Dagur - 17.05.1989, Side 14

Dagur - 17.05.1989, Side 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1989 jgk, Tilkynning til sölu- »8 skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð var 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl var 15. maí. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. AKUREVRARBÆR Kattaeigendur Vegna aflífunar á villiköttum í lögsagnarumdæmi Akureyrar eru kattaeigendur beðnir að halda heimilisköttum sínum inni frá 19. 5. til 31.5.1989. Umhverfisdeild. Framvegis verðvtr aígreiðsla Dags opin í liádeginrt auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222 Iðnþróunarfélag Þingeyinga Haldið verður námskeið um „stofnun og rekstur fyrirtækja" í Framhaldsskólanum á Húsavík. Námskeiðið stendur yfir: 26. maí kl. 18.00-22.00. 27. maí kl. 9.00-17.00. 2. júní kl. 18.00-22.00. 3. júníkl. 9.00-17.00. Fyrirlesarar verða: Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi Ásta Ólafsdóttir, B.A. Einar Njálsson, útibússtjóri Helgi Kristjánsson, viðskiptafræðingur Páll Þ. Jónsson, markaðsfulltrúi Örlygur H. Jónsson, lögfræðingur Efni: — verkþættir við stofnun og rekstur. -mannlegi þátturinn. — fjármögnun fyrirtækja. — bókhald og reikningsskil. — markaður og sölutækni. — form fyrirtækja og samningar. Námskeiðinu fylgja vönduð gögn. Námskeiðsgjald er kr. 8.000. NámskeiÖiÖ er öllum opiÖ. Þátttökutilkynningar í síma 42070 fyrir miðvikudag inn 24. maí. 36. þing Sambands íslenskra bankamanna: Harðlega átalið að stjómvöld skuli grípa inn í gerða kjarasamninga Frá 36. þingi SÍB. 36. þing Sambands íslenskra bankamanna var haldið á Hótel Holiday Inn dagana 13. og 14. apríl sl. Þingið er haldið á tveggja ára fresti og fer með æðsta vald í öllum málum SÍB. 65 fulltrúar sátu þingið, auk stjórnar og starfsmanna SÍB, innlendra og erlendra gesta og áheyrnarfull- trúa, - alls um 100 manns. Hinrik Greipsson, fráfarandi formaður, flutti setningarræðu við upphaf þingsins. Ávörp og kveðjur fluttu Guðjón A. Krist- jánsson, forseti FFSÍ, Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Adolf Björnsson, fyrrv. formaður SÍB, en hann hefur set- ið öll þing sambandsins frá upp- hafi, og Jan-Erik Lidström, fram- kvæmdastjóri NBU, Norræna bankamannasambandsins. Sérstakur gestur þingsins var Tore Andersen, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Norska banka- mannasambandsins. Hann ræddi um atvinnuástandið meðal norskra bankamanna, sem hafa misst vinnuna þúsundum saman, og rakti viðbrögð Norska banka- mannasambandsins. Loks svar- aði hann fyrirspurnum fundar- manna. Ýmsar fróðlegar og gagnlegar upplýsingar komu fram í erindi Tore Andersens og var gerður góður rómur að máli hans. Fjöimargar ályktanir voru samþykktar á þinginu. - um kjaramál, fræðsíumál, jafnrétt- ismál, lífeyrismál, starfsréttindi o.fl., auk nokkurra breytinga á lögum sambandsins. í kjaramálaályktun þingsins er lögð á það höfuðáhersla, að í yfirstandandi kjarasamningum verði allt lagt í sölurnar til að hækka grunnlaun bankastarfs- manna, sérstaklega þeirra lægst launuðu, sem hafi á undanförn- um mánuðum þurft að þola mesta skerðingu ráðstöfunar- tekna allra launþega vegna aðgerða stjórnvalda. Þar megi m.a. nefna matarskattinn, ásamt hækkunum á opinberri þjónustu, sem ríki og sveitarfélög gripu til strax að lokinni verðstöðvun 15. febrúar sl. Þá segir í kjaramálaályktun þings SÍB: „Stefnt skal að því að ná aftur þeim kaupmætti sem var í júní 1988 og tryggja að sá kaup- máttur haldist með því að tengja laun við framfærsluvísitölu hverju sinni. 36. þing SÍB krefst þess að störf bankamanna, sem á undan- förnum árum hafa krafist sífellt meiri sérþekkingar og þjálfunar, verði metin að verðleikum og bankastörf verði metin sem sér- hæfð fagstörf og launuð í sam- ræmi við það.“ Harðlega er átalið að stjórn- völd skuli æ ofan í æ grípa inn í gerða kjarasamninga og i gera þannig að engu samningsrétt vinnandi stétta. Þingið hvetur stjórnvöld til að endurskoða skattastefnu sína og koma í veg fyrir skattsvik, þannig að allir þjóðfélagsþegnar standi undir velferðarkerfinu, enda sæmi ekki annað stjórn sem kenni sig við jafnrétti og félagshyggju. Þá er þess krafist, að persónuafsláttur verði hækkaður. Loks hvetur þingið stjórn SÍB til að vinna að því af öllum mætti að fulltrúar starfsmanna fái aðgang að fundum stjórna banka og sparisjóða, þannig að starfs- menn fái einhverju ráðið um reksturinn. Á þinginu var samþykkt reglu- gerð nýstofnaðs vinnudeilusjóðs SÍB og stofnfé hans ákveðið rúm- ar 5,7 milljónir króna. Jafnframt var samþykkt að hækka félags- gjöld til SÍB úr 0,45% í 0,50% af mánaðarlaunum að ári, og renni hækkunin framvegis beint í vinnudeilusjóðinn. Þingið kaus þriggja manna stjórn sjóðsins. Hinrik Greipsson, sem verið hefur formaður Sambands ísl. Dankamanna undanfarin fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs á þinginu. Guðjón Skúla- son 1. varaformaður og Sólveig Guðmundsdóttir 2. varaformað- ur gáfu heldur ekki kost á sér til endurkjörs. Þeim voru öllum þökkuð farsæl störf í þágu SÍB. í stjórn SÍB til næstu tveggja áfá voru kjörin: Yngvi Örn Krist- insson, Seðalbanka íslands, for- maður; Friðbert Traustason, Reiknistofu bankanna, 1. varaformaður; Anna G. ívars- dóttir, Búnaðarbanka íslands, 2. varaformaður; meðstjórnendur Sigurjón Gunnarsson, Lands- bankanum, Anna Kjartansdóttir, Landsbankanum, Páll Kolka ísberg, Iðnaðarbankanum og Áslaug E. Jónsdóttir, Verslunar- bankanum. f varastjórn voru kosin Auður Eir Guðmundsdótt- ir, Útvegsbankanum, Sólmundur Kristjánsson, Landsbankanum, Smári Þórarinsson, Útvegsbank- anum og Lilja Eyþórsdóttir, Búnaðarbankanum. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna er Einar Örn Stefánsson. 3000 Zetorar seldir á íslandi - sá þijú þúsundasti fór í A.-Húnavatnssýslu Fyrirtækið ístékk hf., sem er dótturfyrirtæki Globus hf., hefur undanfarin 20 ár flutt inn Zetor dráttarvélar frá tékkneska fyrir- tækinu Motokov. Miðvikudaginn 12. apríl afhenti fyrirtækið dráttarvél númer 3000 við hátíðlega athöfn í húsakynnum sínum að Lágmúla 5. Eigandinn, Erlendur Eysteins- son, bóndi að Stóru-Giljá í Aust- ur-Húnavatnssýslu, var mættur til að taka á móti vélinni og var hann jafnframt leystur út með gjöfum frá ístékk hf. og Motokov. í máli Þórðar H. Hilmarsson- ar, forstjóra, kom fram að bændur, verktakar og sveitar- félög um allt land hefðu tekið Zetornum afburða vel allt frá því innflutningur hófst árið 1969. Flest árin hefur Zetorinn verið mest selda dráttarvélin á íslandi og nú síðast á árinu 1988. Markaðshlutdeild Zetor drátt- arvélanna á íslandi er sú hæsta í heimi að sögn Motokov, þrátt fyrir að hún sé víða mjög vinsæl í Evrópu. Undanfarna tvo áratugi Talið frá vinstri: Þórður H. Hilmarsson forstjóri, fulltrúi Zetor verksmiðj- anna, Helga Búadóttir, Erlendur Einarsson og Arni Gestsson stjórnarfor- maður Globus. hefur hlutdeildin á íslandi verið á bilinu 35-50%. Að sögn Þórðar er þennan árangur einkum að þakka mjög samkeppnisfæru verði og góðri endingu vélanna, en þær hafa reynst ákaflega vel við íslenskar aðstæður. Þá hefur ístékk hf. í samstarfi við Globus hf. kapp- kostað að byggja upp öflugt þjónustunet með umboðsmönn- um um allt land.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.