Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 6
T - flUpAG ~ esfii; I'IIQB .er iuosbu>liv6iM
6 - DAGUR - Miövikudagur 1g. april 1989
Unglingadeild
V Léttis
Reiðtúr í Vín sumardaginn fyrsta.
Lagt af stað frá Skeifunni kl. 12.30.
Upplýsingar gefur Stína í síma 26670.
Unglingaráð.
Kaffihlaðborð
Stórglæsilegt kaffihlaðborð verður fimmtu-
daginn sumardaginn fyrsta í KA-heimilinu
frá kl. 2 til 5 e.h.
Gómsætar tertur, smurbrauð og annað heima-
bakað góðgæti.
Allir velkomnir!
Foreldrafélag KA.
/------------------------------------\
Skemmtun
verður
í Húsi aldraðra
laugardaginn 22. apríl kl. 2 e.h.
Til skemmtunar verður: Söngur, upplestur,
spurningakeppni og gamanmál.
Kaffiveitingar.
Biggi Mar sér um fjörið.
Ældraðir takið með ykkur gesti.
Kór aldraðra.
V____________________________________J
Ævintýraferð
til Parísar
24.05.-28.05. n.k.
á aðeins kr. 21.500,-
Flogið írá Kefiavík til Parísar
miðvikudaginn 24.05. kl. 22.00 og
frá París er komið til Keflavíkur 28.05.
kl. 10.00 á sunnudagsmorgni.
Innifalið er:
Flug Keflavík-París-Keflavík.
Gisting á 3ja stj. hóteli í París m/mrg. v.
Hálfs dags skoðunarferö um París.
Akstur að og frá flugvelli.
Láttu drauminn um
Parísarferð rætast
Ferðaskrífstofa
Akureyrar h/f
RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju:
Dagskrá um Kaj Munk
- í flutningi Leikfélags Akureyrar
Kirkjulistavikunni í Akureyr-
arkirkju verður framhaldið í
kvöld. Þá verður Leikfélag
Akureyrar með dagskrá og
hefst hún kl. 20.30. Hér er um
að ræða leiklestur úr „Kaj
Munk“ eftir Guðrúnu As-
mundsdóttur.
Dagskráin er byggð á ævisögu
skáldprestsins Kaj Munk og ræð-
um hans, sem Sigurbjörn Einars-
son biskup þýddi. Fyrir tveimur
árum var sýnt í Hallgrímskirkju í
Reykjavík leikrit eftir Guðrúnu
Ásmundsdóttur um þennan sér-
stæða klerk. Leikurinn vakti
mikla athygli og var m.a. farið
með hann í leikför til Svíþjóðar
og Danmerkur. Dagskrá þessi er
að hluta til byggð á leikverki
Guðrúnar.
Kaj Munk var prestur í litlu
sveitaþorpi á Jótlandi, Vedersö.
Hann var orðlagður ræðumaður,
ljóðskáld og leikritahöfundur.
Danski skáldpresturinn Kaj Munk
sem nasistar tóku af lífi árið 1944.
Vegna skeleggrar baráttu gegn
yfirgangi nasista í Danmörku var
hann tekinn af lífi. Útsendarar
nasista sóttu hann heim þann 4.
janúar 1944 og leiddu hann til
aftöku rétt utan við Silkeborg á
Jótlandi. Morðið á Kaj Munk
markaði þáttaskil í andspyrnu
dönsku þjóðarinnar gegn ofríki
nasista.
Þráinn Karlsson, Sunna Borg,
Theodór Júlíusson, Sigurveig
Jónsdóttir og Jón Kristinsson
flytja þessa dagskrá um Kaj
Munk. Ragnheiður Tryggvadótt-
ir tók dagskrána saman og stjórn-
ar flutningi. Orgelleik annast
Björn Steinar Sólbergsson.
Sem fyrr segir hefst dagskrá
Leikfélags Akureyrar kl. 20.30 í
kvöld og er þetta liður í Kirkju-
listaviku í Akureyrarkirkju. SS
Sauðárkrókur:
Átak í umhverfis- og
gróðurvemdarmálum
- umhverfisverndardagur fyrirhugaður í byrjun júní
í gangi er á Sauðárkróki sér-
stakt átak í umhverfis- og
gróðurverndarmálum, á veg-
um Umhverfis- og gróður-
verndarnefndar Sauðárkróks.
Þar hefur spjótum verið beint
að yngri kynslóðinni og hón
fengin til þátttöku í átakinu.
Liður í því var að efna til
veggspjaldasamkeppni á með-
al grunnskólabarna, frá for-
skóla upp í 9. bekk. Skilafrest-
ur til að skila inn veggpjaldi
var 10. apríl sl. og var þátttaka
góð.
Veggspjöldin verða svo til sýn-
is á sérstakri sýningu í Safnahús-
inu og einnig verða þau til sýnis
hér og þar í bænum í sumar. Til-
gangurinn er að vekja börnin til
umhugsunar um góða umgengni
og snyrtimennsku í umhverfi
bæjarins. Til að vekja umræðu
um þetta hjá börnunum fékk
Umhverfis- og gróðurverndar-
nefnd Jón Gauta Jónsson til að
heimsækja bekkjardeildir
Grunnskólans. Því lauk nú fyrir
stuttu og heimsótti Jón Gauti alls
27 bekkjardeildir. Að hans sögn
tókst þetta mjög vel og komu oft
mjög gagnlegar umræður upp hjá
krökkunum. Margrét S. Björns-
dóttir myndmenntarkennari var
krökkunum innan handar í
veggspjaldasamkeppninni og gaf
þeim holl ráð.
Þá hefur Umhverfis- og gróð-
urverndarnefnd ákveðið að efna
til sérstaks hreinsunar- og gróð-
ursetningardags í byrjun júní og
hafa nokkur félagasamtök í bæn-
um heitið liðveislu sinni. Kaupa á
plöntur og gróðursetja þær ofan
Hlíðahverfis og víðs vegar annars
staðar í bænum, þar sem gróður-
setningu verður komið vel við.
Varast verður að gróðursetja
mjög smáar plöntur og hefur
bæjartæknifræðingi og garð-
yrkjufræðingi bæjarins verið falið
að skipuleggja þessa gróðursetn-
ingu. -bjb
Samtök jafnréttis og félagshyggju:
Ráðstefna um steftrn-
skrá Samtakanna
Samtök jafnréttis og félagshyggju
boða til ráðstefnu um stefnuskrá
Samtakanna, dagana 21. og 22.
apríl 1989, í Eyjafirði.
I. Ráðstefnan hefst með
fundi, sem er öllum opinn, í
Blómaskálanum Vín, Hrafnagils-
hreppi, föstudaginn 21. apríl kl.
21.00.
Dagskrá: I. Ráðstefnan sett,
Auður Eiríksdóttir. 2. Stjórn-
málaviðhorfið og viðræður við
önnur stjórnmálasamtök um
samstarf, Stefán Valgeirsson. 3.
Kynnt verður starf Samtakanna
að drögum og stefnuskrá. Frum-
mælendur: Jóhann A. Jónsson,
Auður Eiríksdóttir, Karólína
Stefánsdóttir, Gunnar Hilmars-
son, Tómas Gunnarsson og
Bjarni Guðleifsson. 4. Almenn-
ar umræður. 5. Skráning í vinnu-
hópa, vegna starfa dagana 21. og
22. apríl.
II. Fundarstaðir og tímar
vinnuhópa dagana 21. og 22.
apríl verða tilkynntir síðar en
helstu málaflokkar í stefnuskrár-
drögum eru ráðgerðir þessir:
A. Fjölskyldumál, svo sem
jafnréttismál, Iauna- og fram-
færslumál, málefni lamaðra og
fatlaðra, lífeyrissjóðsmál, hús-
næðismál, dagvistunarmál, skóla-
og fræðslumál, æskulýðsmál,
öldrunarmál, tómstunda- og
íþróttamál og fíkniefnavandi.
B. Atvinnu- og efnahagsmál,
þar sem m.a. verður fjallað um
málefni landbúnaðar, sjávar-
útvegs, fiskvinnslu, iðnaðar,
verslunar, peningastofnana, sam-
gangna, orkumál og ferðamál.
C. Önnur þjóðfélagsmál, t.d.
stjórnkerfi ríkisins, utanríkismál
og utanríkisviðskiptamál, tekju-
öflun opinberra aðila, heilbrigð-
is- og tryggingamál, byggðamál,
sveitarstjórnamál, menningar-
mál, upplýsingamál, fjölmiðlun,
réttarfar, vinnuverndar- og
öryggismál, umhverfis- og skipu-
lagsmál.
111. Ráðstefnulok 22. apríl.
Fundarstaður og tími tilkynntur
síðar.
1. Kynnt helstu markmið og
úrræði vinnuhópa. 2. Kosin
fimmtán rnanna stefnuskrár-
nefnd. 3. Kosnir tveir menn til
viðræðna við Þjóðarflokkinn um
mögulegt samstarf. 4. Ráð-
stefnuslit, Stefán Valgeirsson.
Leiðréttingar
Gerðar hafa verið tvær athuga-
semdir við grein mína í Degi 17.
mars sl., um starfslok Kaupfélags
Svalbarðseyrar.
Skúli Jónasson fyrrverandi
kaupfélagsstjóri tjáði mér að
félagið hefði frá upphafi heitið
Kaupfélag Svalbarðseyrar Þing-
eyjarsýslu, og sé skammstöfunin
KSÞ af því dregin en ekki af
Kaupfélagi Suður-Þingeyinga.
Guðmundur Benediktsson á
Svalbarðseyri leiðrétti föðurnafn
Ingólfs í Fjósatungu, sem lengst
var formaður kaupfélagsins.
Hann var Bjarnarson - ekki
Bjarnason.
Þakka ég báðar þessar leiðrétt-
ingar.
16. apríl 1989,
Olgeir Lútersson.