Dagur - 17.05.1989, Síða 6

Dagur - 17.05.1989, Síða 6
e^-ö^uW- #&toúcfagUT Mynd: Golli Mynd’. Golli Mynd: KL Mynd: KL Mynd: Golli Á nemendasýningu hjá Dansstúdíói Alice Nemendasýning hjá Dansstúd- íói Alice fór fram í íþrótta- höllinni á Akureyri um hvíta- sunnuhelgina og tóku á milli 160 og 170 nemendur á aldrin- um frá fjögurra ára og uppúr þátt í henni. Sýningin tókst mjög vel og komu um 500-600 manns að horfa á sýninguna. Nemendasýningar eru haldnar tvisvar á ári hjá Dansstúdíói Alice, einu sinni fyrir jól og síðan á vorin. í gegnum árin hafa sýn- ingarnar sífellt orðið meiri um sig og í þetta skipti dugði ekkert annað en sjálf íþróttahöllin á Akureyri fyrir herlegheitin. Á vorsýningunni um helgina báru búningar barnanna merki vor- komunnar og bar t.d. mikið á rósóttum pilsum sem lífguðu upp á veðurfarið utanhúss. Helga Alice Jóhanns dans- kennari segir sýningar sem þessar mjög hvetjandi fyrir börnin því gott sé að hafa eitthvað þessu líkt að stefna að á námskeiðunum. „Auðvitað eru þau yngstu dálítið taugaspennt þegar kemur að þeim og þau eiga það til að „frjósa" greyin litlu, en þau hafa afskaplega gaman að þessu. Sýn- ingarnar eru sömuleiðis mjög góðar fyrir okkur kennarana því við sjáum þarna greinilegar fram- farir milli námskeiða." Hér á síðunni má líta myndir sem teknar voru á sýningunni um helgina, en þær tala best sínu mali VG Tónlistarskólinn á Akureyri: Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til tvennra tónlcika í vik- unni, nemendatónleika í Ak- ureyrarkirkju og píanótónleika í sal skólans. Skólanum verður slitiö í Akureyrarkirkju laugar- daginn 20. maí. I dag, miðvikudag, verða nem- endatónleikar í Akureyrarkirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Nemendur flytja verk eftir Bach, Bartok, Brahms, Dowland, Haydn, Mendelsohn, Mozart, Nigel Lillicrap, Paganini, Ponce, Reger, Telemann, Vivaldi og Wood. Leikið verður á básúnur, blokkflautu, fiðlur, gítar, orgel selló og túbur. Eitt verk verður flutt af einsögvara, strengjum og orgeli. Tveir strengjakvartettar leika og ein af strengjasveitum skólans flytur verk sem Nigel Lillicrap, kennari við skólann, samdi sérstaklega fyrir hljóm- sveitina. Aðgangur er ókeypis. Píanótónleikar verða haldnir í sal skólans fimmtudaginn 18. maí klukkan 20.30. Við skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri laugardaginn 20. maí í Akureyrarkirkju klukkan 17.00, fer fram afhending einkunna og verðlauna. Vandað verður til tónlistarflutnings og eru bæði nemendur og áhugafólk hvatt til að mæta. Lokatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í vikunni og skólanum verður slitið á hefðbundinn hátt í Akureyr- arkirkju. A myndinni sést Finnur Eydal leiðbeina einum nemenda sinna í saxófónleik.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.