Dagur - 14.07.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 14.07.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. júlí 1989 /--------------------------------- fréttir Norðlendingar Verðum með reynsluakstur á hinum nýja og frábæra Fiat Tipo nk. laugardag 15. júlí frá kl. 10-14 við sýn- ingarsal okkar á Tryggvabraut 10, Akureyri. Komið, skoðiö og reynsluakið og þið munið komast að raun um að vel hefur til tekist. Verðum einnig með reynsluakstur alla næstu viku, vikuna 17. til 21. júlí frá kl. 09.00 til kl. 18.00. Höldursf, Sveinn Egilsson hf. J Slys gera ekki^ ■ r m F m ÚKUM EINS OG MENN! boð a undan ser! i Við Hafnarhólma er gott bátalægi og er nú unnið við endurbætur og smíði á bryggju þar. Mynd: ss Borgarfjörður eystri: Endurbætur á bátalægi við Hafnarhóbna Hafnaraðstaða hefur verið fremur bágborin í Borgarfiröi eystra. Höfnin í þorpinu sjálfu, Bakkagerði, er opin og lítið skjól fyrir báta enda hafa sjó- menn þurft að geyma báta sína annars staðar, t.d. á Seyðis- firði. En nú er að rætast úr hafnarmálum í firðinum. Við Hafnarhólma, fuglabjarg- ið fjölskrúðuga, er unnið að endurbótum á bátalægi. Par er skjólgott og hægt að geyma báta í flestum veðrum yfir sumarmán- uðina. Frá Borgarfirði eru gerðar út 15-20 trillur, tveggja til tólf tonna. Trilluútgerð hefur verið aðalatvinnuvegur í hreppnum ásamt fjárbúskap, en vegna riðu- veiki hafa bændur þurft að skera fé sitt. Þá er steiniðjan Álfasteinn hf. vaxandi fyrirtæki og nokkrir aðilar starfa við iðnað og þjón- ustu í Borgarfjarðarhreppi, en töluverðar vonir eru bundnar við ferðamannaþjónstu á þessum slóðum. Samgöngur við Borgarfjörð hafa farið batnandi. Þar er 1000 metra flugbraut og að jafnaði flogið þangað 3-4 sinnum í viku frá Egilsstöðum. Strandferðaskip koma vikulega og fastar ferðir með vörur landleiðina eru einu sinni í viku. Þá gera snjómokst- ursreglur ráð fyrir einni opnun um Vatnsskarð á viku. SS ! •nyrtivoruKynnmg Snyrtifræðingur kynnir Sans Soucis snyrtivörur í SANS SOUCIS . #SANsSÍ« dag kl. 13.00-18.00. Komið og kynnist frábærri vöru á ótrúlegu verði! 10% kynningarafsláttur. Bygginganefnd Akureyrar: Afgreiðslu á hótel- teikningum frestað Bygginganefnd Akureyrar hef- ur frestað afgreiðslu á teikn- ingum af Hótel Norðurlandi vegna breytinga á bygging- unni. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir spurðist fyrir um það á síðasta bæjarstjórnarfundi hvernig stæði á því að teikningar vegna breyt- inga á hótelbyggingunni væru ennþá ósamþykktar, því nokkuð er síðan hótelið var tekið í notkun. Heimir Ingimarsson, bygginga- nefndarmaður, varð fyrir svörum og sagði hann m.a. að því miður væri það svo að alltof oft bærust erindi of seint til bygginganefnd- ar. Umræddar teikningar af Hótel Norðurlandi væru ekki að berast til nefndarinnar í fyrsta sinn, þær hefðu verið endursend- ar áður, þar sem þær sýndu ekki það sem ætlast var til að þær sýndu. Heimir sagði að alltof oft kæmi það fyrir að nefndinni væru send- ar ófullnægjandi teikningar af mannvirkjum sem þegar væri búið að breyta. „Bygginganefnd reynir að hamla þarna á móti og þetta dæmi er ekkert einsdæmi, síður en svo, þau eru alltof sorg- lega mörg.“ Bílaleigur: Útlendingar kvarta vegna lokaðra öræfaslóða Mikið er að gera hjá bílaleig- um um þessar mundir, enda er háannatími hjá þeim um þetta leyti árs. Erlendir ferðamenn hafa þó kvartað vegna þess að fjallvegir eru víða lokaðir. „Það er mikið að gera, ívið meira en í fyrra,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Bílaleigu Akur- eyrar. „Það eru hins vegar vand- ræði vegna öræfanna. Erlenda ferðafólkið kvartar auðvitað yfir því að þær slóðir séu lokaðar, t.d. Gæsavatnaleið og aðrar slík- ar sem ekki hafa verið opnaðar ennþá. En annars gengur allt vel og þeir sem hafa bókað sig hafa skilað sér ágætlega. Það virðist þó ekki vera mikið um að fólk komi beint inn af götunni til að panta bíla, en við erum með fjölda bókana fram yfir 20. ágúst,“ sagði hann. „Það er nóg að gera hjá okkur, þetta er mun betra en við hefðum þorað að vona,“ sagði Birgir Torfason hjá Bílaleigunni Erni á Akureyri, en Örn er í samstarfi við Bílaleiguna Geysi í Reykja- vík. „Þetta eru mest útlendingar sem panta jeppa. En innlendi markaðurinn er líka nokkur, við fáum allt sem kemur hingað norður frá Geysi. Eg held að bæði júlí og ágúst verði mjög góðir mánuðir," sagði hann. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.