Dagur - 13.07.1989, Síða 11

Dagur - 13.07.1989, Síða 11
Fimmtudagur 13. júlí 1989 - DAGUR - 11 fþrótfir i Akureyrarfélögin mættust í 2. flokki í fyrrakvöld: PáH Gíslason með þrennu Þór og KA léku í fyrrakvöld í 2. flokki íslandsmótsins í knattspyrnu. Leiknum lauk með sigri Þórs, 3:2, en Þórsar- ar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og komust í 2:1 fyrir leikhlé. Páll Gíslason skoraði öll mörk Þórs. Ekki voru búnar nema 12 mínútur af leiknum þegar Páll Gíslason tók boltann í mikilli þvögu í teig KA og sendi í netið. Um miðjan hálfleikinn bætti Páll síðan aftur við marki eftir víta- spyrnu. Brotið var á Árna Þór Árnasyni en Ægir Dagsson, markvörður KA, náði að verja skot Páls Gíslasonar, hélt hins vegar ekki boltanum og Páll fylgdi á eftir og skoraði. KA minnkaði muninn stuttu fyrir leikhlé þegar markvörður Pórs og einn leikmaður liðsins hlupu saman í vítateignum. Við þetta misstu þeir boltann framhjá sér og Pétur Friðriksson lét ekki tækifærið framhjá sér fara og sendi boltann í opið markið. Þórsarar komust í 3:1 á 10. mínútu síðari hálfleiks þegar Páll Gíslason tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Páll sendi þrumu- fleyg alveg út við stöng og inn- siglaði þar með sigurinn. KA- menn lifnuðu talsvert við í síðari hálfleiknum og fengu þeir meiri frið á vellinum eftir að Þórsarar drógu sig aftur. Skömmu fyrir leikslokin minnkuðu þeir muninn þegar Björn Pálmason skoraði. Leikurinn var ekki mjög vel spilaður og hafa viðureignir Ákureyrarfélaganna oft verið harðari. Pórsarar höfðu yfirburð- ina í fyrri hálfleiknum en duttu nokkuð niður þegar líða tók á leikinn, töldu enda sigurinn gull- tryggan. Sigur þeirra telst þó sanngjarn. í fyrrakvöld léku einnig Völs- ungar og Fylkismenn í 2. flokki karla á Húsavíkurvelli og lyktaði viðureigninni með 4:1 sigri Fylkis í skemmtilegum leik þar sem oft var sýnd góð knattspyrna. JÓH Um síðustu helgi fóru fram meistaramót golfklúbbanna á landinu. Á myndinni hér að ofan eru þær sem borðust um meistaratitilinn í kvenna- flokki á Húsavík, frá vinstri Þóra Sigmundsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti, þá Húsavíkurmeistarinn Sigríður Birna Ólafsdóttir og loks Þóra Rós- mundsdóttir sem hreppti 3. sætið. Þrír knattspyrnuleikir í 3. deild í fyrrakvöld: Siglfirðingar standa með pálmann í höndum Golf: Opna Sauðárkróks mótið um næstu helgi Opna Sauðárkróksmótið í golfl verður haldið um helgina á Hlíðarendavelli Golfklúbbs Sauðárkróks. Mótið hefst kl. 10 að morgni laugardags og leiknar verða 36 holur í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Glæsileg verðlaun eru í boði, m.a. forláta golfsett fyrir að fara holu í höggi. Hlíðarenda- völlur er í mjög góðu ástandi Halldór Halldórsson, varn- armaðurinn úr KA, getur ekki leikið knattspyrnu næstu vik- urnar en hann handarbrotnaði í bikarleiknum við Fram á dögunum og gat því ekki leikið gegn Val í deildinni síðastlið- inn sunnudag. Halldór sagði í samtali við blaðið í gær að hann mætti ekki um þessar mundir og búist er við góðri þátttöku á mótið. Pátttaka á „Sauðárkrókur open“ tilkynnist í Golfskálann að Hlíðarenda í dag, fimmtudag, milli kl. 15 og 15.30 og á morgun, föstudag, kl. 15-15.30 og kl. 20- 22.00. Síminn í skálanum er 95- 35075. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku til stjórnar klúbbsins eða nefndarformanna. spila knattspyrnu næstu tvær vik- urnar en þennan tíma verður hann með gipsumbúðir. Hann mun því missa af a.m.k. tveimur deildarleikjum KA en verður hugsanlega orðinn leikhæfur þeg- ar KA mætir Fram í 11. umferð, þann 26. júlí. Hann hefur spilað alla leiki KA í sumar, ef undan er skilinn leikurinn við Val. JÓH KS á Siglufírði hefur nú mjög vænlega stöðu í b-riðii 3. deild- ar íslandsmótsins í knatt- spyrnu eftir sigur á Þrótti frá Neskaupsstað í fyrrakvöld á Siglufírði. Heimamenn fengu óskabyrjun, skoruðu eftir 5 mínútur og fyrir leikhlé bættu þeir öðru marki við. Lokatölur urðu hins vegar 3:1. Þróttarar sýndu ágæta knatt- spyrnu í leiknum og veittu KS harða mótspyrnu. Mark þeirra kom um miðjan seinni hálfleik- inn þegar Þorlákur Árnason skoraði en Siglfirðingar höfðu þá haldið marki sínu hreinu í rúmar 600 mínútur, eða allt frá því í fyrstu umferð. Óli Agnarsson gerði fyrst mark KS í leiknum. Félagi hans, Baldur Benónýsson, Staðan 3. deild KS 8 7-1-0 33: 2 22 Þróttur N. 8 6-1-1 23:10 19 Dalvík 8 4-2-2 16:1114 Huginn 8 4-1-3 15:14 13 Reynir Á. 8 3-2-3 13:1111 Kormákur 8 2-2-4 14:24 8 Magni 7 2-1-4 9:16 7 Austri 7 0-2-5 3:18 2 Valur Rf. 8 0-2-6 3:25 2 skoraði annað markið og Óli inn- siglaði síðan sigur KS með góðu marki skömmu fyrir leikslok. KS situr nú í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forskot á Þrótt. Á Árskógsstönd léku heima- menn í Reyni við Dalvík í sama riðli. Leikurinn var baráttuleikur og mjög kaflaskiptur. Dalvíking- ar voru sterkari í fyrri hálfleik og skoruðu eitt mark en Reynis- menn pressuðu í þeim síðari og Anas Hellmann, vinstri- handarskytta úr liði Nuuk á Grænlandi, hel'ur mikinn hug á að ganga í raðir handknatt- leiksmanna KA fyrir næsta tímabil og mun hann koma til Akureyrar á morgun til að skoða aðstæður og ræða við KA-menn. Hellmann er kominn í sam- band við KA fyrir milligöngu Jakobs Jónssonar, fyrrum KA- leikmanns sem þjálfaði lið á Grænlandi í vor. Jakob hefur séð til þessa leikmanns og sagðist hann, í samtali við blaðið í gær, jöfnuðu. Mark Dalvíkinga skor- aði Sigfús Kárason en Haraldur Haraldsson skoraði fyrir Reyni. Þriðji leikurinn í riðlinum var á Reyðarfirði þar sem Magni og Valur gerðu jafntefli, 2:2. Magnamenn voru fyrri til að skora en Valur jafnaði í tvígang, í seinna skiptið rétt fyrir leikslok. Magni varð fyrir áfalli í upphafi leiksins þegar Ingólfur Ásgeirs- son fótbrotnaði. JÓH telja að KA hafi not fyrir þennan leikmann. Erlingur Kristjánsson, þjálfari handknattleiksliðs KA, sagði í gær að stutt væri síðan Hellmann komst í samband við KA. „Ef hann hefur mikinn áhuga á að koma þá er hann velkominn í okkar raðir, við sjáum síðan til hvernig þetta gengur,“ sagði Erl- ingur. Anas Hellmann verður vænt- anlega í viðræðum við KA-menn um helgina og dvelur hann á Akureyri í viku eða hálfan mán- uð og tekur á þeim tíma þátt í æfingum með KA. JÓH Meiðsli hjá KA: Halldór handarbrotinn Handknattleikur: Grænlensk stórskytta í raðir KA-manna? Dagur kynnir keppendur um titilinn „Aflraunameistari íslands“: Gidlsmíðuriim og „Loðfílliim" meðal keppenda Dagur mun á næstu vikum kynna sérstaklega keppendur og keppnisgreinar í krafta- keppninni „Aflraunameistari íslands“ sem fram fer á Akureyri um miðjan ágúst. í dag verða kynntir tveir kepp- endur og tvær greinar. Það fer vel á því að hefja þessa kynningu á tveimur af þekkt- ari kraftamönnum Norðiend- inga, þeim Flosa Jónssyni og Torfa Ólafssyni. Keppendur Flosi Jónsson er 34 ára og út- skrifaðist sem gullsmiður árið 1976. Flosi er 178 cm á hæð og vegur 97 kg. Hann hóf að æfa lyftingar árið 1969, þá aðeins 15 ára, en skipti yfir í kraftlyfting- ar árið 1979 eftir að hafa hætt æfingum í 8 ár. Flosi er marg- hertur í allskyns aflraunastússi og þykir hinn magnaðasti kepp- nismaður. Hann sigraði í fyrstu aflraunakeppninni á lands- byggðinni, „Sterkasti maður Norðurlands", sem fram fór á Akureyri 1987 og sama ár var I hann í kcppninni „Sterkasti maður Íslands“. Hann varð svo í 3. sæti í keppninni „Sterkasti maður landsbyggðarinnar“ í fyrra. Flosi hefur oft orðið íslandsmeistari í lyftingum og kraftlyftingum og einu sinni Flosi Jónsson. hlotið brons á NM í kraftlyft- ingum. Helstu áhugamál hans eru kraftlyftingar, laxveiði, ljós- myndun og trjárækt. Fl.osi er núverandi formaður Kraftlyft- ingafélags Akureyrar. Torfi Ólafsson er 24 ára nemi og „vegavinnutröll" og gengur venjulega undir nafninu „Loð- fíllinn" sökum stærðar sinnar og fyrirferðar, en Torfi er 200 cm á hæð og vegur 150 kg. Torfi hóf að æfa kraftlyftingar árið 1982 og náði fljótt frábærum árangri í þeirri íþróttagrein. Ári seinna hlaut hann brons á NM fullorð- inna og árið 1985 varð hann heimsmeistari unglinga og svo aftur 1986 en 1988 rnissti hann naumlega af gullinu. Torfi er einnig vel sjóaður í aflrauna- mótum. Hann tók fyrst þátt í keppninni „Sterkasti maður íslands“ árið 1985, varð annar og 1987 varð hann fjórði í sömu keppni. Torfi sigraði í keppn- inni „Sterkasti maður lands- byggðarinnar" í fyrra eftir mik- ið einvígi við Magnús Ver og síðar varð hann í 4. sæti á alþjóðakeppninni „Kraftur 88“ og í 3. sæti í „Sterkasti maður íslanös“ sem fram fór samhliða þeirri keppni. Á þessu ári hefur Torfi snúið sér meira að júdó og er þekktur skelfir í þeirri grein. Áhugamál Torfa eru kraftlyft- Torfi Ólafsson. ingar, júdó, mótorhjól og barnapössun. Torfi er núverandi varafor- maður Kraftlyftingafélags Akureyrar. 1. keppnisgrein: Hjólböruakstur 20 metra hjólböruakstur með 800 kg hlass. Þarna verður tekið á því með hinum frægu Hrís- eyjarhjólbörur sem notaðar voru í keppninni „Sterkasti maður Norðurlands". Hjólbör- ur þessar eru stórar og stæðileg- ar og voru raunar fyrstu „leigu- bílarnir" í Hrísey hér á árum áður. Ætlunin er að tveir kepp- endur reyni með sér í einu og ræður tími úrslitum hjá þeim sem komast alla leið. 2. keppnisgrein Armlyfta heinum örmum Keppandi stendur beinn og heldur á ákveðinni þyngd (25 kg hlut) með beinum útréttum örmum. Þetta er alþjóðleg keppnisgrein í kraftamótum og reynir mjög á handleggi og axlir. Tími ræður úrlitum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.