Dagur


Dagur - 08.11.1989, Qupperneq 1

Dagur - 08.11.1989, Qupperneq 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. nóvember 1989 214. tölublað A/ft HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SÍMI 96 26708 BOX 397 Akureyri: Vinkill sf. úrskurð- aður gjaldþrota Trésmiðjan Vinkill sf. Réttar- hvammi 3 á Akureyri hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta Útgerðarfélagið Pórdís á Blönduósi komið í gang: Afli Ingúnundar gamla um átta tonn í dag „Þetta gengur bærilega. Bát- urinn hefur nú verið við skel- veiðar rúmlega vikutíma og aflinn hefur verið um 8 tonn á dag,“ sagði Ofeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi og stjórnarmaður í Þórdísi hf., hinu nýstofnaða útgerðarfélagi á Blönduósi. Hlutafélagið Þórdís keypti fyr- ir skömmu 103 tonna stálbát frá Vestmannaeyjum og hlaut hann nafnið Ingimundur gamli. Bátur- inn verður við skelveiðar á Húna- flóa en að sögn Ófeigs hefur bát- urinn þurft að sækja stutt það sem af er. Hluthafar í Þórdísi hf. eru um 80 talsins, þeirra stærstir eru sveitarfélögin í A-Húnavatns- sýslu og stærri fyrirtæki. Hlutafé nálgast nú 20 milljónir sem Ófeigur segir takmarkið í hluta- fjársöfnuninni. Afli Ingimundar gamla fer í vinnslu hjá Særúnu hf. á Blöndu- ósi. Ófeigur segir að fyrst um sinn verði báturinn við þessar veiðar en nýtt verð á skel um ára- mótin ráði nokkru um veiðarnar þegar fram á veturinn kemur. „Hvað verð áhrærir þá er það í lagi eins og stendur en mætti ekki vera mikið lægra,“ segir Ófeigur. JÓH hjá bæjarfógetaembættinu Akureyri. Úrskurðað var um gjaldþrot Vinkils sf. sl. mánudag og hefur nú þegar verið skipaður bústjóri þrotabúsins. Hann heitir Asgeir Björnsson, lögfræðingur í Reykjavík, og er væntanlegur norður einhvern næstu daga til að vinna í máli þrotabúsins. Trésmiðjan Vinkill sf. fram- leiddi bað- og eldhúsinnréttingar auk fataskápa. Hjá Trésmíðafé- lagi Akureyrar fengust þær upp- lýsingar í gær að hjá Vinkli hafi starfað fimm lærðir trésmiðir, fimm ófaglærðir auk starfsmanns á skrifstofu. óþh Allt bendir til að dómstólar úrskurði uni eignarréttinn á kaupleiguíbúðunuin fimmtán. Mynd: KL Vinna hafin á ný við Helgamagrastræti 53 á Akureyri: Smiðimir á launuin hjá Akureyrarbæ í bráðabirgðasamkomulagi því sem nýlega náðist milli Akur- eyrarbæjar annars vegar og skiptaráðanda og bústjóra þrotabús Híbýlis hf. hins vegar er engin afstaða tekin til eign- arréttar á kaupleiguíbúðunum flmmtán í Helgamagrastræti 53. Vinna er hafin á ný við húsið, og eru smiðirnir á launaskrá hjá bænum út þessa viku. Tilboði bæjarfélagsins í 61% hússins verður ekki svar- að fyrr en á fyrsta skiptafundi, 23. janúar. Stefnt er að því að gera húsið fokhelt' sem fyrst, m.a. til að varna skemmdum. Hreinn Páls- son, bæjarlögmaður, segir að hér sé um að ræða snöggsoðna heimild til að vinna áfram við bygginguna út vikuna, í þeirri von að betur útfærður samningur náist á næstu dögum. Brynjólfur Kjartansson hrl., bústjóri, hafi ekki talið sig hafa heimild til að taka endan- lega afstöðu til eignarréttarins á íbúðunum fimmtán, fyrr en eftir fyrsta skiptafund. Þeir starfsmenn sem vinna við bygginguna í Helgamagrastræti eru fyrrverandi starfsmenn Híbýlis hf. Endanlegt samkomulag hefur náðst við undirverktaka um sundlaugina í Glerárhverfi. Mið- að er við að lauginni verði skilað fullkláraðri 6. janúar á næsta ári, samkvæmt verksamningi við undirverktakana. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, skiptaráðandi, segir að ofan- greint bráðabirgðasamkomulag vegna Helgamagrastrætis 53 renni út næsta föstudag. Reikn- ingslegri úttekt á verkum Híbýlis er að mestu lokið. Varðandi vinnuframlag það sem bærinn kostar til að gera húsið fokhelt er tryggt að bæjarfélagið mun ekki bíða tjón af því framtaki, hvernig sem eignarréttarmálinu lyktar. Þegar hefur verið ákveðið að þrotabúið mun selja Akureyrar- bæ óumdeildan eignarhluta Híbýlis í byggingunni, en eftir er að fastsetja verðið. Varðandi eignarréttinn á kaupleiguíbúðun í Helgamagra- stræti segir Ásgeir að þrotabúið muni væntanlega innan skamms höfða mál til viðurkenningar þess að húsið allt tilheyri þrotabúinu. Vinni þrotabúið málið muni það bjóða bænum að kaupa eignina. Tapi búið málinu verður eðilega minna til skiptanna fyrir kröfu- hafa. Verkstæðisbygging Híbýlis og ýmsir lausafjármunir verða boðn- ir upp á næstunni. Sumir hlutir verða líkast til leigðir bænum þar til byggingin er orðin fokheld. EHB Dagur og Dagsprent hf.: Greiðslustöðvun fram- lengd um tvo mánuði - Úrskurðurinn byggður á batnandi afkomu fyrirtækjanna Fyrirtækin Dagur og Dags- prent hf. á Akureyri hafa feng- Átak til aðstoðar þolendum sifjaspella á Akureyri og nágrenni: Fyrsta skreflð verður símaþjón- usta sem hefst í næsta mánuði í undirbúningi er sérstakt átak á Akureyri til aðstoðar stúlk- um og konuni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það eru Valgerður Magnús- dóttir, sálfræðingur, og Brynja Óskarsdóttir, félagsráðgjafi, starfsmenn Félagsmálastofn- unar Akureyrar, sem hafa veg og vanda að undirbúningi átaksins. Að sögn Valgerðar er ákveðið að fyrsta skreílð verði símaþjónusta fyrir þolendur sifjaspella og verður hún snemma í næsta mánuði. „Við næsta skref verður tilboð um sjálfshjálparhópa vonum að konur sem orðið hafa furir sifjaspellum hringi í okkur og láti vita af sér. Aðal- atriðið er að létta af þeirri þögn sem verið hefur um þessi mál.“ Valgeröur segir að næsta skref verði tilboð um sjálfshjálparhópa fyrir konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum. Hún segir að síminn verði ekki aðeins opinn konum á Akureyri, konur utan bæjarins sem vilji aflétta þögninni séu hvattar til að láta í sér heyra. „Við treystum okkur ekki til að spá um hversu mikið er um sifja- spell á Akureyri. Tíðnitölur ann- ars staðar frá eru miklu hærri en fólk getur gert sér í hugarlund. Auðvitað berast okkur til eyrna, beint og óbeint, fregnir af ýmsu þessu viðkomandi í bænunt. Sifjaspell er til staðar og miklu algengara en fólk þorir að trúa. í ljósi þess álítum við að full þörf sé fyrir þessa þjónustu hér á Akureyri,“ segir Valgerður. Undirbúningur að þessu átaki hefur staðið yfir frá sl. vori. Val- gerður segir að undirbúnings- vinna taki mið af starfi Vinnu- hóps um sifjaspellamál í Rcykja- vík og þá sé leitað fyrirmynda erlendis frá. Að sögn Valgerðar hafa rann- sóknir erlendis leitt í ljós að kon- ur sem orðið hafa fyrir sifjaspell- urn eru tíðum haldnar þunglyndi og sektarkennd, leiðast út mis- notkun vímuefna og gera tilraun- ir til sjálfsvígs. Þær hafa lítið sjálfstraust og lítinn skilning á eigin þörfum, eiga við kynlífs- vandamál að stríða og eiga erfitt með að treysta öðru fólki. óþh ið tveggja mánaða framleng- ingu á greiðslustöðvunartíma- bili fyrirtækjanna en það átti að renna út í gær. Arnar Sig- fússon, fulltrúi hjá Bæjarfógeta- embættinu á Akureyri, kvað upp úrskurð þess efnis í gær- morgun. Að sögn Arnars, kom frant í beiðni fyrirtækjanna um fram- lengingu, að unnið hefur verið að ákveðnum aðgerðum til að koma rekstrinum á betri grundvöll. „Þessar aðgerðir hafa staðið yfir undanfarna mánuði og sam- kvæmt 9 mánaða uppgjöri fyrir- tækjanna virðast þær þegar hafa skilað nokkrum árangri. Þess vegna var talið rétt að veita mönnum aukinn tíma,“ sagði Arnar ennfremur. Greiðslustöðvunartímabili Dags og Dagsprents hf. lýkur því sunnudaginn 7. janúar nk., en í málum sem þessu er ekki um frekari framlengingu að ræða. Framtíð fyrirtækjanna tveggja mun því ráðast á næstu tveimur mánuðum. BB.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.