Dagur - 17.05.1989, Page 8

Dagur - 17.05.1989, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1989 íþróttir Milun Duricic þjálfari Þórs. ,Spila með hjartanu“ - segir Duricic um Milan Duricic er þjálfari Þórs- liðsins í knattspyrnu. Hann er 44 ára gamall og þjálfaði lið Osjiek í 2. deildinni í Júgóslavíu áður en hann kom til Islands. Milan er fyrrverandi atvinnu- maður í knattspyrnu, en hefur starfað að þjálfun í 14 ár. Hann er þokkalega bjartsýnn á tímabilið fyrir hönd sinna manna: „Það hafa orðið miklar breytingar á Þórsliðinu frá síð- asta tímabili og það er alltaf erfitt að byrja með nýjan mannskap. En strákarnir hjá Þór eru áhuga- samir og hafa lagt mikið á sig í sambandi við æfingar þannig að ég er þokkalega bjartsýnn fyrir sumarið,“ sagði Milan í samtali við Dag. - Nú hafa margir haft á orði að miðjumennirnir fái lítið að vera inni í spilinu í leiknum, þ.e. að varnarmennirnir kýli strax fram á sóknarmennina. Er þetta leikskipulag sem þú hefur fyrir- skipað og verður farið eftir því í allt sumar? Duricic hugsaði sig örlítið um: „Mér fannst strax í byrjun að leikmenn væru of seinir að koma boltanum í sókn. Ég hef því lagt upp við rnína leikmenn að koma boltanum eins fljótt og mögulegt er yfir á vallarhelming andstæð- inganna. Eins og skilyrðin hafa verið í vetur þá er mjög erfitt að spila netta knattspyrnu í gegnum miðjuna og til sóknarmannanna. Við höfum því frekar reynt að koma boltanum fram og sækja þar að andstæðingunum með bæði sóknar- og miðjumönnun- um. Þór er með fljóta og haröa- skeytta framlínumenn og miðju- mennirnir eru baráttujaxlar en ekki með mikla reynslu í 1. deild- arknattspyrnu. Þegar aðstæðurn- ar eru þannig þá borgar sig ekki að leggja of mikið upp úr áferða- fallegri knattspyrnu, heldur spila upp á öryggið því þegar upp er staðið eru það úrslitin sem ráða en ekki áferðin." - Hvar stendur Þór miðað við önnur 1. deildarlið? „Eins og ég sagði áður þá held ég að liðið eigi alveg eftir að spjara sig í sumar. Að vísu hef ég ekki séð öll 1. deildarliðin spila og því erfitt fyrir mig að bera þau saman við Þórsarana. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra og það tekur alltaf sinn tíma að berja saman nýtt lið. Hins vegar hafa strákarnir æft vel og ég er ánægður með þann áhuga sem þeir sýna á að standa sig vel. Þess vegna er ég þokka- lega bjartsýnn fyrir sumarið,“ íslenska leikmenn sagði Milan. - Ef þú berð saman leikmenn frá heimalandi þínu Júgóslavíu og svo frá íslandi, hver er munur- inn? Nú hýrnaði yfir þjálfaranum: „íslenskir leikmenn spila með hjartanu," sagði hann og bankaði vinstra megin á brjóstkassann á sér. „Þeir eru mjög duglegir, ástundarsamir, metnaðargjarnir og spila fyrir liðsheildina en vant- ar meiri tækni. Júgóslavar hins vegar spila fyrir sjálfan sig, eru latir og taka lítið tillit til félaga sinna. Að vísu er tæknin yfirleitt betri hjá leikmönnum heima en það er mun skemmtilegra að starfa með áhugamönnum með hjarta en eigingjörnum atvinnu- mönnum," bætti hann við ákveð- inn á svip. - Ef við höldum okkur við Júgóslavíu. Hverjar eru vin- sælustu íþróttagreinarnar þar í landi? „Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagreinin í landinu. Körfu- knattleikur kemur þar á eftir og er mikið stundaður um allt land. Þrátt fyrir að Júgóslavar hafi ver- ið heimsmeistarar í handknatt- leik er sú íþrótt einungis sú þriðja vinsælasta í landinu. Sundknatt- leikur er líklegast fjórða vin- sælasta íþróttagreinin og hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum.“ - Nú ert þú búinn að vera hér í nokkra mánuði. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart á íslandi? „Ætli það sé ekki helst fólkið. Þegar ég fékk tilboð frá íslandi gerði maður ráð fyrir að hér byggi harðgert og kalt fólk. En raunin hefur verið önnur. Að vísu eru íslendingar harðgerðir en mjög vingjarnlegir og allir hafa verið boðnir og búnir að greiða götu manns í hvívetna. Lífskjörin eru mjög há hér á landi en íslendingar vinna líka mikið til þess að ná þeim gæðum. Þrátt fyrir mikla vinnu þá virðist fólk yfirleitt vera ánægt með lífið og ég hef því kunnað mjög vel við mig hér á landi. Það hefur einnig vakið athygli mína, nú eftir að snjóa tók að leysa, hve margir krakkar eru að leika sér í fótbolta út um allt. Ég hef lagt það í vana minn að ganga um bæinn og hvar sem auðan blett er að finna þá eru strákarn- ir, og jafnvel nokkrar stelpur, mætt til þess að sparka tuðru. Þetta er frábært því þannig eign- ist þið góða knattspyrnumenn," sagði Milan Duricic þjálfari Þórs- liðsins í knattspyrnu. Knattspyrnuvertíðin hefst með keppni í 1. deild karla um næstu helgi. Þórsarar leika fyrst heima við Víking á sunnudaginn kl. 14.00 á Þórs- vellinum. Það er því vel viðeigandi að við hefjum kynninguna á lið- unum af Norðurlandi í 1. og 2. deild á Þórspiltunum. Tölurnar á eftir aldri leikmanna þýða leikir í 1. deild og mörk skoruð. Jóhanncs Ófeigsson 24 ára 0/0 Júlíus Tryggvason 23 ára 81/7 Kjartan Guðmundsson 18 ára 0/0 Valdimar Pálsson 21 árs 19/2 Þorsteinn Jónsson 19 ára 0/0 Þórir Áskelsson 18 ára 0/0

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.