Dagur - 17.05.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 17.05.1989, Blaðsíða 11
^lkúdágíir Wrtái^Öé' - ÓÁGÍM - lt hér & þar Bill Cosby: „Lísa fær ekki fleiri til- boð frá mér.“ Svekktur f\TÍr- myndarfaðir Það ku ekki vera mjög kært með þeim Lísu Bonet og Bill Cosby um þessar mundir, en eins og alþjóð veit leika þau feðgin í þáttaröðinni um Fyrirmyndar- föðurinn. Lísa Bonet hefur nú í tvígang hafnað tilboði Cosbys um að koma fram í einni þeirra þriggja þáttaraða, sem Cosby stendur að. Lísa neitar að tala við Cosby og móðgar hann jafnvel með því að senda honum skila- boð um að hann geti bara talað við umboðsmanninn hennar! Bill Cosby gaf Lísu Bonet tækifæri á að koma aftur í „Vista- skipti“ eða „Fyrirmyndarföður“ ellegar þá hún fengi nýjan þátt. Hún þakkaði fyrir sig með því að virða Cosby ekki viðlits. Sagan segir að Bill Cosby sé ofsareiður þessa dagana. „Ég þekki engan í Hollywood sem tæki ekki símtal frá Bill Cosby, enda er hann einn valda- mesti maðurinn í sjónvarpsheim- inum vestra,“ segir vinur hans. „En nú hefur hann verið hunsað- ur af Lísu Bonet, ungum leikara sem á honum velgengni sína beinlínis að þakka. Hún er ótrú- lega ósvífin og vanþakklát, stelpan!“ Lísa Bonet segist vera svo upptekin við að sinna nýfæddu barni sínu að hún hafi ekki tíma til að gera sjónvarpsþáttaröð. Þeir sem eru nákomnir Lísu segja að þetta sé bara fyrirsláttur; stolt hennar sé sært vegna þess að „Vistaskipti“ gengur vel án hennar. „Lísa bjóst við því að þátturinn hyrfi af sjónarsviðinu þegar hún fór í barr.eignarleyfi," sagði heimildarmaður. „Hún varð bæði niðurdregin og særð þegar „Vistaskipti“ gekk jafnvel, ef ekki betur eftir að hún fór og ekki bætti úr skák að gagnrýn- endur sögðu að þátturinn væri betri án hennar.“ Þeir sem vinna að þáttunum segjast ánægðari án Lísu. Þeir voru óánægðir með viðhorf Lísu því hún átti í sífelld- um deilum við samstarfsfólk sitt og gerði kröfur um breytingar þegar henni sýndist svo. Hún vildi ekki og vill ekki deila sviðs- ljósinu með neinum. Þrátt fyrir allt þetta bauð Bill Cosby Lísu að leika á ný í „Vista- skiptum“ og hann bauð henni líka að koma aftur í „Fyrirmynd- arföður" ef hún vildi það frekar. En Lísa neitaði. í fyrstu sagðist hún aldrei ætla að leika aftur en núna segist hún ætla gera það - en bara í kvikmyndum. Cosby kom þá fram með tilboð um nýja þáttaröð, þar sem Lísa færi með aðalhlutvekið. Þar átti hún að leika einhleypan háskólanema sem lauk ekki námi og er að Unnið af Tryggva Jóhannssyni, Stóru- tjarnaskóla, í starfskynningu. reyna að koma undir sig fótunum í hinu daglega lífi. Enn neitaði Lísa og nú vill hún sem sagt ekki einu sinni tala við Cosby í síma . . . Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby er svekktur: „Ég get ekki gert meira en þetta. Ef Lísa vill hafa þetta svona, þá verður þetta svona!" Lisa Bonet: Segist vera hætt að leika í sjónvarpsþáttum en langar að verða kvikmyndastjarna. Ályktun frá aðalfundi KÞ: Stjómvöld átalin fyrir seinagang Á aðalfundi Kaupfélags Þing- eyinga kom fram að launa- greiðslur félagsins námu rúm- lega 140 milljónum króna árið 1988 en fjármagnskostnaður nam 165,6 milljónum. Ragnar Jóh. Jónsson, Þorgrímur Starri Björgvinsson, Eysteinn Sigurðsson, Hlífar Karlsson og Jón Heiðar Steinþórsson lögðu fram á fundinum ályktun sem samþykkt var samhljóða og er hún á þessa leið: „í ársreikningi Kaupfélags Þingeyinga fyrir árið 1988 kemur fram að vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur eru 165,6 milljónir króna og er nú svo komið að þessi kostnaðarliður er orðinn hærri en launakostnaður félags- ins. Ljóst er að núverandi vaxta- stig, samfara auknum samdrætti, er að sliga grundvallaratvinnu- reksturinn í landinu, sem og ann- an rekstur, ekki síst þann er snýr að vinnslu landbúnaðar- og sjáv- arafurða og verslunarrekstri út um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessari starfsemi hefur alltaf fylgt birgðahald, með til- heyrandi vaxtabyrði á hverjum tíma og kemur til með að fylgja henni um ókomna framtíð eigi hún að sinna hlutverki sínu. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga haldinn á Húsavík fimmtudaginn 4. maí 1989, átelur seinagang stjórnvalda við fram- kvæmd þeirrar yfirlýstu stefnu að lækka fjármagnskostnaðinn í landinu. Einnig minnir fundurinn á þá stefnu og fyrirheit ríkistjórnar- innar að koma dreifbýlisverslun- inni til aðstoðar, en enn hefur ekkert orðið af efndum þessa fyrirheits. Ef fram heldur sem horfir mun rekstur þeirra fyrirtækja sem slíkan rekstur stunda, sjálfkrafa sigla í strand og lýsir fundurinn ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef ekki verður gripið þegar til aðgerða til að ná niður vaxtastig- inu. Þar sem almennar aðgerðir hafa ekki dugað, leggur fundur- inn áherslu á þá skoðun sína að stjórnvöldum beri skylda til að grípa inn í vaxtaákvörðun með beinum aðgerðum.“ 1M Eld ridansakl úbbu ri nn Dansleikur í Lóni, Hrísalundi 1, laugardaginn 20. maí kl. 22-03. Hljómsveit Bigga Mar. sér um fjöri<* Allir velkomnir. Stjórnin. Æ Karlakórinn Geysir auglýsir Vegna óviöráðanlegra atvika hefur oröiö aö fresta fyrirhuguöum samsöng kórsins í Akureyrarkirkju 18. og 19. maí nk. Ákveðiö er aö samsöngur kórsins fari fram í íþrótta- skemmunni á Oddeyri föstudaginn 26. maí nk. kl. 20.30. Stjórnin. Spennum bejtin ALLTAF - ekki stundum P V_ IÍrS®0*" Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar*SST 96-24222 í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.