Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 1
Staöa dómkirkjuprests í Reykjavík var auglýst laus til umsóknar fyrir skömmu. Vitað er að einn prestur af Norður- landi hefur ákveðið að sækja um, sr. Hjálmar Jónsson pró- fastur á Sauðárkróki. Umsókn- arfrestur um stöðuna er til 3. maí nk. og 10. maí verður það Ijóst hver fær prestakallið. Ekki er vitað hvað margir hafa sótt um, en heyrst hefur talan níu í því sambandi, en það skýrist allt 3. maí. í samtali við Dag staðfesti sr. Hjálmar að hann hefði sótt um. „Pað er ómögulegt að segja hvernig fer, það er sóknarnefnd- in sem velur prestinn og hún á eftir að taka sína ákvörðun,“ sagði Hjálmar. Hjálmar fór 1. apríl sl. í 3ja mánaða starfsleyfi, þar sem hann tekur saman og fer yfir sálma og söngva fyrir barnakóra og jafnvel sálmabókarviðbæti, en stefnt er að útkomu viðbætisins í árslok. Hjálmar hefur unnið að þessu undanfarin misseri ásamt sálma- bókarnefnd þjóðkirkjunnar. „Ef svo fer að ég fæ stöðuna syðra, ntun ég hætta strax í starfsleyfinu og sinna hér minni þjónustu í prestakallinu, þar til ég hverf suður. Ég var ekkert með liugann við dómkirkjuembættið framan af, en það var eins og flestir vissu það á undan mér að ég myndi sækja um. Sfðan fékk ég hring- ingar að sunnan og óskir um aö líta á aðstæður. Ég gerði það og sá margt við þetta prestakall sem mig langaði til að takast á við,“ sagði Hjálmar ennfremur. Á meðan Hjálmar er í starfs- leyfinu munu þeir sr. Gísli Gunn- arsson í Glaumbæ og sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli sinna störfum hans í Sauðárkróks- prestakalli. -bjb Keidhjol og motorhjol - vorhodar tækninnar. Mynd: TLV Samþykkt að taka tilboði frá Möl og sandi og SS Byggi í byggingu stúdentagarða við Skarðshlíð: Þetta er mjög gott verkefni - segir Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi hf. „Þetta er mjög gott verkefni og ágætt fyrir Möl og Sand að fá einingasteypuna,“ segir Hólmsteinn Hólmsteinsson, Kennsla í 7.-9. bekk verður áfram í Síðuskóla á Akureyri: Tillaga formanns skólanefndar var samþykkt í bæjarstjóm Breytingartiilaga Björns Jósefs Arnviðarsonar, formanns Skólanefndar Akureyrar, við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarskipan skólamála í bænum, var samþykkt með sex atkvæðum í Bæjarstjórn Akureyrar í gær. Fimm bæjar- fulltrúar sátu hjá. Kennsla fyr- ir nemendur í 7. til 9. bekkjum grunnskóla verður því í Síðu- skóla þar til annað verður ákveðið. Snemma árs 1987 var ákveðið Deila VSÍ og ASÍ: Tfl sáttasemjara Á fundi viðræðunefndar Al- þýðusambandsins í dag með atvinnurekendum, höfnuðu þeir alfarið að ganga til samn- inga. Viðræðunefndin telur tilgangs- laust að sitja áfram í viðræðum við atvinnurekendur við þessar aðstæður. Samkomuleg varð um að vísa deilunni til sáttasemjara ríkisins og er því verkstjórn nú í hans höndum. Pað er mat viðræðunefndar ASÍ að nauðsynlegt sé að félögin sýni skýrt vilja sinn til að knýja á um samninga. Því óskar viðræðu- nefndin hér með eftir því að félögin bregðist skjótt við og afli nú þegar verkfallsheimildar. að Gagnfræðaskóli Akureyrar og Glerárskóli skyldu vera safnskól- ar fyrir 7. til 9. bekki í bænum. Samkvæmt fyrri ákvörðun bæjar- stjórnar hefðu nemendur í Síð- uhverfi á aldrinum 13 til 16 ára þurft að sækja Glerárskóla. Með þá áðstöfun var óánægja í Síðu- hverfi og hefur foreldrafélag Síðuskóla m.a. beitt sér fyrir því að nemendur í hverfinu gætu sótt allt sitt grunnskólanám í sama skólann, Síðuskóla. Björn Jósef sagði m.a. á fund- inum að hann vonaði að sam- þykkt tillögu sinnar yrði til þess að um þessi mál næðist sá friður sem að væri stefnt og yrði þeim til heilla sem fyrir málinu hefðu barist. Hann hefði þá sannfær- ingu að ekki ætti að þröngva neinu skólafyrirkomulagi upp á íbúa Síðuhverfis sem þeir væru mótfallnir. Hann hefði vissulega stutt það fyrirkomulag sem ákveðið var árið 1987 en hefði síðan skipt um skoðun hvað Síðuhverfi snerti. „Ég hef engar áhyggjur af því að hafa skipt um skoðun, og tel að menn eigi að gera slíkt alveg kinnroðalaust ef þeir komast að annarri niðustöðu að endurskoð- uðu máli,“ sagði hann. Varðandi kostnaðarhliðina nefndi hann að gert væri ráð fyrir að byggt verði við Glerárskóla auk byggingar einnar álmu við Síðuskóla. Þetta síðastnefnda hefði viljað gleym- ast í umræðunni en breytingin væri sú að meira yrði byggt við Síðuskóla en ætlunin hefði verið að gera. Samþykkt tillögunar þýddi jafnframt að þriðji skólinn yrði byggður í Síðuhverfi. EHB l'ramkvæmdastjóri hjá Möl og sandi hf., en í gær ákvaö stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri aö taka sameiginlegu tilboði frá Möl og sandi hf. og SS Byggi um byggingu stúd- entagaröa við Skarðshlíð á Akureyri. Tilboðið hljóðaði upp á 65.912 milljónir króna. Verktakarnir þurfa heldur bet- ur að hafa hraöann á því húsið skal verða íbúðarhæft þann 1. október nk. Samkvæmt teikningum verður gólfflötur stúdentagarðanna 1483 fermetrar. Kostnaður á hvern fermeter er rúmlega 44 þúsund krónur. Fyrsta hæð hússins vcrð- ur steypt á staðnum en önnur og þriðja hæð verður úr forsteyptum einingum frá Möl og sandi. í húsinu fullbúnu munu búa 34 manns. Parna verða 14 einstakl- ingsherbergi, 4 paraíbúðir, 4 tveggja herbergja íbúðir og 2 þriggja herbergja íbúðir. Aö sögn Hólmsteins Hólm- steinssonar mun Möl og sandur hf. sjá um framleiðslu eininga í húsið og uppsetningu veggjaein- inga. SS Byggir mun hins vegar annast uppsetningu gólfeininga. Pá sér Möl og sandur um jarð- vegsskipti, lóðafrágang og bíla- plan. Um aðra verkþætti sér SS Byggir. óþh Einstakur viðburður á Akureyri: Harlem Globetrotters heldur sýningu í íþróttahöllinni - á laugardaginn kemur kl. 20.30 Hinir heimsfrægu bandarísku körfuknattleiksmenn í Harlem Globetrotters halda sýningu í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið kemur kl. 20.30. Hér er á ferðinni fræg- asta íþróttalið allra tíma og þarna gefst Norðlendingum einstakt tækifæri að sjá ógleymanlega skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Harlem Globetrotters er á sýn- ingarferðalagi hér á landi og verður með sýningar í Laugar- dalshöllinni og auk þess eina hér á Akureyri eins og áður er getið. Forsala aðgöngumiða fer fram í söluskúr við Útvegsbankann á Akureyri í dag miðvikudag, á morgun fimmtudag og á föstudag frá kl. 13-18. Ef svo einhverjir miðar verða eftir, verða þeir seldir í Höllinni á laugardag frá kl. 18. Sýningin stendur yfir í 2Vi klst. en ineð Harlem Globetrotters í för er lið Washington Generals, sem hefur ferðast með liðinu undanfarin 17 ár. Harlem Globe- trotters hefur haldið sýningar í yfir 60 ár í nær öllum löndum heims. Á þessu tíma hefur liðið haldið 17000 sýningar og á þeim unnið 16550 leiki. Liðið hefur alls staðar notið gífurlegrar hylli en mesti áhorfendafjöldi á einni sýn- ingu, var 75000 manns í V- Þýskalandi. Allir frægustu leikmenn liðsins mæta til Akureyrar og í þeim hópi er fyrsta konan sem leikur með liðinu. Hún heitir Sandra Hodges, er 26 ára gömul og þykir alveg stórkostlcg með knöttinn. Það er Körfuknattleiksdeild Þórs sem stendur fyrir komu liðs- ins norður og er hér um mjög dýrt fyrirtæki að ræða. Það kost- ar um kr. 1.100.000.- að fá liðið norður og til að dæmið gangi upp þurfa Þórsarar að fylla Höllina. Þeim ætti ekki að verða skota- skuld úr því, enda er hér um ein- stakan viðburð að ræða og óvíst að annað eins tækifæri bjóðist aftur í bráð. -KK Laus staða dómkirkjuprests í Reykjavík: Sr. Hjálmar á Sauð- árkróki sækir um 72. árgangur Akureyri, miövikudagur 19. apríl 1989 74. tölublað A//t fyrír i ■ HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI SfMI 96 26708 BOX 397

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.