Dagur - 13.07.1989, Síða 12

Dagur - 13.07.1989, Síða 12
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR rFJÁRFESTINGARFÉlAGP Ráðhustorgi 3, Akureyri Fiskeldi Eyjafjarðar: 40 þúsund lirfur á kviðpokastígi - viðkvæm og erfið tilraun Hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hjalteyri er nú fengist við afar viðkvæma og erfiða tilraun til þess að koma upp fyrsta ár- ganginum af hiðuseiðum. Þriðja og síðasta skammtinum af fyrstu hrognum var nýlega klakið út en alls er um að ræða um 40 þúsund lirfur sem fylgj- ast þarf mjög náið með. Sem kunnugt er voru lúð- ur til stöðvarinnar veiddar í Breiðafirði vestra á síðasta ári. Um er að ræða 34 stórar lúður og í maímánuði voru þær kreistar. Ekki ríkti mikil bjartsýni um að hrogn fengjust úr lúðunum nú í vor þar sent talið var að þær þyrftu að minnsta kosti eins árs aðlögunartíma. Lirfurnar eru geymdar í sér- stökum kerjum sem flutt voru inn frá Noregi. Þær eru nú á svoköll- uðu kviðpokastigi sem varir í urn tvo rnánuði. Að sögn Ólafs Hall- dórssonar forstöðumanns Fisk- eldisins er hér um að ræða mjög viðkvæmt tímabil. Mesta hættan á afföllum er þó talin þegar start- fóðrun hefst, uppúr miðjum ágúst. Ætlunin er að fyrst um sinn verði lirfurnar fóðraðar á dýrasvifi sem veitt verður við Hjalteyri en síðan verði gerð til- raun með nýtt fóður frá Skretting AS í Noregi. Nokkru eftir að startfóðrunin hefst tekur við svokölluð mynd- breyting og þá taka lirfurnar á sig mynd foreldra sinna. Lirfurnar verða flatar og augun leita bæði á sömu hlið, svo nokkuð sé nefnt. Fyrst þegar hér er komið sögu er taiað um lúðuseiði. „Enn sem komið er hefur mönnum ekki tekist að ala lúðu- seiði í stóruni stíl og við gerum okkur því grein fyrir að hér er um rnjög erfitt ferli að ræða,“ sagði Ólafur. ET Mynd: IM Dælt verður 15 þúsund rúmiuetrum af efni úr höfninni yfir í lón norðan Norðurgarðs. Húsavík: Dýpkun ha&iariimar að ljúka Öngulsstaðahreppur: Bifreið steyptíst í Þverárgljúfur Klukkan 21.36 á þriðjudags- kvöld var lögreglunni á Akur- eyri tilkynnt um umferðar- óhapp við Þverárgljúfur í Öng- ulsstaðahreppi. Þar hafði bifreið lent út af veginum við brúna og hrapað niður í gilið, en ökumaður kömst af eigin rammleik út úr bílnum og leit- aði hjálpar á bænum Þverá. Að sögn lögreglunnar virðist sem ökumaður, sem var á leið í suðurátt, hafi misst stjórn á bif- reið sinni þegar hann kom að brúnni við Þverá og skipti engum togum að bifreiðin steyptist niður í gljúfrið. Lítt meiddur, en nokk- uð þrekaður, komst ökumaður- inn út úr flakinu, upp úrgljúfrinu og að bænum Þverá skammt frá slysstað. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri en hann reyndist aðeins skrámaður og hér fór því betur en á horfðist. Að sögn lög- reglunnar barst bifreiðin unt 300 metra niður eftir Þverá og stöðv- aðist við árósinn þar sem henni var náð upp, mikið skemmdri, þetta sama kvöld. SS Dýpkunarfélagiö hf. hefur undanfarnar fimm vikur unniö að dýpkun í Húsavíkurhöfn og er reiknað með að verkinu Ijúki nú í vikunni. Alls á að dæla 15 þúsund rúmmetrum af efni úr höfninni yfir í ión norð- an Norðurgarðs, sem myndað- ist í fyrrasumar er unnið var að fyrsta áfanga við breikkun garðsins. Dýpkun hafnarinnar var ekki á áætlun í sumar, en í ljós kom að hagkvæmara var að nýta efni úr botni hafnarinnar til uppfyllingar í lónið, í stað þess að keyra þang- að efni í sumar og þurfa síðan að losna við efnið úr hafnarbotnin- um nokkrum misserum síðar. Efnið úr grjótnáminu, sem fyrir- hugað var að nota til uppfylíing- arinnar er einnig afbragðsefni til annarra nota, t.d. til að mylja í slitlag. Er lokið verður að dæla upp- fyllingarefninu í lónið verður gengið frá grjótgarðinum. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar, bæjarstjóra, lýkur því verki sennilega ekki alveg á þessu ári, þar sem fjárveiting dugar ekki til. Reiknað er með að vinna allt það grjót sem í garðinn þarf og keyra því á nýju uppfyllinguna, en ljúka síðan við að raða því á garðinn næsta vor sem ekki klár- ast í haust. IM Stakfellið enn innsiglað: Seinagangur í lánafyrir- greiðslu lengir biðina Stakfellið, frystitogari Útgerð- arfélags Norður Þingeyinga, hefur nú legið innsiglað við Afleiðingar samdráttar í sjávarútvegi: Skiptaráðandi veitir Plast- einangrun greiðslustöðvun Skiptaráöandinn á Akureyri hefur orðið við beiðni fyrir- tækisins Plasteinangrunar hf. um þriggja mánaða greiðslu- stöðvun frá og með 10. júlí. Verulegur samdráttur varð í sölu á vörum fyrirtækisins seinni hluta síðastliðins árs og fyrri hluta þessa árs vegna versnandi afkomu sjávarútvegs og fiskvinnslu. Jafnframt hefur fyrirtækið staðið í talsverðum fjárfestingum við þróun nýrrar framleiðsluvöru og hefur þetta leitt til tapreksturs og greiðsluerfiðleika. Því taldi stjórn Plasteinangrunar óhjá- kvæmilegt að fara fram á greiðslu- stöðvun svo ráðrúm gæfist til endurskipulagningar tyrirtækis- ins. Þorsteinn Kjartansson, lög- giltur endurskoðandi, og Bene- dikt Ólafsson, héraðsdómslög- maður, hafa verið ráðnir aðstoð- armenn fyrirtækisins á greiðslu- stöðvunartímanum. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá stjórn Plasteinangrunar hf. og þar segir einnig orðrétt: „Plasteinangrun hf. mun halda áfram að þjóna viðskiptavinum sínum og leggur áherslu á aukna markaðsstarfsemi. Jafnframt verður leitað leiða til að endur- skipuleggja rekstur og fjárhag fyrirtækisins þannig að tryggja megi sem best framtíð þess svo og hagsmuni starfsfólks og lána- drottna." Sigríður Jónsdóttir, fyrr- verandi skrifstofustjóri Plast- einangrunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins en fyrrverandi framkvæmda- stjóri, Sigurður Jóhannsson, mun snúa sér að sölu- og markaðsmál- um. Teknar hafa verið upp viðræð- ur við innlenda og erlenda aðila um aukna samvinnu og hugsan- lega eignaraðild þeirra að fyrir- tækinu. SS bryggju á Þórshöfn í meira en tvær vikur. Til stóð að skipið færi á veiðar í gær en ekki varð af því vegna scinagangs við lánafyrirgreiðslu. Stakfellið var kyrrsett vegna ógreiddra staðgreiðsluskatta frá síðasta ári. Rekstur beggja skipa ÚNÞ gekk þá mjög brösuglega vegna alvarlegra bilana. Að sögn Grétars Friðrikssonar fram- kvæmdastjóra urðu þessi áföll og hár fjármagnskostnaður tií þess að ekki tókst að standa í skilum. Á þessu ári hefur útgerð skipsins gengið vel og er aflaverðmæti orðið hátt í 160 milljónir. Sótt hefur verið um skamm- tímalán hjá Landsbankanum til greiðslu skuldarinnar við ríkis- sjóð og eru taldar góðar líkur á að það fáist. „Við ætlum okkur að leysa þetta mál í eitt skipti fyr- ir ölí en ekki þannig að skipið verði stöðvað næst þegar það kemur í höfn,“ sagði Grétar. í raun er þó verið að vinna tíma því í ágústmánuði verður hjá Atvinnutryggingasjóði tekin fyrir umsókn ÚNÞ um frekari fyrir- greiðslu. Grétar sagðist hafa góða von um að hún fengist einmg. Af einhverjum orsökum hefur afgreiðsla bankalánsins tafist æ ofan í æ og þau loforð sem gefin eru virðast heldur lítils virði. Skipið verður sent á veiðar um leið og mál þetta leysist. Grétar sagðist í gær vona að það gæti orðið í dag. ET 2fe- Á aldrinum frá tveggja ára til sex ára geta börn lært aö meöaltali átta ný orð á dag. Fullorðnir hafa áhrifáhvaöa orö það eru. &

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.