Dagur - 08.11.1989, Síða 7

Dagur - 08.11.1989, Síða 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1989 Miðvikudagur 8. nóvember 1989 - DAGUR - 7 Grímseyingar binda miklar vonir við að fjárveitingavaldið heimili hafnarframkvæmdir í Grímsey næsta vor: Loftmynd Landmælinga íslands 2. ágúst 1984 af Grímsey. Flugbrautin norðaustan byggðarinnar hefur því sem næst norður-suður stefnu. Stefán Guðjónsson verktaki, og hans menn sprengdu fyrir lengingu flugbrautarinnar í norður. Grjót til hafnargerðar bíður þess að verða flutt frá flugvellinum niður að höfn, 'hvar ætlunin er að nota það til að gera varnargarða. Fulltrúar Hafnamálastofnunar ásamt verktaka við Grímseyjarhöfn. Frá vinstri: Stefán Guðjónsson, verktaki frá Sauðárkróki, Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa í Reykjavík, Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur á Hafnamálastofnun og Sigtryggur Benediktsson, tæknifræðingur á Hafnamálastofnun. Mynd. óþh Seinnipart sumars og í haust hefur Stefán Guðjónsson, verktaki frá Sauðárkróki, unn- ið við sprengingar við norður- enda flugbrautar í Grímsey. Þetta verk vann Stefán og menn hans á vegum tveggja ríkisstofnana, Flugmálastjórn- ar og Hafnamálastofnunar. Samningur tókst milli stofnan- anna að bjóða verkið út sam- eiginlega. Flugmálastjórn vildi klöppina við enda flugbrautar- innar burt vegna fyrirhugaðrar lengingar flugbrautarinnar en Hafnamálastofnun horfði hýru auga til efnisöflunar vegna fyrirhugaðrar hafnargerðar. Stefán hefur nú lokið við sinn verkþátt og eru menn sammála um að hann hafi gengið betur en bjartsýnir menn þorðu að vona. Fulltrúar frá Hafnamálastofnun, Sigtryggur Benediktsson, tækni- fræðingur, og Sigurður Sigurðar- son, verkfræðingur, fóru til- Grímseyjar á dögunum ásamt Ómari Bjarka Smárasyni, jarð- fræðingi hjá Jarðfræðistofunni Stapa í Reykjavík, og Stefáni Guðjónssyni, verktaka, til þess m.a. að kanna hvort það grjót sem fékkst úr klöppinni væri not- hæft til hleðslu hafnargarða. Þeir félagarnir láta vel af árangri sprenginganna og telja að nú þegar hafi fengist nægilegt efni til byggingar varnargarð- anna. Næsta skref sé því að fá vil- yrði fjárveitingavaldsins til þess að ráðast af fullum krafti í sjálfar hafnarframkvæmdirnar næsta vor. Grímseyingar hafa lengi beðið eftir hafnarúrbótum og nú finnst þeim að röðin sé komin að þeim. Hafnamálastofnun gerir ráð fyrir að framkvæmdir við höfnina í Grímsey kosti á núvirði á bilinu 50-55 milljónir króna. Af þeirri upphæð yrði 10 milljónum varið til gerðar grjótgarðs, 30 milljónir garðanna. Reynst hefur mjög erf- itt að fá nothæft grjót í Grímsey og það hefur tíðum verið flutt úr landi. Líkur á því að við þurfum að flytja grjót úr landi í grjót- garðana eru hverfandi litlar. Fjárhagslegur hagnaður af þess- um góða árangri Stefáns og hans manna er því umtalsverður." Árangursríkar sprengingar Athuganir á grjótnámi í Grímsey til hafnargerðar hafa staðið yfir undanfarin ár. Tveir staðir voru helst taldir koma til greina, við Grenivíkurtjörn, þar sem er talið þykkasta og heillegasta hraunlag- ið á eynni, og svæði fyrir ofan byggðina í Grímsey. Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur, hefur manna mest rannsakað jarðfræðihlið grjótnáms á eynni og segir hann að hraunlagið sem sprengt var við norðurenda flug- brautarinnar sé líklega sama lag- ið og myndar bjargbrúnina í' Básavík og vestur í Bása. Ómar Bjarki segir að umrætt hraunlag sé um 6 metra þykkt og undir því smástuðlað hraunlag. Þar undir . sé setiag, lagskipt völuberg, sandsteinn og leirstein. „Bergið þarna er töluvert sprungið og það helgast fyrst og fremst af mikilli jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Af loftmynd af svæðinu má greina þrjár sprungur sem liggja í gegnum námasvæðið og þær komu greinilega fram við spreng- ingarnar,“ segir Ómar Bjarki. . „í sjálfu sér ekki í stjörnuflokki“ Sprenging grjóts í hafnargerð er töluvert frábrugðin annarri grjót- sprengingu. Áhersla er lögð á að sprengja mjög veikt, ef svo má að orðii komast, til þess að freista þess að fá heilleg og stór björg í grjótgarðana. Sprengingarnar gengu vel og fengust fjölmargir steinar sem eru langt yfir tonni að þyngd. „Greinilegt er að þetta hefur tekist mjög vel því að lítið er. um brotsár á berginu," segir Ómar Bjarki. „Þess ber hins veg- ar að geta að þetta grjót er í sjálfu sér ekki í stjörnuflokki. Við Ihöfum orðað það svo að þetta sé sé þokkalegt efni í brim- várnir. Það berg sem best hentar í grjótgaröa er dílabasalt eða grágrýti. Það er okkar A-flokkur. Ég myndi telja grjótið sem sprengt var í Grímsey í C eða B- flokki. Við settum þetta grjót í frost- þjöupróf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Eftir 50 umferðir í 3% saltlausn er flögun á, fermetra innan við 0,05 kg. Steinsteypa telst veðrunarþolin etflögunin er innan við 0,5 kg á fermetra. Kröfur varðandi'brim- Bátar bundnir við bryggju í Grímsey. Fjær sést m.a. grunnskóli Grírnsey- inga. Mynd: óþh varnargarð eru þannig inun strangari en kröfur til stein- steypu," segir Ómar Bjarki. 6 þúsund rúmmetrar upp úr höfninni Áætlað er að um 6 þúsund rúm- metrum þurfi að moka upp úr höfninni. Botninn er þess eðlis að ekki er unnt að dæla upp úr Fyrir rúmu ári voru gerðar líkantilraunir af Grímseyjarhöfn hjá Hafnamálastofnun. Við þessar tilraunir verður stuðst við gerð báta- hafnarinnar. Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur, er hér við líkanið. Mynd: jöh henni. Til verksins þarf öfluga „krabba“ sem krafsa sig niður í botninn. „Það hefur ekki verið rætt hvort þetta verk verður boð- ið út eða hvort gerðir verða fram- haldssamningar við Stefán Guð- jónsson. Ákvörðun verður vænt- anlega tekin um það þegar tillög- ur um fjárveitingar liggja fyrir. Það er ljóst að við verðum að hefja framkvæmdir tímanlega í vor, þ.e. ef við fáum grænt ljós á þær. Framkvæmdatími er stuttur og því verða menn að hafa hrað- ann á. Vert er að geta þess að það er afleitt að þurfa að láta grjótið standa óarðbært við flug- völlinn í svo og svo langan tíma.“ segir Sigtryggur. Og Ómar Bjarki leggur orð í belg: „Reikna má með því að steinarnir þoli ekki að stánda lengi því ef vatn seytlar ofan í sprungur í berginu getur frostið sprengt það.“ Sigurður Sigurðarson, verk- fræðingur, segir að ætlunin hafi verið að bæta aðstöðu fyrir flutn- ingaskip í Grímseyjarhöfn og freista þess í leiðinni að leysa úr vanda smábátaeigenda. „Líkan- tilraunir leiddu í ljós að þær úrbætur fengust ekki og því var ákveðið að gera bátahöfn.“ óþh Einfölduð afstöðumynd Hafnamálastofnunar af bátahöfninni í Grímsey. Til vinstri er núverandi hafnargarður en fyrirhugaðir hafnargarðar eru sýndir strikaðir fyrir miðri mynd. Horft í suðaustur yfir hafnarsvæðið í Grímsey. Ljúst er að aðstaða fyrir smábáta á eftir að batna verulega með til- komu væntanlegrar bátabryggju. Mynd: et rynnu til dýpkunar bátahafnar og um 15 milljónir til smíði viðlegu- bryggju. Umtalsverður sparnaður „Sprengingum var hagað þannig að sem stærst grjót fengist úr klöppinni þannig að nota mætti það til byggingar bátahafnar,“ sagði Sigtryggur Benediktsson, þegar hann var beðinn í stuttu máli að lýsa væntanlegum hafn- arframkvæmdum í Grímsey. „Það verður gert innan núver- andi hafnarmannvirkja. Byrjað verður á því að keyra þetta grjót fram og byggja tvo garða. Ætlun- in er að loka svæðinu af með þvergarði til bráðabirgða og dýpka það á þurru. í lokin verður bryggjan síðan byggð. Við lítum svo á að þetta verði allt að vinna í einu og við leggjum allt kapp á að fjárveitingavaldið heimili framkvæmdir næsta súmar. Þetta verður að vera einn verkáfangi vegna þess að grjótgarðurinn sem ætlunin er að byggja gengur yfir núverandi legufæri heimabáta. Nú þegar er lokið við stóran hluta þessarar hafnargerðar, þ.e. efnisöflun fyrir byggingu grjót- as; Alþingi Islendinga Frá fjárveitinganefnd Aiþingis: Viðtalstímar nefndarinnar Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viötöku erindum frá félögum, sam- tökum og einstaklingum er varða fjárlög ársins 1990. Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir með viðræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 9. til og með 17. nóvember nk. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndarinnar, skulu hafa samband í síma 91-624099 (Alþingi) eigi síðar en þriðjudaginn 7. nóvember nk. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtals- beiðnum, sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan grein- ir. Vel heppnaðar sprengingar við flug- völlinn gefa góðan byr í seglin

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.