Dagur - 01.11.1989, Page 6

Dagur - 01.11.1989, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 1. nóvember 1989 Eyfirðingar vígðu glæsileg íþróttamannvirki á Hrafnagili síðastliðinn laugardag: Þegar stórum áfanga er náð - kostnaður við íþróttamannvirki við skólann um 150 milljónir króna „Þetta er stór dagur fyrir okkur íbúa í þessum sveitarfélögum, og þá ekki síst fyrir þau ungmenni sem stunda nám í grunnskólum hér á svæðinu sem nú loks fá nýja og fullkomna íþróttaaðstöðu. Húsið þjónar grunnskólanemum í fimm skólum, þ.e. grunnskóla Svalbarðsstrandarhrepps, Laugalandsskóla Öngulsstaðahrepps, grunn- skóla Saurbæjarhrepps, grunnskóla Hrafnagilshrepps og Hrafnagilsskóla og auk þess öllum íbúum í þessum sveitarfélögum, Ungmennasambandi Eyjafjarðar o.fl. Ég vil samt minna á að þó að við séum hér í dag að fagna sigri þá höfum við samt ekki náð settu marki því enn er eftir að ganga frá hluta af þeirri aðstöðu sem vera á í þessum byggingum. Kjallarinn er ófrágenginn en hann á að hýsa alla verknáms- aðstöðu við Hrafnagilsskóla og auk þess tvær almennar kennslustofur. Við megum því að svo komnu máli ekki leggja hendur í skaut og dotta, áfram verður að halda og ljúka þessum framkvæmdum á sem stystum tíma. Það er svo erfitt að búa við hálfnað verk. Kannski blöskrar ykkur þessi fjárfesting. Það er satt, hún er inikil en við vonum öll að þessi framkvæmd stuðli að heill þessa byggðarlags og þá fáum við nokkuð fyrir peningana okkar,“ sagði Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri Hrafna- gilsskóla við vígslu íþróttamannvirkja á Hrafnagili síðastliðinn laugardag. íþróttamannvirkin í byggingu í 13 ár Alls mættu um 700 manns til vígsluhátíðarinnar í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi að Hrafna- gili á laugardaginn. Boðið var til vígslunnar öllum íbúum áður- nefndra fjögurra hreppa, þ.m.t. þeim 270 nemendum sem koma til með að nota hið nýja íþrótta- hús á vetri komanda. Birgir Þórðarson, formaður bygginganefndar, rakti bygginga- sögu íþróttamannvirkjanna að Hrafnagili og sagði hann í ávarpi sínu að bygging þessara mann- virkja hefði hafist fyrir um 13 árum. „Þessa haustdaga fyrir 13 árum var byrjað á grunni búningsklefa fyrir sundlaug sem jafnframt eru búningsklefar fyrir íþróttahúsið. Þá lá þegar fyrir teikning af íþróttahúsinu og á fundi í bygg- inganefnd Hrafnagilsskóla þann 1. nóvember 1976 var ákveðið, af oddvitum hreppanna fjögurra sem standa að rekstri skólans, að stærð íþróttasalarins skyldi vera 18x33 metrar og stærð annars rýmis hússins miðuð við það. Þann 21. nóvember 1974 hafði sameiginlegur fundur hrepps- nefndanna fjögurra gert sam- þykkt um að stefnt skyldi að byggingu húss af þessari stærð. Umræða um stærð fyrirhugaðs íþróttahúss hafði raunar verið í gangi manna á meðal í nokkur ár en samkvæmt þeim reglum er giltu um íþróttamannvirki skóla sem ríkissjóður tekur þátt í kostnaði við var sú salarstærð sem svaraði til fjölda nemenda við Hrafnagilsskóla alls 202 fm. Heimild fékkst síðan fyrir 50% þátttöku ríkisí öðrum 202 fm í húsinu eða alls 404 fm en það er um 2A af endanlegri salarstærð. Það er ljóst að þessi salarstærð, sem þátttaka ríkis var bundin við, var allsendis ófullnægjandi þegar litið var til almennrar íþróttaiðkunar annarar en leik- fimikennslu skólans. Áhugi heimamanna fyrir því að byggt yrði stærra íþróttahúss var mikill, ekki síst hjá ungmennafélögum aðildarhreppanna og forráða- mönnum UMSE. Það var því ekki síst fyrir áhuga þessara aðila sem sú djarfa ákvörðun var tekin að stærð íþróttasalarins skyldi vera 18x33 m. Þetta hafði í för með sér verulega kostnaðaraukn- ingu fyrir sveitarfélögin þar sem ríkissjóður tekur engan þátt í kdstnaði við það rými sem er umfram áðurnefnda reglu,“ sagði Birgir Þórðarson í ávarpi sínu. Kostnaður um 150 milljónir króna Sundlaug var tekin í notkun árið 1979 ásamt búningsklefum. Um mitt ár 1984 var hafist handa við grunn íþróttahússins og gólfplata steypt síðla árs 1985. Ári síðar var kjallarinn steyptur upp og árið 1987 voru steyptir upp veggir. Um mitt sumar 1988 hófst vinna við þak hússins og síðan hefur verið unnið sleitulaust að byggingunni. Öhætt er að fullyrða að við fáa skóla í dreifbýli séu jafn glæsileg íþróttamannvirki en heildargólf- flötur íþróttaaðstöðunnar er tæp- lega 1400 fm. Kostnaður við fyrri áfanga íþróttaaðstöðunnar, þ.e. sund- laug og búningsklefa var 72,8 Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri Hrafnagils- Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður skólanefndar Hrafna ________________________,____ skóla, setur vígsluhátíðina á laugardaginn. gilsskóla, afhendir Sigurði Aðalgeirssyni, skólastjóra, lyklana ráðherra, ávarpar vígslugesti Myndir: JÓH að íþróttaaðstöðunni á Hrafnagili. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- Birgir Þórðarson, formaður bygg- ----- ‘----- ' ‘ " inganefndar, rekur byggingasögu íþróttamannvirkjanna á Hrafnagili. Bygginganefndin og verktaki við íþróttahúsið heiðruð. Frá hægri: Bjarni Hólmgrímsson oddviti Svalbarðsstrandar- hrepps, Birgir Þórðarson oddviti Ongulsstaðahrepps, Þorgils Jóhannesson verktaki, Auður Eiríksdóttir oddviti Saurbæjarhrepps og Haraldur Hannesson oddviti Hrafnagilshrepps. í ræðustól er Sigurður Aðalgeirsson. Nemendur skólanna í hreppunum Upprennandi fimleikastjörnur í fjórum sýndu listir sínar í nýja gólfæfingum. íþróttahúsinu. Hér er það knattfím- in sem gildir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.