Dagur - 04.11.1989, Síða 7

Dagur - 04.11.1989, Síða 7
Laugardagur 4. nóvember 1989 - DAGUR - 7 Andlega martröðin er - Hrikaleg lífsreynsla stúlku sem mátti sæta kynferðislegu ofbeldi í dag eru 9 ár liðin síðan hinni líkamlegu martröð lauk. Sú andlega er hins vegar enn til staðar og verður það ef til vill ævilangt. í greininni sem hér fer á eftir lýsir 18 ára gömul stúlka hrikalegri lífsreynslu sinni. Hún segir sögu einstaklings sem lenti í því að vera notaður kynferðislega frá tveggja ára aldrr til níu ára aldurs. Faðirinn var gerandinn - hún sjálf, dóttirin, var þolandinn. Stúlkan hefur tekið þann kostinn að breyta nöfnum og staðháttum, vegna öryggis fjölskyldu og vina. Stúlkan hefur, að vandlega yfirveguðu máli ákveðið að birta brot af reynslu sinni. Hún vonar að frásögn hennar geti veitt öðrum styrk í þeirra raunum. Ekki síður á reynsla hennar að vekja lesendur til umhugsunar um sifjaspell og kynferðislega misnotkun á börnum. Síðast en ekki síst gæti óhugnanleg lífsreynsla hennar ef til vill orðið einhverjum víti til varnaðar. f»á væri vissulega betur af stað farið en heima setið. Stúlkan er að vinna að bók um reynslu sína af kynferðislegu ofbeldi og afleiðingum þess á líf hennar. Frásögnin sem hér fer á eftir gefur lesendum Dags hugmynd um hvílíka martröð - andlega og líkamlega - stúlkan og önnur þau börn, sem verða fyrir slíku ofbeldi, hafa upplifað á fyrstu árum ævi sinnar. Ef til vill kann einhverjum að þykja saga stúlkunnar ótrúleg. Hún er engu síð- ur sönn; samansafn napurra staðreynda. Fyrir því hef ég óyggjandi sannanir, sem ég þó hvorki vil né get lagt fram hér, eðli málsins vegna. Ritstjóri. 18. október 1989 „Ég er 18 ára og kýs að kalla mig Hönnu. Faðir minn er 38 ára og ég kalla hann Guðmund. Móðir mín er 37 ára og ég kalla hana Jónu. Ég tek það skýrt fram að hún vissi ekkert af þessu fyrr en nú í sumar. Ég man fyrst eftir mér þegar ég var svona 2ja ára. Ég vaknaði upp um miðja nótt við það að pabbi var undir sænginni hjá mér. Ég vissi ekkert hvað hann var að gera, því ég var bara barn. Hann sagði ekki orð við mig og ég ekki heldur við hann. Ég var hrædd því hann er óskaplega skapstór og ég vildi ekki eiga það á hættu að hann yrði reiður. Daginn eftir var eins og ekkert hefði í skorist og ég lokaði þetta inni í mér og sagði ekkert. En hann hélt uppteknum hætti: Ég býst við að hann hafi verið kærulaus, því þegar mamma fór í fjós á morgnana, tók hann mig upp í rúm til sín. Oft sendi hann mig út í glugga til að athuga hvort mamma væri áð koma. Stundum sagði hann: „Nú pissa ég inn í þig og þú verður að fara fram og losa þig við það.“ Ef ég gerði honum eitthvað á móti skapi, henti hann mér inn í herbergi og lokaði mig inni. Jafnvel þegar ég var á fyrsta ári þá henti hann mér inn í vöggu og lokaði herberginu og meinaði mömmu inngöngu. Par fékk ég svo að skæla mig í svefn. Mamma og pabbi skilja Mamma réði ekkert við hann. Þau skildu þegar ég var 4ra ára. Það var mikill léttir, bæði fyrir mig og mömmu. Hélt ég. En hann átti nátt- úrlega sinn yfirráðarétt og notaði hann óspart. Hann fékk mig í heim- sókn og ég var varla komin inn þegar hann fór að hátta mig. Mamma skildi aldrei í því að ég veiktist alltaf þegar ég var hjá honum; hún hélt að mér leiddist svona þar. Svo náði pabbi sér í konu, frá- skilda, og fluttu þau út á land. En það stóð ekki í vegi fyrir honum. Pessi kona átti annað barn fyrir, stúlku, tveim árum yngri en ég. Hann tók okkur báðar með sér upp á loft eða eitthvað afsíðis og notaði okkur báðar. Konan hans, sem ég kalla Árnýju, varð ófrísk og eignað- ist stúlkubarn. Pað fæddist þegar ég var 6 ára. Afi og amma búa úti á landi og fór pabbi stundum með mig þangað. En hann lét mig ekki í friði þar heldur. Ég var látin sofa í her- bergi með afa. Heimtaði pabbi alltaf að fá að sofa hjá mér. Pótt afi svæfi einnig í herberginu lét pabbi það ekki á sig fá. Hann skreið undir sængina mína og var að langt fram á nótt. Ég veit ekki hvort afi varð var við að eitthvað óvenjulegt væri á seyði, en ég býst ekki við því. Alla- vega var engin hjálp í honum. Ekki gat ég sagt ömmu neitt, því hún hefði aldrei trúað þessu upp á elsku dreng- inn sinn. Nei, ég gat engum treyst. Enn eitt sambandið Nokkrum árum síðar skildu þau pabbi og Árný - sem betur fer fvrir eldri stelpuna. Ég veit ekki um þá yngri, þ.e. hvort hann gerði henni eitthvað. En hrædd er ég um það. Þegar hér var komið tók pabbi sam- an við þá þriðju. Hún átti þá tvö börn, strák og stelpu. Ég er næstum því viss um að stelpan fékk að kenna á honum. Hún hefur þá verið 7 eða 8 ára gömul. Maður þorði aldrei að segja neitt, ekki einu sinni til að bjarga hinum stelpunum frá Guð- mundi. Þegar ég svo varð 9 ára, hætti pabbi að skipta sér nokkuð af mér. Þá fór hann á sjó og var u.þ.b. mán- uð úti í einu. Hann stoppaði einungis í nokkra daga í landi á ntilli. Ég var svo heppin að ég þurfti aldrei að fara þangað sem hann bjó á þessu tíma- bili. Eg fór - en aldrei ein Svo þegar ég var orðin 12-13 ára, vildi hann að ég færi að koma í heim- Dómhildur Antonsdóttir. Konur mjög duglegar að sauma - segir Dómhildur Antonsdóttir eigandi verslunarinnar Vandla hf., ný vefnaðarvöru- verslun var opnuð nýlega að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Eigendur verslunarinnar eru Dómhildur Antonsdóttir og Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir. A boðstólnum er vefnaðarvara og ýmsar smávörur til sauma. Nafn verslunarinnar, Vandla, hefur vafist fyrir mörgum og hafa getgátur verið uppi um að það Vandla hf. á Húsavík væri dregið af orðinu vöndull, Dómhildur sagði svo ekki vera heldur hefðu eigendur fundið orðið vandla í orðabók, og það þýddi vandlega eða vel. Sagði hún að leitað hefði verið lengi að orði tengdu vefnaðarvöru en þau væru öll orðin svo notuð. Saumakona verður í verslun- inni á fimmtudögum kl. 17-18 og tekur að sér saumaskap fyrir við- skiptavini. Dómhildur sagði að ef svo færi sem horfði yrði hún að hætta að taka á móti verkefnum, sem skila á fyrir jól, í síðari hluta nóvember. Dómhildur sagði að sér litist vel á verslunarreksturinn, versl- uninni hefði verið vel tekið og allir væru jákvæðir. Konur á Húsavík og í nágrenni væru mjög duglegar að sauma, sérstaklega ungar konur sem væru mjög hug- myndaríkar. IM enn til staðar af hálfu föður síns frá 2ja til 9 ára aldurs sókn. Ég fór - en aldrei ein. Yfirleitt fór vinkona mín með niér eða frændi ininn og ég gaf aldrei tækifæri á mér. Ég var aldrei ein, því ég vissi að hann beið alltaf eftir því að ná mér ein- hvers staðar einni. Og það niátti ekki gerast. En svo ég hverfi nú aftur til barn- æskunnar, þá vorunt við mamma ein- ar í tvö ár. Það eru einu ár æsku minnar sent mér fannst ég vera ham- ingjusöm (að sjálfsögðu þegar frá eru dregin þau skipti á því tímabili sem ég þurfti að fara til pabba). Mamma var bóndi og átti kýr og kindur. Und- um við okkur daglangt við búskapinn og áttum bara hvora aðra. En svo kom niaður og hóf búskap með mömmu. Og þá átti ég ekkert eftir nema sjálfa mig. Stíflan brestur Þessi maður, sem ég kýs að kalla Sigurð, var ágætis maður út af fyrir sig. En hann var karlmaður og það var nóg. Ég hélt honum alla tíð frá mér og var ætíð kuldaleg og kannski ekki nema von því ég hafði slæma reynslu af mönnum. Sérstaklega þoldi ég ekki menn sern tóku mig upp og þóttust vera ferlega sætir. Þegar ég svo varð 12 ára varð ég aga- lega þunglynd. Mamma kenndi ungl- ingaskeiðinu um en það lá fleira að baki. I 8. bekk brotnaði ég svo niður, í kennslustund hjá skólastjóranum. í framhaldi af því komst ég í kynni við sálfræðing sem hjálpaði mér mikið. Ég var hjá honum í um það bil tvö ár. En það var ekki fyrr en ég hafði verið hjá honum í hálft ár að ég þorði að segja honum frá pabba. Þá brast stíflan sem ég hafði inni í mér öll þessi ár. Umræðan mikla Á þessum tíma gerðist margt í lífi mínu. Ég reyndi einu sinni að fremja sjálfsmorð en sem betur fer tókst það ekki. „Sem betur fer,“ segi ég núna, en ég sagði það ekki þá. Á þeim tíma fannst mér lífið ekki þess virði að lifa því. Ég fór að drekka og reykja og reyna að vera með strákum. Flestir þeirra vildu sofa hjá mér en ég vildi það ekki. Það var sárt að vita að ekk- ert annað virtist komast inn í hausinn á þessum fíflum. En tíminn leið. Alls staðar var mér ógnað með kynlífi: Á vinnustöðum (skipti ég því oft um vinnu og töldu allir að ég væri aum- ingi og nennti ekki að vinna), í skólanunt; í þjóðfélaginu sjálfu. Svo kom umræðan mikla. Urn misnotkun á börnum. Allir fjölmiðlar æptu þetta upp. Þeir hneyksluðust á að þetta gæti gerst í fallega landinu þeirra. Þeir blésu þetta upp. í hverju horni var hvíslað um þetta og því varð erfiðara fyrir mann að sætta sig við orðinn hlut. En mér datt aldrei í hug að kæra. Það var einhvern veg- inn út úr myndinni. Svona hluti er ekki hægt að skilja . . . Þar kom að ég kynntist strák sem ég treysti. Hann ýtti mér ekkert áfram en leyfði mér að ráða ferðinni. í dag erum við trúlofuð. En ennþá vaknar öðru hverju svo mikil reiði innra með mér, svo mikil beiskja, að allt ætlar að bresta. Unnusti minn reynir að skilja mig og hugga en ég veit að þetta er hryllilega erfitt fyrir hann. Svona hluti er ekki hægt að skilja nerna hafa reynt þá sjálfur. Mamrna og Sigurður slitu samvist- um fyrir sköntmu og þá sagði ég hon- um frá pabba. Ég gerði það til að reyna að fá hann til að skilja hvers vegna ég barðist alltaf gegn honum. Ég held að það hafi tekist. En ég hef aldrei séð honum svo brugðið né svo reiðan út í nokkurn mann eins og pabba þá. í sumar sagði ég svo mömmu frá þessu. Henni varð mjög brugðið og ég reyndi að koma henni í skilning um að hún hefði ekki brugðist mér á nokkurn hátt. Hún vissi ekki að pabbi væri svona og datt þetta aldrei í hug. Ég ásaka hana ekki á neinn hátt. Börn gleyma ekki Einhverjir hafa haldið því fram að barnið gefi tilefni til þess að það sé misnotað. Það er tómt rugl. Barn veit ekki hvað kynlíf er né hefur það nokkra löngun til að kynnast því. Það eina sem barnið sækist eftir er hlýja og ástúð og það er virkilega sárt þegar menn misnota og mistúlka þessa þörf barnsins. EF VIÐ ÞEGJUM UM OFBELD- IÐ TEKUR ÞAÐ ALDREI ENDA.“ Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. Helgi Vápni í Vín: Snertilistin vekur athygli Sýningu Helga Vápna í Vín lýkur um helgina en síðasti sýningar- dagur er á sunnudaginn. Helgi sýnir 23 verk, vatnslita- og olíumyndir og auk þess snertilist sem er nýjung í myndlist á Norðurlöndunum og jafnvel þótt víðar væri leitað. Snertilistin er jafnt fyrir sjóndapra sem sjáandi. Sjóndaprir geta þreifað á þessum verkum og þau eru merkt með blindraletri en þeir sem hafa fulla sjón geta notið þeirra úr fjarlægð. Helgi Vápni hefur vakið mikla athygli fyrir snertilist sfna, jafnt erlendis sem hérlendis. í Færeyj- um fékk hann t.a.m. frábærar viðtökur og fékk snertilist hans gott rými á forsíðu tveggja dag- blaða auk þess sem sjónvarpið gerði verkum hans skil. Það er því full ástæða til að vekja athygli Norðlendinga á þessari nýjung og minna á sýninguna í Vín. Rjúpnaveiði- bann Að gefnu tiiefni er hér með tekið fram að öll rjúpnaveiði í löndum Kóngsstaða, Hverhóls og Kross- hóls í Skíðadal er bönnuð. Landeigendur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.