysisdögum fækkaði á Norður-
landi eystra á meðan þeim fjölg-
aði á Norðurlandi vestra. Mest
bar á fjölgun á Akureyri, Kópa-
skeri og Raufarhöfn, á meðan
atvinnuleysisdögum fækkaði á
Sauðárkróki, í Siglufirði, á
Drangsnesi, í Hólmavík og
Seyluhreppi. VG
Veðurspámenn boða
Mar breytingar
Veðurstofa íslands er lokuð að
mestu þessa verkfallsdaga.
Hér á landi fínnast þó enn
veðurglöggir menn og leitaði
blaðamaður álits eins þeirra á
veðurhorfunum.
„Það er slæmt að ekki skuli
geta hlýnað meira. Ég sé ekki
fram á neina verulega breytingu
næsta hálfan mánuðinn á Norð-
urlandi,“ sagði sá veðurglöggi, og
minnti á að oft hefðu komið
meiri snjóavetur en sá sem nú er
að líða. Um veðurútlitið lengra
fram á vorið sagði hann að erfitt
væri að spá um það.
Eftir öðrum spámanni er haft
að ekki hlýni verulega á Norður-
landi fyrr en í fjórðu viku maí-
mánaðar. EHB