Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. september 1989 - DAGUR - 3 Brunaæfing á Húsavík Tveir fjárhúskofar á Húsavík voru brcnndir um kvöldmatarleytið á mánudaginn og tækifærið notað til æfingar fyrir slökkviliðið. Kveikt var í kofunum svo til samtímis, var annar þeirra við Reykjaheiðarveg en hinn skammt neðan við Hoitagerði. Allt slökkviliðið var kallað út og farið með bílakost þess og tækjabúnað á vettvang. Lítillega var reynt að æfa reykköfun í húsunum, en þau reyndust ekki heppileg til slíkra æfinga. Góð mæting var hjá slökkviliðsmönnum og kom æfingin ágætlega út að sögn Hreins Einarssonar, vara- slökkviliðsstjóra. Mynd: IM Kanadískur sérfræðingur í aurskriðuvörnum: Skynsamlega var staðið að málum í Ólafsfírði - kannaði aðstæður í bænum og skilar skýrslu innan tíðar Dr. Nobert R. Morgenstern, prófessor í jarðvegsverkfræði við Háskólann í Albcrta í Kanada, telur að í stórum dráttum hafi verið brugðist rétt við í Olafsfirði í að fyrirbyggja frekari skriðuföll á byggðina úr fjallinu eftir aurskriðurnar á sl. ári. Hann segir að gröftur skurða fyrir ofan byggðina hafi verið hárrétt ákvörðun en skynsamlegt sé að loka þeim og setja í þá svokallaðan dreindúk og grjót. Þannig megi fyrirbyggja að þeir fyllist í vatnavöxtum og glati þar með hlutverki sínu. Dr. Morgenstern hefur skilað bráðabirgðaskýrslu um ferð sína í Ólafsfjörð fyrr í þessum mánuði og von er á að lokaskýrslu frá honum innan tíðar. Hann fór á fleiri staði en í Ólafsfjörð, skoð- aði m.a. aðstæður á Austfjörð- um. Hingað til lands kom dr. Morgenstern að frumkvæði Guðjóns Petersen, framkvæmda- Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki, létu ekki sitt eftir liggja í landssöfn- um Sjálfsbjargar. Þeir fóru á stúfana og heimsóttu nærsveit- ir Sauðárkróks og buðu fisk til kaups. Á boðstólum voru ný ýsa, harðfiskur og rækjur. Viðbrögð fólks voru góð og söfnuðust rúm- lega kr. 100 þúsund í sjóð sem rann óskiptur til Sjálfsbjargar. stjóra Almannavarna ríkisins. Peir sitja báðir t' alþjóðlegum vinnuhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að undir- búningi næsta áratugar sem SÞ helga vörnum gegn náttúruham- förum. Dr. Morgenstern er í vinnuhópnum sem sérfræðingur í aurskriðuvörnum. Guðjón Petersen sagði í samtali við Dag að heimsókn kanadíska doktorsins væri ákveðin vísbend- ing um að Almannavarnir vildu Þessa dagana er að styttast í síldarvertíðina og um land allt er verið að undirbúa báta til veiða. Síldveiðiskipið Heiðrún EA 28 er nú í slipp á Akureyri, Afhending peninganna fór fram síðastliðið föstudagskvöld í Framsóknarhúsinu. Pað var Jóhann Pétur Sveinsson formað- ur Sjálfsbjargar sem veitti pen- ingunum viðtöku fyrir hönd sam- takanna, úr hendi Steins Sigurðs- sonar núverandi formanns klúbbsins. Kiwanismenn vildu koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sáu sér fært að styrkja Sjálfs- björgu á þennan hátt. -KJ gefa aurskriðum meiri gaum en áður. Hann benti á að snjóflóða- varnir hefðu til þessa fengið hvað mesta athygli almannavarna- nefnda en sicriðurnar í Ólafsfirði hefðu minnt menn á að ástæða væri til að huga í ríkara mæli að vörnum gegn aurskriðum. Guðjón kvað tillögur dr. Morgenstern í þessum efnum mjög athygiisverðar og í framtíð- inni yrði örugglega tekið miö af hans hugmyndum. óþh og er verið að gera klárt fyrir síldveiðitímann. „Það er nú aðallega í fréttum að ég er að fá mér morgunkaff- ið,“ sagði Gylfi Baldvinsson, skipstjóri á Heiðrúnu í gamni þegar hann var spurður tíðinda. Þetta er fimmta árið sem Gyifi gerir Heiðrúnu út. Hann segist búast við að hefja veiðar um 8. október, sem er fyrsti dagur ver- tíðarinnar. Heiðrún er með 1100 tonna síldarkvóta, eins og önnur síldveiðiskip. „Ég landa síldinni aðallega fyr- ir austan, í söltun á Seyðisfirði. Það stendur líka til að landa ein- hverri síld í gæðamjöl hjá Krossa- nesi, þetta er allt að skýrast,“ sagði Gylfi. Guðmundur Kristinn SU 404 frá Fáskrúðsfirði er farinn í síld- arleit en ekkert hefur frést um árangur leitarinnar. Síldin hefur aðallega veiðst í Reyðarfirði, Seyðisfiröi og Norðfirði, og sjómönnum hefur fundist hún vera að færa sig sunnar á Aust- firði seinni árin. EHB Kiwanismenn á Sauðárkróki: Viðbót í landssöfiiun SjáJfsbjargar Heiðrún EA gerð klár á síldveiðar Vélsmiðjan Oddi hf. á Akureyri: Stóru verkefni á ísafirði lokið - starfsmenn sérhæfðir í nýrri gerð einangrunar á frystikerfum Starfsmcnn Vélsmiöjunnar Odda hf á Akureyri settu í sumar upp frystikerfi í nýrri rækjuverksmiðju á Isafirði. Notuð var sérsök aðferð við einangrun röra í verksmiðj- unni, sem ekki hefur verið á færi íslendinga að setja upp til þessa, en starfsmenn Odda hafa verið sérhæfðir í vinnu af þessu tagi. Um miðjan maímánuð fóru nokkrir starfsmenn Odda til ísafjarðar, en sameiginlegu til- boði fyrirtækisins og danska fyrirtækisins Sabroe A/S í frysti- kerfið hafði þá verið tekið af Rækjustöðinni hf. í verkinu fólst uppsetning frystivéla, röralagnir, einangrun og að lokum gangsetn- ing búnaðar. Kælikerfið var framleitt af Sabroe A/S. Torfi Þ. Guðmundsson, for- stjóri Odda, segir að hér hafi ver- ið um nokkuð viðamikið verkefni að ræða. Því lauk fyrir hálfum mánuði, og voru tveir til þrír starfsmenn frá vélsmiðjunni á ísafirði meðan á því stóð. Síðastliðinn vetur var farið inn á þá braut að sérhæfa starfsmenn Odda í vinnu við þessa ákveðnu gerð einangrunar á frystirörum. Aðferðin er fólgin í að smíða ál- kápur utan um rörin, en síðan er pólýúrethani sprautað í holrúmið milli rörs og kápu. Að sögn Torfa er verk þetta vandasamt, því allt verður að vera rakahelt og strangar kröfur eru gerðar til ein- angrunar á frystikerfum. Upphaf þessarar sérhæfingar var tilboð sem Oddi gerði í ein- angrunarverkeíni hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf síðastlið- inn vetur. Sænskt fyrirtæki sendi þá mann til Akureyrar til að kenna hina nýju einangrunarað- ferð. Eftir að því lauk fór einn starfsmaður Odda til Svíþjóðar til að kynna sér aðferðina betur. Torfi kvaðst vona að áfram- hald gæti orðið á þessari vinnu, en kostir umræddrar einangrunar eru fyrst og fremst tveir. 1 fyrsta lagi þolir hún mun meira hnjask en eldri gerðir. I öðru lagi er efn- iskostnaður svo lágur að tækifæri gefst til að einangra með þykkri einangrun en áður hefur tíðkast. Auk þess eru lagnir einangraðar á þennan hátt áferðarfallegri en hefðbundnar gerðir. EHB Laugardagurinn 23. september Dansleikur Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Frá smurbrauðsstofu Seljum út snittur, hálfsneíðar, heilsneiðar, cocktailsnittur, canapé, ostapinna, smurbrauðstertur og rjómatertur. Pantanir í síma 22200. Borðapantanir í síma 22200 Hótel KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.