Dagur - 13.07.1989, Page 6

Dagur - 13.07.1989, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1989 ára afmœli Sambands norðlenskra kvenna - S.N.K.afhenti peningagjöf til byggingar Kjarnalundar í tilefni afmælisins Samband norð- lenskra kvenna afhenti nýlega á fimmta hundrað þúsund króna peningagjöf til heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags Akur- eyrar í Kjarna- lundi. Elín Aradótt- ir afhenti peninga- upphæöina f.h. Sambands norö- lenskra kvenna, en Áslaug Krist- jánsdóttir, formaö- ur N.L.F.A., veitti henni viðtöku. Áslaug Kristjánsdóttir flutti eftirfarandi ávarp viö þetta tilefni: „Ágætu gefendur, kæru konur sem skipið stjórn Sambands norðlenskra kvenna. Fyrir hönd N.L.F.A þakka ég þessa höfðing- legu gjöf og þann fórnarhug, vinnu og vináttu sem að baki býr. N.L.F.A. munar um minna til byggingar Kjarnalundar, sem nú er að verða tilbúinn undir tréverk. Þótt fjármunir séu það sem þarf til byggingaframkvæmda, svo þessi heilsulind norðlenskra byggða komist upp til að fyrir- byggja lasleika manna, - og framlag ykkar þökkum við þús- undfalt, - þá fögnum við, félagar í N.L.F.A., því að eiga slíka hauka í horni sem ykkur. Samtök ykkar eiga 75 ára afmæli nú á þessu ári, það eru samtök kvenna sem vinna sín verk í kyrrþey og spyrja eigi um verklaun að kveldi. Megi störf ykkar blómgast og samtök ykkar halda vöku sinni við að tengja saman starfskrafta strjálla byggða, halda í heiðri fornum menningararfi, en vera um leið vel vakandi í nútíð, lifa í nútíð en stefna fullum seglum inn í framtíð. Þökk sé þeim er að baki ykkur standa og -hafa með þessari rausnarlegu gjöf stuðlað að því að hið forna spakmæli: Heilbrigð sál í hraustum líkama, - rætist, en sú er ósk og von okkar allra. Hafið heila þökk fyrir.“ Horft yfir farinn veg Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn 3.-4. júní sl. Þá var um leið minnst 75 ára afmælis sambandsins, og flutti Elín Aradóttir frá Brún, formað- ur, ræðu þar sem saga þess var sögð í stórum dráttum. Ræða Elínar var þannig: „Samband norðlenskra kvenna er 75 ára. Því finnst mér ástæða til að horfa lítillega yfir farinn veg. Ekki veit ég vel um allar þær vonir sem þær ágætu konur, sem stofnuðu sambandið fyrir 75 árum, báru fyrir brjósti fyrir hönd þess, en áreiðanlega hafa þær vonað að konur á Norður- landi gætu þar sameinað krafta sína til að vinna að þeim verkefn- um sem þær töldu þá best horfa til heilla lands og þjóðar. Á stofndeginum, sem haldinn var á Akureyri, mættu 70 til 80 konur og stóð fundurinn í 5 daga. Halldóra Bjarnadóttir var fund- arstjóri. Átti hún frumkvæðið að stofnun sambandsins og var hinn trausti burðarás þess um fjölda ára. Á fundinum voru rædd fjöl- mörg mál sem fundarkonur töldu sig varða, svo sem menntun kvenna, hjúkrunarmál, garð- yrkja, heimilisiðnaður og uppeld- ismál. í öll þau 75 ár sem síðan eru liðin hefur umfjöllun um þessi mál verið aðaluppistaðan á fundum sambandsins. Menntun og réttindi kvenna eru mál sem komið hafa til umræðu á flestöllum aðalfundun- um, en þau hafa að vísu breyst nokkuð í takt við tfmann. Nú, á þessum fundi, hefur t.d. verið rætt um heimilisfræðikennslu í grunnskólum og nauðsyn þess að hún verði aukin sérstaklega, eftir að húsmæðraskólarnir virðast vera dottnir út úr kerfinu. Starfað að framfaramálum í 75 ár Heilbrigðis- og hjúkrunarmál hafa verið á dagskrá öll árin. Má þar nefna að árið 1918 hóf S.N.K. baráttu fyrir því að reist yrði berklahæli í Kristnesi. Var unnið ötullega að því máli þar til hælið komst upp. Árið 1967 var byrjað að reisa Vistheimilið Sólborg á Akureyri og var safnað stórri fjárhæð til byggingarinnar á vegum S.N.K. til styrktar því. Síðan hefur sam- bandið oft styrkt Sólborg með myndarlegum peningagjöfum. Árin 1979-80 var safnað fé til Endurhæfingarstöðvar Sjálfs- bjargar á Akureyri og söfnuðust 3,5 milljónir króna. Þá hefur ver- ið safnað fé til Náttúrulækninga- hælisins á Akureyri sem er að rísa í Kjarnaskógi. Nú á síðasta ári stóð yfir söfnun til þeirrar byggingar. Námskeið í garðyrkju o.fl. Garðyrkja hefur öll þessi ár verið áhugamál S.N.K. Strax á fyrstu árum þess voru ráðnir kennarar í garðyrkju. Sér enn merki þess víða þar sem hávaxin tré, gróður- sett fyrr á öldinni, setja svip sinn á heimili og héruð. Fjöldi nám- skeiða hafa verið haldin ásamt fræðsluerindum um þessi mál. Kennarar hafa ferðast til kvenfé- laganna með leiðbeiningar um garðyrkju, og á síðasta ári heim- sótti t.d. Árni Steinar Jóhanns- son mörg félög í þessu skyni. Þá hafa verið haldin mörg námskeið í blómaskreytingum og mat- reiðslu grænmetis. Árið 1974'fóru 16 unglingar af sambandssvæðinu á 5 daga nám- skeið í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Annaðist S.N.K. það mál. Árið 1975 fóru svo fyrstu konurnar á 5 daga námskeið í skólann. Síðan hafa kvennahóp- ar frá S.N.K. farið nær árlega á þessi námskeið, samtals 12 sinnum, og hafa rúmlega 100 konur tekið þátt. Fræðsla þessi hefur verið mjög vinsæl. Sambandið hefur oft gengist fyrir heimilisiðnaðarsýningum, sérstaklega í sambandi við aðal- fundi. Það hefur útvegað kenn- ara til að fara út í félögin með námskeið á þessu sviði, og hafa þau verið bæði fjölbreytt og gagnleg. Auk þess, sem áður hef- ur verið nefnt, er saumur á ís- lenska búningnum, mokkaskinn- um, almennur fatasaumur, mál- un á tré, tau, silki og postulín. Einnig má nefna námskeið í út- skurði, bókbandi, hrosshárs- vinnu, leirmunagerð, sauðskinns- skógerð og íleppagerð, búta- saumi, ullarvinnu, matreiðslu og jólaföndri, ásamt fleiru. Húsmæðraorlof Árið 1972 var ákveðið að sam- bandið gengis fyrir sameiginlegu húsmæðraorlofi á Noröurlandi. Voru þá starfandi margar orlofs- nefndir, dreifðar um sambands- svæðið, samkvæmt lögum um or- lof húsmæðra, eaenginn sameig- inlegur staður til fyrir konurnar til orlofsdvalar. Var kosin nefnd til að sjá um framkvæmd málsins, og árið 1973 voru haldnar tvær orlofsvikur í Húsmæðraskólan- um á Laugalandi. Síðan hefur þessi starfsemi haldið óslitið áfram, við góða aðsókn, á vegum S.N.K., og hafa orlofsnefndir séð um dvalirnar. Það hefur verið venja að fá tvo til þrjá fyrirlesara á aðalfundina til að flytja erindi um mál sem voru á döfinni og þóttu áhuga- verð hverju sinni. Á eftir þessum erindum hafa komið fyrirspurnir og oft mjög líflegar umræður. Hafa verið tekin fyrir hin fjöl- breytilegustu málefni á þessum fundum, m.a. bindindismál, frið- armál, heilbrigðismál, umhverf- isvernd, tryggingamál, jafnréttis- barátta kvenna, jafnvægi í byggð landsins, ferðaþjónusta bænda, útimarkaðir, neytendasamtök, tannlæknaþjónusta, málvernd o.fl. Á stofnfundinum á Akureyri var rætt um málgagn fyrir konur og upp úr því var ársritið Hlín sett á laggirnar. Hlín kom út f 43 ár og allan þann tíma sá Hall- dóra Bjarnadóttir um útgáfuna af miklum dugnaði. Var blaðið kær- kominn aufúsugestur á heimilum um allt land öll þessi ár. Sambandið hefur gefið út myndarleg afmælisrit á 50, 60 og 70 ára afmælum sínum. Nokkr- um sinnum hafa verið gefnar út fjölritaðar uppskriftir og leið- beiningar. Þá held ég að viljinn til að hlúa að heimilunum hafi gengið eins og rauður þráður gegnum allan feril sambandsins, en heimilið er sú stofnun sem mér virðist meðlimir S.N.K. telja einna mikilvægasta í þjóðfélag- inu. Norðlenskar konur hafa miklu áorkað gegnum sambandið Hér hefur verið stiklað á stóru um störfin og áhugamálin þessi 75 ár. Erfitt er að meta hversu sambandið hefur áorkað þennan tíma, verður það sjálfsagt ekki í tölum talið eða á vogum vegið. Því hefur þó tekist að fylgjast með tímanum, þannig að norðlenskar konur virðast hafa áhuga á að halda því saman og starfa að áhugamálum þess. Ætli að innsta eðli mannkind- arinnar sé kannski ekki eitthvað svipað og fyrir 75 árum. Þrátt fyr- ir rafmagnið, fjölmiðlana, alla bílana og fínu villurnar erum við enn félagsverur sem viljum njóta samvista við meðborgara okkar. Tel ég að þau persónulegu kynni og samskipti norðlenskra hrafnaþing... ...en hins vegar erum við fús að veita ÞÉR góða þjónustu Við bjóðum: Tölvuprentun Blaðaprentun Tímaritaprentun Bókaprentun Bókband Dagsprent Strandgötu 31 • Akureyri • S 96-24222

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.