Dagur - 17.05.1989, Síða 3

Dagur - 17.05.1989, Síða 3
Miðvikudagur 17. maí 1989 - DAGUR - 3 NÚ ER HANN TVÖFALDUR Heildarvinningsupphæð var kr. 5.163.654.- 1. vinningur var kr. 2.380.521.- Enginn þáttakandi var með fimm tölur réttar og bætist því 1. vinningur við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 412.888,- Skiptist á 7 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 58.984,- Fjórar tölur réttar, kr. 712.209,- skiptast á 129 vinningshafa, kr. 5.521.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.658.036,- skiptast á 5.086 vinningshafa, kr. 326.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Aðalfundur Kaupfélags Vopnfirðinga:. 31 milljón í mínus - athyglisvert að hagnaður varð af verslunarrekstri Halli á rekstri Kaupfélags Vopnfírðinga á síðasta ári nam 31 milljón króna. Hallinn varð hins vegar 9 milljónir árið 1987. Þetta kom fram á aðal- fundi Kaupfélagsins sl. laugar- dag. Að sögn Magnúsar Jónas- sonar fulltrúa, vegur hár fjármagnskostnaður þyngst í slæmri afkomu á sl. ári. .Ilrjálæðislegir vextir eru að gera út af við atvinnustarfsemi í landinu,“ segir Magnús. Heildarvelta Kaupfélagsins var tæpar 400 milljónir á árinu 1988 og hafði hún aukist í samræmi við verðlagsbreytingar milli ára. Þrátt fyrir rúmra 30 milljóna króna tap náðist hagnaður af sumurn þáttum rekstrarins. Þannig var verslunin rekin réttu megin við núllið og það sama má segja um skipaafgreiðslu. Hins vegar varð verulegt tap á mjólk- ursamlagi. Innvegin mjólk er þar um 600 þúsund lítrar frá 12 inn- leggjendum. Langstærstur hluti mjólkurinnar fer til vinnslu nýmjólkur en afgangsmjólkin er unnin í smjör, en sú vinnsla er einkar óhagstæð. Að sögn Magnúsar er stjórn Kaupfélagsins, í ljósi framkom- ins reikningsyfirlits fyrir síðasta ár, að kanna möguleika á sölu eigna og rekstrarhagræðingu. Magnús segir að í raun komi ekki nema tvennt til greina í stöðunni, annaðhvort að selja eignir eða reyna að auka tekjur. Ákvörðun urn þetta verður væntanlega tek- in næstu daga. Magnús segir að óneitanlega hafi rekstur Kaupfélagsins gengið betur það sem af er þessu ári en á sl. ári. Fjármagnskostnaður hef- ur lækkað en „hann er ennþá allt- of hár.“ Að undanförnu hefur verið rætt um uppstokkun á slátrun á Norðausturlandi. Vopnafjörður er inni í því dæmi og er um það rætt að sláturhúsið þar verði úrelt og fé flutt til slátrunar í sláturhús á Pórshöfn. Magnús segir að þessi mál hafi vissulega verið rædd á aðalfundinum og fram hafi komið að menn skilji vel þörfina á hagræðingu í slátrun en hins vegar séu menn ekki sáttir við þessa lausn. „Það er augljóst að með úreldingu sláturhússins hér tapast vinna og tekjur úr byggðarlaginu og þá er það auð- vitað slæmt að þurfa að flytja sláturfé um langan veg til Þórs- hafnar," segir Magnús Jónasson. Jörundur Ragnarsson, kaupfé- lagsstjóri, lætur af því starfi í sumar og tekur við stjórnartaum- unum hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. Þórður Pálsson bóndi Refsstað í Vopnafirði, hef- ur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vopnfirðinga. óþh Fréttatilkynning frá skólameistara M.A.: Áætlanir skóla- meistara um skólalok Menntamálaráðherra hefur í dag selt einstökum skólum sjálf- dæmi um hvernig skólaárinu 1988-1989 verði lokið. Ég tel mér skylt að tilkynna uni áætlanir mínar uni skólalokin til þess að reyna að draga úr óvissu nem- enda og aðstandenda þeirra. Ég legg áherslu á að allar ákvarðan- ir, sem varða kennslu og námsmat, eru háðar samþykki kennara. 1. Ef verkfall kennara leysist um hvítasunnuhelgi er stefnt að því að kenna fyrstu tvær vik- urnar eftir að verkfall leysist. í 1.-3. bekk verður prófað í völdum áföngum í vikunni 29. maí til 3. júní. Öðrum áföng- um verður lokið með próf- haldi í lok september áður en nýtt skólaár hefst. Prófað verður í 4. bekk og öldunga- deild 5.-14. júní og brautskráð 17. júní. Ef verkfall lcysist á tímabilinu 16.-21. maí verður kennt til 3. júní í 1.-3. bekk en engin próf haldin að sinni. Prófað verður í vorannaráföngum í septem- ber áður cn nýtt skólaár hefst. Prófað verður í 4. bekk og öldungadeild 5.-14. júní og brautskráð 17. júní. Ef verkfall leysist síðar en 21. maí verður hvorki kennt né prófað í 1.-3. bekk. Prófað verður í vorannaráföngum í september áður en nýtt skóla- ár hefst. Skólaslit verða 17. júní þar sem stúdentsefni fá vottorð um skólavist sína í Menntaskólanum á Akureyri. Menntaskólanum á Akureyri 12. maí, 1989. Jóhann Sigurjónsson, skólameistari. Frá afhendingu vcrðlaunaskjaldarins til Skjaldar hf. á Sauðárkróki. Á myndinni eru, frá vinstri: Anna Guðbrands- dóttir gæðaeftirlitsmaður á Skildi; Óskar Hermannsson og Björn Friðbjörnsson gæðaeftirlitsmenn hjá SH; Katrín Jóclsdóttir gæðaeftirlitsmaður og aðstoðarverkstjóri á Skildi; Jón Þorsteinsson verkstjóri á Skildi með verðlauna- skjöldinn; Páll Pétursson gæðastjóri Coldwater; og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjaldar hf. Við afhendingu verðlaunaskjaldarins var cinnig viðstaddur Sturlaugur Daðason framkvæmdastjóri eftirlitsdeildar SH. Mynd: -bjb Hraðfrystihúsið Skjöldur hf. á Sauðárkróki: Fékk þríðja verðlauna- skjöldiiin á fiórum árum Hraðfrystihúsinu Skildi hfi ■ á' Sauðárkróki var sl. föstudag afhentur verðlaunaskjöldur frá Coldwater Seafood Corp. fyrir framúrskarandi framleiðslu á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skjöldur fær slíka viðurkenningu, frystihús- ið hefur tvisvar áður fengið verðlaunaskjöld og í fyrra fékk Skjöldur viðurkenningarskjal. Það eru frystihús innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem fá verðlaun af þessu tagi. Að þessu sinni voru það, 4 frystihús og einn frystitogari sem fengu verðlaunaskjöld. Sex frystihús og þrír frysti- togarar fengu viðurkenning- arskjal. -Pað var Páll Pétursson gæða- stjóri hjá Coldwater, sem afhenti Jóni Þorsteinssyni, verkstjóra á Skildi, verðlaunaskjöldin. Jón þakkaði fyrir skjöldinn og sagði að hann væri enn ein viðurkenn- ingin til handa starfsfólki Skjaldar. Jón vildi ítreka fyrr- sögð orð Páls, um að hver starfs- maður væri gæðaeftirlitsmaður í fyrirtækinu, hvert eitt gallað fisk- flak sem færi frá frystihúsinu, væri einu flaki of mikið. Hin frystihúsin þrjú sem fengu skjöld voru Grandi hf. í Reykja- v'ík', Hráðfrystihús Eskifjarðar og Fiskiðja Raufarhafnar. Þá fékk Sléttbakur EA, verðlaunaskjöld úr hópi frystitogara. Af 6 frysti- húsum sem fengu viðurkenningu voru tvö af Norðurlandi; Útgerð- arfélag Akureyringa og Þormóð- ur rammi á Siglufirði. Af þrem frystitogurum fengu tveir ólfirsk- ir togarar viðurkenningu, Sigur- björg ÓF og Mánaberg ÓF. Að sögn Páls Péturssonar gæðastjóra, eru viðurkenning- arnar miðaðar við landsfjórð- unga. Hámark sex frystihús fá verðlaunaskjöld, sem skila 95- 100% gæðurn, en að þessu sinni fannst SH aðeins 4 frystihús eiga skilið að fá skjöld. Viss fjöldi húsa og skipa fá svo viðurkenn- ingu, sem er það næstbesta ef svo má segja. Sá tími sem Coldwater hafði til viðmiðunar þegar verð- launum var úthlutað, var frá 1. maí 1988 til 30. apríl 1989. -bjb Stutt í ferðamannastrauminn: Fyrsta skemmtiferðaskipið væntanlegt í byrjun júní Alls tíu skemmtiferðaskip munu koma til Akureyrar í sumar í samtals 19 ferðum á tímabflinu frá 8. júní til 7. ágúst. Skipin hafa að venju stutta viðdvöl á Akureyri en þar koma farþegar til með að stíga um borð í langferðabíla sem flytja þá í Mývatnssveit. Þaðan er haldið til Húsavíkur þar sem skipin bíða ferðalang- anna. Fyrsta skip sumarsins verður Fedor Dostojewski, en það skip hefur ekki komið áður. Áætlaður komutími þess er kl. 14.00 8. júní, en seinni viðdvöl þess á Akureyri verður mánuði síðar. Tvö önnur skip sem væntanleg eru í sumar hafa ekki komið áður, Leonid Brezhnef sem kem- ur 9. júní og Vasco Da Gama sem kemur sama dag, auk þess sem það kemur 26. júní, 14. júlí og 31. júlí. Af öðrum kunnuglegum skemmtiferðaskipum er það að segja, að Kazakhstan kemur 14. I 7. ágúst, Odessa 8. júlí, Europa og 30. júní og 16. júlí, Maxim 10. júlí, Arkona 14. júlí, Berlín Gorkiy 17. júní, 4. og 21. júlí og | 15. júlí og Funchal 17. júlí. VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.