Dagur - 08.11.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 08.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON , AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Nauðsyn virkrar byggðastefnu Byggðaþróunin á undanförnum árum er mönnum mikið áhyggjuefni. Hún hefur ein- kennst af miklum brottflutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og fólksfækkun, jafnvel á stórum þéttbýlisstöð- um. Orsakanna er fyrst og fremst að leita í breyttum atvinnu- og þjóðfélagsháttum. Fólki fækkar í frumvinnslugreinunum og horfur eru á að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur aðlögun landbúnaðarframleiðslu að þörfum markaðarins leitt af sér fækkun starfa, og aukin tæknivæðing í fjölmörgum frumvinnslugreinum hefur haft það í för með sér að minni þörf er fyrir vinnuafl í þessum greinum en áður. Á sama tíma hefur þeim fjölgað jafnt og þétt sem vinna þjónustu- störf ýmiss konar, en gallinn er bara sá að þau hafa að langstærstum hluta fallið til á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þessar breytingar á atvinnu- háttum, sem þjóðin óhjákvæmilega þarf að ganga í gegnum, er alls ekkert lögmál að byggðaröskun sé óhjákvæmilegur fylgikvilli. Ef stjórnvöld hefðu borið gæfu til að gera áætlun um það til langs tíma með hvaða hætti treysta mætti atvinnulíf úti á lands- byggðinni og draga úr einhæfni þess, hefði verið hægt að koma að verulegu leyti í veg fyrir þann stórfellda flótta til höfuðborgar- innar sem þegar hefur átt sér stað. Slík byggðaáætlun var aldrei samin og ekkert bólar á gerð hennar enn. Því má með sanni segja að byggðastefna stjórnvalda hafi brugðist í veigamiklum atriðum. Lausnin á byggðavandanum felst m.a. í því að skila atvinnulífsbyltingunni í ríkari mæli út á land. í þeim efnum hafa stjórnvöld staðið sig afar illa, sérstaklega hvað varðar flutning ýmissa þjónustustofnana hins opin- bera af höfuðborgarsvæðinu í dreifbýlið. Ljóst er að talsmönnum byggðastefnu í landinu fjölgar jafnt og þétt, ekki síst í höf- uðborginni sjálfri. Mönnum er smám saman að verða ljóst að það er engra hagur að land- ið sporðreisist í byggðalegu tilliti. Það er síst hagur þeirra sem á suðvesturhorninu búa að öll þjóðin flykkist þangað. Þess vegna eru byggðamálin mál allrar þjóðarinnar — ekki bara landsbyggðarfólks. Og einmitt þess vegna er almenningur orðinn langeygur eft- ir virkri byggðastefnu, sem felur í sér raun- hæfar lausnir á þeim vanda sem við er að etja. BB. til umhugsunar Af hveiju ráðast Neyt- endasamtökin á bændur? Ég var á leiðinni norður. Kvöld- skuggarnir læddust niður haust- litaða Holtavörðuheiðina. Frétt- irnar voru að koma og ég teygði mig í útvarpið til að finna rétta tíðni fyrir útsendingu Rásar tvö. Þegar útvarpsröddin braust fram á milli truflana, sem landsbyggð- arfólk verður að leggja eyrun við öðru hverju, var þulurinn að boða fólk til fundar einhvers staðar fyrir vestan. Ég lagði fund- arstaðinn ekki á minnið en fundarefnið festist í huganum. Neytendasamtökin voru að boða fund þar sem ræða átti hvort leggja bæri bændastéttina niður og hefja allsherjar innflutning á landbúnaðarafurðum. Oft hef ég heyrt talað um nauðsyn innfluttra búvara úr þeim herbúðum en nú skyldi einnig leggja bændastétt- ina alveg niður. I mörgum löndum eru samtök neytenda öflugar hreyfingar. Þau berjast fyrir hag hins kaupandi manns. Þau berjast fyrir við- ráðanlegu vöruverði. Þau berjast einnig fyrir því að sú þjónusta sem í boði er sé virði þess gjalds sem greitt er fyrir hana. Máttur neytendasamtaka er víða það mikill að ef þau beita sér gegn einhverri tiltekinni vörutegund, sem ekki telst uppfylla nauðsyn- leg skilyrði, geta þau rutt henni af markaðnum. Það er tekið mark á því sem forsvarsmenn í neytendamálum segja og færa rök fyrir. Almenningur treystir því að farið sé með rétt mál og fer eftir ábendingum þeirra. En til þess að starf neytendasamtaka skili slíkum árangri verða þau að starfa heiðarlega og benda á það sem raunverulega fer miður. Máttlaus samtök Neytendasamtökin á íslandi hafa aldrei náð að skipa þann sess sem þau gera í mörgum löndum. Þau hafa aldrei náð að hafa nein veru- leg áhrif. Ummæii og aðgerðir íslensku neytendasamtakanna hafa ekki hlotið þá hylli að tekið sé verulegt mark á þeim. Það má spyrja af hverju Neytendasam- tökin hafi ekki beitt sér fyrir lækkun á verðlagningu sem mörgum þykir ofar skynsemi? Þar má nefna verð á bensíni og að margir mánuðir líða frá lækk- un á heimsmarkaði þar til að hún skilar sér við kassann á bensín- stöðinni. Það má einnig spyrja af hverju Neytendasamtökin hafi ekki reynt að hindra sífelldar hækkanir bifreiðatrygginga eða gjaldskrár opinberra stofnana eins og Pósts og síma, rafmagns- og hitaveitna? Svarið liggur í augum uppi. Til þess hafa þau enga burði. Sá garður er einfald- lega of hár fyrir samtök sem ekki hafa skapað sér meiri tiltrú en neytendasamtök á íslandi hafa gert. Innlendar vörur í einelti Einu vörutegundirnar sem Neyt- endasamtökin virðast hafa áhuga á að lækki í verði eru landbúnað- arvörur. Það er að sjálfsögðu allra hagur að verð á matvöru sé í sem mestu samræmi við kaup- getu á hverjum tíma. Hagstætt verð lífsnauðsynja er kjarabót ekkert síður en beinar hækkanir á krónutölu launa. Neytenda- samtökin hafa ekki sýnilegan áhuga á að beita sér fyrir verð- lækkun á öllum daglegum neyslu- vörum. Það eru vörurnar sem Þórður Ingimarsson skrifar: framleiddar eru í landinu, mjólk- in og kjötið, sem lagðar eru í ein- elti. Eftir málflutningi og vinnu- aðferðum samtakanna að dæma er bændastéttin einn megin söku- dólgurinn í íslensku mannlífi. Hún stendur saman um að við- halda óhagkvæmri framleiðslu og háu verði einungis til að geta áfram verið til. Að dómi for- svarsmanna neytendamála er unnt að fá þær vörur sem hún framleiðir fyrir mikið hagstæðara verð með því að kaupa þær frá löndum Efnahagsbandalags Evr- ópu og láta hagkerfi meginlands- ins þannig borga okkur fyrir að drekka belgíska mjólk, éta hol- lenskt smjör, franskt kjöt og ítalskar kartöflur. Erlend undirboð Þótt mögulegt geti verið að fá landbúnaðarvörur á lægra verði frá einhverjum öðrum löndum gleymist gjarnan að það verður að flytja þær hingað ef við eigum að neyta þeirra. Vörurnar verða einnig að fara í gegnum hendur ýmissa verslunaraðila á leið sinni úr birgðaskemmum meginlands- ins á diska úti í Atlantshafi. Hver verslunaraðili og milliliður þarf sína prósentu og skipafélagið verður að fá farmgjöld. Þegar innlend skattlagning leggst á inn- fluttu matvöruna leggst hún einn- ig á allan kostnað sem hefur orð- ið til við að kaupa hana og flytja hingað. Ef það spyrðist til Efna- hagsbandalagslandanna að ís- lendingar ætluðu að leggja land- búnað af og taka upp innflutning allra matvæla stæði eflaust ekki á gylliboðum í byrjun. Slík boð hafa raunar borist hingað og eru grundvöllur undir þann áróður sem rekinn er gegn bændastétt- inni meðal annars af Neytenda- samtökunum. Svona boð eru gjarnan kölluð undirboð eða „dumping" á útlendu tungumáli. Veruleg hætta er á því að slík verðtilboð stæðust ekki til lengd- ar og alls ekki þegar söluaðilarnir sæju að íslenska þjóðin væri orðin háð matarkaupum frá löndum handan úthafsins. Það er heldur ekki úrval matvælaframleiðslu meginlandsins sem okkur stendur til boða frá Evrópu. Það höfum við reynt með innflutningi á kart- öflum og nú síðast í vetur þegar innflutningur á smjörlíki var leyfður. Hlutur bænda hefur hækkað minnst Bændastéttin hefur að undan- förnu átt undir högg að sækja. Vandamál hafa skapast í íslensk- um landbúnaði vegna offram- leiðslu. Þótt reynt hafi verið að leysa þau með nokkrum árangri hefur stéttin orðið fyrir aðkasti og áróðri sem á meðal annars rætur að rekja til þeirra sem hafa tekjur af innflutningi. Þeir virð- ast sjá gull og græna skóga í að leggja prósentur á landbúnaðar- afurðir frá öðrum löndum. En ef betur er gáð að verðlagsþróun síðustu ára kemur í Ijós að verð á landbúnaðarafurðum hefur ekki hækkað meira en á öðrum vörum eða þjónustu. Á árunum frá 1983 til 1989 hækkaði mjólkin 3,5 falt eins og lánskjaravísitalan. Kjöt til neytenda hækkaði 3,6 falt og af því varð hækkunin til bænda aðeins 3,2 föld. Á þessum sama tíma hækkaði afurð undirstöðu- atvinnuvegarins, ýsan, 5,2 falt. Á árunum 1980 til 1988 hækkaði mjólkurverð til bænda 13 falt meðan framfærslukostnaður reiknaður út samkvæmt vísitöl- um hækkaði 15,3 falt. Á meðan mjólkurverð til bænda 13 faldað- ist, 20 faldaðist sá kostnaður sem vinnslustöðvarnar tóku í sinn hlut fyrir gerilsneyðingu og aðra meðhöndlun undir handleiðslu mjólkurfræðinga. Ef dæmi er tekið af kindakjöti verður mun- urinn öllu meiri. Á meðan hlutur bóndans hefur 14,5 faldast hefur hlutur sláturhúsa og vinnslu- stöðva 27 faldast. Margt til umhugsunar Það er því ákaflega hæpið að sak- ast við bændastéttina eina þegar verðlagningu á landbúnaðarvör- um ber á góma. Það má leiða rök að því að bændur sjálfir hafi ekki verið nægilega meðvitaðir um þátt úrvinnslukerfisins og haldið sig um of fyrir innan túngarðinn í verðlagningarmálum. Á fundi Stéttarsambands bænda í síðasta mánuði kom þó greinilega fram að þeir hafa skynjað þennan vanda framleiðslunnar og eru til- búnir til að taka á honum og leita allra leiða til að mæta kaupgetu í landinu á hverjum tíma. Á með- an sú umræða verður háværari hamast Neytendasamtökin við að úthrópa bændur og kenna þeim einum um þegar landsmönnum finnst of mikið af því sem aflast í budduna um hver mánaðamót fara í stórmarkaðinn. Þegar hlýtt er á málflutning Neytendasam- takanna verða eftirfarandi atriði til umhugsunar: Verða útlending- ar tilbúnir að selja okkur land- búnaðarafurðir á undirboðum um alla framtíð? Eru skipafélög- in tilbúin að flytja matvöruna til landsins á undirmálsfrakt? Eru innflytjendur tilbúnir að taka lægri prósentu fyrir að gera inn- kaup á erlendum matvörumörk- uðum, leysa vörurnar út og dreifa til smásala, en þegar um aðrar vörur er að ræða? Eru smásalar tilbúnir til að leggja minna á inn- fluttar matvörur en innlendar? Og að síðustu. Eru skattborgarar landsins tilbúnir að taka á sig þann kostnað sem óhjákvæmi- lega verður samfara því að leggja heila atvinnugrein niður? Eg held forsvarsmenn Neytendasamtak- anna hafi alls ekki hugsað þetta dæmi til enda. Það sér íslenskur almenningur sem sagði álit sitt í nýlega gerðri könnun þar sem stór hluti landsmanna var hlynnt- ur innlendri matvælaframleiðslu. Jafnvel þeir sem töldu að flytja ætti eitthvað inn vildu einnig hafa framleiðslu hér heima. Meðan Neytendasamtökin halda jafn óábyrgum áróðri fram og raun ber vitni þegar landbúnaðurinn á í hlut er engin von til að þau verði tekin alvarlega og verði annað en máttlaus félagsskapur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.