Dagur - 13.07.1989, Page 3

Dagur - 13.07.1989, Page 3
fréttir Nýtt aðalskipulag fyrir Ólafsfjörð: Verður ósinn færður? Aðalskipulag Ólafsfjarðarbæj- ar er nú í endurskoðun og er stefnt að því að endurskoðað skipulag til ársins 2008 verði staðfest öðru hvoru megin við áramótin. Gildandi skipulag bæjarins var staðfest árið 1979. Benedikt Björnsson frá Skipu- lagi ríkisins hefur unnið af krafti að endurskoðun aðalskipulags Ólafsfjarðar að undanförnu og á fundum bygginganefndar nýverið kynnti hann drög að greinargerð með aðalskipulagi. Málið kom einnig fyrir bæjarstjórn og var afstaða bæjarfulltrúa til fyrirliggj- andi hugmynda almennt nokkuð jákvæð. Stefnt er að því kynna aðalskipulagið fyrir bæjarbúum í haust og að það verði síðan stað- fest um áramótin. Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri, segir að í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi sé rætt um umtalsverðar breytingar frá gildandi skipulagi. í því er gert ráð fyrir aðskildri byggð beggja megin við ósinn, þ.e.a.s. að vestan við hann rísi iðnaðar- byggð en íbúðarbyggð austan hans. Nú er rætt um tilfærslu óss- ins í vestur, að vegi meðfram flugvelli. Þannig næðist samteng- ing íbúðarhúsa og iðnaðarsvæðis. Bjarni segir að þetta sé hugmynd sem eigi eftir að skoða frá mörg- um hliðum. Hann segir að leita þurfi umsagnar fjölmargra aðila áður en af færslu óssins getur orðið. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir frekari uppfyllingu í Ólafsfjarðarvatn sunnan Marar- byggðar en Bjarni telur mjög ólíklegt að sú tillaga nái fram að ganga. Hann segir ólíklegt að Ólafsfirðingar fallist á frekari uppfyllingu í vatnið á þessu svæði. Af öðrum liðum sem ræddir hafa verið í sambandi við endur- skoðun aðalskipulags má nefna tjaldstæði á svæðinu sunnan við Hótelið. Þetta er þó atriði sem ekki hefur verið ákveðlð. óþh Atvinnuleysi á landinu í júnímánuði: Atviimuleysisdögum ijölgaði um 7% frá mánuðinum á undan -16% aukning hjá konum en atvinnuleysi minnkaði hjá körlum í júnímánuði sl. voru skráðir 42 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, 25 þúsund hjá konurn en 17 þúsund hjá körl- um. Þetta svarar til þess að rösklega 1900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum en það jafn- gildir 1,4% af áætluðum mannaafla á vinnumarkaði í mánuðinum, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta kemur fram í yfírliti um at- vinnuástandið frá vinnumiðl- unarskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Samkvæmt þessu hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fjölgað um tæp 3 þúsund eða 7% frá mánuðinum á undan og er aukn- ingin öll hjá konum, sem fjölgaði á skrá um 16%, meðan körlum fækkaði um 4% á landsvísu. Eftir landshlutum fjölgaði skráðum atvinnuleysisdögum mest á höf- uðborgarsvæðinu, eða um 3 þús- und daga en næst mest á Suður- nesjum, um 1200 daga. Hins veg- ar dró mest úr atvinnuleysi á Austurlandi, þar fækkaði skráð- um dögum um 1600 í júní. Síðasta virka dag júnímánaðar voru 2100 manns á atvinnuleysis- skrá á landinu, sem gæti bent til þess að almennt atvinnuleysi hafi aukist undir lok mánaðarins. Þó gæti sú staðreynd að námsmenn leituðu nú í ríkari mæli en áður til vinnumiðlunarinnar, átt hér einhvern hlut að máli. í júnímánuði í fyrra voru að- eins skráðir rösklega 12 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu, sem jafngildir 0,4% af mannafla. Fyrstu sex mánuði yfirstand- andi árs voru skráðir 295 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 2300 manns hafi að meðaltali vcrið á atvinnuleysisskrá á þessu tfmabili en það svarar til 1,8% af mann- afla á vinnumarkaði. Til saman- burðar má geta þess að allt árið 1988, voru skráðir 215 þúsund atvinnuleysisdagar og 153 þúsund áriö 1987. Möl og sandur: Steypusalan fór hægt af stað Steypusala hjá Möl og sandi fyrstu sex mánuði þessa árs var um 10% minni en á sama tíma í fyrra. I lok júní höfðu verið seldir um 3000 rúmmetrar af steypu hjá Möl og sandi og er það rúmlega 300 rúmmetrum minna en um svipað leyti í fyrra. Að sögn Hólmsteins Hólmsteinssonar framkvæmdastjóra má rekja þetta til þess tíðarfars sem hér ríkti fram á vor en salan í febrú- ar, mars og apríl var mjög léleg. í maímánuði var salan hins vegar mun betri nú en í fyrra. Undanfarin tvö ár hafa verið seldir 12-14 þúsund rúmmetrar af steypu á ári hjá Möl og sandi og sagðist Hólmsteinn gera ráð fyrir að þegar upp yrði staðið yrði sal- an svipuð í ár. ET Skógræktarferð að Hólum Félagar í Framsóknarfélagi Akureyrar fóru í skógræktarferð um síðustu helgi. Á aðalfundi félagsins í vor var ákveðið að setja niður trjáplöntur á Hólum í Öxnadal, jörð Vals Arnþórssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra KEA, og Sigríðar Ólafsdóttur, konu hans, og þakka þeim fyrir vel unnin störf. Gróðursettar voru ríflega 2800 plöntur og tók það ekki langan tíma því á sjöunda tug manna var um verkið. Því næst var sest kringum útigrill og notið góðra veitinga í blíðskaparveðri. Mynd: ehb Viíiá > jn.nphfitmtt'í'í — HliOAO — $ Fimmtudagur 13. júlí 1989 - DAGUR - 3 Aldraóir! Fáein pláss eru laus í dvalarflokk fyrir aldraða í sumarbúðum kirkjunnar við Vestmannsvatn, Aðaldal, 29. júlí til 5. ágúst. Leitið upplýsinga í síma (96-)43553. Sumarbúðirnar Vestmannsvatni. Sporttek/ur af mörgum gerðum nýkomnar ★ Colt ★ Lancer ★ Galant ★ Space wagon ★ Toyota ★ Mazda ★ Nissan ★ Ford ★ Peugeot Tryggvabraut 14 Sími 96-21715 Iðnaðarbankinn HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. júlí 1989oghefstkl. 17:00. DAGSKRÁ: 1. TiDaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við við- skiptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeim er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. Höldursf. Hjólbarðaverkstæði

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.