Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 22.09.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 22. september 1989 Ásmundur Guðnason réði ekki við Árna og Hcimasætuna og hafnaði í öðru sæti í flokki sérútbúinna bíla. Gunnar Guðjónsson tók vel á í keppninni en varð að gera sér þriðja sætið að góðu í flokki sérútbúinna bíla. Torfærukeppni Bílaklúbbs Akureyrar: Stefán og Árni öruggir sigurvegarar Höldur sf. Akureyri: Kynna nýjan Galant hlaðbak - og nýtt fyrirkomulag lána vegna bílakaupa Höldur sf hélt nýlega bílasýn- ingu á Akureyri. Þar var m.a. sýndur Mitsubishi Galant 5 dyra „Hatchback,“ sem hefur verið þýtt „hlaðbak“ á íslensku. Bifreið þessi hefur hlotið mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd. í kynningarbæklingi um bílinn segir að verksmiðjurnar hafi lagt sig fram við að láta hanna öku- tæki framtíðarinnar. Bíllinn hef- ur mjög mjúkar línur, og brýtur í rauninni blað hvað Galant merk- ið snertir. MMC Galant hefur verið vin- sæll bíll á íslandi um allangt skeið, þótt hann hafi auðvitað tekið mörgum stökkbreytingum frá því hann kom fyrst á markað hérlendis á síðasta áratug. 5 dyra hlaðbak-bíllinn sannar að engin stöðnun ríkir hjá Mitsubishi, þar er sífellt verið að reyna eitthvað nýtt. Það sem vekur e.t.v. mesta athygli við þennan bíl er hversu smekklega fimmta hurðin fcllur inn í lögun yfirbyggingarinnar. Hönnuðir Mitsubishi segjast fyrst og fremst hafa lagt áherslu á smekklega en um leið framúr- stefnulega lögun, þægindi öku- manns og farþega og, síðast en ekki síst, alhliða notkunarmögu- leika og skynsamlegt fyrirkomu- lag stjórntækja. „Bíllinn á að gera lífið auðveldara," er slagorð sem kemur oft fyrir hjá Mitsubishi. Fyrirkomulag í mælaborði miðast við að auðvelt sé að lesa á mælana óg gaumljósin, og að allir takkar eða rofar sem ökumaður þarf að nota séu staðsettir þannig að hann þurfi ekki að teygja sig langt. í bílnum er afar fullkomið loftblöndunarkerfi, þar sem mið- að er við að ferskt loft með réttu hitastigi geti dreifst eftir þörfum til ökumanns og farþega í öllum sætum. Að öðru leyti eru stjórntæki einföld og auðveld í notkun, og ekki óþarft skraut eða óhóflegur íburður í innréttingum. Hönnuð- ir hafa greinilega frekar kosið að leggja metnað í frágang stórra sem smárra hluta, þannig að úr verði samræmd heild. Auðvelt er að opna og lyfta fimmtu hurðinni aftaná, og ekki þarf að kvarta yfir plássleysi því með einu handtaki er auðvelt að stækka farangurs- rýmið um helming með því að leggja aftursætin niður. Tæplega er oft þörf á slíku, því farangurs- rými er ríkulegt fyrir. Áklæði á sætum eru úr vönd- uðum efnum, og það sama má segja um aðra klæðningu inni í farþegarýminu. Bíllinn er að sjálfsögðu teppalagður í hólf og gólf með fyrsta flokks slitþolnum og brunaþolnum teppum. Hægt er að velja mismunandi liti á áklæði. Framleiddar eru fjórar gerðir af þessum bílum, með mismun- andi vélarstærðum. Hægt er að velja um tvær 2000 cc eða tvær 1800 cc véla, þ.e. 2 lítrá DOHC vél 16 ventla, 2 lítra ECI-Multi vél, 1,8 líters vél og 1,8 líters turbo-diesel vél. Fyrstnefnda vélin er framleidd í 16 ventla útfærslu, sem er um leið sú afl- mesta. Rafeindastýrð innspýting á eldsneyti hefur í för með sér góða orkunýtingu, og ýmsar nýj- ar uppgötvanir sem hafa verið gerðar auka endingu vélarinnar. Nokkur tæknileg atriði (2000 keppendur til leiks og því fór fram forkeppni um morguninn og þá heltust 4 keppendur úr lest- inni. Stefán Gunnarsson frá Reykjavík sigraði í standard flokki og hann varð jafnframt Islandsmeistari í þeim flokki. Stefán keppir á Willys. Það var Bílaklúbbur Akureyr- ar sem sá um framkvæmd keppn- innar, sem þótti fara vel fram og mættu tæplega 500 áhorfendur til þess að fylgjast með. Þó voru veðurguðirnir að stríða Bíla- klúbbsmönnum og hafa reyndar gert það í síðustu þremur keppn- um sem klúbburinn hefur staðið fyrir. Vonandi verða þeir heppn- ari með veður næst. Annars urðu þrír efstu menn f hvorum flokki þessir: Flokkur sérútbúinna bíla: (stig) 1. Árni Kópsson 1435 2. Ásmundur Guðnason 1045 3. Gunnar Guðjónsson 960 Flokkur standard bíla: 1. Stefán Gunnarsson 1360 2. Trausti Sigvaldason 1295 3. Gunnar P. Pétursson 1270 Gunnar Pálmi Pétursson prjónar sig yfir eina þrautina en hann liafnaði í þriðja sæti í flokki standard bíla. Myndir: kl Trausti Sigvaldason liafnaði í öðru sæti í flokki standard bíla. Fimmta og síöasta keppnin á íslandsmótinu í torfæruakstri, Pepsi-torfæran, fór fram í Bæjarkrúsunum viö Akureyri á laugardaginn. Þarna voru saman komnir flestir fremstu torfærukappar landsins, með sín torfæruverkfæri. Keppt var í flokki sérútbúinna bíla og í flokki standard bíla og þurftu keppendur að leysa 6 þrautir. Árni Kópsson frá Bíldudal sigraði mjög örugglega í flokki sérútbúinna bíla en alls mættu 8 keppendur til leiks. Árni var raunar búinn að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í flokkn- um fyrir keppnina hér. Árni keppir á Heimasætunni, sérsmíð- uðum bíl, sem hefur vakið mikla athygli í sumar. Árni fær því nafn siít á Valdimarsbikarinn sem keppt var um í flokki sérútbúinna bíla en bikarinn gaf Steindór Steindórsson til minningar um Valdimar Pálsson, sem var einn af máttarstólpum Bilaklúbbsins til fjölda ára. í standard flokki mættu 12 Árni Kópsson sýndi sem fyrr skemmtileg tilþrif á Heimasætunni og sigraði með glæsibrag í flokki sérútbúinna bíla. Árni varð auk þess íslandsmeistari í flokknum með miklum yfirburðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.