Dagur - 14.07.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 14.07.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 14. júlí 1989 Opnunartími í sumar Bautinn opinn alla daga frá kl. 9.00-23.30 Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin Flugfélag Norðurlands: Twin Otter vél tekin á leigu frá ísafírði - merkjanleg aukning í farþegaflutningum: Flugfélag Norðurlands hefur tekið Twin Otter vél á leigu hjá Flugfélaginu Erni á ísa- flrði, án áhafnar, til að nota í áætlunarflugi í júlí og ágúst, sem er háannatími hjá félag- inu. Að sögn Sigurðar Aðal- steinssonar, framkvæmda- stjóra FN, er merkjanleg Hikning í farþegaflutningum hjá félaginu miðað við síðasta ár, sem þó var mjög gott ár. „Það er bara mikið að gera hjá okkur núna. Við leigðum vél til Noregs í eitt ár og vorum þá með tvær Twin Otter í áætlunarflug- inu. Til að mæta eftirspurn urð- um við að bjarga okkur með því að fá þriðju vélina yfir háanna- tímann," sagði Sigurður. Flugfélag Norðurlands er með áætlunarflug samkvæmt sumar- áætlun milli Akureyrar og Egilsstaða, Grímseyjar, Húsa- víkur, ísafjarðar, Kópaskers, Ólafsfjarðar, Raufarhafnar, Siglufjarðar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Sigurður sagði að of snemmt væri að segja til um ásókn í leiguflug hjá FN en þó liti það vel út og töluverð eftirspurn í það hjá knattspyrnufélögum og öðr- um hópum. Á hinn bóginn eru umsvif í Grænlandsflugi ekki eins mikil og í fyrra, en þegar á heild- ina er litið sagði Sigurður að útlit- Árni á Bakka: Hugsanlega seldur á nauð- ungaruppboði Samningaviðræður um sölu Árna á Bakka, sem er í eigu þrotabús Sæbliks hf., sigldu í strand. Aðili í Vestniannaeyj- um sýndi skipinu mikinn áhuga og voru samningar nánast í höfn. Þá kom babb í bátinn og ekki gekk saman. Ástæðan var fyrst og fremst of lág útborgun í skipinu að mati bústjóra, Orlygs Hneflls Jónssonar. Hann sagði í samtali við Dag í gær að í raun væru menn enn á byrjunarreitnum með sölu á skip- inu. Hann sagði það vissulega slæmt að ekki hafi enn náðst samn- ingar um sölu þess en við því væri ekkert að gera, tilboð til þessa hefðu ekki þótt nægilega hag- stæð. Örlygur tók fram að svo gæti farið að skipið yrði selt á nauðungaruppboði ef ekki tækj- ust samningar um sölu þess. Hann sagði ákveðið að halda fund í þrotabúinu þann 27. júlí nk. og þar muni menn ráða ráð- um sínum í stöðunni. „En rétt er að taka fram að skipið er falt og ég er tilbúinn að ræða við hvern þann sem sýnir því áhuga. Það hefur legið fyrir að útborgun þarf ekki að vera há og lán verða væntanlega viðráðanleg," sagði Örlygur Hnefill. óþh ið væri gott hjá Flugfélagi Norð- urlands. SS Alexandersflugvöllur: Nýja flugstöðin vígð á morgun Nýja flugstöðin á Alexanders- flugvelli á Sauðárkróki verður formlega vígð á morgun, laug- ardag, og hefst vígslan kl. 15. Hún hefst með því að sr. Hjálmar Jónsson blessar húsið og því næst mun samgönguráð- herra, Steingrímur J. Sigfús- son, flytja ávarp. Einnig mun Pétur Einarsson flugmálastjóri flytja ávarp og Jóhann H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugvalla, verður með framkvæmda- og byggingar- lýsingu á flugstöðinni. Þá mun Jóhann Már Jóhannsson syngja einsöng. Léttar veitingar verða á boðstólum. Búið er að koma fyrir nær öll- um tækjum í nýju flugstöðinni og reiknað með að tekið verði á móti fyrstu farþegavélinni í dag, föstudag, en tölva Flugleiða hef- ur verið tengd þangað. -bjb Bygging stúdentagarða við Skarðshlíð hefur gengið vel. Mynd: Kl. Stúdentagarðar á Akureyri: íbúðum úthlutað á næstunni - byggingin rýkur upp og þegar er farið að huga að næsta áfanga Upp úr 15. þessa mánaðar mun Félagsstofnun stúdenta á Akureyri gefa umsækjendum um íbúðir í stúdentagörðum við Skarðshlíð svar. Þar er rými fyrir 34 fullorðna en umsóknirnar eru mun fleiri og því verður úthlutun að miðast við ákveðna forgangsröð, að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar hjá Félagsstofnun, og mun stjórnin koma saman á næstu dögum. „Það hafa verið samdar úthlut- unarreglur og forgangsröðin mið- ast við að nýtingin verði góð þannig að íbúðirnar verði að mestu leyti skipaðar nemendum Háskólans á Akureyri þótt ekki sé útilokað að makar komi einnig inn í dæmið og reyndar líklegt að svo verði að einhverju leyti,“ Stöð 2: Stöðin í höfuðstaðnum Að undanförnu hefur vaskur hópur starfsmanna Stöðvar 2 verið á ferð umhverfis landið við upptökur á þáttaröðinni „Stöðin á staðnum“. I gær voru Stöðvarmenn með þá Ómar Ragnarsson og Jón Óttar Ragnarsson í farar- broddi staddir á Akureyri, en þátturinn þaðan verður sýnd- ur annað kvöld. Á Akureyri litu þeir Stöðvar- menn við í Lystigarðinum, hjá flugvélarsmiðnum Húni Snæ- dal, við tjarnirnar í Innbænum, í göngugötunni og þá ræddu þeir við forseta bæjarstjórnar svo nokkuð sé nefnt. Loks brá Jón Óttar Ragnarsson Stöðvar- stjóri sér á þotuskíði á Pollin- um. Þátturinn frá Akureyri verð- ur sýndur á Stöð 2 klukkan 20.25 annað kvöld en í kvöld kl.20.45 verður þátturinn sem á miðvikudaginn var tekinn upp á Húsavík, sýndur. Eftir er að geta þess að Ómar Ragnarsson og fylgdarlið hans heimsóttu Dag síðdegis í gær. Kristján ljósmyndari endurgalt heimsóknina og fékk hópinn til að stilla sér upp til myndatöku. sagði Sigurður. Bygging íbúðanna gengur vel og er húsið á undan áætlun. Verktakarnir eru tveir, Möl og sandur og SS Byggir, og sagði Sigurður að samvinna þeirra hefði skilað mjög góðum árangri. Samningar miðast við að íbúðirn- af verði tilbúnar til afhendingar 1. október en verktakar hafa svigrúm til 1. nóvember til að Ijúká frágangi við geyinslur og framkvæmdum við lóð. Hins veg- ar stefnir í það að frágangi verði að fullu lokið 1. október miðað við þann kraft sem er á fram- kvæmdunum. En þetta hús er aðeins fyrsti áfangi í byggingu stúdentagarða á Akureyri og er þegar farið að huga að næsta áfanga. Sigurður P. Sigmundsson og Jón Þórðar- son fóru á fund skipulagsstjóra fyrir skömmu til að ræða þau mál og huga að lóðum fyrir næstu íbúðir. „Við erum með hugmyndir um að byggja smærri einingar næst, kannski þrjú til fjögur hús í röð. Þá væri hægt að stjórna fram- kvæmdahraðanum iniðað við eft- irspurn. Við höfunt heldur ekki útilokað kaup og breytingar á eldra húsnæði. Það er ekkert ákveðið ennþá en við viljum hafa tímann fyrir okkur," sagði Sig- urður. SS Málbreytingum veröur ekki stjórnað með valdboði. Þú getur ráðið hversu hratt þær ganga!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.