Dagur - 13.07.1989, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1989
ÚTGEFAND!: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Hannes Hólmsteinn
fer á kostum
Margt furðulegt hefur birst á prenti í gegnum tíðina en
grein lektorsins landsfræga, Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar, í DV á þriðjudaginn kastaði þó tólfunum.
Greinin ber nafnið „Sjálfstæðisflokkurinn og fjölmiðlarn-
ir" og í henni grætur höfundur það sáran að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi hvergi öruggt athvarf í fjölmiðlaheimin-
um!! Hannes Hólmsteinn fullyrðir sem sagt í þessari
dæmalausu grein sinni að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér
ekkert málgagn. Flokkurinn sé þar með kominn í sömu
aðstöðu og Borgaraflokkur og Kvennalisti, á sama tíma
og Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokk-
ur ráði yfir talsverðum blaðakosti. Hann fullyrðir einnig
að Ríkisútvarpið sé beinlínis fjandsamlegt Sjálfstæðis-
flokknum og nefnir meðferð þess á sextugsafmæli flokks-
ins því til sönnunar!
Dagur fær ekki staðist að leyfa lesendum sínum að
meðtaka röksnilli sagnfræðingsins orðrétta. í grein sinni
segir Hannes Hólmsteinn m.a.: „Lítum snöggvast á blöð-
in [þ.e. dagblöðin]. Annars vegar má sjá fjögur lítil
flokksblöð. Þótt þau hafi ekki marga kaupendur og geti
varla lifað án opinberra styrkja eru þau harðsnúin áróð-
ursblöð, „gefa línu", hafa áhrif. Það munar um minna en
þá 10-20 menn sem samtals eru þar á launum við að
skrifa óhróður um Sjálfstæðisflokkinn og leiðtoga hans.
Hins vegar horfum við á DV og Morgunblaðið, sem eru
bæði óháð Sjálfstæðisflokknum..." Og síðar segir
Hannes: „Kjarni málsins er þessi: Flokksblöðin fjögur
nýtast andstæðingum Sjálfstæðisflokksins en einkablöð-
in tvö [þ.e. Morgunblaðið!! og DV] nýtast hins vegar ekki
flokknum. Ríkisútvarpið nýtist andstæðingum Sjálfstæð-
isflokksins en einkastöðvarnar nýtast hins vegar ekki
flokknum. Það er því ekki að furða að á flokkinn hafi hall-
að í fjölmiðlum! “
Þessi röksemdarfærsla Hannesar Hólmsteins er með
hreinum ólíkindum. Varla ætlast hann til þess að
almenningur trúi því sem nýju neti að Morgunblaðið sé
óháð blað, einkablað sem dragi alls ekki taum Sjálfstæðis-
flokksins? Og án þess að hér verði dæmt um áróðursgildi
hinna dagblaðanna er ljóst að Hannes Hólmsteinn hefur
varla lesið Dag svo mikið sem í eitt skipti, því hann setur
blaðið undir sama hatt og hin blöðin og segir Dag „harð-
snúið áróðursblað sem gefi línu". Síðar í greininni fullyrð-
ir hann að Dagur sé ekki opinn öllum þeim sem þar vilja
birta efni, en það er rangt eins og flest annað í þessari
dæmalausu grein.
Hannes Hólmsteinn endar grein sína á því að krefjast
þess að blaðastyrkir ríkisins verði felldir niður, því ein-
ungis „flokksblöðin fjögur" njóti góðs af þeim. Þar bítur
hann höfuðið af skömminni, því þessum svokölluðu
„blaðastyrkjum" er úthlutað með tilliti til þingstyrks og
Sjálfstæðisflokkurinn fær því langmest í sinn hlut. Þannig
hefur það verið um margra ára skeið. Þetta hefur Hannesi
Hólmsteini eflaust. ekki verið kunnugt um, eða hvað?
Eflaust hefur flestum verið skemmt við lestur títt-
nefndrar greinar lektorsins og er það í sjálfu sér gott. En
Hannes hefur eflaust ekki sett þessa grein fram sem
skemmtiefni. Svo mikið er víst að ef hún gefur rétta mynd
af röksemdarfærslu höfundarins er ekki að furða þótt
honum hafi gengið illa að fá nemendur til að sækja fyrir-
lestra sína í Háskóla íslands síðan honum var komið þar
til starfa. BB.
Þessi mynd er af líkaninu sem sýnir hvernig Amtsbókasafnið mun lfta út í framtíðinni.
Nýbygging Amtsbókasafnsins á Akureyri:
Guðmundur Jónsson arkitekt
hefur skilað teikningum
verk óunnið við hönnun mannvirkisins
- ennþá er allmikið
Eins og flestum Akureyringum
er eflaust í fersku minni var sú
ákvörðun tekin á hátíðarfundi
í Bæjarstjórn Akureyrar, í
tilefni af 125 ára afmæli bæjar-
ins, að stækka og byggja við
Amtsbókasafnið. Hér var um
afmælisgjöf bæjarbúa til
sjálfra sín að ræða, eins og
Gunnar Ragnars, fyrrverandi
forseti bæjarstjórnar, komst
að orði við það tækifæri. Nú,
tveimur árum síðar, hefur
Guðmundur Jónsson, arki-
tekt, skilað inn bygginganefnd-
arteikningum af mannvirkinu.
Tillaga Guðmundar Jónssonar
fékk á sínum tíma 1. verðlaun í
samkeppni sem haldin var um
viðbygginguna. Lausn Guð-
mundar felst í því að stækka safn-
ið á þann hátt að ná fram aðlögun
við eldri bygginguna og skapa
þannig samræmda heildarmynd
af því nýja og gamla. Markmiðið
var ekki síst það, að sögn arki-
tektsins, að láta gamla húsið
njóta sín áfram.
Tveir samningar voru gerðir
við Guðmund, sá fyrri vegna
forhönnunar, en sá síðari um að
ljúka bygginganefndarteikning-
um. Hann hefur nú lokið því
verki, eins og áður sagði, en þó
er allmikil hönnunar- og verk-
fræðivinna ennþá eftir, t.d. að
ljúka við burðarþolsteikningar,
en Verkfræðistofa Norðurlands
hefur það verkefni með höndum.
Dómnefndin, sem úrskurðaði
urn verðlaunatillöguna, saman-
stóð af fagmönnum úr Arkitekta-
félagi íslands og þeim Gunnari
Ragnars, Sigríði Stefánsdótttur
og Ágústi Berg, arkitekt, f.h.
Akureyrarbæjar. Nefndin hélt
áfram störfum sem samstarfs-
nefnd, skipuð fulltrúum bæjar-
ins, til að fylgja málinu eftir.
Núverandi húsnæði Amts-
bókasafnsins var tekið í notkun
árið 1968, og var ákvörðun um
byggingu þess einnig tekin á
afmæli bæjarins; 100 ára afmæl-
inu árið 1962. Arkitekt hússins
var Gunnlaugur Halldórsson.
Allangt er síðan að þrengjast
fór að safninu og nauðsyn þess að
stækka það varð ljós. Núverandi
safnhús er 1.156 fermetrar að
stærð, en nýbyggingin verður
2.080 fermetrar. Hér er því um
mikla stækkun húsnæðisins að
ræða. í nýbyggingunni verða
m.a. tveir salir, 135 fermetra
myndlistarsalur og 133 fermetra
fjölnýtisalur. Hægt verður að slá
sölunum saman í einn, og skapast
aðstaða fyrir tónleikahald, sýn-
ingar og ótal margt fleira í safn-
inu. Þegar báðir salirnir eru full-
skipaðir rúmast þar 253 manns í
sæti. Aðstaða verður fyrir veit-
ingasölu í húsinu, og einnig verð-
ur mögulegt að njóta veitinga fyr-
ir utan safnið á þar til gerðum
borðum og bekkjum.
Guðmundur var spurður álits á
öðrum þáttum hússins, s.s. hug-
myndum hans um gólfefni, liti
o.s.frv. Sagði hann þá að hug-
myndir sínar í því efni væru ekki
fullmótaðar, en ekki færi illa á að
nota standandi stafaparkett í
gólfið á sölunum, og innfelldar
flísar í steingólf. Litir innanhúss
yrðu eflaust ljósir.
Gunnar Ragnars segir að næst
á dagskrá sé að halda áfram við
hönnun og teiknivinnu. Ekki
liggur nein kostnaðaráætlun fyrir
enda hefur ekki verið forsenda til
að vinna slíka áætlun ennþá, að
sögn arkitektsins. Óhætt er að
fullyrða að nýbyggingin verður
hið glæsilegasta mannvirki og
vinnuaðstaða mun gjörbreytast í
safninu þegar fram líða stundir.
EHB