Dagur - 02.09.1989, Page 13

Dagur - 02.09.1989, Page 13
sakamálasaga í- ,-v.jO f \L-e4 *r' •* ' i.* 'vii'j'" *' & mu*^ r./i y» ■. t\.K K r.» nurj.'■*».i •*• u » Laugardagur 2. september 1989 - DAGUR - 13 Kveimagullld sem hvarf sporlaust hátt, sem sæmdi vellauðugum manni. Gæfan var honum hlið- holl og Franklin D. Roosevelt, sem þá var ríkisstjóri í New York, skipaði hann hæstaréttar- dómara í ríkisréttinum. Crater hafði náð hápunktinum. Hann var ríkur og voldugur. En 2. ágúst átti sér stað atburður, sem ógnaði þægilegri tilveru hans. Hann var í fríi með konu sinni í sumarbústað þeirra hjóna í Maine. Símtal, sem hann átti, var þess valdandi, að hann sneri tafarlaust að því loknu aftur til New York. „Ég verð að útkljá ákveðið vandamál,“ sagði hann konu sinni, en lofaði að vera kominn aftur fyrir afmæli hennar að viku liðinni. En hún sá hann aldrei framar. Þann 6. ágúst gaf hann út tvær ávísanir upp á 4.100 dollara samtals og sendi aðstoðarmann sinn Joe Mara út í banka til að innleysa þær. Þegar Mara kom aftur, hafði hann sett pappíra úr skjalasafninu í fjórar stórar og tvær minni skjalatöskur. Hann sagði Mara, að hann ætlaði að „stinga af til Westchester í nokkra daga og koma cinhverju í verk“. Þrátt fyrir þessi ummæli birtist hann síðar um kvöldið í uppá- haldsnæturklúbbi sínum á 45. götu. Hann fékk sér nokkra snafsa ásamt dansmcynni Ruby Ritz en fór svo eins og fyrr er sagt og kvaðst ætla í leikhús. Þótt undarlegt megi virðast, liðu fjórar vikur og degi betur þar til það varð opmbert, að einn af hæstaréttardómurum ríkisins væri horfinn. Vinir jafnt sem óvinir, allir ámóta skelkaðir, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þagga niður það hneyksli, sem þeir áttu von á að tengjast. Saksóknarinn Thomas Craine í Manhattanhéraðinu vildi yfir- heyra frú Crater, en hún neitaði að bera vitni og voldugir vinir dómarans stóðu með henni. Ekki leið á löngu þar til ábend- ingar um það. hvar dómarann væri að finna, tóku að streyma inn frá öllum heimsins hornum. Myrtur í eldhúsi herraseturs Árið 1955 var hollenska miðlin- um Gerard Croiset sýnd mynd af Crater. Hann fullyrti, að dómar- inn hefði verið myrtur í eldhúsi herraseturs ekki langt frá Bronx bæjarhlutanum í New York og lík hans væri grafið þar í garðin- um. l lús eins og miðillinn lýsti var til á þeim stað, sem liann tiltók, þegar dómarinn hvarf. Á þcim tíma höfðu yfirmenn innan borg- arkerfisins notað það til unaðs- stunda með vinkonum sínum. Við eftirgrennslan kom í Ijós, að eigandinn, sem nú var látinn, Henry Krauss, hafði borið um það vitni, að hann hefði komiö að eldhúsinu útbíuðu í blóði að morgni þcss 10. ágúst 1930. En nokkurt lík fannst aldrei. Umgengnishættir dómarans Joseph Crater voru óvenjulegir fyrir mann í hans stöðu og höfðu orðið honum úti um viðurnefnið „Jói í fullu fjöri“. Að kvöldi hins 6. ágúst 1930 kom Joseph Crater með vel vaxna dansmeyju upp á arminn út úr dýrum næturklúbbi við 45. götu í New York. Þau stoppuðu á gang- stéttinni og dómarinn veifaði á leigubíl. Hann faðmaði lagskonu sína að sér, kyssti hana létt á kinn og sagði: „Sjáumst á morgun, Ruby.“ En svo fór ekki. Þau sáust aldrei framar. Hún fór í leigubílnum, en dómarinn fór og keypti sér miða að vinsælli Broadwaysýningu „Dancing Partners“. Þaðan í frá hefur ekki sést til dómarans. Hvarf hans var svo furðulegt og átti sér stað á svo viðkvæmum tíma, að enn í dag eru dularfull mannshvörf þar um slóðir kölluð „Cratermál“. Crater dómari er ennþá á listan- um yfir horfna og týnda hjá New York-lögreglunni, þótt hann nú væri orðinn aldargamall og ennþá eru allar vísbendingar, ef þær berast, um hvarf hans athugaðar. Kvennagull í meistaraflokki Crater var tilfinninganæmur fjöl- skyldufaðir en kvennagull í meistaraflokki. Hann var ein af styrkustu stoðum samfélagsins, en kaus sér helst samvistir svika- hrappa. Hann var harður í að framfylgja lögum og reglu, en var samtímis hluti af svikulustu stofnun New Yorkborgar, sem sögur fara af. Hann hefði orðið frábær lagaprófessor en hann vildi verða ríkur. Sem góðum lögfræðingi, en ágjörnum, var honum vel fagnað af þáverandi leiðtogum borgarinnar. Sumarið 1929 var hann settur bústjóri í þrotabúi Libby hótelsins og sem slíkur seldi hann fjárfestingarfé- lagi nokkru hótelið á 75.000 doll- ara. Sex vikum síðar seldu hinir nýju eigendur borginni það til niðurrifs fyrir 2,8 milljónir doll- ara. Nokkrir aðilar háttsettir í stjórnsýslukerfi borgarinnar, meðal annars Crater skiptu með sér ágóðanum. „Ég verð að útkljá ákveðið vandamálu Árið 1930 lifði Crater á þann Lok, lok og læs... Vekjaraklukkan hringdi út klukkan fjögur um nóttina, en hvorug mæðgnanna í herberginu við hliðina rumskaði. Þær urðu heldur ekki varar við neitt annað torkennilegt hljóð um nóttina og sváfu svefni hinna réttlátu til morguns. Því er það, að enga vís- bendingu er að hafa í einhverju furðulegasta morðmáli Ameríku. Óleysanlegt mál Roy Orsini dó frá eiginkonu og 13 ára gamalli dóttur. Hann lá á grúfu í rúminu, klæddur nátt- skyrtu einni fata og skotinn í hnakkann af stuttu færi með 38 kalíbera skammbyssu. Tom Farley fulltrúi í morðdeild lögreglunnar var gamalgróinn í starfi. Að morgni þess 12. mars árið 1981 hristi hann grásprengd- an kollinn yfir „óleysanlegu máli". Orsini lá skotinn til bana í svefnherbergi sínu, gluggarnir voru lokaðir og hurðin læst að innanverðu. Sjálfsmorð var úti- lokað. Orsini var 38 ára gamall. Hann var orkutæknifræðingur, talinn góður fjölskyldufaðir og trúr eig- inmaður. Hann bjó ásamt konu sinni, Lee, og táningsdótturinni Tiffany í fögru úthverfi borgar- innar North Little Rock í Arkansas. Enginn vissi til að hann ætti sér neinn óvin. Orsini fór snemma að sofa að kvöldi þess 11. mars. Hann ætl- aði árla af stað næsta morgun til fundar við viðskiptavin í 100 km fjarlægð. Vekjaraklukkuna stillti hann á fjögur til að ná út úr borg- inni áður en morgunumferöin hæfist. Þyrfti Orsini að fara snemma af stað, eins og stundum kom fyrir. þá var hann vanur að sofa einn til að raska ekki ró fjölskyldunnar, þegar hann færi. Þegar svo stóð á sváfu eiginkonan og dóttirin í næsta herbergi. Klukkan rúmlega níu um kvöldið bauð hann þeim mæðgum góða nótt með kossi og fór upp að sofa. Það var það síð- asta sem þær sáu til hans á lífi. Hurðin var læst innan frá Morguninn eftir fór frú Orsini á fætur um sjöleytið. Mæðgurnar snæddu morgunverð saman og gengu síðan til skóla dótturinnar. Frúin fór heim aftur og hóf önnur morgunverk. Þegar þeim var lok- ið á neðri hæöinni, fór hún upp til að búa um og laga til í svefnher- bergjunum. Fyrst varð fyrir her- bergi eiginmannsins. Hurðin var læst. „Þetta er ekki Roy líkt,“ hugsaði hún með sér. Lægi hon- um á, skildi hann venjulega eftir galopnar dyr og herbergið á rúi og stúi. Hún tók í hurðarhúninn. Hurðin var læst innan frá-, en það hafði hún ekki verið frá því að þau fluttu inn fyrir fimmtán árum. Gæti hann hafa sofið yfir sig? Eða var hann veikur? Frú Orsini hristi handfangið og rykkti í það, barði að dyrum og kallaði hvað eftir annað: „Roy, er eitthvað að Roy?“ Lee Orsini fékk ekkert svar og varð nú hrædd fyrir alvöru. Hún hljóp út og bankaði í örvæntingu á dyrnar hjá nágranna sínum, fröken Glenda Bell. Með sameig- inlegu átaki tókst þeim að brjóta upp svefnherbergishurðina. Lee Orsini rak upp hálfkæft skelfing- aróp. Maöur hennar lá á grúfu í rúminu og ennþá í náttfötunum. „Þetta virðist frekar vera skáldskapur en raunveruleiki Fröken Bell hringdi á lögregluna. Litlu síðar birtust Farley og hans menn. Þeir staðfestu, að Roy Orsini átti skammbyssu eins og flestir Bandaríkjamenn, en hún var á sínum stað í skúffu nokkra metra frá rúminu. Reyndar var skammbyssa Roys 38 kalíber eins og kúlan, sem bundið hafði endi á líf Roys, en byssa hans var Smith & Wesson en morðvopnið Colt. En þrátt fyrir það hefði Roy Orsini ómögulega komist yfir að setja byssuna í skúffuna og leggja sig í rúmið eftir að hafa skotið sig í hnakkann. Gluggarnir og hurðin voru vand- lega athuguð. Öllum hafði þeim verið lokað og læst innan frá. Vekjaraklukkan, sem stillt var á fjögur, hafði hringt út. Ekkert kom í ljós, sem gaf vísbendingu um, hvort morðið hefði verið framið fyrir eða eftir þann tíma. Hvorki Lee Orsini né dóttirin Tiffany höfðu heyrt skotið. Því var talið, að morðvopnið hefði verið með hljóðdeyfi. Nákvæm rannsókn fór fram á öll- um ættingjum og kunningjum hjónanna. Svipuð rannsókn var gerð á eiginkonunni, þótt lægra færi. í Ijós kom, að þau hjón höfðu lifað góðu lífi og engar misfellur var að finna í sambúð þeirra eöa umgengni við dóttur- ina. Og enginn fannst í þessari leit, sem ástæðu hefði til að myrða Roy Orsini. Fariey sagði: „Ég hef rannsakaö mörg morð, en ekkert líkt þessu. Þetta virðist frekar vera skáld- skapur en raunveruleiki.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.