Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 7
G. Laugardagur12. ágúst 1989 -r. DAGUR - 7 Sigrún Aadnegaard hreppstjon stjornadi uppbodinu og við hlið hennar situr Sigurgeir bórarinsson skrifari. Hrossauppboð í Skarðsrétt í Gönguskörðum: „Þama voru ungar og fallegar konur úr Reykjavík“ - Sigurður Magnússon og Þórður Þórarinsson með um 100 hross á uppboði réttunum og seljum hrössin hverjum sem verða vill,“ sagði Þörður Þórarinsson í samtali við Dag. Þórður sagði að það hafi verið mest um að Húnvetningar keyptu á uppboðinu, en bætti við: „Annars keyptu Skagfirðing- ar líka, þeir hafa alltaf gaman af þessu.“ í samtali við Dag tók Sigurður Magnússon undir það með Þórði að Húnvetningar hefðu keypt mikið, en sagöi jafnframt að hon- um hefði tekist að selja þekktum hrossabændum í Skagafirði, sem hann átti ekki von á, „Það var þarna fólk alls staðar frá, jafnvel ungar og fallegar konur frá Reykjavík sem keyptu. Þær hringdu svo daginn eftir til að fá upplýsingar um ættir hrossanna. Ég hafði mjög gaman af þessu, í sjálfu sér,“ sagði Sigurður, kátur að vanda. Sigurður var ekkert allt of hrif- inn af sölunni, en sagði að upp- boðið hefði þó farið fram. „Ann- ars fannst mér verðin í lægri kantinum, en hvað á maður að gera? Hvað er framundan í hrossakjötsmálum á komandi hausti? Kannski að Dagur gæti svarað okkur um það. Það vantar meiri markað fyrir mig,“ sagði Sigurður. Hann sagðist eiga ann- að eins eftir af hrossum og hann seldi á uppboðinu, og var greini- lega ekki allt of ánægður með það. „Það er annars ekkert til þess að vera montinn af, að hafa hrúgað þessum hrossum svona upp hjá sér,“ sagði Sigurður að lokum. Það skal ekki undra að fjöl- mennt hafi verið á uppboðinu, því á nær sama tíma var hlé á Hestamóti Skagfirðinga á Vind- heimamelum og komu margir beint þaðan á uppb'oðið. Enda sögðust þeir kappar, Þórður og Sigurður, hafa stílað upp á það að fá hestamenn af Melunum á uppboðið í Skarðsrétt. -bjb Það var margt manna sem lagði leið sína í Skarðsrétt í Gönguskörðum í Skagafirði sl. laugardag. Fram fór opinbert hrossauppboð á hrossum Sigurðar Magnússonar, Sauðár- króki, og Þórðar Þórarinssonar frá Rip. Auk Skagfirðinga mátti sjá þarna Húnvetninga, Akureyringa, Reykvíkinga og ýmsa fleiri mæta menn. Flestir voru þarna til að fylgjast með en innan um voru nokkrir kaupa-Héðnar, reiðubúnir til að punga út nokkrum krónum fyrir góðan hest. Á uppboðinu voru alls um 100 hross, meiripartur í eign Sigurðar en Þórður var með 9 hross og 2 folöld. Álls seldust hátt í 60 hross, Þórð- ur seldi 7 og Sigurður um 50 stykki. Það var hreppstjóri Skarðshrepps, Sigrún Aadnegaard frá Bergstöðum, sem stjórnaði uppboðinu og var það í fyrsta skipti sem hún gerir slíkt því hún er tiltölulega nýtekin við stöðu hreppstjóra. Var samdóma álit manna að hún hefði staðið sig vel á sínu fyrsta uppboði. Þeir Þórður og Sigurður ætl- uðu sér að slátra hrossunum, ef einhver markaður yrði fyrir þau, en ákváðu að prófa hrossaupp- boð fyrst. „Ég er ánægður með söluna og ég held að Sigurður sé það líka. Það er ekki hægt annað því hrossin seldust á meira en afsláttarverði. Það var ekki vel spáð fyrir okkur, um að við myndum selja eitthvað. Sumir sögðu að við myndum selja 2-3 hross. Við seljum svo bara afganginn í haust, verðum kátir í „Ekkert til þess að vera montinn af,“ segir Sigurður Magnússon m.a. í sam- tali við blaðið, aðspurður uin hrossaeign sína. Sigurður sýnir eitt af hrossum sínum og þylur upp ættartöluna. . . og faðirinn er Rauður minn.“ „Hvernig líst ykkur á þessa meri?“ gæti Einar frá Hólakoti (lengst t.h.) verið að spyrja félaga sína.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.