Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 9
Minning: X Ásta Jóna Ragnarsdóttir Hanna María Ásgeirsdóttir Þrátt fyrir að nú sé langt um liðið frá hinu hörmulega slysi (9. júlí 1989) í Bergvatnskvísl þar sem þær mæðgur Ásta Jóna og Hanna María létust og einnig Hulda og Margrét Hauksdætur þá ætla ég að láta verða af því að minnast þeirra. Ástu Jónu kynntist ég fyrst er við hófum nám í 4. bekk mála- deildar M.A. haustið 1980. Við eyddum öllum stundum saman, við nám og ýmist gaman. Önnur lönd og tungumál voru ávallt hátt skrifuð og talið barst oft að ýms- um vandamálum hérlendis og er- lendis. Hún gerðist því snemma meðlimur í J.C. á Ákureyri og vann þar af heilum hug. Ferðalög erlendis urðu nú aldrei eins mörg og áætluð voru en öllum er ógleymanleg Spánarferð 5. bekkjar, þegar Ásgeir stal „sen- unni“ klæddur kvenmannsfatn- aði. Ásta Jóna hélt alltaf góða skapinu og bjartsýninni þó ekki allt færi sem áætlað væri og fór í útilegur og fjallaferðir í stað utanlandsferðanna. Leiðir okkar skildu að loknu stúdentsprófi 1983 þegar ég fór erlendis en hún fór að vinna á Degi. Vináttu- böndin brustu þó aldrei og þau ár sem ég var heima, kom hún oft til Eyja meðal ánnars á þjóðhátíð og fl. mót. Auðvitað fór ég einnig norður og kynntist þá litla sólar- geislanum þeirra Ásgeirs, henni Hönnu Maríu, sem var ótrúlega bráðþroska og gáfað barn. Ég var í Færeyjum er mér bár- ust hin hörmulegu tíðindi. Fyrsta hugsunin var „nei þetta getur ekki staðist. Ekki þau, svo þaul- vön fjallaferðum“. En forlögin eru undarleg. Því meir sem ég heyri um þetta allt og eftir að hafa rætt við Ásgeir skil ég enn betur hví- líka raun þið hafið gengið í gegnum. Óll mín hugsun og samúð er hjá ykkur öllum, þér Ásgeir, for- eldrum Ástu, systkinum, tengda- foreldrum, öllum vinum og ætt- ingjum. En sem Ásgeir orðaði svo vel „þetta hlýtur allt að hafa ein- hvern tilgang". Þegar rósin er tekin í blóma sínum þá gleður hún hvað mest hug og hjarta með fegurð sinni og ilmi. Enginn tek- ur minningarnar frá okkur. Ásta Jóna og hinar þrjár ungu stúlkur hafa svo sannarlega fært okkur gleðistundir og auðgað líf okkar. Ég er Guði þakklát að hafa kynnst Ástu Jónu og Hönnu Maríu. Megi Guð hjálpa ykkur öllum í ykkar sorg kæru vinir á Akureyri. Ásdís Jensdóttir, 476 Gjógv, Færeyjar. Bókavarðan: Bóksöluskrá komin út Bókavarðan, verslun í Reykjavík með gamlar og nýjar bækur, gef- ur reglulega út bóksöluskrár. Að þessu sinni eru rúmlega 1000 titl- ar í bókaskránni um margvísleg- ustu efni: íslensk fræði og norræn, eldri ævisögur og aldar- farslýsingar, héraðasaga, ætt- fræði, þjóðsögur, hestar og reið- menn, leikrit, bækur eftir Elín- borgu Lárusdóttur, ýmsar ritrað- ir o.m.fl. hnýsilegt. Það er reyndar sérstakt að í þessari skrá eru tvö merkileg handrit, hið fyrra eftir Indriða Einarsson skáld og annað eftir Gísla fræðimann Konráðsson, ritað skömmu eftir miðja síðustu öld. Af einstökum verkum má geta um: Hagsögulega úttekt á Islands Opkomst, Deo, Regi, Patriæ eft- ir Pál Vídalín lögmann, sem Jón Eiríksson gaf út í Kaupmanna- höfn 1768, eintak úr eigu Stefáns amtmanns Þórarinssonar (föður Bjarna skálds o.fl.), Vestfirskar ættir I-III bindi, Sjálfstætti fólk 1- 2, frumútg., í vönduðu skinn- bandi, Bókaskráin um Fiske- bókasafnið í Cornell háskóla 1-3 bindi, Tímaritið Hesturinn okkar frá upphafi, tímaritið Eiðfaxi frá upphafi, Úr fylgsnum fyrri aldar 1-2 eftir Friðrik Eggerz, Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir Jón biskup Helgason og mikið úrval merkra ævisagna og ættfræði- og uppflettirita, sem sjaldan eru núorðið á markaði. Bóksöluskráin er send öllum sem þess óska utan Stór-Reykja- víkursvæðis, en öðrum afhent í versluninni að Hafnarstræti 4 í Reykjavík. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Karlsrauðatorg 20, Dalvík, þingl. eigandi Bergur Höskuldsson og fl., miðvikud. 27. sept. '89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs.Bene- dikt Ólafsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Smárahlíð 18b, Akureyri, þingl. eig- andi Óðinn Magnússon ofl., mið- vikud. 27 sept. ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl. Gunnar Sólnes hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Smárahlíð 9L, Akureyri, talinn eig- andi ívar Sigurjónsson, miðvikud. 27. sept. '89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Guðríður Guðmundsdóttir og Veðdeild Landsbanda íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Framvegis verðvir aígx eiðsla Dags opin í liádeginvi Lokað kl. 16 á föstudögum. auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222 Borgarbíó Föstud. 22. sept. MÁGN5- S m rtisex6«mi kl. 9.00 og 11.00 Magnús kl. 9.00 Þrjú á flótta kl. 11.00 Martröð í álmstræti Föstudagur 22. september 1989 - DAGUR - 9 Meiraprófsnámskeið verða haldin á Akureyri og annars staðar á Norður- landi ef næg þátttaka fæst, og gætu hafist í októ- bermánuði nk. Upplýsingar gefur Sigurður Indriðason í síma 96- 26765. Bifreiðastjóranámskeiðin. Tilboð á kjúklingum aðeins 589 kr. kg HAGKAUP Akureyri póst- OG SiMAMÁLASTOFNUNiN FORVAL Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijósleiðarastreng frá Akureyri um Húsavík, Þórs- höfn, Vopnafjörð til Egilsstaða, um það bil 350 km. Verkið felur í sér lögn á strengnum ásamt frágangi og á því að vera lokið í september 1990. Óskað verður eftir tilboðum í verkið í einingum, milli 100 og 150 km langar, þannig að hægt verði að semja við einn verktaka um eina eða fleiri einingar. Til verksins þarf sérhæfðan búnað (plóg, kapalvagn o.s.frv.). Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar veita Páll Jónsson og Jóhann Örn Guðmundsson í síma 91-26000. Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri verk til Póst- og símamálstofnunar, Tæknideild, Landsímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: Forval Ljós- leiðaraiögn 1990, fyrir 1. október nk. ATVINNA Fyrirtæki á Akureyri sem starfar í ferðaþjón- ustu óskar að ráða starfsmann. Um er að ræða starf við afgreiðslu auk einhverrar stjórnunar og að sjá um bókhald fyrirtækisins. Verslunarmenntun og/eða viðskiptamenntun áskilin auk góðrar bókhaldskunnáttu. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf í nóv.-des. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 28. sept. 1989. Öllum umsóknum verður svarað og með þær farið sem trúnaðarmál. EndurskoÓunar- miðstöóin hf. N.Manscher Gránufélagsgötu 4, 600 AKUREYRI Telefax: 27386 Sími: 96-25609.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.