Dagur - 04.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. nóvember 1989 - DAGUR - 5 -J fréttir Pingeyjarsýslur: Minkar upp um Qöll og firnindi - minkaveiðimenn verða varir við brevtta hegðun Fjöldi veiddra minka í Þing- eyjarsýslum í ár virðist vera svipaður og undanfarin ár hvað heildina varðar, fækki mink á sumum stöðum fjölgar honum á öðrum. Minkaveiði- menn virðast vera sammála um breytta hegðan minka, á þann veg að þeir séu farnir að sækja inn til landsins, burt frá sjó, ám og vötnum, þar sem yfir- leitt hefur mátt ganga að grenj- um þeirra vísum. Vilhjálmur Jónasson á Sílalæk í Aðaldal hefur banað 278 mink- um frá áramótum. Minkar þessir eru ekki allir veiddir á einni þúfu því hann er ráðinn til minkaveiða fyrir mörg sveitarfélög á svæðinu frá Öxarfirði til Ólafsfjarðar. Vil- hjálmur segir að þetta sé áþekkur fjöldi og veiðst hafi á undanförn- um árum, minknum virðist þó fækka á sumum stöðum en fjölga á öðrum. Hann segist mjög hafa orðið var við breytta hegðun hjá minknum sem fari meira frá vatni en áður og hafi ekki endilega fasta búsetu við læki og vötn, heldur fari langt inn í land. Sagð- ist Vilhjálmur hafa fundið minka- slóð í Peistareykjabruna, um 15-20 km frá vatni sem veiði er í. Ingi Yngvason í Skjólbrekku, sem sér um minkaveiðar í Mývatnssveit, sagðist einnig hafa orðið var við breytingar á lifnað- arháttum minksins, sem nú virtist vera farinn að flækjast upp um Smásagnakeppni Dags og MENOR: „Viðbrögðin hafa verið mjög góð“ - segir Haukur Ágústsson, formaður MENOR Nú þegar hafa átta smásögur borist í samkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlend- inga um frumsamda smásögu. Skilafrestur er til 24. nóvem- ber næstkomandi, sem er síð- asti póstlagningardagur. Haukur Ágústsson, formaður MENOR, tekur á móti sögun- um í samkeppninni og í samtali við Dag sagðist hann eiga von á að fá margar sögur á borð til sín áður en skilafrestur rynni út. „Ég fékk tvær sögur strax dag- inn eftir að samkeppnin var aug- lýst þannig að sumir luma greini- lega á smásögum. Aðrir hafa ver- ið að semja og síðustu daga hef ég verið að fá eitt handrit á dag. Það tekur drjúgan tíma að skrifa góða smásögu og ég á von á að margir nýti sér skilafrestinn til hins ítrasta og að sögurnar streymi inn síðustu dagana, en viðbrögðjn hafa verið mjög góð til þessa,“ sagði Haukur. Höfundur bestu smásögunnar að mati dómnefndar fær 60 þús- und króna verðlaun og þá verður veitt 20 þúsund króna viðurkenn- ing fyrir næstbestu söguna. For- maður dómnefndar er Sverrir Páll Erlendsson, menntaskóla- kennari, en aðrir í dómnefnd eru Bragi V. Bergmann, ritstjóri Dags, og Hjalti Pálsson, bóka- vörður á Sauðárkróki. Verðlaunasagan mun birtast í jólablaði Dags og einnig áskilur Fréttabréf MENOR sér rétt til birtingar. Haukur Ágústsson sagði það einnig koma til greina að gefa bestu sögurnar út í vasa- brotsbók og jafnvel að halda slíka samkeppni oftar og safna bestu sögunum saman í bók. Hann sagði jafnframt að þessi smásagnasamkeppni gæti orðið mikil lyftistöng fyrir ritfæra ein- staklinga og menningarauki fyrir Norðlendinga. SS fjöll og firnindi. Sagðist hann hafa orðið var við mink við Reykjahlíðarfjall og einnig í Búrfellshrauni, sem er langt frá vatni. Ingi hefur veitt 65 minka það sem af er árinu, þar af 15 í októ- ber. Er þetta mjög svipuð tala og virtist vera af mink, hversu mikið sem veitt væri en þó héldi hann minknum niðri með skipulögðum veiðum. Ingi hefur ekki orðið var við alimink í Mývatnssveit en þar hafa veiðst tveir alirefir, einn var skotinn fyrir ári síðan og í vor náðist læða með 11 hvolpa í greni. Tryggvi Harðarsson, minka- veiðimaður í Svartárkoti í Bárð- ardal, sagðist hafa veitt 21 mink í vor og hefði það verið óvenjulít- ið. Tryggvi ætlar til minkaveiða næstu daga, ef veður leyfir, en sagðist litlar fréttir hafa haft af mink og sagðist reikna með að betur hefði verið unnið að leit, og meira veitt af mink annars staðar. Tryggvi hefur einnig orð- ið var við breytta hegðun minksins, hefur hann fundið greni með níu hvolpum talsvert frá vatni. Finnst honum minkur- inn vera að færa sig frá vatni, kannski af því að þar er mest leit- að. Sagðist Tryggvi vona að minknum færi að fækka. IM Blaðamaður Dags rakst á Arnkel Þórólfsson bónda í Hraunkoti 2 í Aðaldal í S-Þing, fyrir skömmu en hann var þá að koma frá því að vitja um minka- gildrur sem hann lagði í kvísl skammt frá bænum en á því svæði hefur árlega orðið vart við mink síðustu þrjá áratugi. Arnkell hafði fengið þennan mink sem hann heldur á í gildru sína og skömrnu áður hafi hann einnig fengið minkalæðu í sömu gildru. Og það er greinilegt að tíkin Týra er ánægð með frammistöðu bónda síns. Mytui: kk Skólanefnd ræðir um íþróttahús í Lundahverfi: Skiptar skoðanir uni forgangsröð verkeftia Skólanefnd Akureyrar hélt fund í vikunni þar sem m.a. var rætt um byggingu íþrótta- húss í Lundahverfi. Ræddar voru tillögur vinnuhóps sem skipaður var af skólanefnd í ágúst 1988, en að sögn Ingólfs Ármannssonar skólafulltrúa var engin ákvörðun tekin í málinu önnur en sú að kynna umræðurnar í bæjarráði. Á síðasta ári kom erindi frá Knattspyrnuféiagi Akureyrar til Svæðisfundur SAF á Húsavík: Menn með ýmsar nýjungar í pokahominu - segir Tryggvi Finnsson, stjórnarformaður SAF, eru samtök frystihúsa sem selja sína vöru í gegn um Sjávarafurðadeild Sambands- ins, og þau héldu svæðisfund á Húsavík sl. miðvikudag. í fjölda ára hefur verið venja félagsins að halda fund á haustin, með verkstjórum og framkvæmdastjórum, þar sem m.a. eru rædd sölumál og horfur. I ár var ákveðið að breyta til og halda fjóra fundi, hvern á sínu svæði, fyrsti fund- urinn var á Egilsstöðum, annar á Akranesi, síðan á Þingeyri og fjóði fundurinn var á Húsa- vík. Auk aðila frá frystihúsun- um komu á fundina sölumenn frá Sjávarafurðadeild og eftir- litsmcnn, einnig fulltrúar fá Iceland Seafood Corperation í Bandaríkjunum og Iceland Seafood Limited í Evrópu. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur er stjórnarformaður SAF. Aðspurður frétta af fundin- um sagði hann menn hóflega bjartsýna á að markaðsmál og sölumál væru frekar að styrkjast, þá væri ekki verið að tala um neinar teljandi verðhækkanir á afurðum heldur styrkari markaði og aukna eftirspurn. „Að mínu mati er unnið nokkuð öflugt starf á mörkuðunum núna og menn eru með ýnisar nýjungar í poka- horninu, sumt er orðið að veru- leika en annað á leiðinni. Áhersl- an á mörkuðunum núna er að auka verðmætin, því með minnk- andi kvóta þarf sjáanlega að keyra á virðisauka en ekki magni. Okkar þróunardeild og söludeild eru að vinna að þessum málum og ég er bjartsýnn á að þar séu góðir hlutir að gerast,“ sagði Tryggvi. Aðspurður urn stöðu fisk- vinnslufyrirtækja almennt sagði Tryggvi: „Þrátt fyrir það að hlut- irnir séu ekki komnir eins og við viljum hafa þá er ljóst að það er reginmunur á stöðu fiskvinnslu- fyrirtækjanna í dag eða eins og hún var fyrir ári síðan. Vinnslu- kerfum við fiskvinnsluna hefur verið breytt og því hefur störfum þar fækkað. Ymislegt bendir til að sú þróun haldi áfram og henni verður náttúrlega að svara í hverju byggðarlagi með auknu framboði á vinnu annars staðar." Pátttakendur á svæðisfundin- um skoðuðu Fiskiðjusamlagið á fimmtudagsmorgun og leist vel á. Þar hefur verið framkvæmt ákveðið átak, sem er liður í að gera húsið hæfara til að taka upp breytta vinnsluhætti þar sem rík- ari áhersla er lögð á neytenda- pakkningar. Kröfuharðir, erlendir aðilar hafa gert úttekt á aðstöðu og vinnsluháttum. Nokkur hús hafa haft sam- vinnu um að hrinda í framkvæmd verkefni sem nefnist: Góðir umgengnishættir. Þá er t.d. búið að herða kröfur til umhverfis utanhúss og fatnaðs starfsfólks. Framkvæmdin hefur gengið mjög vel og gefur fyrirtækjunum vissa andlitslyftingu. 1M Akureyrarbæjar þess efnis, að óskað var eftir samvinnu um byggingu íþróttahúss í Lundar- hverfi og vísaði bæjarráð því til skólanefndar að koma á viðræð- um við forsvarsmenn félagsins. Skipaður var vinnuhópur sem unnið hefur með hléum síðan og skilaði af sér þeim valkostum varðandi byggingu og rekstur sem hópnum leist best á ef farið verður út í þetta samstarf. „Fulltrúum skólanefndar þótti málið ekki á neinu afgreiðslustigi svo því var vísað til bæjarráðs,“ sagði Ingólfur. Hann sagði umræðurnar í skólanefnd hafa snúist nokkuð um að líta á dæmið í heild og að þá hafi komið upp spurning um forgangsröð verk- efna bæði á sviði íþrótta- og skólamála. „Það komu mismun- andi sjónarmið fram þó menn hafi almennt verið sammála um að það þurfi að skoða þetta mál í heild.“ Samkvæmt framkvæmdaáætl- un um skólamannvirki sem unnin var 1986 og notuð hefur verið sem viðmiðun bæjarstjórnar, er gert ráð fyrir því sem forgangs- verkefni að gera skóladag barna samfelldan. Ef það á að vera mögulegt verða íþróttamannvirki að vera það nálægt skólanum að hægt sé að fella íþróttir inn í stundaskrá. í Lundarskóla og Síðuskóla er þetta ekki hægt eins og er, það er hægt annars staðar með fyrirvara um Oddeyrarskóla sem hefur bráðabirgðaaðstöðu í Skemmunni. í framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmt verði við Lundarskóla á undan Síðuskóla þar sem Lundarskóli hafi í raun beðið lengur. „Svo ntá segja að þar vantar enn viðbótar kennslu- húsnæði og það segir ekkert um hvað þar eigi að hafa forgang. Breytt lög um verkaskiptingu rík- is og sveitafélaga fléttast inn í þetta þvf nú eru þessar fram- kvæmdir alfarið á vegum sveitar- félaga svo það er í mörg horn að líta,“ sagði Ingólfur. Næsta skref í þessu máli er í höndum bæjar- ráðs sem væntanlega tekur ákvörðun þegar tillögurnar hafa verið skoðaðar. Sjallinn: Komdu í kvöld - sýnt alla laugardaga í nóvember Sýningar á dægurlagahátíöinni „Komdu í kvöld“ hefjast í Sjallanum á Akureyri í kvöld en hófust ekki í gærkvöld eins og ranglega kom fram í Degi í gær. Sýning þessi er til heiðurs Jóni Sigurðssyni bankamanni sem staðið hefur í sviðljósi íslenskrar dægurlagatónlistar í fimmtíu ár. Fremstu dægurlagasöngvarar landsins hafa verið kallaðir til leiks í þessari sýningu en hljóm- sveit Ingimars Eydal sér urn undirleik og danstónlist á eftir. Sýningar á dægurlagahátíðinni „Komdu í kvöld“ verða síðan í Sjallanunt alla laugardaga í nóv- ember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.