Dagur - 13.07.1989, Side 5
Fimmtudagur 13. júlí 1989 - DAGUR - 5
Valdimar Gunnarsson:
55
Hún held ég hafi
tekist nógu vel“
- Nokkur orð vegna útgáfu
á öllum verkum Jónasar Hallgrímssonar
Þau orð sem hér eru að fyrirsögn
ritaði Jónas Hallgrímsson í bréfi
til Finns Magnússonar prófessors
árið 1842. „Hún“ var þýðing Jón-
asar á Stjörnufræði eftir danskan
prófessor, Ursin að nafni. Því
eins rifja ég upp þessi orð að mér
hefir nú borist í hendur útgáfa á
öllum verkum Jónasar Hall-
grímssonar, stórum og smáum
sem geta átt eitthvert erindi við
almenning á íslandi. Hún held ég
hafi tekist nógu vel.
Það er bókaútgáfan Svart á
hvítu sem bætir hér þriðja dýr-
gripnum í bókasafn íslendinga,
hinir fyrri vóru íslendinga sögur
og Sturlunga með ærnum skýr-
ingum, kortum og margháttuðum
fróðleik.
Þessi útgáfa á verkum Jónasar
er frábrugðin fyrri útgáfum að
því leyti að hér eru eícki einasta
birt kvæði Jónasar, stór og smá
heldur líka bréf hans, ritgerðir og
dagbækur sem sýna hliðar á
„listaskáldinu góða“ sem ekki
hefir verið fjölyrt um. Svo góð (í
merkingu Jónasar, þ.e. ljúf og
fögur) sem kvæðin hans eru þá er
ekki síður fróðlegt að kynnast
meir manninum sem orti þessi
kvæði. Það er sérstaklega merki-
legt að lesa fræðilegar (á 19. ald-
ar vísu) ritgerðir hans og athug-
anir um jarðfræði og dýrafræði
eftir þann mann sem orti „Smá-
vinir fagrir foldarskart“.
Og einhvers staðar í öllum
þessum bréfum hlaut að standa
þessi setning: „ en hvur skil-
ur fegurðina nema hann geti not-
ið náttúrunnar jafnframt með viti
og þekkingu ...'?“
Einhverra hluta vegna hefir
orðið lífseig sú þjóðsaga að Jónas
hafi verið einn þeirra ungu
manna sem drabbaði í Kaup-
mannahöfn í stað þess að læra og
ljúka prófi - ennfremur var lengi
siður h'tilla karla að lítillækka
Jónas Hallgrímsson til að reyna
að upphefja sjálfan sig; þeir köll-
uðu hann drykkjurút og ónytj-
ung.
En hér birtist annar Jónas en
þessi drykkfelldi eilífðarstúdent á
bláum klæðisfrakka. Hér kemur
fram vísindamaður með yfir-
gripsmikla þekkingu á sinni
fræðigrein og auk þess einlæga
ást á föðurlandi sínu og þjóðinni
sem í því býr. Það er t.d. eftir-
tektarvert að svo illa sem oft
gekk að afla fjár til rannsókna
fyrir hina miklu íslandslýsingu;
svo erfitt sem Jónas sýnist oft
hafa átt á ferðum sínum - mest
vegna vanefna - þá er hann aldrei
bitur, aldrei illorður og þó lætur
þessi maður allt flakka í bréfum
til vina sinna. Hann gerði sér
grein fyrir því sem hann ætlaði að
gera, hvernig hann ætlaði að gera
það og til hvers það gæti orðið.
Hann stendur öðrum fæti í róm-
antík samtíma síns en hinum í
fræðslustefnu fyrri aldar enda var
samtímamönnum hans mest þörf
fræðslu. Hann dáist að Eggert
Ólafssyni umfram alla menn aðra
og minnist hans reyndar opinber-
lega sem „ . . . mesta mannsins
sem ég held ísland hafi átt á
seinni öldum. “
Hin nýja útgáfa á ritverkum Jónasar
Hallgrímssonar.
Þessi útgáfa á verkum Jónasar
er þrjár viðamiklar bækur og hin
fjórða og stærsta er með skýring-
um og skrám og verður afar
handhæg þeim sem vill rifja upp
kynni af Jónasi. Kvæði Jónasar
eru sett í aldursröð, þá koma
ýmsar blaðagreinar, síðan bréf
hans, bæði einkabréf (sem eru
stórkostleg aflestrar) og opinber
bréfaskipti vegna vísindastarfa. í
þriðja bindinu eru svo verk Jón-
asar um náttúru og landfræði.
Þar er einna fremst hin yndislega
ritgerð um eðli og uppruna jarð-
arinnar, síðan margir þættir um
jarðfræði, lýsingu Islands og um
dýrafræði. Að bókarlokum er svo
hin fræga þýðing Jónasar á
stjörnufræði Ursins og má vera
aldaufur sá maður er ekki getur
haft skemmtun af því efni. Þar
kemur margt skemmtilega á
óvart, t.d. þessi skýring neðan-
máls þegar verið er að fjalla um
viðnám: „Það erhinn nafnkenndi
leikur: billiard; knöttunum er
hrundið með smástöngum og
reknir margvíslega hvur með
öðrum ofan í holur utan til á leik-
borðinu. Er það hin besta
skemmtun og ágætur fimleikur. “
Annað hnossgæti er í fyrsta bind-
inu; það er þýðing Jónasar á
grein eftir danskan fiskifræðing
um fiskverkun á íslandi. Þessi
grein birtist í Fjölni 1845 en hver
les hana þar? Nú ætti að skylda
alla sem koma nærri fiski og
blöðum til að lesa þessa grein;
þar er nú ekki þýðingabragurinn
á eða fræðimannsklúður.
Eftirtektarvert er að sjá hér að
Jónas sótti a.m.k. tvisvar um
prestembætti, meðfram til að
tryggja sér laun - en líka til að
MEISTARAFÉLAG
BYGGINGAMANNA
NORÐURLANDI
Hafnarstræti 107 ■ simi 21022
Lokað
Skrifstofan verður lokuð í dag frá kl.
12-16 vegna jarðarfarar Jónasar
Sigurbjörnssonar.
komast á hentugan stað til frekari
vísindastarfa t.d. rannsókna á
skógum og skógrækt á íslandi.
Litlu fyrir dauða sinn skrifar
hann vinum sínum og er þá fullur
áhuga á kennarastöðu við lærða
skólann heima á íslandi enda
hvattur til þess.
Svona má lengi telja, allskonar
fróðleikur rís af síðum þessara
bóka og ber vitni um skáldið, vís-
indamanninn og umfram allt
þjóðvininn Jónas Hallgrímsson.
Ég sá einn af umsjónarmönnum
þessarar útgáfu í sjónvarpi á
dögunum. Hann sagði að sér
hefði orðið Jónas Hallgrímsson
enn kærari en áður þegar hann
grúskaði í öllu þessi mikla og
margbreytilega efni. Svo fer mér
einnig og mun fleirum fara.
Þetta þykir mér muni vera best
bóka sem ég hefi lengi eignast og
fer þó fjarri að ég hafi fullnotið
hennar. Það verður líklega seint
svo margar sem „matarholurnar“
eru þar.
En miklar þakkir eiga þeir
menn skildar sem gerast slíkir
þjóðvinir á vorum dögum að þeir
safna til þessa verks og breiða
það út um landið. Vonandi er að
þessum bókum verði svo vel tek-
ið sem þær eíga skilið.
Valdimar Gunnarsson.
SANS
SOUCIS
Óskum að ráöa í
eftirtalin störf:
jRitara
Til starfa á lögmannsskrifstofu.
Við leitum að samviskusömum starfsmanni með
góða íslenskukunnáttu og haldbæra undirstöðu í rit-
vinnslu.
Þarf að geta hafið störf 1. september.
Bankastarf
Við leitum að starfsmanni til starfa hjá spari-
sjóði við alhliða bankastörf.
Verslunarmenntun og/eða reynsla við sambærileg
störf æskileg,
Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni.
f££ SB* £ £
FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455.
dagblaðið á
landsbyggðinni
: #SANSS
rukvnn
\é
Snyrtifrædingur kynnir Sans Soucis snyrtivörur í
dagkl. 13.00-18.00.
Komið og kynnist frábærri vöru á ótrúlegu verði!
IO% kynningarafsláttur.
isa
SÍMI
(96) 21400