Dagur - 03.11.1989, Qupperneq 1
72. árgangur
Akureyri, föstudagur 3. nóvember 1989
211. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Akureyri:
Umferðarslys
við Leirubrú
- reiðhjólaþjófar hrella Dalvíkinga
Umferðarslys varð við Leiru-
brú á Akureyri í gær. Bifreið
sem ekið var eftir veginum
snerist við brúarendann, senni-
lega vegna hálku, valt síðan og
fór út af veginum og niður í
sjó. Tvennt var flutt á sjúkra-
hús en að sögn lögreglunnar
Húsavík:
Uppsagnir
hjá Prýði hf.
Prýði hf., saumastofa á Húsa-
vík hefur sagt upp starfsfólki
sínu, 18 manns, sem unnið hafa
samtals 13-14 heil störf. Upp-
sagnirnar taka gildi um ára-
mót.
„Þetta eru fyrst og fremst
öryggisráðstafanir, það er
stöðugur samdráttur og eins og
horfir verður að fækka starfs-
fólkisagði Guðmundur Hákon-
arson, framkvæmdastjóri Prýði.
Guðmundur sagði að sauma-
stofan væri ekki að hætta, eigin-
fjárstaðan væri nokkuð góð en
verkefnaskortur virtist framund-
an, breytingar yrðu gerðar og far-
ið að sauma peysur en við það
fengi færra fólk vinnu. Hann
sagði að samkvæmt skýrslum
hefði sala á ullarvörum dregist
saman fyrstu sex mánuði ársins
um 30-40%, frá því sem var í
fyrra en þá hefði verið léleg sala.
IM
var ekki talið að um alvarleg
meiðsl hefði verið að ræða.
Auk þessa óhapps urðu tveir
minniháttar árekstrar á Akureyri
í gær og þá má nefna að klippurn-
ar eru á lofti hjá lögreglunni um
þessar mundir.
Á Dalvík hefur verið í ýmsu að
snúast hjá lögreglunni að undan-
förnu og kvaðst lögregluþjónn
þar ekki muna eftir eins erfiðu
tímabili í mörg ár. Meðal tíðinda
má nefna að bíll var skemmdur,
stórt ljósaskilti brotið um helg-
ina, brunaboði settur í gang og
mörgum reiðhjólum stolið.
Lögreglan á Dalvík vill beina
þeim tilmælum til fólks að huga
betur að reiðhjólum sínum og
helst að læsa þau inni. Þeim er
gjarnan stolið um helgar og skilin
eftir á víð og dreif. Oft lenda þau
í höfninni og býst lögreglan við
að dýpka þurfi höfnina fljótlega
ef þessum faraldri linnir ekki. SS
Bifreiðin fór þvcrsunt á veginum, valt út af lionum og niður í sjó norðan við Leirubrúna. Talið er að óhappið megi
rekja til hálku á brúnni. Mynd: KL
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær:
„Stada skipasmíðaiðnaðar verði bætt“
- segir Johannes Geir Sigurgeirsson, sem hóf umræðuna
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár á Alþingi í gær
um þann vanda sem nú steðjar
að skipasmíðaiðnaðinum hér á
landi. Tilefnið var uppsagnir
220 starfsmanna Slippstöðvar-
innar á Akureyri og nú síðast
uppsagnir hjá Skipavík í
Stykkishólmi. Það má segja að
Jóhannes Geir hafi geflð tón-
inn því hátt í 15 þingmenn
stigu í pontu og tjáðu sig um
vanda skipasmíðaiðnaðarins.
Jóhannes Geir hóf umræðuna
og beindi máli sínu til fjármála-
ráðherra og hagstofuráðherra.
Hann spurði ráðherra fjármála
hvort ekki yrðu gerðar ráðstafan-
ir til þess að innlendum skipa-
smíðastöðvum yrðu tryggð verk-
efni í framtíðinni og komið yrði í
veg fyrir aukna sókn í erlendar
stöðvar vegna nýsmíði og við-
halds skipa. Þá skoraði Jóhannes
Framlög til búháttabreytinga 1985 til 1. sept. í ár:
Norðlendingafjórðungur fékk 77 af 200 miHjónum
Frá 1985 til 1. september í ár
fengu 56 bændur í Skagafjarð-
arsýslu alls rúmar 26,3 milljón-
ir króna í framlög til búhátta-
breytinga frá Framleiðnisjóði
landbúnaðarins. Skagafjarðar-
sýsla fékk sýslna mest í sam-
þykkt framlög á þessu tímabili
en þetta svarar til þess að hver
bóndi hafl fengið 471 þúsund
krónur að meðaltali. Framlag
á hvern bónda í Eyjafjarðar-
og A-Húnavatnssýslum er þó
eilítið hærra að meðaltali á
tímabilinu.
Þessar upplýsingar koma fram
í nýútkominni skýrslu Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins. Hún
sýnir að alls hafa 459 bændur í
landinu fengið rúmar 200 millj-
ónir í framlög til búháttabreyt-
inga á umræddu tímabili. Bænd-
ur á Norðurlandi hafa af þessari
upphæð fengið tæpar 77 milljónir
króna. Miðað er við bygginga-
vísitölu 293 í öllum þessum
útreikningum.
Sé litið á búháttabreytinga-
framlög skipt eftir kjördæmum
og fjölda bænda kemur í ljós að
mesta framlagið er til Norður-
lands vestra þar sem 93 bændur
hafa að meðaltali fengið 466 þús-
und krónur eða alls 43,3 milljónir
króna. Næst á listanum kemur
Suðurland, þá Austurland,
Norðurland eystra, Vesturland,
Vestfirðir og Reykjanes.
Að sögn Jóns Guðbjörnssonar
hjá Framleiðnisjóði landbúnað-
arins skýrast framlög til Skagfirð-
inga, Húnvetninga og Eyfirðinga
fyrst og fremst af framlögum til
loðdýraræktenda en af þeim
rúmu 200 milljónum sem sjóður-
inn hefur veitt í framlög á
umræddu tímabili hafa 108 millj-
ónir farið í loðdýraræktina. Næst
hæsta framlagið er til ferðaþjón-
ustu, þó innan við þriðjungur af
framlaginu til loðdýraræktarinn-
ar. JÓH
„Góðir framleiðsluhættir“ í fimm Sambandsfrystihúsum á Norðurlandi:
„Lykilatriðið er góðir umgengnishættir“
segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri FH á Húsavík
,Góðir framleiðsluhættir“ er verður að vera í lagi og kröfur
nafn á gæðaátaki sem stendur um klæðnað starfsfólks eru mjög
strangar," segir Tryggvi.
yfir í fimm Sambandsfrystihús-
um á Norðurlandi, Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur, Frystihúsi
KEA á Dalvík og í Hrísey,
Tanga hf. á Vopnafirði og
Fiskiðju Sauðárkróks hf.
Að sögn Tryggva Finnssonar,
framkvæmdastjóra Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur, hefur gæðaátak-
ið staðið yfir í um mánuð. „Þetta
er ekki eitthvað sem kostar mikla
peninga. Segja má að lykilatriðið
í átakinu sé góðir umgengnis-
hættir. Umhverfið á vinnustað
Hann segir að hugmyndin
með gæðaátakinu sé að freista
þess að umrædd frystihús standist
allar kröfur og hafi þar með
möguleika á að komast inn á
markaði sem gera miklar kröfur
til framleiðslu og gefa um leið
hærri verð. Með þessu erum við
að gera meiri kröfur til okkar
sjálfra en við þurfum vegna ein-
hverra reglugerða. Við horfum til
markaða um allan heim. Bret-
land er eitt þeirra landa sem er í
burðarliðnum og síðan er talað
um fleiri Evrópulönd og Amer-
íku,“ segir Tryggvi.
Hann segir borðliggjandi að
afli minnki ár frá ári og því verði
að reyna með öllum ráðum að
auka verðmæti þess hráefnis sem
fer í gegnum vinnsluna. „Okkar
framleiðslu- og sölupólitík í dag
byggist á því að við vitum að á
næstunni kemur minna úr sjón-
um og við erum í harðri sam-
keppni. Því reynum við að mæta
með virðisauka, að fá meira út úr
færri kílóum." óþh
á hagstofuráðherra að taka
málefni skipasmíðaiðnaðarins
sérstaklega fyrir í fyrirhugaðri
atvinnumálaúttekt sem hann er
að undirbúa.
Ólafur Ragnar Grímsson svar-
aði spurningum Jóhannesar stutt-
lega og sagði að vandi Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri yrði
ekki leystur nema fyrirtækinu
tækist að selja skipið sem það
réðist í að smíða á sínum tíma.
„Ég hefði viljað fá betri svör
frá fjármálaráðherra. Það að nýtt
skip sé óselt er bara eitt lítið
afmarkað mál í þessu öllu. Það
sem skiptir máli er að staða
íslensks skipasmíðaiðnaðar verði
bætt í gegnum þær aðgerðir sem
ríkisstjórnin getur gripið til varð-
andi lánafyrirgreiðslu. Ég er ekki
að tala um algild höft þess efnis
að bannað verði að leita tii
útlanda. Ég er sannfærður um
það að ef innlendu stöðvarnar fá
viðunandi rekstrarskilyrði þá
mun viðhorf útgerðarmanna
breytast og þeir muni í vaxandi
mæli leita til innlendra stöðva,“
sagði Jóhannes Geir í samtali við
Dag að loknum utandagskrárum-
ræðum á Alþingi í gær.
Þingmenn kvörtuðu undan
stuttum tíma sem varið var til
umfjöllunar um vanda skipa-
smíðaiðnaðarins, en forseti Sam-
einaðs þings benti þeim á utan-
dagskrárumræður næstkomandi
mánudag þar sem atvinnuástand-
ið í landinu yrði til ótímabund-
innar umræðu.
Þess má geta að nefnd sem iðn-
aðarráðherra setti á laggirnar til
að finna lausn á vanda skipa-
smíðaiðnaðarins verður stödd á
Akureyri í dag og munu nefndar-
menn ræða við forráðamenn og
starfsmenn Slippstöðvarinnar hf.
-bjb/SS