Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 5
MfStfikuö>iF 19ráprrf‘lá8'd = ÖÁGtÍÍÍ-á
Mynd: Páll A. Pálsson.
Anna S. Einarsdóttir (Nína), Theodór Júlíusson (Stefán) og Kristbjörg Kjeld
(Stella).
kom mér satt að segja á óvart
með túlkun sinni á utangátta túr-
istanum og móðgaða eigin-
manninum. Hundshausinn sem
hann setti upp í návist Manolo
var innilega sannfærandi og
„gólfsenan" með Rut var gríðar-
lega skemmtileg. Anna Einars-
dóttir var líka sannfærandi sem
Nína. Petta er persóna sem þró-
ast og það er skemmtilegt að
fylgjast með breytingunum á
henni. Þjónninn Manolo á þar
nokkurn hlut að máli, en rétti-
lega hefur verið bent á það að
þessar breytingar sem eiga sér
stað í hjónabandi Nínu og
Stefáns hefðu ábyggilega komið
upp einhvers staðar, einhvern
tíma, og hefði ekki endilega þurft
Costa del Sol og Manolo til.
Niðurstaða þessarar ferðar er
hins vegar ekki uppbyggileg fyrir
þau.
Það vakti athygli mína hve
Kristbjörg Kjeld var fádæma
örugg í hlutverki Stellu þrátt fyrir
skamman undirbúning. Þessi
glaðlynda persóna var ljóslifandi
í túlkun Kristbjargar og oft stal
hún senunni, t.d. fyrir grísaveisl-
una. Þráinn Karlsson lét heldur
engan bilbug á sér finna í hlut-
verki eiginmannsins, Jóns, og
skemmti sér vel þótt persónan
væri kannski ekki ýkja litrík. í 5.
þætti, þar sem sýningin rís hvað
hæst, eiga Þráinn og Sigurveig
Jónsdóttir mjög skemmtilegan
samleik.
Já, Sigurveig fagnar 40 ár'a
leikafmæli sínu á eftirminnilegan
hátt. Hún hefur leikið ýmsar
vafasamar persónur á ferli sínum
og hér bætir hún einni við með
skemmtilega groddalegri túlkun
á Elínu. Því miður náði Marinó
Þorsteinsson sér ekki á strik í
hlutverki eiginmannsins, Péturs,
en hann gerir bara betur næst.
Raunar var það helst í byrjun
sem hann virtist í vandræðum
með textann og gat þar af leið-
andi ekki einbeitt sér að persónu-
túlkuninni.
Eins og nafni minn í leikritinu
var ég ekki sérlega hrifinn af
Manolo, en aðrar ástæður liggja
þó að baki. Ingólfur Björn Sig-
urðsson átti engu að síður ágæta
spretti, sérstaklega hvað látbragð
og framkomu varðar, en ég var
ekki sáttur við framsögnina.
íslenska með spænskum fram-
burði er auðvitað ekki létt verk-
efni að takast á við en of oft
fannst mér íslenskan hreinræktuð
og raunar fannst mér gæta mis-
ræmis í framburðinum, en það
var gaman að persónunni. Mar-
grét Kr. Pétursdóttir sýndi góð
tilþrif í 5. þætti þegar Rut og
Stefán voru að kljást.
Lýsing Ingvars Björnssonar
var næsta fumlaus. Hann stjórn-
aði sólskininu á Costa del Sol og
raunar mynduðu lýsingin, tónlist
og áhrifahljóð Þórólfs Eiríksson-
ar og leikmynd Gylfa Gíslasonar
trúverðuga heild. Það er orðin
tíska að láta leikmyndina ná út
fyrir svið Samkomuhússins og
hérna kemur sú hugmynd ágæt-
lega út, sbr. svalirnar á veggnum.
Hótelherbergið virkaði á mig
eins og hótelherbergi og leik-
myndin því í heild góð. Áhorf-
endum fannst þeir vera á sólar-
strönd, enda hitinn í salnum sam-
bærilegur!
Sólarferð er skemmtileg sýning
og það er engin synd að skemmta
sér í leikhúsi. Hlín Agnarsdóttir
hefur gert góða hluti hérna fyrir
norðan og þótt boðskapur
höfundar komist lítt til skila held
ég að það skipti áhorfendur sára-
litlu máli. Þeir vilja fjör og það fá
þeir. Stefán Sæmundsson
Þökkum
fyrírfrábæran
vetur og óskum
gleðilegs sumars!
Sumargjafimar fáið
þið hjá okkur.
Fjölbreytt úrval af gjafavörum,
afskorin blóni og mikiö úrval
af falleguni pottaplöntum.
(Ný sending komin af ungplöntum
t i 1 l'ra m h a 1 d s ræk t u n a r.)
Opið 09.00 til 18.00 sumardaginn fyrsta.
Næg bílastæði.
Blómabúðin Laufás
] Hafnarstræti 96, sími 24250.
------------------
Aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga
verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins föstu-
daginn 5. og laugardaginn 6. maí 1989.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. Önnur mál.
efnum við Háskólann í Tromsö.
í árslok 1988 voru um 2700
nemar við skólann og 900
starfsmenn. Fjárveiting norska
menntamálaráðuneytisins til
skólans 1989 er um 2.4 milljarðar
íslenskra króna. Til viðbótar eru
fjárveitingar rannsóknaráða og
annarra stofnana til rannsókna
sem nema um 1.5 milljörðum ís-
lenskra króna. Fjárveitingar til
nýbygginga reiknast sem sérstök
viðbót.
Stofnun Háskólans í Tromsö
hefur haft gífurleg áhrif á
byggðaþróun. Áhrifin á atvinnu-
lífið eru mjög mikil. í Tromsö
einni eru yfir 50 fyrirtæki stofnuð
af annað hvort fyrrverandi
nemendum eða starfsmönnum
Háskólans. Það er samdóma álit
þeirra sem til þekkja að ákvörð-
un Stórþingsins frá 1968 um að
stofna Háskóla í Tromsö sé
gleggsta dæmið um vel heppnaða
byggðastefnu í Noregi.
Hvernig má gera ráð fyrir að
staða mála verði við Háskólann á
Akureyri eftir 5 ár? Það er auð-
vitað ekki hægt að fullyrða neitt
uin það heldur aðeins að leiða
getur að því ef staðið verður með
fullum sóma að þeirri uppbygg-
ingu sem hafin er. Gert er ráð
fyrir að við skólann starfi þá 3
deildir, heilbrigðisdeild, rekstrar-
deild og sjávarútvegsdeild og
nemendafjöldi verði um 300. Er
það rúmlega einn tíundi hluti
þess fjölda sem nú er í Háskólan-
um í Tromsö og því ekki óeðli-
legt að deila í aðrar tölur frá Nor-
egi með 10.
Hlutverk Háskólans á Akur-
eyri á næstu árum verður að
mennta hæfa stjórnendur fyrir
sjávarútveginn, styrkja rekstrar-
menntun almennt og leysa úr við-
varandi skorti á hjúkrunarfræð-
ingum úti á landi. Mikilvægt er
að skólinn leggi sérstaka áherslu
á undirstöðuatvinnuvegi þjóðar-
innar og einbeiti sér að lausn
ýmissa vandamála dreifbýlisins.
Til þess að svo verði þarf að
leggja áherslu á gott samstarf við
sem flesta aðila landsbyggðarinn-
ar.
Líklegt má telja að ráðherrarn-
ir sem skrifuðu undir áðurnefnda
skýrslu séu sérstakir stuðnings-
menn þess byggðastefnumáls sem
Háskólinn á Akureyri er og
hrindi einnig í framkvæmd þeim
fjölmörgu góðu hugmyndum sem
þar er vikið að.
Stefán G. Jónsson,
forstöðumaður rckstrardeildar
Háskólans á Akureyri.
Akureyri, 18. apríl 1989.
Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga
SKAMMTÍMABRÉF
Hagkvæm ávöxtun skammtímafjár ★ 7-9% vextir umfram verðbólgu ★ Alltaf laus og án aukakostnaðar. Skammtímabréfin eru ætluð þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. Gengi Einingabréfa 19. apríl 1989. Einingabréf 1 3.741.- Einingabréf 2 2.088.- Einingabréf 3 2.446.- Lífeyrisbréf 1,881.- Skammtímabréf .. 1,293
éél KAUPÞING Skammtímabréf 1 — skynsamleg fjárfesting.
NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700