Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 16
Gatnaframkvæmdir á Grenivík: Verið að vinna við Hafiiargötuna Nú standa yfir framkvæmdir Einnig er veriö að setja fyllingu og við Hafnargötuna á Grenivík. grjótkant út í sjóinn til þess að Búa á götuna undir bundið slit- lag og breikka út í sjó við frysti- húsið. Með þessu verða nánast allar götur þorpsins orðnar mal- bikaðar og einnig stendur til að leggja bundið slitlag suður frá þorpinu. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps sagði standa til að setja bundið slitlag á Hafnargötu næsta sumar og væri undirbúningur nú í fullum gangi. Hríseyingar: Byggja aðra bíla- geymslu á Sandinum breikka götuna fyrir framan frysti- húsið. „Gatan hefur alltaf verið þröng þarna og erfitt að athafna sig. Núna verður þetta mikið rýmra og ætti að verða allt annað að fara þarna um,“ sagði Guðný. Með bundnu slitlagi á Hafnar- götu sagði hún langt komið með gatnaframkvæmdir á Grenivík. Búið er að malbika nánast allar götur í þorpinu og aðeins eru átta hús sem ekki standa við malbikaða götu. „Eins ætlar Vegagerðin að leggja bundið slitlag suður frá þorpinu á næsta ári þannig að ögn betra ætti að vera að keyra út frá því,“ sagði Guðný Sverrisdóttir. KR Bíddu nú við!! Mynd: KL Akureyri: 1300 fermetra verksmiðjuhús í smíðum hjá K. Jónssyni - mikil verkefni framundan og starfsmönnum Qölgað Hópur Hríseyinga hyggst í sumar koma upp bílageymslu fyrir 20 bíla á Arskógssandi. Þetta er önnur bílageymslan sem byggð er á staönum en eft- ir sem áður mega margir bílar áfram hírast úti allan ársins hring. I Hrísey eru ekki margir bílar en engu að síður eiga Hríseying- ar talsveröan bílaflota. Vagnana geyma þeir á Árskógssandi og um nokkurt skeið hefur þar stað- ið geymsla fyrir 20 stykki. Nú í sumar veröur svo önnur byggð, jafnstór og hin fyrri og við hlið hennar. Húsið er um 450 fer- metrar að stærð og kostnaðurinn verður unt 250 þúsund krónur fyrir hvert hinna tuttugu stæða. Framkvæmdir við húsið hefjast fljótlega en því á svo að ljúka fyr- ir veturinn. „Ég hef engar áhyggjur af því að okkur takist ekki að fylla þetta. Það standa sennilega á ntilli 50 og 70 bílar úti undir beru lofti þarna," segir Smári Thorar- ensen, einn þeirra sem að bygg- ingunni standa. ET Niöursuöuverksmiðja K. Jóns- sonar stendur nú í bygginga- framkvæmdum. Unnið er að byggingu 1300 fermetra verk- smiöjuhúss fyrir austan núver- andi verksmiðjuhús og er ætlun- in að í húsinu verði frysting á rækju ásamt fleiru. Til þess arna þarf fullkomnar frystivél- ar og þær eru nú í framleiðslu í Danmörku. Færibönd og ann- ar búnaður í verksmiðjunni eru í smíðum hjá Vélsmiðjunni Odda. Að sögn Baldvins Valdi- marssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra K. Jónssonar, er vonast til að þessi nýja verk- smiðja verði komin í gang fyrir áramót. „Nýja verksmiðjan gefur okk- ur ekki einungis möguleika á frystingu á rækju. Þegar fram í sækir hugsum við okkur frystingu á fleiri tegundum," sagði Baldvin. Hann sagði að ráðist hafi verið í byggingu verksmiðj- unnar í því skyni að dreifa áhætt- unni ef svo mætti að orði komast. „Það tímabil sem lagmetisiðnað- urinn hefur gengið í gegnum að undanförnu hefur kennt okkur ákveðna lexíu. Það sem við erum fyrst og fremst að sækjast eftir með nýju verksmiðjunni er að auka rekstraröryggið. Hún gefur okkur betri möguleika á nýtingu þeirra fjárfestinga sem fyrir eru," sagði Baldvin. Hann vildi ekki tjá sig um kostnað við byggingu verksmiðjunnar að öðru leyti en því að hér væri vissulega um tölu- vert mikla fjárfestingu að ræða. Baldvin lætur vel at' horfum í framleiðslu og sölu hjá verk- smiðjunni á næstu mánuðum. Auglýst hefur verið eftir starfs- fólki vegna mikilla verkefna á næstunni en Baldvin segir ekki Ijóst hversu mörgum starfsmönn- um verði bætt við. „Okkur hafa borist pantanir víða að sem við þurfum að afgreiða á næstunni. Þess vegna þurfum við að fjölga fólki. Það má orða það svo að léttara sé yfir okkar fyrri kaup- endum eftir að hvalveiðum var hætt. Til marks um það eru hafn- ar viðræður við Aldi-suður og Tengelman í Vestur-Þýskalandi. Hvaö út úr þeim kemur er á þessu stigi erfitt að segja,“ sagði Baldvin. Nýverið hóf K.Jónsson fram- leiðslu á fiskibollum og fiskbúð- ingi. Sú framleiðsla gengur mjög' vel, að sögn Baldvins, „mun bet- ur en við þorðum að vona.“ óþh laugarde^ HERRADEILD Gránufélagsgöw 4 Akureyri • Sími 23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.